Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 15
Verkfræðistofan Línuhönnun náði
fyrir skemmstu þeim áfanga að
hafa starfað í aldarfjórðung. Á
þeim tíma hefur starfsemi fyrir-
tækisins vaxið mjög, en ársvelta
þess nemur nú um milljarði króna,
starfsmenn orðnir yfir hundrað og
starfssvið 16 talsins.
„Fyrirtækið er stofnað í kring-
um hönnun á háspennulínum,
svona eins og nafnið ber með sér,“
segir Sigurður Ragnarsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri Línu-
hönnunar. „Svo áttuðu menn sig
fljótlega á að á þessu einu saman
yrði ekki lifað og starfssviðunum
tók að fjölga jafnt og þétt allt til
dagsins í dag þegar við erum orð-
in alhliða ráðgjafarfyrirtæki sem
spannar flest svið verkfræðinn-
ar.“ Línuhönnunin var samt ekki
aflögð og er að sögn Sigurðar einn
af hornsteinunum í rekstri fyrir-
tækisins. „Við höfum meira að
segja getið okkur góðs orðs á því
sviði á erlendum vettvangi, svona
í ljósi okkar miklu reynslu, og
vinnum að slíkum verkefnum um
allan heim.“
Sigurður segir fyrirtækið gera
ráð fyrir auknum vexti næstu ár,
en á síðustu fimm til sjö árum hafi
fyrirtækið tvöfaldað starfsmanna-
fjöldann. „Bara núna síðasta mán-
uðinn fjölgaði okkur um tíu,
þannig að ég sé fram á að við höld-
um áfram að stækka og dafna og
bæta nýjum starfssviðum í sarp-
inn. Við sjáum fram á aukin erlend
verkefni,“ segir hann og bætir við
að fyrirtækið búi sig undir að
ákveðinn samdráttur geti fylgt
góðæri hér innanlands. „Við ætl-
um að minnka þá niðursveiflu í
okkar rekstri með því að auka okk-
ar veltu erlendis enn frekar frá
því sem nú er.“ Þá telur Sigurður
að fyrirtækið sé komið nálægt því
að ná þeirri stærð sem hagkvæm
getur talist á innanlandsmarkaði.
„Miklu stærri fyrirtæki á sviði
verkfræði gætu tæpast borið sig á
þessum markaði. Ég get nú samt
alveg séð fyrir mér að fyrirtækið
fari úr 100 manna starfsmanna-
fjölda, eins og er í dag, upp í um
150 starfsmenn.“
Vegna samkeppni við önnur
fyrirtæki segir Sigurður tæpast
hægt að fara út í smáatriði varð-
andi til hvaða nýrra starfssviða
fyrirtækið horfi. „En það eru ótal
tækifæri til dæmis í sjávarútvegi,
ferðamanna- og hátækniiðnaði. Þá
eru tækifæri á álmarkaði sem hér
er sístækkandi og svo matvælaiðn-
aði. Þetta hafa kannski ekki verið
meðal þessara hefðbundnu verk-
fræðisviða, en þarna sjáum við
tækifæri,“ segir Sigurður. ■
14 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR
CHARLES DICKENS (1812-1870)
fæddist þennan dag.
Horfa til stækkunar
á nýjum sviðum
TÍMAMÓT: LÍNUHÖNNUN Í ALDARFJÓRÐUNG
„Stórmenni eru sjaldan úr hófi upptekin af
fatavali sínu.“
Óhemjuvinsældir bóka Charles John Huffam Dickens, sem uppi var í
Englandi á Viktoríutímanum, endurspeglast best í því að aldrei hefur
bók hans selst upp án þess að vera endurprentuð og þær því allar
fáanlegar enn.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Ásgerður Sveinsdóttir, Þrastarási 1,
Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 26. janú-
ar. Jarðsett hefur verið í kyrrþey.
Bertha Konráðsdóttir, Rofabæ 31,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 1. febrúar.
Guðbjörg Ágústsdóttir, Hrafnistu,
Reykjavík, lést föstudaginn 4. febrúar.
Guðmundur Tryggvason, áður til heim-
ilis á Miklubraut 60, lést fimmtudaginn
3. febrúar.
Hildur B. Kærnested lést mánudaginn
31. janúar.
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hrafnistu,
Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 1. febrúar.
Jóhannes Kr. Guðmundsson, Reyrengi
4, lést fimmtudaginn 3. febrúar.
Kristín Ásmundsdóttir, fyrrverandi
verslunarmaður, lést miðvikudaginn 2.
febrúar.
Ólína Ben Kjartansdóttir lést laugar-
daginn 29. janúar.
Valgerður Þórðardóttir, Funalind 13,
Kópavogi, lést miðvikudaginn 2. febrúar
JARÐARFARIR
11.00 Jósefína V. Benjamínsdóttir
verður jarðsungin frá Fossvog-
skapellu.
13.00 Oddur Halldórsson, Hrafnistu,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju.
15.00 Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hrafn-
istu, Hafnarfirði, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju.
FÆDDIR ÞENNAN DAG
1478 Sir Thomas More, forseti ensku lá-
varðadeildarinnar og rithöfundur.
1834 Dmítri Mendelejev, rússneskur
efnafræðingur.
1867 Laura Ingalls
Wilder, barnabóka-
höfundur.
1885 Sinclair Lewis,
rithöfundur.
1906 Aisingyoro
Henry Puyi, síðasti
keisarinn í Kína.
1912 Sir Russell Drys-
dale, listamaður.
1934 Earl King, blússöngvari og gítar-
leikari.
1945 Pete Postlethwaite, leikari.
1960 James Spader, leikari.
1960 Steve Bronski, úr Bronski Beat.
1966 Chris Rock, leikari og skemmti-
kraftur.
1985 Tina Majorino, leikkona.
AFMÆLI
Haukur Pálmason verkfræðingur er 75
ára í dag.
Þorsteinn Vigfússon, Húsatóftum 1a, er
að heiman á sjötugsafmæli sínu í dag.
Laurel Anne Clyde
prófessor er 59 ára í
dag.
Atli Rafn Kristinsson framkvæmdastjóri
er 58 ára í dag.
Birgir Þór Bragason
þáttagerðarmaður og
bílakall er 48 ára í
dag.
Helgi Bogason knattspyrnuþjálfari er 41
árs í dag.
Ingólfur Bjarni Sig-
fússon fréttamaður
er þrítugur í dag.
Hrafnhildur Haf-
steinsdóttir fegurð-
ardrottning er 29 ára
í dag.
Ívar Örn Sverrisson
leikari er 28 ára í dag.
FORSVARSMENN LÍNUHÖNNUNAR Ríkharður Kristjánsson framkvæmdastjóri, Árni Björn Jónasson stjórnarformaður og Sigurður
Ragnarsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Á myndina vantar Odd Hjaltason verkefnastjóra.
Þann 7. febrúar árið 1979 fékk 68 ára
gamall maður hjartaáfall og drukknaði í
sjónum við strendur Brasilíu. Maðurinn
var einn hataðasti böðull nasista, dr.
Josef Mengele. Hann var læknir sem
framkvæmdi svívirðilegar pyntingatil-
raunir á föngum í útrýmingarbúðunum
í Auschwitz auk þess að taka þátt í að
velja hverjir skyldu líflátnir í gasklefum
búðanna. Mengele náðist aldrei og fór í
35 ár huldu höfði undir margvíslegum
dulnefnum. Það var ekki fyrr en 1985
að lík hans fannst og á það voru borin
kennsl í sameiginlegu átaki banda-
rískra, þýskra og suður-amerískra yfir-
valda. Árið 1992 var svo staðfest með
DNA-rannsókn að líkamsleifarnar væru
í rauninni hans. Mengele hafði verið
dæmdur fjarverandi til ævilangrar fang-
elsisvistar í læknahluta Nürnberg-réttar-
haldanna árið 1946.
Hryllilegar aðfarir Mengeles í útrýming-
arbúðunum hafa orðið efniviður í
margvíslegan skáldskap og aðfarir hans
voru lyginni líkastar. Meðal annars gerði
hann rannsóknir á tvíburum, en þeim
sýndi hann sérstakan áhuga. Hann
reyndi að sauma systkin saman til að
búa til „tilbúna“ síamstvíbura, sprautaði
litarefni í augu barna til að reyna að
breyta augnlit þeirra og prófaði marg-
víslegar aflimanir og aðrar skurðaðgerð-
ir. Fórnarlömb hans, sem á annað borð
lifðu tilraunir hans af, voru svo yfirleitt
aflífuð eftir á, til að hægt væri að rann-
saka þau nánar með krufningu.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1793 Austurríki og Prússland
gera með sér bandalag
gegn Frakklandi.
1942 Húsmæðraskóli Reykjavík-
ur tekur til starfa. Fyrsta
skólastýra var Hulda Á.
Stefánsdóttir.
1964 Innrás breskra rokkara á
Bandaríkjamarkað hefst
þegar þúsundir skrækjandi
aðdáenda taka á móti Bítl-
unum í New York við upp-
haf tónleikaferðalags
þeirra.
1974 Concorde-þota lendir í
fyrsta sinn á Keflavíkurflug-
velli.
1974 Bretland eftirlætur smáeyj-
unni Grenada í Karíbahafi
sjálfstæði.
1984 Geimfararnir Bruce
McCandless II og Robert L.
Stewart fara í fyrstu örygg-
islínulausu geimgönguna.
Joseph Mengele fékk slag og drukknaði
Tilkynningar um
merkisatburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir
í smáletursdálkinn
hér á síðunni má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á
að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóna Júlía Valsteinsdóttir
sem lést á Sólvangi, Hafnarfirði, að morgni 29. janúar verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju, þriðjudaginn 8. febrúar klukkan 13.00.
Henning Þorvaldsson, J. Steinunn Alfreðsdóttir, Birna Friðrika
Þorvaldsdóttir, Jón Ragnar Jónsson, Valdís Ólöf Þorvaldsdóttir,
Steinar Harðarson, Sigurbjartur Á. Þorvaldsson, Sveinsína Björg
Jónsdóttir, Guðmundur Páll Þorvaldsson, Helga Aðalbjörg
Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Flengingar og bolluát
Í dag er bolludagur, en hann er
ávallt mánudagurinn í sjöundu
viku fyrir páska og getur því fall-
ið á tímabilið frá 2. febrúar til 8.
mars. Dagurinn dregur nafn sitt
af bolluátinu sem einkennir hann,
en hingað barst hann seint á nítj-
ándu öld.
Þá tengist bolludeginum annar
siður en sjálft átið, en það er sú
venja að vekja menn með fleng-
ingum. Sú venja er raunar talin
hafa flust yfir á bolludaginn frá
öskudegi, sem er á miðvikudag-
inn. Í kaþólskum sið var ösku
dreift með nokkurs konar vendi á
öskudag og guðhræddir menn
flengdu sjálfa sig í iðrunarskyni.
Við siðbreytinguna fluttust fleng-
ingarnar yfir á aðra daga sem
skemmtun og hér á landi tóku
börn þær að sér á bolludaginn.
Sums staðar er haft fyrir sið að
börnin veki foreldra sína með
flengingunum og fái svo jafn
margar bollur um daginn og högg-
in sem þurfti til að koma foreldr-
unum til meðvitundar.
BOLLUVENDIR Oft koma börn heim til
sín með vendi sem búnir hafa verið til í
leik- eða grunnskólanum.
LH-HÓPURINN
Línuhönnun er í hópi 7 fyrirtækja sem
ganga undir nafninu LH-hópurinn, en
fyrirtækið er misstór hluthafi í þeim öll-
um. Þetta eru Línuhönnun, LHtækni,
Forverk, Umsýn hf., Scandicplan í Berlín
og Hecla sem hefur aðsetur í París.
LHtækni sinnir verkfræðilegri forritun-
argerð á breiðum grundvelli. Forverk
er gamalgróið fyrirtæki sem í ársbyrjun
2002 rann að mestu saman við rekst-
ur Línuhönnunar undir sviðinu „Þétt-
býlistækni og mælingar“. Scandicplan
var stofnað 1995 í Berlín og er nú al-
farið í eigu Línuhönnunar, en það
heldur utan um verkefni í Þýskalandi.
Hecla er svo nýtt fyrirtæki með aðsetur
í París, en því er ætlað að vera
tengiliður við fjarlæga markaði, svo
sem í Afríku, Austur-Evrópu og víðar.