Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 28
28 ItMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 Með ósýnilega kórónu úr hundrað þúsund höfuð- hórum tíbezkra Tíbezk teikning af helztu fræðurum Kardjygreinarinnar. Efst er frum-búddhann, tákn innsta eölis Búddha, en meðal annarra lærifeðra eru þar indversku jögarnir Tilópa og Narópa og lærisveinninn Marpa. Gyalwa Karmapa hinn sextándi, ööru nafni Rangdjung Rigpa Dordje, með kórónu sfna, eftirlfkingu hinnar ósýnilegu englahárskórónu. engla HANS HEILAGLEIKI, Gyalwa Karmapa, yfirmaður Kardjy- skóla tibezkra Búddhatrúar- manna, telur sig hinn sextánda trúarleiðtoga þessarar trúar- greinar, er „fæddur sé vitandi vits”. Ahangendur hans telja hann hafa hlotiö ,,hina æðstu upp- lýsingu”, og ferðast hann fram og aftur um heiminn til þess að heimsækja þá. Miðstöðvar þess- ara Búddhatrúarmanna hafa ris- ið upp vfða utan Tfbets þau sextán ár, sem liðin eru síðan Gyalwa Karmapa hraktist úr heimalandi sinu. Til dæmis gisti hann Kaup- mannahöfn i desembermánuði siðastiiðnum. Höfuðstöðvar hans eru annars i Rúmtek-klaustrinu f fjallarrikinu Sikkem, þar sem hann hefur búið mjög vel um sig. Siðastliðinn ára- tug hefur fjöldi ungra manna I Norður-Indlandi og Nepal leitað til tibezku munkanna, sem setzt hafa aö eins nærri landamærum sfns gamla heimalands og mögu- legt er. Þar ástunda þeir trúar- iökanir, sem tengdar eru við- hafnarmiklum trúarsiðum, heim- speki, jóga, skáldskap og mynd- list af þvi tagi, sem þróazt hefur um aldaraðir i hinu einkennilega andrúmslofti, sem rikjandi var i Tibet. Og það eru ekki aöeins Asiubúar, sem sótt hafa til munk- anna, heldur einnig menn af vest- rænum uppruna. I Englandi, Sviss, Kanada og Bandarikjunum hafa nú verið stofnuð klaustur að tibezkri fyrir- mynd, og i Danmörku, Frakk- landi, Sviþjóð, Noregi, Hollandi og Belgiu eru fræöslustofnanir, þar sem leitazt er við að útbreiða hugmyndir Tibetsmunka. Hinn svonefndi Kardjy-skólinn er einn af fjórum höfuðgreinum tibezkra trúarbragða, og hann hefur alið mestu myndlistarmenn og skáld, sem eiga uppruna sinn i Tibet. Trúarhöfðinginn segist eiga óslitna röð svonefndra gúrúa aö forfeörum, og rekur hann ættir sinar til jóganna Tilópa og Narópa, sem voru indverskir, en lærisveinn þeirra, Marpa, inn- leiddi þessi trúarbrögð I Tibet, þar sem þau runnu fyrir um það bil þúsund árum saman viö þá grein Búddhatrúar, er kennd er við Sarvastivain-klaustrið. Þegar slikur trúarhöfðingi sem Gyalwa Karmapa deyr, tilkynnir hann i erfðaskrá, hvar og hvenær hann muni fæðast i næsta skipti. Þessi „fæðing vitandi vits” er grundvöllur tibezkra trúar- bragöa, og er Dalai Lama kunn- ast dæmi um það. En hann á þó ekki lengsta sögu með slika endurfæöingu að baki, heldur voru forfeður Gyalwa Karmapa fyrr komnir til i Tibet, að sögn hans sjálfs, og auk þess höfðu þeir i gegnum sjö endurfæöingar verið andlegir leiðsögumenn Kinakeis- ara. A ferðum sinum um Vesturlönd er Gyalwa Karmapa krýndur einu sinni eða oftar I hverju landi. En þar að auki ber hann ósýni- leea kórónu, sem er gerð úr hundrað þúsund höfuðhárum dakinla, það er að segja tlbezkra engla. Einn keisari Kina komst það langt á þroskabrautinni, að honum auðnaðist að sjá þessa kórónu. Hann lét gera eftirlikingu af kórónunni að sinni fyrirsögn, og þessa eftirlikingu hafa trúar- höföingjarnir siðan borið við hátlðleg tækifæri. Þegar Gyalwa Karmapa er krýndur henni, fellur hann i dásvefn og guðdómurinn Avalokitesvara yfirskyggir hann hinni „sönnu samúð”. I þessu ástandi blessar hann viðstadda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.