Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 8. janúar 1975. Hlusfað ettir hjartslætti landsins Sigurður Þórarinsson: VÖTNIN STRÍÐ Saga Skeiðarárhlaupa og Grimsvatnagosa 254 bis. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs 1974. ÍSLAND er land mikilla and- stæöna. ts og eldur, hreggbarin fjöll og skjólsælir dalir hafa myndaö og mótað ásjónu þess. Vföa steypast beljandi vatnsföll fram til sjávar og sýnast ófær öllum nema fuglinum fljúgandi, allt frá upptökum til ósa. Villu- gjarnir eyðisandar og bruna- hraun láta ekki sinn hlut eftir liggja, en til mótvægis þeim má tefla sjálfum framtiðardraumi margra islenzkra ræktunar- manna, skóginum, og hefur þó hans þáttur i náttúru tslands áreiðanlega verið meiri fyrr á timum en nú er. Þessa upptalningu væri hægt aö lengja að miklum mun enn, en hér var aldrei ætlunin að tina til allar hinar mörgu andstæður lands okkar. Hins vegar var óhjákvæmilegt að þessar hugs- anir yröu áleitnar, þegar að þvi kom að segja skyldi fáein orð á prenti um hina ágætu bók Sigurðar Þórarinssonar, Vötnin striö. Eins og nafnið, eða öllu heldur undirtitill bókarinnar, ber meö sér, er hér um að ræða sögu Skeiðarárhlaupa og Grims- vatnagosa, og er hún æriö girni- leg til lestrar, jafnvel fyrir þann, sem annars er ekki neinn sérstakur áhugamaður um jarðfræðileg efni. En bókin hef- ur upp á margt fleira gott að bjóöa en þessa sögu, svo ágæt sem hún er, út af fyrir sig. t fyrsta kafla ræðir höfundur um nafnið Grimsvötn og sögu Grimsvatnarannsókna. Hann byrjar á þvi að segja frá Sviun- um tveimur, Hakon Wadell og Erik Ygberg, sem komu ,,að mikilli öskju inni á miðjum Vatnajökli i norður frá Græna- fjalli ... siðasta dag ágúst- mánaöar áriö 1919.” Þeir skildu, aö hér voru þeir staddir við eldstöö, og gáfu henni nafnið Sviagigur, likt og þegar landi þeirra fann ísland foröum og kallaði Garðarshólma eftir sjálfum sér. Fékk það þó ekki haldizt til lengdar, fremur en Garðarshólmsnafnið á sinum tima. Þessu næst ræðir dr. Sigurður Þórarinsson um nafnið Grims- vötn. Hann rekur þjóösögur, sem þvi eru tengdar (söguna af Vestfjarðagrimi), en kemst að þeirri niðurstöðu, að Grims- vatnanafnið komi fyrst fyrir, ,,svo vitaö sé, i bréfi frá ólafi Einarssyni (föður Stefáns skálds ólafssonar) til Þórðar stúdents Björnssonar, sem þá dvelst i Kaupmannahöfn.” Tel- ur Sigurður bréfið „örugglega skrifað á árunum 1598-1608.” Þessi kafli, þar sem getið er þeirra manna, sem fyrstir nefna Grimsvötn i ritum sinum, og sagt, hvenær þau koma fyrst fyrir á tslandskorti (1721), er allur hinn fróðlegasti og mjög skemmtilegur aflestrar. Næsti kafli heitir Landfræði- legtyfirlit. Hann hefst á þessum orðum: „Grimsvötn eru inni á miðj- um Vatnajökli vestanverðum. Fjarlægðin þangað stytztu leið frá jaöri Tungnárjökuls við Jökulheima er um 45 km., frá jaðri Dyngjujökuls við Holu- hraun um 50 km. Stytzta leið i Grimsvötn af jökulvana landi er frá Grænafjalli norðan Græna- lóns, röskir 20 km.” (Bls. 31). Og siðar þetta: „Er kemur fram á sumar er venjulega autt vatn nokkru svæði fram með Vatnshamri (11. mynd) og niður af Depli og fyrir kemur einnig, að sjái i vatn við Stórkonuþil, en hugsan- Iegt er, að meira hafi verið um autt vatn i Grimsvötnum forð- um tiö, er þau hlutu nafn sitt. Kann jarðhiti að hafa valdið einhverju þar um. Grimsvatna- svæöið er að likindum mesta, eöa annað mesta, jarðhitasvæði landsins.” Hér vantar ekki fjölbreytnina, og skilst nú ef til vill, hvers vegna talað var um andstæður.i upphafi þessa greinarkorns. Það þykir að visu ekki tiðindum sæta, þótt eldstöðvar séu undir jökli, en hins vegar er ekki vist aö allir lesendur þessarar bókar hafi vitaö það fyrr, að stööuvötn Dr. Siguröur Þórarinsson jarö- fræöingur. sé aö finna inni á miðjum Vatnajökli, þótt auð séu þau ekki nema um hásumariö, og þá trúlega aðeins einhver hluti þeirra. Liklega hefur verið einna erfiðast að skrifa þriðja kafla þessarar bókar. Hann heitir Gos og hlaup fyrir 1800. Höfundur segir lika, að gossaga Grims- vatna sé „næsta torrakin.” „Veldur þvi bæði lega þessarar gosstöðvar inni á miðjum Vatnajökli og einnig það, að viðar hefur gosið I jöklinum en þar, og stundum erfitt eða ómögulegt að vita með vissu, um hvaða eldstöö er að ræða.” (Bls. 46). Höfundur kannar mik- inn fjölda heimilda og leggur mat á gildi þeirra, en hins er ekki að dyljast, að lengi framan af eru þær af skornum skammti. Þó getum við ekki annað en dáð gömlu mennina, sem björguðu margvislegum fróðleik frá glöt- un með þvl að skrifa annála, þótt auðvitað væri þekkingu þeirra stundum ábótavant, og þótt þeir misskildu lika sumt. Slikt er sizt að undra. En þegar nær dregur nútlmanum, verða heimildirnar fjölskrúðugri, og loks er svo komiö, að höfundurinn getur stuðzt við eigin dagbækur og hefur sjálfur flogið yfir þau svæði, þar sem tiðindin gerast. Það munar óneitanlega miklu, hvort menn eru uppi á tuttug- ustu öld eða til dæmis þeirri átjándu, svo ekki sé farið lengra aftur I timann. Það er jafnan vinsælt, þegar vlsindamönnum er sú gáfa gefin að kunna að skrifa um fræöi sin á ljósan og alþýðlegan hátt. Þessa nýtur bók Sigurðar Þórarinssonar mjög. Still hans er ljós og lipur og hin timatals- lega uppsetning efnisins gerir það ákaflega aðgöngugott. Mál- fariö er lika gott, þótt varla sé hægt að segja, að það sé með öllu hnökralaust. Höfundur not- ar mjög sögnina „að staðsetja”, enda býður efni bókarinnar heim sliku eða þviliku orðalagi. En þótt „staðsetning” sé sjálf- sagt Islenzkt orð, þá finnst mér það alltaf ljótt. Ekki kann ég heldur við að segja og skrifa ,,af og til”. Mér finnst fegurra að segja „öðru hverju”, „við og við” eöa „annað slagið.” Á bls. 79 er sagt, „að menn hafi kinok- aö sér við það aö fara i heyhirö- ingu á helgum degi...” Satt að segja finnst mér þessi setn- ingarhluti ósamboðinn hinum snjalla höfundi, Sigurði Þórarinssyni, auk þess hef ég vanizt þvi að menn tali um að „kinoka sér við þvi,” en ekki „það”, og svo mikið er vist, aö Sigfús Blöndal notar þágufall með sögninni að kinoka i orða- bók sinni. A bls. 21 stendur eftirfarandi: „„Arið 1883 varð gos I Vatna- jökli. Voru eldstöðvarnar þá i fyrsta skipti staðsettar með nokkurri nákvæmni útfrá upp- lýsingum um stefnu á gosmökk- inn frá ýmsum stöðum. Segir svo um þetta I grein i Fróöa 2. jan. sama ár: „Eldur sá, er uppi var I Vatnajöídi i vetur fyrir páska...”” o.s.frv. Hér er eitt- hvað málum blandað. Menn geta ekki skrifað það 2. janúar, sem verða mun um páska sama veturinn. Annað hvort er prent- villa I nafni mánaðarins (ein af þessum vondu prentvillum, sem brengla merkingu) eða þá aö alls ekki er miðað við almanaksárið, heldur hitt, að ekki hafi verið ár liðið frá þvi að eldgosið varð. En ef átt er viö það, hefði þurft að taka það fram. Það, sem hér hefur verið drepið á i aðfinnslutón, kann að virðast harla smátt. Vist er það rétt, að snillingur eins og Sigurður Þórarinsson hefur efni á þvi að leyfa sér nokkurt frjáls- lyndi I meðferð máls og stils, en á hitt er llka að lita, að almenn- ur lesandi gerir miklar kröfur til bókar eftir slikan mann. Og þessi bók hefur yfir sér svo mik- inn þokka, að okkur finnst ein- hvern veginn sjálfsagt, að hvorki sé á henni blettur né hrukka. Segja má, að Hannes á Núp- stað sé upphaf og endir þessarar nýju bókar dr. Siguröar Þórarinssonar, þvi að fremst i bókinni er stór mynd af Hannesi, og höfundur lýkur eftirmála með þvi að minnast hans á ejnkar hlýlegan og virðu- legan hátt, svo sem verðugt er. Frá því að land byggðist hafa Skaftféllingar kynnzt stórvötn- um og lært að umgangast þau, öðrum landsmönnum fremur, enda þeim margt fært, sem öðr- um mönnum var ófært. Nú hafa stórar og nýtizkuleg- ar brýr tekið við þvi verki, sem Hannes á Núpstað og aðrir Skaftfellingar unnu með hestum sinum áður: að skila ferða- mönnum slysalaust yfir jökul- vötn, sem ókunnugum gátu virzt með öllu ófær. En þrátt fyrir alla tækni er okkur full þörf á að þekkja land okkar. Við berum óskoraða virðingu fyrir mönnum, sem skara fram úr I þekkingu á landinu, hvort sem það eru veðurglöggir vatnamenn I Skaftafellssýslum eða jarð- fræöingar I Reykjavik. Og við tökum fegins hendi við bókum einsog þeirri, sem nú hefur ver- ið að okkur rétt, og hér hefur litillega verið minnzt á. FÆREYJAR Ð 1 næstu tveim þáttum verður gerð grein fyrir frimerkjaút- gáfu Færeyinga, en danska póststjórnin hefir tilkynnt, að hún muni verða um mánaða- mótin janúar-febrúar 1975. Er. i tilkynningunni getið um að merkin gildi eftir 31. janúar 1975. t þessum þætti mun ég þvi gera nánari grein fyrir merkj- um þeim, sem þá eiga að koma út, og birta myndir af þeim, en I næsta þætti ætla ég svo að ræða nokkuð um þær tillögur, sem á undan voru komnar um færeysk frimerki, og birta myndir af þeim tillögum. Geta menn þá boriö saman, hvernig tekizt hef- ir. Hinn 30. janúar var ákveðið, að út skyldu gefin I fyrsta sinni færeysk frimerki með nafni landsins á „FÖROYAR”. Þau eru sem hér segir: 5 aura grátt, 50 aurar grænt og 90 aurar rautt. Stærð merkj- anna er 31.08x23.60 millimetrar. Mynd merkisins er tekin úr bók- inni „Færoæ et Færoa reser- ata”, eftir Lucas Jacobsön Debes, sem gefin var út 1673. 10 aurar, 60 aurar, 80 aurar og 1 króna og 20 aurar, litur ekki ákveðinn, nema hvað þau veröa marglit. Stærð merkjanna 23,60x31,08 millimetrar. Sama stærð og áður, en liggjandi. Myndefnið veröur hluti af korti Abrahanís Ortelius af norður- hveli frá 1573. 70 aurar og 2 krónur, marglitt. Sama stærð og næstu merki á undan. Myndefni merkjanna verður ljósmynd Ásmundár Poulsen af vésturhluta Sandeyj- ar. 2 krónur og 50 aurar og 3 krónur, marglitt. Enn er sama stærö og áður. Myndefni merkj- anna er ljósmynd Ásmundar Poulsen af Straumey. öll þessi merki eru grafin af Czeslaw Slania, nema tölur og letur er gert af Lydiu Laksafoss. Þessi frimerki eru öll prentuð i stálstungu i dönsku frimerkja- prentsmiðjunni. Þá eru eftir 3 merki, sem eru prentuð i djúpprentun i seðla- prentsmiðju Finnlandsbanka. Tölur og bókstafir eru prentuð i Offset og unnið af Lydiu Laksa- foss. Þessi merki eru: 3.50 marglitt. « Stærð 32.13x40.82 millimetrar. Mynd frá Viðey og Sviney eftir mál- verki Eyvindar Mohr. 4.50 marglitt i sömu stærð. Mynd frá Nesi eftir málverki Ruth Smith. 5.00 marglitt i sömu stærð. Mynd frá Hvitanesi og Skála- firði eftir málverki S. Joensen- Mikines. Við óskum frændum okkar Færeyingum til hamingju með aö vera komnir i hóp þeirra þjóða, sem gefa út frimerki, enn eitt framfaraspor til sjálfstæöis og aukinna kynna þjóðarinnar meðal rikja heims. Vonandi koma margir tslendingar til með að safna þessum merkjum. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.