Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 54
LEIKIR GÆRDAGSINS MÁNUDAGUR 7. febrúar 2005 17 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 E N N E M M / S ÍA / N M 14 6 6 4 - í gó›um málum Enska úrvalsdeildin SOUTHAMPTON–EVERTON 2–2 0–1 James Beattie (4.), 1–1 Peter Crouch (36.), 2–1 Henri Camara (55.), 2–2 Marcus Bent (90.). CHELSEA–MAN. CITY 0–0 STAÐAN CHELSEA 26 20 5 1 49–8 65 MAN. UTD. 26 16 8 2 43–16 56 ARSENAL 26 16 6 4 58–30 54 EVERTON 26 14 6 6 31–27 48 LIVERPOOL 26 13 4 9 41–27 43 MIDDLESB. 26 11 7 8 41–35 40 BOLTON 26 11 6 9 35–32 39 CHARLTON 26 11 5 10 30–36 38 TOTTENH. 26 10 6 10 33–30 36 MAN. CITY 26 8 9 9 31–27 33 A. VILLA 26 8 8 10 29–33 32 NEWCASTLE 26 7 10 9 37–43 31 PORTSM. 26 8 6 12 29–38 30 BIRMINGH. 26 7 8 11 29–33 33 FULHAM 26 8 5 13 33–44 29 BLACKB. 26 5 10 11 21–36 25 C. PALACE 26 5 7 14 29–40 22 NORWICH 26 3 11 12 26–48 20 SOUTH. 26 3 10 13 28–43 19 WBA 26 2 11 13 23–49 17 MARKAHÆSTU MENN THIERRY HENRY, ARSENAL 17 ANDY JOHNSON, C. PALACE 15 JERMAIN DEFOE, TOTTENHAM 11 ANDY COLE, FULHAM 10 JIMMY F. HASSELBAINK, MIDDLESBR. 10 ROBERT PIRES, ARSENAL 10 MILAN BAROS, LIVERPOOL 9 AIYEGBENI YAKUBU, PORTSMOUTH 9 SHAUN WRIGHT-PHILLIPS, MAN. CITY 9 FREDRIK LJUNGBERG, ARSENAL 8 ROBBIE KEANE, TOTTENHAM 8 PAUL SCHOLES, MAN. UTD 8 DIDIER DROGBA, CHELSEA 8 Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í gær: Chelsea tapaði tveimur dýrmætum stigum FÓTBOTI Lið Chelsea, sem hefur verið á mikilli siglingu í ensku úr- valsdeildinni undanfarið, varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli við Manchester City í gær. Chel- sea-menn óðu í færum í leiknum en náðu ekki að nýta sér það og uppskáru aðeins markalaust jafn- tefli. Í fyrri leik gærdagsins voru það svo liðsmenn Everton sem stálu senunni enn eina ferðina í vetur þegar þeir björguðu stigi á elleftu stundu á útivelli gegn Southampton. Chelsea-liðið lék án Hollend- ingsins Arjen Robben sem er meiddur, en hefur verið aðal- sprautan í liðinu og lykilmaður í velgengni þess undanfarið. Það virtist ekki ætla að koma að sök í gær, því Chelsea óð í færum og gerði sig líklegt til að valta yfir andstæðingana. Það átti hins veg- ar ekki fyrir leikmönnum Chelsea að liggja að vinna og blanda af óheppni þeirra og frábærri mark- vörslu David James, markvarðar Manchester-liðsins, kom í veg fyrir sigur þeirra. Gestirnir áttu líka hættuleg færi í leiknum og á góðum degi hefðu þeir allt eins getað stolið sigrinum, en þeir náðu ekki að skora frekar en and- stæðingarnir. City-menn geta þó vel við unað, enda hafa þeir nú hirt 4 stig af Chelsea í vetur, sem er árangur sem ekkert annað lið getur státað af. Þetta var í fyrsta skipti síðan 9. desember sem lið í úrvalsdeildinni nær að hafa stig af Chelsea-liðinu, en þá gerði það 2-2 jafntefli við meistara Arsenal. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Chelsea og náði ekki að skora þrátt fyrir ágæt færi. Á St. Mary’s mættust heima- menn í Southampton og spútniklið Everton í hörkuleik. Það var fyrr- um leikmaður Southampton, James Beattie, sem skoraði fyrsta mark leiksins en hann gekk í rað- ir Everton fyrir 6 milljónir punda fyrir stuttu og var því að spila sinn fyrsta leik á St. Mary’s fyrir annað félag. Hinn leggjalangi Pet- er Crouch náði að jafna leikinn fyrir hlé og heimamenn komust svo yfir í síðari hálfleik með marki frá Senegalanum Henri Camara. Bæði lið fengu nokkur færi til að skora á síðustu mínút- um leiksins, en það var ekki fyrr en komið var fram yfir venjuleg- an leiktíma að Marcus Bent, fram- herji Everton, sleit sig lausan og skoraði frábært mark eftir gott einstaklingsframtak. Chelsea er áfram á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar með 65 stig, 9 stigum á undan Manchester United, sem er í öðru sæti. Everton tryggði stöðu sína í fjórða sætinu með stiginu í dag og hefur hlotið 48 stig. Lið Southampton er í verulegum vandræðum og er í næstneðsta sæti með aðeins 19 stig. ■ FOWLER Á FULLRI FERÐ Robbie Fowler, framherji Manchester City, sést hér í baráttu við franska varnarmanninn William Gallas hjá Chelsea í leik liðanna á Stamford Bridge í gær. Tékkneski miðjumaðurinn Jiri Jarosik fylgist grannt með gangi mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.