Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 9
1Hvað kostar að leysa út kött semeftirlitsmenn á Suðurnesjum fanga? 2Kínverska nýárinu var fagnað aðKárahnjúkum í gær, ár hvaða dýrs var að hefjast? 3Hvað heitir varaformaður Framsókn-arkvennafélagsins Freyju í Kópavogi? SVÖRIN ERU Á BLS. 26 VEISTU SVARIÐ? 8 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Valdaránið í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi: Aðalfundur ákveð- inn í vikunni KÓPAVOGUR Stefnt er að því að halda stjórnarfund í Freyju, fé- lagi framsóknarkvenna í Kópa- vogi, í vikunni og verður ákveðið hvenær aðalfundur verður hald- inn. Hann skal boða með viku fyr- irvara. Flokksþing Framsóknar- flokksins verður haldið föstudag- inn 25. febrúar. Laganefnd flokksins úrskurð- aði aðalfund Freyju ólögmætan en ekki var tekið á nýliðunum sem gengu í félagið nokkrum klukku- stundum fyrir fundinn. Páll Magnússon, aðstoðarmað- ur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist enga skoðun hafa á úr- skurðinum. Leiðtogi hefði fallið frá. Fram undan væru sveitar- stjórnarkosningar og allir væru að reyna að styrkja sig í flokkn- um, hann væri engin undantekn- ing þar á. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls, var ein þeirra sem stóðu að hinu meinta valdaráni. Hún sagði að konurnar myndu hittast í vikunni til að ákveða framhaldið. Tvennt kæmi til greina, ná samkomulagi milli funda eða fara í framboð. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið. - ghs BRAKIÐ Á FJALLINU Flugvél Kam Air flaug á fjallið Chaperi Ghar í Afganistan. Aðstæður eru erfiðar á slysstað, fjallið bratt og snævi þakið. Lögregla og björgunarmenn höfðu ekki komist á staðinn síðdegis í gær en búist var við að allir um borð, 104 talsins, væru látnir. Hátt í 100 mál bíða afgreiðslu Samkeppnisstofnunar: Stofnuninni líkt við viðskiptahindrun AFGANISTAN, AP Þyrlur frá NATO, hundruð lögreglumanna og fjalla- björgunarmenn frá Slóveníu reyndu að komast að flugvélar- brakinu á Chaperi-fjalli í Afganist- an í gær en gekk erfiðlega vegna aðstæðna. Þoka var á staðnum, frost og skyggni slæmt. Þyrlan reyndi að flytja fjallabjörgunar- mennina upp á fjallið en gat ekki lent þar sem fjallið er bratt og snævi þakið. Óttast er að allir hafi látist en um borð í vélinni voru 104 menn, 96 farþegar og 8 áhafnarmeðlimir. Talið er að 24 erlendir ríkisborgar- ar frá fimm löndum hafi verið um borð en ekki er vitað nánar um þjóðerni þeirra. Flugvélin var Boeing 737-200 frá flugfélaginu Kam Air, sem er fyrsta einkaflugfélagið í Afganistan eftir að Talibanar fóru frá völdum. Vélin var á leið frá Herat til Kabúl en hætt var við lendingu vegna erfiðra veðuraðstæðna og ákveðið að fara frekar til Peshawar í Pakistan. Talið er að hún hafi verið í hríðarbyl þegar hún flaug á fjallið. ■ TRYGGINGAMÁL Smári Ríkharðsson hjá Íslandstryggingu segir Sam- keppnisstofnun ekki taka á málum sem skyldi og kallar stofnunina al- vöru viðskiptahindrun sem geri nýj- um fyrirtækjum á markaði erfitt fyrir. Íslandstrygging bíður enn úr- skurðar Samkeppnisstofnunar vegna kæru sem lögð var fram í nóvember árið 2002. „Uppsagnartími trygginga, sem er mánuður, gerði okkur mjög erfitt fyrir og gerir enn. Þegar við kom- um á tryggingamarkaðinn þurftum við á ná viðskiptavinum frá öðrum tryggingafélögum með betri kjör- um. Félögin höfðu aftur á móti mán- uð til að bjóða sömu viðskiptavinum enn betra verð án þess að lækka stofnverð trygginganna almennt,“ segir Smári. Íslandstrygging kærði og vildi úrskurð til að stöðva ferlið. Smári segir að vorið 2003 hafi borist bréf frá Samkeppnisstofnun um að farið væri að styttast í úr- skurðinn. Níu mánuðum síðar kom annað bréf um að úrskurðað yrði í málinu innan tveggja mánaða en nú árið 2005 hefur úrskurður ekki enn fallið. „Samkeppnisstofnun virkar ekki ef það tekur mörg ár að fá niðurstöðu,“ segir Smári. Guðmundur Sigurðsson hjá Sam- keppnisstofnun segir fleira starfs- fólk vanta á stofnunina en til þess þurfi meira fjármagn. Tveir til þrír menn hafi að jafnaði unnið að olíu- málinu í þrjú ár, nú sé því lokið og þeir geti snúið sér að öðrum verk- efnum. Hátt í eitt hundrað verkefni bíða úrvinnslu. - hrs Helsingjaborg: Slösuðust við hreinsunina HELSINGJABORG Yfir 4.500 íbúar í Helsingjaborg í Svíþjóð fengu að snúa heim seinnipartinn í gær, en þeir urðu að rýma íbúðir sínar á föstudagsmorguninn eftir að brennisteinssýra lak úr tanki á at- hafnasvæði verksmiðjunnar Kem- ira í miðborg Helsingjaborgar. Hættan er talin liðin hjá. Hreinsað hefur verið um helgina. Tveir slökkviliðsmenn slösuðust þegar þeir voru að hreinsa slökkviliðsbíl og starfsmaður hreinsunarfyrirtækis steig óvart í brennisteinspoll. Fótur hans bólgnaði upp og var hann fluttur á sjúkrahús. ■ Grunaðir hryðjuverka- menn: Ætluðu að nota ísbíla ÓFRIÐUR Embættismenn í Kúvæt staðfestu í gær að þeir hefðu handtekið grunaða hryðju- verkamenn sem lagt hefðu á ráðin um árásir á bandaríska hermenn. Mennirnir höfðu áformað að fylla ísbíla af sprengiefni til árásanna. Í yfirheyrslum kom fram að til hefði staðið að stilla sakleysislegum ísbílum og sölu- vögnum við hraðbrautir og sprengja þá í loft upp þegar hermenn ferðuðust þar um á leið sinni til Íraks. Um fjörutíu manns hafa ver- ið handteknir á síðustu vikum í Kúvæt eftir að yfirvöld þar upphófu mikla herferð gegn of- beldismönnum úr röðum múslima. ■ AÐALHEIÐUR SIGURSVEINSDÓTTIR Nýliðarnir í Freyju ætla að ræða við óánægðar framsóknarkonur sem lengi hafa reynt að komast í stjórn Freyju og ákveða síðan framhaldið. SLYSSTAÐURINN Í AFGANISTAN Boeing 737-200 var á leið frá Herat til Kabúl þegar hætt var við lendingu og ákveðið að halda frekar til Peshawar í Pakistan. Vélin hvarf í kafaldsbyl. Mannskæðasta slys í sögu Afganistan: Björgunarmenn komust ekki Boeing 737 með yfir 100 manneskjur um borð á leið frá Herat til Kabúl. Afganistan KabúlHerat Ír an Pakistan Peshawar Túrkmenistan Boeing 737-200 Úsbekistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.