Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÚRSLIT SKOÐANAKÖNNUNNAR NÚ-TÍAAANS Nr. 1 Fulfillingness First Finale Stevie Wonder FULFILLINGNESS FIRST FINALE var kosin bezta hljómplata siðasta árs i skoðana- könnun Nú-timans um 10 beztu hljómplötur ársins 1974, og hlýtur platan titilinn: Bezta plata ársins 1974. Höfundur hennar er að sjálfsögðu enginn ann- ar en tónlistarsnilling- urinn Stevie Wonder, sem við i Nú-timanum gerðum rækileg skil um áramótin siðustu. ÞaB leikur vart á tveim tung- um, að Fulfillingness First Finale á titil sinn sannarlega skilinn. Platan hefur hlotið lof allra gagnrýnenda, og engin er- leiid hljómplata seldist i fleiri eintökum hér á lundi á siðasta ári. Stevie Wonder er af mörg- um talinn vera eini popptónlistarmaðurinn sem raunverulega bar af á siðasta ári. Siðustu árin hefur engin stórstjarna skotizt upp á popphimininn I likingu viö Bitl- ana og Elvis Presley á sinum tima, en ef hægt væri að nefna einhver nöfn i þvf sambandi, yrðu nöfn Stevie V.'onders og David Bowies, óefaö efst á blaði — þótt þeir kappar séu um flest ólikir. Stevie Wonder fæddist þann 13.5. 1950 i Saignaw, Michigan. Stewie Wonder er nafn sem tónlistarstrákurinn Stephan Judkins tók sér, þegar hann tiu ára gamall komst á samning hjá hljómplötufyrirtækinu Motown. Þrettán ára gamall varð „Undra-Stebbi” fyrst frægur, og heíur stjarna hans farið hækkandi æ siðan. Hann er nú talinn einn fremsti listamaður i soul og popp I heiminum. Stevie Wonder er mjög fjölhæfur lista- maður, — það er ekki aðeins að hann semji undragóð lög og syngi eins og engill, heldur leikur hann einnig á flest öll hljóðfæri á plötum sinum. Fyrstu LP-plötuna gaf Stevie Wonder út árið 1966, þá aðeins 16 ára að aldri. Siðan þá hefur hver LP-platan rekið aðra, og þykja þær hver annarri betri. Fullfillingness First Finale hefur hlotiö frábærar viðtökur, og er beðið með mikilli óþreyju eftir nýrri plötu snillingsins, sem mun vera væntanleg i byrj- un næsta mánaða-. Sú plata mun bera nafnið Fullfillingness Second Finale, og að sögn Stevies er sú plata endirinn á þeim stil, sem hann hefur verið að þróa og skapa á undanförn- um árum. Enginn má þó ætla, að Wonder sé seztur I helgan stein, þvi hann hefur sagt, að næsta verkefni á sviði tónlistar- innar verði stórt hljómsveitar- verk. Stevie Wonder hefur m.a. , gefið út eftirtaldar hljómplötur: Uptight 1966, Greatest hits 1968 (aðallega af tveggja laga plötum fyrir árið 1966) Where I’m Coming From 1967, For Once In My Life 1968, My Cherie Amour 1969, Signed Sealed, Delivered 1970, Greatest Hits Vol. 2 1970, Music Of My Mind 1971, Talking Book 1972, Innervisions 1973, Fullfilling- ness First Finale 1974. HLJÓMPLATA RICK WAKEMANS, Journey To The Center Of The Earth, hlýtur annað sætið i skoðanakönnun okkar, en Rick Wake- man hefur fengið mjög góð orð fyrir sólóplötur sinar tvær. Tónlist hans þykir nokkuð tor- melt og þung, og þvi sætir það nokkurri furðu,að plata hans sé kosin önnur bezta LP-plata ársins 1974. Á þvi leikur þó enginn vafi, að Wakeman er með athyglisverðari tónlistar- mönnum, sem fram hafa komið á siðustu árum, og hlaut hann sjálfur verðskuldaða athygli meðan hann var I Yes. Hvað islenzka poppunnendur áhrærir vakti plata hans þegar mikla athygli, ekki sizt fyrir þaö, að á plötukápu er bein tilvitnun I samnefnda skáldsögu Jules Verne, þar sem hann nefnir bæði Heimskringlu Snorra Sturlusonar og Snæfells- jökul á nafn. Rick Wakeman Richard Cristopher Wake- man, eða Rick Wakeman, eins oghanner kallaður, fæddist 18.5. 1949 i Bretlandi. Hann lærði snemma að leika á pianó, og hafa hljómborðshljóðfæri alla tið átt hug hans allan. Litt fer sögum af Wakeman fram til ársins 1970, er hann kemur fram sem hljómborðsleikari i hljómsveitinni Stawbs. Viðdvöl hans i þeirri hljómsveit varð þó ekki löng, þvi árið 1971 yfirgaf hann hljómsveitina og gekk i hlómsveitina Yes sem þá var mikil uppgangshljómsveit. Og það var ekki að sökum að spyrja — hróður hljómsveitarinnar óx hröðum skrefum, eftir að Wake- man gerðist liðsmaður hennar, og ekki leið á löngu, þar til hann var oröinn aðalmaðurinn. Meöan Wakeman var i Yes, dundaöi hann einnig við að leika inn á plötur með ýmsum popp- urum, s.s. Lou Reed og Harway Andrews. AB þvi kom, að plötuútgáfa meö Yes var ekki nógu góð fyrir Wakeman, og árið 1973 gaf hann út sólóplötu með nafninu: The Six Wives Of Henry The VIII, — og hlaut platan bærilegar viötökur. 1974 gaf hann út aðra sólóplötu, Journey To The Cent er Of The Earth, — og hlaut sú plata betri viðtökur. Þessar góðu viðtökur sem sólóplöturnar fengu, urðu til þess að Wakeman sagði skilið við Yes og hóf sinn eigin tónlistarferil, — sem auðvitað er ekki séð fyrir endann á ennþá. Tónverkið Journey To The Center Of The Earth er samið eftir skáldsögu Jules Verne, sem fjallar um ferð manna i gegnum iður jarðar. Ferðin hefst einmitt á íslandi, þar sem leiðangursmenn fara niður I gegnum gig Snæfellsjökuls. Nr. 3 Uppteknir Pelican ENGIN ÍSLENZK HLJÓMPLATA hefur fengið jafn frábærar viðtökur og Uppteknir, fyrsta LP-plata Pelicans, og þvi til staðf estingar er kannski rétt að rifja upp, að platan hefur selzt i tæplega 8 þúsund eintökum hér á landi sem er íslandsmet hvað poppplötu á- hrærir, auk þess sem þegar hafa verið seld 5 þúsund eintök á Bandarik jamarkað. Hljómsveitin Pelican var stofnuð árið 1973 af Pétri Kristjánssyni söngvara, Gunnari Hermannssyni bassa- leikara, ömari óskarssyni gitarleikara, Björgvini Gisla- syni gitarleikara og Ásgeiri óskarssyni trommuleikara. Þessir menn komu úr ýmsum hljómsveitum, eins og svo oft gerist, þegar hljómsveit er stofnuð hér á landi. Pétur og Gunnar komu úr Svanfriði, Ómar og Ásgeir úr Ástarkveðju og þar áður Icecross, — og Björgvin kom úr Náttúru. Pelican skipaði sér strax á bekk með beztu popphljómsveitum þessa lands, og varð mönnum snemma ljóst, að hér var á ferðinni efni i afburða- hljómsveit. Fyrir um ári urðu manna- breytingar i Pelican, þær einu, sem orðið hafa i þeirra tið. Jón Ólafsson bassaleikari úr Asta- kveöju tók sæti Gunnars Her- mannssonar, — og siöla siðasta árs gekk Hlöðver Smári Haraldsson, pianó- og moog- leikari, i hljómsveitina, en hann staldraði stutt við. Skömmu eftir aö Jón Ólafsson var kominn i hljómsveitina, brá hópurinn sér til Amerlku til upptöku á Uppteknir og litilli plötu með laginu Jenny Darling á A-hlið. Stóra platan Uppteknir, hafnar i þriðja sæti i þessari skiðanakönnun, og má vist með sanni segja að mörgum komi það á óvart — enginn má þó túlka orð okkar á þann veg, aö hún eigi þaö ekki skilið. Pelican er um þessar mundir stödd ( Ameriku viö hljóðritun nýrrar LP-plötu og mun einnig halda nokkra hljómleika. Nú-tíminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.