Fréttablaðið - 07.02.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MÁNUDAGUR
MENNING Í MANNRÉTTINDA-
SAMFÉLAGI Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
flytur fyrirlestur um menningu í mann-
réttindasamfélagi í húsakynnum Reykja-
víkurakademíunnar, Hringbraut 121. Fyrir-
lesturinn er fluttur á vegum Mannfræði-
félags Íslands og hefst klukkan 20.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
7. febrúar 2005 – 36. tölublað – 5. árgangur
STOFNA SAMEIGINLEGA NEFND
UM LAUSN FANGA Samstarf Palestínu-
og Ísraelsstjórna um lausn palestínskra fanga
vekur vonir um að samningar um önnur
deiluefni komist á rekspöl. Búist er við að
Jerikó fari undir stjórn Palestínumanna í kjöl-
far ráðstefnu í vikunni. Sjá síðu 2
LYKKETOFT HEFUR EKKI TEKIST
AÐ SLÁ Í GEGN Séra Þórir Jökull Þor-
steinsson í Danmörku segir að kosninga-
baráttan standi milli Jafnaðarflokksins undir
forystu Mogens Lykketoft og Venstre með
Anders Fogh Rasmussen í broddi fylkingar.
Þóri virðist Lykketoft ekki hafa tekist að slá
í gegn meðal kjósenda eða ögra veldi
Venstre. Sjá síðu 6
SAMFYLKINGIN SPYR MEST
ALLRA FLOKKA Alþingismenn spyrja
um allt á milli himins og jarðar, stjórnarand-
stæðingar þó sýnu meira en stjórnarliðar.
Kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands
eru á meðal fyrirspurna sem bornar hafa
verið upp á yfirstandandi þingi. Sjá síðu 10
Kvikmyndir 22
Tónlist 22
Leikhús 22
Myndlist 22
Íþróttir 16
Sjónvarp 24
20-40 ára
Me›allestur dagblaða
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004
MorgunblaðiðFréttablaðið
61%
37%
HVASSVIÐRI VÍÐA Í DAG OG
JAFNVEL STORMUR! Það er útlit fyrir
hvassviðri á öllu landinu í dag og kólnandi
veður. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
KJARAMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur dæmt bandaríska her-
inn á Keflavíkurflugvelli til að
greiða 20-30 starfsmönnum á
þungavinnudeild og verkamanna-
deild sex prósenta starfsmennta-
álag ofan á mánaðarlaun frá 1.
desember 2002. Þetta þýðir um
120-130 þúsund krónur á mann á
ársgrundvelli.
Guðjón Arngrímsson, varafor-
maður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur, segir að félagið
hafi flutt eitt prufumál um mitt ár
2003 og fengið niðurstöðu starfs-
manninum í vil. Í framhaldi af því
hafi verið ákveðið að fara í mál
fyrir alla starfsmennina á um-
ræddum deildum. Dómar hafi svo
verið að falla hver af öðrum og
þeir síðustu upp á síðkastið.
Á síðasta ári hafi herinn leið-
rétt launakjör starfsmanna með
þykkju til samræmis við niður-
stöðu dómsins.
Starfsmennirnir vinna við
akstur á þungavinnuvélum, veg-
heflum og vörubílum. Þetta eru
líka vélamenn og starfsmenn í al-
mennu viðhaldi. - ghs
LEGGUR BLÓMSVEIG VIÐ MINNISMERKI Condoleezza Rice leggur blómsveig að minnismerki um fórnarlömb helfararinnar þar
sem hún var stödd í Jerúsalem um helgina.
Ísrael og Palestína:
Rice ræðir
við leiðtoga
ÍSRAEL, AP Bandaríski utanríkisráð-
herrann, Condoleezza Rice, fór í
gær í sína fyrstu opinberu heim-
sókn til Ísraels til þess að ræða við
forystumenn landsins og Palestínu-
menn í aðdraganda ráðstefnu ríkj-
anna í Egyptalandi síðar í vikunni.
Rice hitti Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra Ísraels, í gær og mun í
dag eiga fund með leiðtogum
Palestínumanna.
Benito Ferrero-Waldner, fulltrúi
Evrópusambandsins, er einnig í
Ísrael og mun í dag eiga fundi með
Sharon og Mahmoud Abbas, forseta
Palestínu.
Miklar vonir eru bundnar við
ráðstefnuna í Egyptalandi en það
verður í fyrsta sinn í fjögur ár sem
Ísraelsmenn og Palestínumenn eiga
formlegar friðarviðræður. ■
SKOÐANAKÖNNUN Halldór Ásgríms-
son forsætisráðherra er sá stjórn-
málamaður sem nýtur minnsts
trausts um þessar mundir en þriðj-
ungur þeirra sem afstöðu tóku í
nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins ber minnst traust til hans.
Í sömu könnun segja einungis
3,8 prósent svarenda Halldór vera
þann stjórnmálamann sem þeir
beri mest traust til. Gunnar Helgi
Kristinsson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands,
segir tvær meginástæður fyrir
þessari útkomu hjá forsætisráð-
herranum. „Annars vegar er hann
í litlum flokki og nýtur þess vegna
ekki þess grunns sem til dæmis
Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar
er hann búinn að lenda í erfiðum
málum þessa fyrstu mánuði sína í
embætti,“ segir Gunnar Helgi og
vísar þar til Íraksmálsins og
innanflokkserja í Framsóknar-
flokknum.
Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra er trúverðugasti stjórnmála-
maður þjóðarinnar um þessar
mundir þótt hann hafi lítið verið í
sviðsljósinu að undanförnu en ríf-
lega fjórðungur landsmanna segist
bera mest traust til hans. Gunnar
Helgi segir Davíð þar njóta hins
mikla fastafylgis Sjálfstæðis-
flokksins en bendir auk þess á að
hann hafi síður blandast í hin um-
deildu mál sem gert hafa Halldóri
svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks
telur þó Davíð þann stjórnmála-
mann sem það treystir síst.
Úrtakið í könnuninni var 800
manns. Það skiptist jafnt milli
kynja og hlutfallslega eftir kjör-
dæmum. Spurt var annars vegar:
„Til hvaða stjórnmálamanns berð
þú mest traust um þessar mund-
ir?“ og hins vegar: „Til hvaða
stjórnmálamanns berð þú minnst
traust um þessar mundir?“ 49,75
prósent þátttakenda svöruðu fyrri
spurningunni en 57,75 prósent
þeirri síðari.
Sjá síðu 4
sveinng@frettabladid.is
Seinheppinn þjófur:
Gleymdi
tönnunum
STOKKHÓLMUR, AP Innbrotsþjófur í
Svíþjóð varð fyrir því óláni að gley-
ma fölskum tönnum á vettvangi. Til
að bæta gráu ofan á svart var ken-
nitala þjófsins grafin í góminn.
Lögreglu fann því manninn fljótt.
Hinn ólánsami innbrotsþjófur
braust inn í mötuneyti í Karlshamn
en fann engin verðmæti í kaffiterí-
unni og þegar hann flúði vettvang-
inn týndi hann tönnunum. ■
Herinn dæmdur til greiðslu:
Starfsmenntaálag til
bílstjóra og verkamanna
● gerir bílaauglýsingu fyrir bmw
Íslenskt kvikmyndafyrirtæki:
▲
SÍÐA 30
SMÁAUGLÝSINGAR
byrja í dag á bls. 34
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 129 stk.
Keypt & selt 37 stk.
Þjónusta 55 stk.
Heilsa 13 stk.
Skólar & námskeið 3 stk.
Heimilið 10 stk.
Tómstundir & ferðir 5 stk.
Húsnæði 27 stk.
Atvinna 16 stk.
Tilkynningar 4 stk.
FASTEIGNASÖLUR
101 Reykjavík 8
Akkurat 12-13
Ás 28-29
Ásbyrgi 6
Bifröst 5
Búseti 16
Draumahús 26
Eignakaup 23
Eignalistinn 15
Eignamiðlun 19
Eignamiðlun Suðurn. 19
Eignastýring 21
Fasteignamarkaðurinn 5
Fasteignamiðlun 7
Fasteignam. Grafarvogs 7
Fasteignam. Hfj. 3 og 23
Fold 9
Fyrirtækjasala Íslands 11
Hóll 10
Hraunhamar 24-25
Húsalind 14
Húseign 20
IAV 15
Höfði 17
Lyngvík 18-19
Miðborg 2
Nethús 30
Nýtt heimili 22
Remax 13
Til leigu.is 20
TM fasteignir 10
Viðskiptahúsið 13
Þingholt 21a
MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS
Uppáhaldshús fyrrverandi borgarstjóra BLS. 2
Amerískur harðviður þurrkaður í Grindavík BLS. 3
ER ÞÍN FASTEIGN AUGLÝST HÉR?
Góðan dag!
Í dag er mánudagurinn 7. feb.,
38. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 9.49 13.42 17.36
AKUREYRI 9.44 13.27 17.10
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Fasteignasalan Ás er með til sölu ný-
legt og vandað 143,6 fermetra raðhús
á tveimur hæðum í Vörðubergi 16 í
Hafnarfirði ásamt 25 fermetra inn-
byggðum bílskúr. Húsið er á frábær-
um stað í jaðri byggðar.
Á hæðinni er forstofa með skápum og
flísum á gólfi. Gestasnyrting er með
glugga og flísar á gólfi. Hiti er í gólfum
bæði í holi og á gestasnyrtingu og innan-
gengt er í bílskúr úr forstofu. Gegnheilt
parket er á holinu og í eldhúsinu eru fal-
legar innréttingar með keramikhellu-
borði, ofni, borðkrók með góðum búr-
skápum og gegnheilt parket á gólfi.
Stofa og borðstofa eru með gegnheilu
parketi á gólfum og útgengt er út á hellu-
Stigi með gegnheilu parketi á þrepum
liggur úr holi upp á efri hæð. Gangurinn
er einnig með gegnheilu parketi sem og
sjónvarpsholi. Mögulegt er að gera
svefnherbergi úr því. Útgengt er út á
góðar suðursvalir úr holinu. Á hæðinni
eru þrjú stór svefnherbergi með gegn-
heilu parketi á gólfum og skápur er í
hjónaherbergi sem vantar hurð á. Á bað-
herbergi er hornbaðkar, flísar á gólfi og
veggjum og hiti í gólfi. Loft eru upptekin
á allri efri hæðinni og þvottahús er flísa-
lagt.
Bílskúr er fullbúinn með hita og raf-
magni og heit og köldu vatni. Bílaplan er
hellulagt með hita og lóð frágengin með
hellulagðri verönd og trjám. Eignin er
falleg og björt og er hér dæmi um sér-
lega góða nýtingu á fermetrum. Stutt er í
náttúruna og á golfvöllinn.
Á
Lóðir á Völlum í Hafnarfirði
hafa verið auglýstar og rennur
umsóknarfrestur út 28. febrúar
næstkomandi. Bæjarráð Hafn-
arfjarðar ákvað í síðustu viku
að 46 einbýlis-
húsalóðum að
Fléttuvöllum
verði úthlutað til
einstaklinga en
ekki lögaðila.
Hins vegar verði
raðhúsalóðum
við Fjóluvelli út-
hlutað til lögaðila samkvæmt
nánari útfærslu. Um er að ræða
4. áfanga Valla og er svæðið
um 4,9 hektarar. Hægt er að
sækja um lóðir á vef Hafnar-
fjarðarbæjar.
Mikil eftirspurn kvað vera eftir
sumarbústaðalóðum á Arnar-
stapa á Snæfellsnesi. Búið er
að samþykkja skipulag fyrir 35
sumarbústaðalóðir í landi Snæ-
fellsbæjar á
Arnarstapa og
segir Kristinn
Jónasson bæjar-
stjóri í samtali
við Skesshoron
að ákveðið
verði á næsta
fundi bæjar-
stjórnar hvernig staðið verði að
úthlutun. Hann kveðst þess
fullviss að lóðirnar eigi eftir að
seljast hratt enda afar vinsælt
ferðamannasvæði.
LIGGUR Í LOFTINU
í fasteignum
fasteignir@frettabladid is
Eignin er einstaklega falleg og björt.
Stutt í náttúru og golfvöll
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Fasteignir
● fasteignir
Breskar kvikmynd-
ir í burðarliðnum
● hitti ekki forseta austurríkis
Geri Halliwell:
▲
SÍÐA 23
Faldi sig aftan
við súlu
● lögðu króata í úrslitaleik
HM í handbolta:
▲
SÍÐA 17
Spánverjar
heimsmeistarar
M
YN
D
/A
P
TRUKKAR OG VEGHEFLAR
Starfsmenn á þungavinnudeild og verka-
mannadeild hjá hernum á Keflavíkurflug-
velli fá samkvæmt dómi sex prósenta
starfsmenntaálag ofan á mánaðarlaun.
Vörubíllinn á myndinni tengist ekki hern-
um eða þessu tiltekna máli beint.
Halldór nýtur
minnsts trausts
Þriðjungur landsmanna segist bera minnst traust til Halldórs Ásgríms-
sonar af öllum stjórnmálamönnum en aðeins fjögur prósent telja hann
trúverðugastan. Davíð Oddsson nýtur aftur á móti mests trausts.
Toyota á Íslandi:
Níu stjórn-
endur hættir
VIÐSKIPTI Níu af lykilstjórnendum P.
Samúelsson hf., umboðsaðila
Toyota-bifreiða á Íslandi, hafa sagt
upp störfum. Uppsögn þeirra
kemur í kjölfar þess að Emil
Grímsson forstjóri var látinn fara
frá fyrirtækinu eftir djúpstæðan
ágreining við stærstu eigendur
þess og stjórn.
Toyota-umboðið hefur á síðustu
15 árum verið í fararbroddi ís-
lenskra bílaumboða hvað sölu á
fólksbílum snertir. - hrs