Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR MENNING Í MANNRÉTTINDA- SAMFÉLAGI Jóhanna K. Eyjólfsdóttir flytur fyrirlestur um menningu í mann- réttindasamfélagi í húsakynnum Reykja- víkurakademíunnar, Hringbraut 121. Fyrir- lesturinn er fluttur á vegum Mannfræði- félags Íslands og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 7. febrúar 2005 – 36. tölublað – 5. árgangur STOFNA SAMEIGINLEGA NEFND UM LAUSN FANGA Samstarf Palestínu- og Ísraelsstjórna um lausn palestínskra fanga vekur vonir um að samningar um önnur deiluefni komist á rekspöl. Búist er við að Jerikó fari undir stjórn Palestínumanna í kjöl- far ráðstefnu í vikunni. Sjá síðu 2 LYKKETOFT HEFUR EKKI TEKIST AÐ SLÁ Í GEGN Séra Þórir Jökull Þor- steinsson í Danmörku segir að kosninga- baráttan standi milli Jafnaðarflokksins undir forystu Mogens Lykketoft og Venstre með Anders Fogh Rasmussen í broddi fylkingar. Þóri virðist Lykketoft ekki hafa tekist að slá í gegn meðal kjósenda eða ögra veldi Venstre. Sjá síðu 6 SAMFYLKINGIN SPYR MEST ALLRA FLOKKA Alþingismenn spyrja um allt á milli himins og jarðar, stjórnarand- stæðingar þó sýnu meira en stjórnarliðar. Kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands eru á meðal fyrirspurna sem bornar hafa verið upp á yfirstandandi þingi. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 22 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 16 Sjónvarp 24 20-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 61% 37% HVASSVIÐRI VÍÐA Í DAG OG JAFNVEL STORMUR! Það er útlit fyrir hvassviðri á öllu landinu í dag og kólnandi veður. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 KJARAMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt bandaríska her- inn á Keflavíkurflugvelli til að greiða 20-30 starfsmönnum á þungavinnudeild og verkamanna- deild sex prósenta starfsmennta- álag ofan á mánaðarlaun frá 1. desember 2002. Þetta þýðir um 120-130 þúsund krónur á mann á ársgrundvelli. Guðjón Arngrímsson, varafor- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, segir að félagið hafi flutt eitt prufumál um mitt ár 2003 og fengið niðurstöðu starfs- manninum í vil. Í framhaldi af því hafi verið ákveðið að fara í mál fyrir alla starfsmennina á um- ræddum deildum. Dómar hafi svo verið að falla hver af öðrum og þeir síðustu upp á síðkastið. Á síðasta ári hafi herinn leið- rétt launakjör starfsmanna með þykkju til samræmis við niður- stöðu dómsins. Starfsmennirnir vinna við akstur á þungavinnuvélum, veg- heflum og vörubílum. Þetta eru líka vélamenn og starfsmenn í al- mennu viðhaldi. - ghs LEGGUR BLÓMSVEIG VIÐ MINNISMERKI Condoleezza Rice leggur blómsveig að minnismerki um fórnarlömb helfararinnar þar sem hún var stödd í Jerúsalem um helgina. Ísrael og Palestína: Rice ræðir við leiðtoga ÍSRAEL, AP Bandaríski utanríkisráð- herrann, Condoleezza Rice, fór í gær í sína fyrstu opinberu heim- sókn til Ísraels til þess að ræða við forystumenn landsins og Palestínu- menn í aðdraganda ráðstefnu ríkj- anna í Egyptalandi síðar í vikunni. Rice hitti Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, í gær og mun í dag eiga fund með leiðtogum Palestínumanna. Benito Ferrero-Waldner, fulltrúi Evrópusambandsins, er einnig í Ísrael og mun í dag eiga fundi með Sharon og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Miklar vonir eru bundnar við ráðstefnuna í Egyptalandi en það verður í fyrsta sinn í fjögur ár sem Ísraelsmenn og Palestínumenn eiga formlegar friðarviðræður. ■ SKOÐANAKÖNNUN Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra er sá stjórn- málamaður sem nýtur minnsts trausts um þessar mundir en þriðj- ungur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins ber minnst traust til hans. Í sömu könnun segja einungis 3,8 prósent svarenda Halldór vera þann stjórnmálamann sem þeir beri mest traust til. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir tvær meginástæður fyrir þessari útkomu hjá forsætisráð- herranum. „Annars vegar er hann í litlum flokki og nýtur þess vegna ekki þess grunns sem til dæmis Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar er hann búinn að lenda í erfiðum málum þessa fyrstu mánuði sína í embætti,“ segir Gunnar Helgi og vísar þar til Íraksmálsins og innanflokkserja í Framsóknar- flokknum. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra er trúverðugasti stjórnmála- maður þjóðarinnar um þessar mundir þótt hann hafi lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu en ríf- lega fjórðungur landsmanna segist bera mest traust til hans. Gunnar Helgi segir Davíð þar njóta hins mikla fastafylgis Sjálfstæðis- flokksins en bendir auk þess á að hann hafi síður blandast í hin um- deildu mál sem gert hafa Halldóri svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks telur þó Davíð þann stjórnmála- mann sem það treystir síst. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var annars vegar: „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust um þessar mund- ir?“ og hins vegar: „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust um þessar mundir?“ 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari. Sjá síðu 4 sveinng@frettabladid.is Seinheppinn þjófur: Gleymdi tönnunum STOKKHÓLMUR, AP Innbrotsþjófur í Svíþjóð varð fyrir því óláni að gley- ma fölskum tönnum á vettvangi. Til að bæta gráu ofan á svart var ken- nitala þjófsins grafin í góminn. Lögreglu fann því manninn fljótt. Hinn ólánsami innbrotsþjófur braust inn í mötuneyti í Karlshamn en fann engin verðmæti í kaffiterí- unni og þegar hann flúði vettvang- inn týndi hann tönnunum. ■ Herinn dæmdur til greiðslu: Starfsmenntaálag til bílstjóra og verkamanna ● gerir bílaauglýsingu fyrir bmw Íslenskt kvikmyndafyrirtæki: ▲ SÍÐA 30 SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 34 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 129 stk. Keypt & selt 37 stk. Þjónusta 55 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 27 stk. Atvinna 16 stk. Tilkynningar 4 stk. FASTEIGNASÖLUR 101 Reykjavík 8 Akkurat 12-13 Ás 28-29 Ásbyrgi 6 Bifröst 5 Búseti 16 Draumahús 26 Eignakaup 23 Eignalistinn 15 Eignamiðlun 19 Eignamiðlun Suðurn. 19 Eignastýring 21 Fasteignamarkaðurinn 5 Fasteignamiðlun 7 Fasteignam. Grafarvogs 7 Fasteignam. Hfj. 3 og 23 Fold 9 Fyrirtækjasala Íslands 11 Hóll 10 Hraunhamar 24-25 Húsalind 14 Húseign 20 IAV 15 Höfði 17 Lyngvík 18-19 Miðborg 2 Nethús 30 Nýtt heimili 22 Remax 13 Til leigu.is 20 TM fasteignir 10 Viðskiptahúsið 13 Þingholt 21a MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS Uppáhaldshús fyrrverandi borgarstjóra BLS. 2 Amerískur harðviður þurrkaður í Grindavík BLS. 3 ER ÞÍN FASTEIGN AUGLÝST HÉR? Góðan dag! Í dag er mánudagurinn 7. feb., 38. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 9.49 13.42 17.36 AKUREYRI 9.44 13.27 17.10 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Fasteignasalan Ás er með til sölu ný- legt og vandað 143,6 fermetra raðhús á tveimur hæðum í Vörðubergi 16 í Hafnarfirði ásamt 25 fermetra inn- byggðum bílskúr. Húsið er á frábær- um stað í jaðri byggðar. Á hæðinni er forstofa með skápum og flísum á gólfi. Gestasnyrting er með glugga og flísar á gólfi. Hiti er í gólfum bæði í holi og á gestasnyrtingu og innan- gengt er í bílskúr úr forstofu. Gegnheilt parket er á holinu og í eldhúsinu eru fal- legar innréttingar með keramikhellu- borði, ofni, borðkrók með góðum búr- skápum og gegnheilt parket á gólfi. Stofa og borðstofa eru með gegnheilu parketi á gólfum og útgengt er út á hellu- Stigi með gegnheilu parketi á þrepum liggur úr holi upp á efri hæð. Gangurinn er einnig með gegnheilu parketi sem og sjónvarpsholi. Mögulegt er að gera svefnherbergi úr því. Útgengt er út á góðar suðursvalir úr holinu. Á hæðinni eru þrjú stór svefnherbergi með gegn- heilu parketi á gólfum og skápur er í hjónaherbergi sem vantar hurð á. Á bað- herbergi er hornbaðkar, flísar á gólfi og veggjum og hiti í gólfi. Loft eru upptekin á allri efri hæðinni og þvottahús er flísa- lagt. Bílskúr er fullbúinn með hita og raf- magni og heit og köldu vatni. Bílaplan er hellulagt með hita og lóð frágengin með hellulagðri verönd og trjám. Eignin er falleg og björt og er hér dæmi um sér- lega góða nýtingu á fermetrum. Stutt er í náttúruna og á golfvöllinn. Á Lóðir á Völlum í Hafnarfirði hafa verið auglýstar og rennur umsóknarfrestur út 28. febrúar næstkomandi. Bæjarráð Hafn- arfjarðar ákvað í síðustu viku að 46 einbýlis- húsalóðum að Fléttuvöllum verði úthlutað til einstaklinga en ekki lögaðila. Hins vegar verði raðhúsalóðum við Fjóluvelli út- hlutað til lögaðila samkvæmt nánari útfærslu. Um er að ræða 4. áfanga Valla og er svæðið um 4,9 hektarar. Hægt er að sækja um lóðir á vef Hafnar- fjarðarbæjar. Mikil eftirspurn kvað vera eftir sumarbústaðalóðum á Arnar- stapa á Snæfellsnesi. Búið er að samþykkja skipulag fyrir 35 sumarbústaðalóðir í landi Snæ- fellsbæjar á Arnarstapa og segir Kristinn Jónasson bæjar- stjóri í samtali við Skesshoron að ákveðið verði á næsta fundi bæjar- stjórnar hvernig staðið verði að úthlutun. Hann kveðst þess fullviss að lóðirnar eigi eftir að seljast hratt enda afar vinsælt ferðamannasvæði. LIGGUR Í LOFTINU í fasteignum fasteignir@frettabladid is Eignin er einstaklega falleg og björt. Stutt í náttúru og golfvöll ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Fasteignir ● fasteignir Breskar kvikmynd- ir í burðarliðnum ● hitti ekki forseta austurríkis Geri Halliwell: ▲ SÍÐA 23 Faldi sig aftan við súlu ● lögðu króata í úrslitaleik HM í handbolta: ▲ SÍÐA 17 Spánverjar heimsmeistarar M YN D /A P TRUKKAR OG VEGHEFLAR Starfsmenn á þungavinnudeild og verka- mannadeild hjá hernum á Keflavíkurflug- velli fá samkvæmt dómi sex prósenta starfsmenntaálag ofan á mánaðarlaun. Vörubíllinn á myndinni tengist ekki hern- um eða þessu tiltekna máli beint. Halldór nýtur minnsts trausts Þriðjungur landsmanna segist bera minnst traust til Halldórs Ásgríms- sonar af öllum stjórnmálamönnum en aðeins fjögur prósent telja hann trúverðugastan. Davíð Oddsson nýtur aftur á móti mests trausts. Toyota á Íslandi: Níu stjórn- endur hættir VIÐSKIPTI Níu af lykilstjórnendum P. Samúelsson hf., umboðsaðila Toyota-bifreiða á Íslandi, hafa sagt upp störfum. Uppsögn þeirra kemur í kjölfar þess að Emil Grímsson forstjóri var látinn fara frá fyrirtækinu eftir djúpstæðan ágreining við stærstu eigendur þess og stjórn. Toyota-umboðið hefur á síðustu 15 árum verið í fararbroddi ís- lenskra bílaumboða hvað sölu á fólksbílum snertir. - hrs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.