Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 56

Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 56
MÁNUDAGUR 7. febrúar 2005 19 Ameríski auðjöfur-inn Malcom Glazer hefur gert formlegt tilboð í Manchester United en hann hefur verið í viðræðum við fé- lagið í liðlega ár, með það fyrir aug- um að eignast það. David Gill, stjórnar- formaður félagsins, lét hafa eftir sér í desember að frek- ari viðræður við Glazer væru ekki á döfinni fyrr en formlegt tilboð lægi fyrir og nú hefur Bandaríkjamaður- inn látið kné fylgja kviði og gert áð- urnefnt tilboð í félagið. Fyrri tilraunir hans til að kaupa það höfðu strand- að á fjármögnunarhliðinni, en því hefur nú verið kippt í lag og verður forvitnilegt að fylgjast með við- brögðum stuðningsmanna Manchester United, sem fram að þessu hafa verið lítt hrifnir af áform- um Glazers. Kantmaðurinn sterkiArjen Robben, leikmaður Chelsea, óttast mjög að meiðslin sem hann varð fyrir í leik gegn Black- burn á dögunum geti bundið enda á tímabilið fyrir hann. Meiðslin eru svipuð þeim sem hann hlaut þeg- ar hann var frá keppni í byrjun tíma- bils og segist leikmaðurinn strax hafa vitað að meiðslin væru alvar- leg. „Þetta er mikið áfall og erfitt að meiðast svona þegar ég var að komast í toppform aftur,“ sagði Robben, sem hefur verið lykilmaður í velgengni Chelsea á leiktíðinni. Martin Jol, knattspyrnustjóriTottenham Hotspur, er í skýjun- um yfir góðri byrjun Egyptans Mido hjá félaginu, en framherjinn knái skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið í sigri gegn Portsmouth um helgina. „Ég er ákaflega ánægð- ur með Mido og byrjun hans. Hann var stimplaður vandræðagemsi, en ég kynntist honum þegar ég var í Hollandi og hann er ljúfur og góður drengur. Það er sannarlega lúx- usvandamál að vera kominn með enn einn frábæran sókn- armanninn“, sagði Jol, en fyrir í framlínu Spurs eru þeir Jermain Defoe, Robbie Keane og Freddie Kanoute. Lið SacramentoKings í NBA- deildinni í körfuknattleik fagn- aði endurkomu þriggja lykilleik- manna sinna í fyrr- inótt, en það nægði liðinu þó ekki í 114- 108 tapi fyrir Portland Trailblazers. Þeir Peja Stojakovic, Chris Webber og Cuttinu Mobley höfðu allir átt við meiðsli að stríða í undanförnum leikjum, en liðið þó náð að hafa sig- ur í flestum þeirra, æði fámennt. Portland er heldur betur að rétta úr kútnum eftir að hafa tapað sex leikj- um í röð fyrir stuttu og hefur nú unnið fimm af síðustu sjö. Jón Arnar Magnússon tugþrautar-kappi hætti keppni á árlegu móti Erki Nool í sjöþraut í Tallinn í Eist- landi um helgina. Jóni gekk brösu- lega á fyrsta degi keppninar á laug- ardag og var í þrettánda sæti eftir fyrri daginn. Hann mætti svo ekki til keppni í grindahlaupi síðari daginn og hætti keppni. Jón hefur oft áður tekið þátt í mótinu og yfirleitt náð prýðilegum árangri, meðal annars hafnað tvívegis í öðru sæti. Mót þetta dregur jafnan að marga af bestu tugþrautarköppum heims. Gauti Jóhannesson úr UMSBnáði þeim glæsilega árangri um helgina að ná lágmarki fyrir Evrópu- meistaramótið innanhúss sem fram fer í Madrid í vor. Gauti sigraði á móti í Svíþjóð um helgina og hljóp 1.500 metrana á þremur mínútum og 47,99 sekúndum, sem er einum hundraðshluta úr sekúndu undir lágmarkinu inn á Evrópumótið. Var þetta besti tími sem hlaupið hefur verið á í Svíþjóð á árinu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Keflavíkurkonur hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum án Resheu Bristol: Lengsta taphrina liðsins í rúm nítján ár KÖRFUBOLTI Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum virtist gjörsam- lega ósigrandi framan af vetri, ekki síst þegar liðið var búið að vinna 19 leiki í röð í öllum keppn- um og flesta þeirra mjög stórt. Eftir tap gegn ÍS á fimmtudaginn hefur liðið hinsvegar tapað fjór- um leikjum í röð á aðeins átta dögum en liðið tapaði sem dæmi aðeins einum leik af 35 í öllum keppnum árið 2004. Kvennalið Keflavíkur hefur ekki tapað fleiri leikj- um í röð í rúm 19 ár eða síð- an liðið tapaði fimm leikjum í röð á sínu fyrsta tímabili í deildinni 1985-86. Banda- ríski bakvörðurinn Reshea Bristol var driffjöðurinn í leik liðsins, náði nálægt fjór- faldri tvennu að meðaltali í leik, en enginn gat búist við viðlíka hruni í leik liðsins og varð eftir brotthvarf hennar. Keflavík hef- ur síðan tapað öllum fjórum leikjum sínum með 16 stigum að meðaltali og fyrir öllum liðum í deildinni nema nágrönnunum í Njarðvík sem eru næstir á dag- skrá. Keflavík leitar nú að nýj- um, erlendum leikmanni sem ætti að vera kominn fyrir Njarð- víkurleikinn á miðvikudaginn kemur. Það er ljóst að Bristol er frábær leikmaður, skapandi sóknarmaður sem gat búið til körfur fyrir sig og aðra (7,8 stoðsendingar að meðaltali) en einnig í vörninni þar sem hún fór fyrir liðinu í hinni geysisterku pressuvörn. Það er þó einkum sóknarleikur liðsins sem hefur hrunið í kjölfarið á brotthvarfi Bristol, stiga- skorið hefur farið niður um 30,1 stig og liðið hittir 12,5% verr úr sínum skot- um en það gerði með Resheu Bristol innanborðs. ooj@frettabladid.is DEILDARTÖLUR KEFLAVÍKUR MEÐ OG ÁN RESHEU BRISTOL: Stig í leik: 85,4 – 55,3 (-30,1) Skotnýting: 41,4% – 28,9% (-12,5%) 3ja stiga skotnýting*: 30,9% – 19,2% (-11,7%) Stoðsendingar í leik*: 24,1 – 9,0 (-15,1) Stolnir boltar í leik*: 21,2 – 12,7 (-8,5) * Reshea Bristol var hér efst í deildinni. MANSTU EFTIR MÉR? Keflavíkurkonur eiga erfitt með að gleyma Resheu Bristol og því sem hún gerði fyrir liðið en þurfa þess svo sannarlega ætli þær sér að spila sinn bolta á nýjan leik.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.