Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 9. febrúar 1975 Tí MIÍVN' 21 UAA 10 BEZTU LP-PLÖTURNAR 1974 Nr. 4 Change Change StJ ISLENZKA HLJÓMSVEIT, sem spáð hefur verið mestum frama erlendis, er að sjálfsögðu hljómsveitin Change. Hún sendi frá sér LP-plötu skömmu fyrir siðustu jól, sem nefnd var ein- faldlega Change, i höfuðið á hljómsveitinni. Sú plata fékk menn til að gapa af undrun, og þegar við reiknuðum saman atkvæði í þessari skoðanakönn- un, kom i Ijós, að platan hafði hlotið fjórða sætið i þessari könnun. Það þarf ekki að fara i neinar grafgötur um það, að hljóm- sveitin Change er sú hljómsveit, sem hvað mestar vonir hafa verið bundnar við, allt siðan Magnús og Jóhann komu fram i dagsljósið með tónlist sina. Um þessar mundir standa þeir fé- lagar i Change i samningagerð við stórhljómplötufyrirtækið POLYDOR, og ef þeir komast inn fyrir þröskuldinn hjá þvi fyrirtæki, ætti svo sannarlega ekki að væsa um þá. Fátt er þvi betur viðeigandi nú en að senda þeim hugheilar óskir um árangursrika samningagerð. Uppruna Change má rekja allt til þess að tveir ungir Kefl- vikingar, Magnús Sigmundsson og Jóhann Magnússon fóru að syngja og leika saman I gagn- fræðaskóla. Nokkrum árum siðar fóru þeir fyrst að vekja verulega athygli, og gáfu þeir þá út LP-plötu, sem hét Magnús og Jóhann. Hlaut platan þokka- legar viðtökur og þótti bera þess vott, að mikils væri að vænta af þessum tónlistarmönnum i framtiðinni. Ari eftir þennan at- burð sendu þeir frá sér litla plötu með titillaginu Yakketty Yak, og nefndu sig þá Change. Er skemmst frá þvi að segja, að platan hlaut sérlega góðar við- tökur og titillagið var á hvers manns vörum i langan tima. Þegar hér var komið sögu, komust þeir félagar á samning hjá Orange-hljómplötufyrirtæk- inu I Bretlandi, sem þá var ný- lega stofnað. Sama ár gáfu þeir út plötu á Islandi undir nafninu Pal Brothers, og var Candy Girl þar sem A-hliðslag og varð mjög vinsælt. Nokkru siðar var hljómsveitin Change stofnuð af Magnúsi og Jóhanni, Birgi Hrafnssyni og Sigurði Karlssyni. Birgir kom úr Hljómum, og þar áður var hann i Svanfriði, en Sigurður kom úr Svanfriði. Siðastliðið vor hélt hljóm- sveitin til Bretlands að freista gæfunnar. I fyrstu hugði Orange-fyrirtækið á stóra hluti með Change, en gugnaði um siðir á öllu saman og Change yfirgaf fyrirtækið á siðasta hausti. Stuttu siðar rak á fjörur þeirra viðfrægan útsetjara og upptökustjóra, H.B. Barnum að nafni, en áður en lengra er haldið skal þess þó getið, að Orange-fyrirtækið gaf út tvær litlar plötur með Change, sem litið þótti I varið. Arangur samstarfsins við H.B. Barnum sá svo dagins ljós með LP-plötunni Change, en þó skal það haft i huga, að hljóm- sveitin var komin vel á veg með plötuna, þegar Barnum kom til sögunnar — og þvi má ætla að áhrifa hans gæti jafnvel nokkru minna en fólk hefur álitið. Plat- an hlaut góða dóma, og Change má svo sannarlega vel við una að hafna hér i f jórða sæti, þvi að ekki má gleyma þvi, að skila- frestur i könnunina rann út að- eins þremur vikum eftir að plat- an kom hér á markað. Change bættist nýlegá góður liðsmaður, þegar Björgvin Hall- dórsson söngvari (og gltarleik- ari) gekk i Change. Hljómsveit- in er um þessar mundir i samn- ingagerð viö Polydor og vinnur að efni á nýja stóra plötu, sem H.B. Barnum mun aðstoða við. .B. Barnum, hinn viðfrægi útsetjari og upptökustjóri, sem vinnur nú að gerð nýrrar LP- plötu með Change, og Magnús Sig- mundsson, sem óþarft er að kynna. Nr. 5 Borboletta Santana HLJÓMSVEITIN SANTANA sendi frá sér LP-plötu undir lok siðasta árs, og var plötunni gefið nafnið Borboletta. Þessi ágæta hljómplata hafnaði i fimmta sæti skoðanakönnunina. Hljómsveitin Santana var stofnuð i San Francisco árið 1966 af Carlos Santana, gitar- leikara og söngvara, Gregg Rolie, hljómborðsleikara og David Browne bassaleikara. Skömmu slðar bættust við þeir José Areras, sem lék á trommur, bongos og trompet, og Michael Carabello, sem söng og lék á congas og ýmis ásláttarhljóðfæri. Allir voru þeir ættaðir frá Mið-Ameriku. Tónlistin sem þeir léku var og undir miklum áhrifum þaðan, — hún var einskonar sambland af svokallaðri Latin-Amerikan tónlist, og jass með nútíma poppivafi. Hljómsveitin vakti fyrst at- hygli árið 1970, og komst þá á samning hjá CBS hljómplötu- fyrirtækinu, — en ári siðar sló hún I gegn svo um munaði á hin- um viðfrægu Woodstock-hljom- leikum, og hefur æ siðan átt miklum vinsældum að fagna um allan heim. Árið 1971 bættust tveir nýir liðsmenn I hljóm- sveitina — Joseph Escoredo, sem lék á ýmis ásláttar- hljóðfæri og Neal Schon gitar- leikari. A þessum tima breytist still hljómsveitarinnar og hún tekur að flytja mun léttari tónlist en áður en þó með suður- ameriskum blæ. Á þessum ár- um gefa þeir út tvær LP-plötur, Abraxas og third Album, sem ná gifurlegum vinsældum, ekki sizt fyrir frábæran gitarleik Carlos Santana, sem hefur alla tið siðan verið talinn einn bezti gitarleikari i heimi. Eftir Third Album leystist hljómsveitin upp einkum vegna þess að Carlos Santana gerðist skyndilega afar trúhneigður Siðla árs 1972 endurvakti hann Santana, og var hún þá skipuð eftirtöldum mönnum: Carlos Santana (gitar söngur), Tom Coster (orgel), Leon Ratillo (rafmagnspianó, mellotron og söngur), Michael Shrieve (trommur), Davie Browne (bassi), Armando Pereza (ásláttarhljóðfæri) og Jósé Areas (ásláttarhljóðfæri og congas) Fyrst eftir endurvakningu hljómsveitarinnar virtist sem hún væri að hverfa aftur til uppruna sins, jassins og mikilla suður-ameriskra áhrifa. Þó þykir ýmislegt benda til þess að tónlist þeirra sé nú æ meira að nálgast það sem þeir sendu frá sér á Abraxas og Third Album, og kemst siðasta plata þeirra, Borboletta, næst þeirri tónlist af siðari tima plötum Santana. Hljómsveitin Santana hefur gefið út eftirtaldar plötur: 1. Santana 1970, Abraxas 1971, Third Album 1972, Caravanserai 1972, Welcome 1973 og Borboletta 1974. Af þessum eru taldar beztar Abraxas 1971 Third Album 1972 og Borboletta 1974. Við veljum sjálfir NÚ-TÍMAAAENN VELJA ÞÆR 10 PLÖTUR, SEM ÞEIM ÞÓTTU BEZTAR Á ÁRINU 1974 1. Dark Horse — George Harrison 2. Fulfillingness First Finale — Stevie Wonder 3. Late for the Sky — Jack- son Browne 4. From the Mars Hotel — Greatful Dead 5. Langspil — Jóhann G. Jóhannsson ____________ Gunnar Salvarsson umsjónarmaður Nú-tímans 6. The place I love — Splinter 7. Change — Change 8. Mother Lode — Loggins and Messina 9. Chicago VII — Chicago 10. Peace on You — Roger McGuinn 1. Peace On You — Roger McGuinn 2. Fulfillingness First Finaie — Stevie Wonder 3. Close Up The Honky Tonks — Flying Burrito Brothers 4. From The Mars Hotel — Greatful Dead 5. Grievous Angel — Gram Parsons_______________ Gunnar Gunnarsson hljómplötugagn- rýnandi Nú-tímans 6. Miles Of Aisles — Joni Mitchell 7. Pretzel Logic — Steely Dan 8. Unborn Child — Seals and Crofts 9. No Other — Gene Clark 10. Preservation Act 2 — The Kinks 1. Bad . Company — Bad Company 2. Spider Jiving — Andy Fairweather Low 3. Change — Change 4. Mother Lode — Loggins and Messina 5. Fullfillingness First Finale — Stevie Wonder Sigurður Þór blaðamaður Nú-tímans 6. Eagles On The Boarder — Eagles 7. 461 Ocean Boulevard — Eric Clapton 8. Pretzel Logic — Steely Dan 9. Late For the Sky — Jack- son Browne 10. No Other — Gene Clark

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.