Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 56
MÁNUDAGUR 7. febrúar 2005 19 Ameríski auðjöfur-inn Malcom Glazer hefur gert formlegt tilboð í Manchester United en hann hefur verið í viðræðum við fé- lagið í liðlega ár, með það fyrir aug- um að eignast það. David Gill, stjórnar- formaður félagsins, lét hafa eftir sér í desember að frek- ari viðræður við Glazer væru ekki á döfinni fyrr en formlegt tilboð lægi fyrir og nú hefur Bandaríkjamaður- inn látið kné fylgja kviði og gert áð- urnefnt tilboð í félagið. Fyrri tilraunir hans til að kaupa það höfðu strand- að á fjármögnunarhliðinni, en því hefur nú verið kippt í lag og verður forvitnilegt að fylgjast með við- brögðum stuðningsmanna Manchester United, sem fram að þessu hafa verið lítt hrifnir af áform- um Glazers. Kantmaðurinn sterkiArjen Robben, leikmaður Chelsea, óttast mjög að meiðslin sem hann varð fyrir í leik gegn Black- burn á dögunum geti bundið enda á tímabilið fyrir hann. Meiðslin eru svipuð þeim sem hann hlaut þeg- ar hann var frá keppni í byrjun tíma- bils og segist leikmaðurinn strax hafa vitað að meiðslin væru alvar- leg. „Þetta er mikið áfall og erfitt að meiðast svona þegar ég var að komast í toppform aftur,“ sagði Robben, sem hefur verið lykilmaður í velgengni Chelsea á leiktíðinni. Martin Jol, knattspyrnustjóriTottenham Hotspur, er í skýjun- um yfir góðri byrjun Egyptans Mido hjá félaginu, en framherjinn knái skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið í sigri gegn Portsmouth um helgina. „Ég er ákaflega ánægð- ur með Mido og byrjun hans. Hann var stimplaður vandræðagemsi, en ég kynntist honum þegar ég var í Hollandi og hann er ljúfur og góður drengur. Það er sannarlega lúx- usvandamál að vera kominn með enn einn frábæran sókn- armanninn“, sagði Jol, en fyrir í framlínu Spurs eru þeir Jermain Defoe, Robbie Keane og Freddie Kanoute. Lið SacramentoKings í NBA- deildinni í körfuknattleik fagn- aði endurkomu þriggja lykilleik- manna sinna í fyrr- inótt, en það nægði liðinu þó ekki í 114- 108 tapi fyrir Portland Trailblazers. Þeir Peja Stojakovic, Chris Webber og Cuttinu Mobley höfðu allir átt við meiðsli að stríða í undanförnum leikjum, en liðið þó náð að hafa sig- ur í flestum þeirra, æði fámennt. Portland er heldur betur að rétta úr kútnum eftir að hafa tapað sex leikj- um í röð fyrir stuttu og hefur nú unnið fimm af síðustu sjö. Jón Arnar Magnússon tugþrautar-kappi hætti keppni á árlegu móti Erki Nool í sjöþraut í Tallinn í Eist- landi um helgina. Jóni gekk brösu- lega á fyrsta degi keppninar á laug- ardag og var í þrettánda sæti eftir fyrri daginn. Hann mætti svo ekki til keppni í grindahlaupi síðari daginn og hætti keppni. Jón hefur oft áður tekið þátt í mótinu og yfirleitt náð prýðilegum árangri, meðal annars hafnað tvívegis í öðru sæti. Mót þetta dregur jafnan að marga af bestu tugþrautarköppum heims. Gauti Jóhannesson úr UMSBnáði þeim glæsilega árangri um helgina að ná lágmarki fyrir Evrópu- meistaramótið innanhúss sem fram fer í Madrid í vor. Gauti sigraði á móti í Svíþjóð um helgina og hljóp 1.500 metrana á þremur mínútum og 47,99 sekúndum, sem er einum hundraðshluta úr sekúndu undir lágmarkinu inn á Evrópumótið. Var þetta besti tími sem hlaupið hefur verið á í Svíþjóð á árinu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Keflavíkurkonur hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum án Resheu Bristol: Lengsta taphrina liðsins í rúm nítján ár KÖRFUBOLTI Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum virtist gjörsam- lega ósigrandi framan af vetri, ekki síst þegar liðið var búið að vinna 19 leiki í röð í öllum keppn- um og flesta þeirra mjög stórt. Eftir tap gegn ÍS á fimmtudaginn hefur liðið hinsvegar tapað fjór- um leikjum í röð á aðeins átta dögum en liðið tapaði sem dæmi aðeins einum leik af 35 í öllum keppnum árið 2004. Kvennalið Keflavíkur hefur ekki tapað fleiri leikj- um í röð í rúm 19 ár eða síð- an liðið tapaði fimm leikjum í röð á sínu fyrsta tímabili í deildinni 1985-86. Banda- ríski bakvörðurinn Reshea Bristol var driffjöðurinn í leik liðsins, náði nálægt fjór- faldri tvennu að meðaltali í leik, en enginn gat búist við viðlíka hruni í leik liðsins og varð eftir brotthvarf hennar. Keflavík hef- ur síðan tapað öllum fjórum leikjum sínum með 16 stigum að meðaltali og fyrir öllum liðum í deildinni nema nágrönnunum í Njarðvík sem eru næstir á dag- skrá. Keflavík leitar nú að nýj- um, erlendum leikmanni sem ætti að vera kominn fyrir Njarð- víkurleikinn á miðvikudaginn kemur. Það er ljóst að Bristol er frábær leikmaður, skapandi sóknarmaður sem gat búið til körfur fyrir sig og aðra (7,8 stoðsendingar að meðaltali) en einnig í vörninni þar sem hún fór fyrir liðinu í hinni geysisterku pressuvörn. Það er þó einkum sóknarleikur liðsins sem hefur hrunið í kjölfarið á brotthvarfi Bristol, stiga- skorið hefur farið niður um 30,1 stig og liðið hittir 12,5% verr úr sínum skot- um en það gerði með Resheu Bristol innanborðs. ooj@frettabladid.is DEILDARTÖLUR KEFLAVÍKUR MEÐ OG ÁN RESHEU BRISTOL: Stig í leik: 85,4 – 55,3 (-30,1) Skotnýting: 41,4% – 28,9% (-12,5%) 3ja stiga skotnýting*: 30,9% – 19,2% (-11,7%) Stoðsendingar í leik*: 24,1 – 9,0 (-15,1) Stolnir boltar í leik*: 21,2 – 12,7 (-8,5) * Reshea Bristol var hér efst í deildinni. MANSTU EFTIR MÉR? Keflavíkurkonur eiga erfitt með að gleyma Resheu Bristol og því sem hún gerði fyrir liðið en þurfa þess svo sannarlega ætli þær sér að spila sinn bolta á nýjan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.