Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÍSLENZK Sklrnir, tímarit Hins Islenzka bókmenntafélags árið 1974 er eiguleg bók og samboðin bók- menntafélagi. Hérer ætlunin að gera stutt yfirlit um efni ár- gangsins til að vekja athygli á honum. Fremst er þjóðhátiðarljóð að Þingvöllum eftir Tómas Guð- mundsson. Tómas hefur ýmis- legt gert af meiri skáldlegri Iþrótt, en ljóð þetta er myndar- leg þjóðhátlðarræða. Margt er þar sagt, sem er verðugt um- hugsunarefni og gæti verið ræöutexti miðlungsmönnum. Hér skal þetta tekið upp: ,,Og sá er mestur sögu vorrar hróður að Islands forni andi og frelsisþrá varö aldrei séreign ein- staklinga né stéttar. HUn átti engu siður samastað I stafkarlsbarmi en mennta- mannsinshjarta. Og þaö var ættjörð, saga og móðurmál, sem sá til þess, að þjóðin lifðiaf og mætti aftur fagna slnu frelsi.” Og til að minna á að hér er ekki einungis horft til baka: ,,ÞvI frelsið sjálft er háski oghefndargjöf án bróðurþels til allra og alls sem lifir, en samhugur er vegur vor til auðnu”. Þetta ljóð var ort eftir pöntun. Sumir virðast hafa ótrú á slíku og stundum heyrist jafnvel að tækifærisljóð eigi naumast að telja til skáldskapar. Þó má minna á, að þjóösöngurinn er tækifærisljóð, saminn eftir pöntun út frá texta, sem skáldinu var fyrir settur. Sumum skáldum hefur ekki tek- izt betur I öðru en erfiljóðum. Það er nefnilega ekki aðalatrið- iö hvert tilefnið er eða hvaðan frumkvæðiö kemur, ef höfund- urinn er listamaður og veröur snortinn af viðfangsefninu. Næst er I Skirni ræða, sem Kristján Eldjárn forseti flutti á listahátið 1974. Forsetinn er öruggur ræðumaður, sem er gjarnt að tala af viti og hófsemi, auk þess að hann hefur tungutak gott. 1 þessari ræðu minnir hann á þaö, að engir svokallaðir villi- menn eða frummenn séu list- vana og bendir á að listin eigi að hjálpa mönnum til að lifa, þó að þvi fari fjarri að hún eigi að yfir- skyggja allt annað eða að menningararfurinn sé ekkert annað en list. Þetta er satt og flestir munu á einn eða annan hátt njóta einhverrar listar svo að þaðan komi þeim hjálp til að lifa og það ekki siöur I hvers- dagsleikanum. Samt væri ekki úr vegi að leiða hugann að þvi, hvort óhugsandi sé að listin sé lika notuð til að leiða menn af- vega. Sagan um Ingólf og Hjörleif heitir grein eftir Preben Meul- engracht Sörensen. Sú ritgerð er kölluð athugasemdir um söguskoðun Islendinga á seinni hluta þjóðveldisaldar. Undanfariö hafa menn í vax- andi mæli dregið sagnfræðilegt gildi Landnámu meira og meira I efa. Þvi er jafnvel haldið fram að vafasamt sé, að landnáms- menn þeir, sem þar er sagt frá, hafi nokkurn tima verið til. Hér er eðlilegt að geta þéss strax að I þessum sama Skirni er grein eftir Jakob Benediktsson, sem heitir Markmið Landnámabók- ar. Hún er raunar einkum um doktorsritgerð Sveinbjarnar Rafnssonar. Er skemmst frá þvl að segja, að mér finnst Jakob ræða þetta af meiri skilningi og hófsemi en margir aðrir. Nú veit enginn hvenær efni Landnámu er fyrst fært I letur. Menn trúðu þvi að ritöld hefði ekki hafizt á íslandi fyrr en um það bil 250 árum eftir að landnám hófst, en nú mun þó ýmsum þykja varlegast að hugsa sér að eitthvað kynni að hafa verið skráð fyrr. Það þarf þó ekki að skipta máli í þessu sambandi. Jakob Benediktsson segist illa trúa þvi, ,,að höföingjaættir hafi ekki vitað skil á forfeðrum sinum I 5-6 ætt- liöi, hafi ekki vitað hver var landnámsmaður ættarinnar né hvar hann bjó”. Persónulega finnst mér það hvorki afrek né undur þó að ég viti það, sem hún amma min sagöi mér, að lang- afi minn, faðir hans og afi hafi allir búið á Hóli hinum innri I Onundarfirði, og er þar þó komið I 6. lið. Sama er um það, að muna nöfn þessara manna. Auðvitað mætti nefna ýmsa for- feður aðra i 5. og 6. li§. Þó er auðvitað miklu meiri ástæða til að höföingjaættir muni upphaf sitt i landinu en múgamenn kunni að rekja feril forfeðra sinna bæ frá bæ. Þeir, sem nú eru ungir, þekkja varla eða ekki af eigin reynd frásagnargleði og frá- sagnarlist liðins tima. Þegar ekki var annað að gera en biða og láta timann liða var timi sagnalistarinnar. Sumir hinna ungu doktora hefðu haft gott af þvi að vera 2-3 landlegudaga I vertlð með gömlum mönnum fyrir daga útvarpsins. Þeir skildu e.t.v. betur hvernig sögur og munnmæli gátu geymzt. Það þarf ekki að vera neitt vafamál að sögur hafi myndazt um landnámsmenn. Þær hafa verið sagðar. Þær hafa mótazt og lagazt I meðferðinni eins og gengur og gerist enn þann dag I dag um þær sögur, sem ganga af okkur, sem nú erum ofar moldar. Þjóðsögur myndast enn. Þegar sagan var svo fullmótuð þá var enginn hlutur eölilegri en hún geymdist hundruð ára, — það hafa sögur gert allt til þessa, — og auðvitað var geymdin auðveldust og öruggust þar sem ætt og óðal studdi hana, — þar sem sögusvið og niðjar fylgdist að. Nú er sá söguskilningur kom- inn upp að bækur eins og Landnáma séu ekki fyrst og fremst skrifaðar til að varðveita það, sem sögumaður vissi sann- ast og réttast, heldur til að festa á bók eitthvað, sem styddi hagsmuni vissra manna eða ætta. Samkvæmt þvi á Land- náma að hafa verið skrifuð til að sanna rétt höfðingjanna til höfuöbóla og metorða, auðs og valda. Þessi söguskoðun gengur jafnvel svo langt að halda að sögur hafi verið skrifaðar gegn betri vitund. Þannig á Islendingabók Ara fróða bein- Hnis að vera skrifuð til að falsa söguna og fela þá staðreynd að víkingar þeir, sem hér settust aö, hafi komið að kristinni þjóð I landinu og útrýmt henni, og er þetta sagt I tilefni slikra ummæla í Kirkjuritinu. Þeir, sem svívirða Ara fróða svo, hafa þó enga islenzka heimild um dvöl og búsetu Irskra manna kristinna I landinu aðra en Ara fróða. Sörensen fjallar ekki um papa I grein sinni. Hins vegar kemur hann til liðs við þá, sem telja að Landnáma sé skrifuð fyrir þá, sem völdin höfðu i landinu þegar hún var gerð, án alls til- lits til þess, sem á undan fór. Hann vitnar til Sigurðar Lindals um þá skoðun ,,að meðferð heimildanna ráðist af pólitisk- um ástæðum á dögum sagnarit- arans”. Jafnframt er þó sagt að tslendingabók og Landnáma séu rit ,,sem allir samtiðar- menn munu hafa skilið sem full- gildar heimildir um sögu þjóð- arinnar”. Mér er ekki fyllilega ljóst hvort höfundur telur að sagna- ritararnir hafi logið visvitandi, en þó skilst mér það fremur. Þá máttu aðrir ekki vita neitt, þvi að þá hefðu samtíðarmenn ekki taliö heimildirnar fullgildar. Þetta er nokkuð hart bein að bfta. Hafi ritararnir hispurs- laust logið til að telja fávisri alþýðu trú um það, sem höfðingjarnir vildu trúa, liggur beint við að spyrja hvort annálar hafi ekki verið skrifaðir með sama hugarfari og I sama tilgangi. Þegar ég las ritgerð Sigurðar Lindals í Sklrni á sinum tima fannst mér það stangast á við kenninguna að fyrsti og þar með æösti landnámsmaðurinn — Ingólfur sjálfur — var ekki með I kerfinu, þar sem engir höföingjar á tólftu öld voru frá honum komnir. Meulengracht Sörensen færir nú rök að 'þvi að þetta varð svo að vera. Ingólfur hafði þá sérstöðu og yfirburði að það hefði raskað jafnvæginu að fella hann inn I kerfið. Enginn mátti vera kominn frá slikum landsföður. Hann mátti ekki vera tengdur neinum samtiðarmönnum að niðjatali og raunar ekki að feðgatali heldur. Þvl var það að Sturla Þórðarson, „reyndur ' sagn- fræöingur og ættfræðingur” hafnaði þeirri ættfærslu að Ingólfur væri I frændsemi við afkomendur Bjarnar bunu, — sem raunar var aldrei tekin meiri en sú, að hann væri hálf- bróöir sammæðra eins sonar- sonar-sonar hans. t þess stað lét Sturla Þórðarson Ingólf vera afkomanda Hrómundar Grips- sonar og hefur hann þó „varla verið ókunnugur háðsyrðunum I Þorgils sögu og Hafliða um þá menn, er kváðust af kyni Hrómundar Gripssonar”. Þorgils saga og Hafliða segir svo frá að I veizlu mikilli á Reykhólum hafi það m.a. verið til skemmtunar að Hrólfur á Skálmarnesi sagði sögu af Hrómundi Gripssyni. Söguna haföi hann sjálfur búið til, en með þeirri sögu var skemmt Sverri konungi. Hann sagði að slikar lygisögur væru skemmti- legastar. Svo koma háðsyrðin: „Og þó kunna menn að rekja ættir sinar til Hrómundar Gripssonar”. Það má nú aðeins gefa þvi auga I leiðinni að hér segir, að Sverri konungi hafi verið skemmt með sögu sem Hrólfur á Skálmarnesi bjó til. Þá hefur einhver lært söguna og kunnað. En er það nú vlst, að Hrómundur Gripsson hafi aldrei verið til? Benedikt Gröndal gerði miklu síðar söguna af Heljarslóðarorrustu og varð hún mörgum til skemmtunar. Hins vegar mun hann ekki hafa talið sig sanna með henni að menn eins og Napoleon III Frakkakeisari og Metternich hafi aldrei verið til. Þó að mörgu sé logið um okkur dugar það aldrei til að sanna að við séum ekki til. Var það annars ekki nokkuð seint hjá Sturlu Þórðarsyni að vlkja ættfærslu landnáms- manna við vegna jafnvægis I goðastjórninni þegar landið var , komiö undir konung og öll goðorð úr sögunni? Áður en Sturla Þórðarson fæddist var jafnvægið mjög tekið að rask- ast, goðorðin skiptust milli manna og söfnuðust fleiri en eitt á sama mann. Hið forna jafnvægi var ekki þrettándu aldar pólitik. Það er gaman að frumlegum hugmyndum og nauðsynlegt að menn þori að koma fram með þær. En það er bezt að fara varlega í fullyrðingum. Það undarlegasta við söguna um Ingólf er búseta hans. Sagan um öndvegissúlur landföðurins, Islenzkur þátttakandi við heimskautsbaug (napapiiri á finnsku) i sumarhita. Sumardagar meðal Finna í Norðurbotni: NÁMSKEIÐ VIÐ NAPAPIIRI „NORDKALOTTEN” kallast einu nafni þau héruð Sviþjóöar, Noregs og Finnlands, sem iiggja að mestu leyti norðan heimskautsbaugs, þar sem sumarið er einn langur dagur og veturinn ein löng nótt. Það má ætla, að tsiendingum sé þetta svæði litt kunnugt, en 29. júli-9. ágúst I sumar dvöldust 11 ts- lendingar á Framneslýðhá- skóla I öjebyen, skammt frá Pitea, þar sem þeir skyldu læra sænsku, ásamt 53 Finnum. Hugmyndina að þvi að bjóða tslendingum á þetta sænsku- námskeið fyrir Finna átti Ragnar Lassinantti, lands- höfðingi I Norrbottnesléni og formaöur Norræna félagsins þar (Norrbotten er nyrzti hluti Sviþjóðar), en hann var á ferð hér á landi fyrir um það bil ári. Sá hann um að velja fólk til fararinnar i samráði við Nor- ræna félagið á tslandi, en fram- kvæmdastjóri þess er Jónas Eysteinsson. Gestgjafi var Norræna félagið i Norrbotten. Ingrid Westin séndikennari var ráðin til að kenna Islendingun- um á námskeiðinu, og hóf hún undirbúning með kvöldnám- skeiöi I Norræna húsinu strax i júnl. Þetta er þriðja árið, sem slikt sænskunámskeið fyrir Finna er haldið þar á Framnesi, en ts- lendingar hafa ekki áður átt kost á þátttöku. Skólastjóri þar er Jarl Dahlblom, og hefur hann látið I ljós ánægju sina yfir þvi að hafa Islendinga með, þar eð þeir kunna ekki finnsku og Finnar ekki islenzku. Sænska var þvi það mál, sem hóparnir notuðu sln á milli, sem hafði I för með sér meiri æfingu I sænsku en ella hefði orðið. Samvistir þessara tveggja hópa á skólanum veittu gagn- kvæmum menningarstraumum milli þriggja landa, Finnlands, Islands og Sviþjóðar. Var það mjög mikilvægt atriði i augum skólans, norrænu félaganna og þátttakendanna. Af hálfu Is- lendinga var sett upp islenzk sýning, haldinn fyrirlestur um Islenzkar bókmenntir og sýnd kvikmyndin Eldeyjan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.