Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 9. febrúar 1975 TÍMINN 17 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Iándargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Lýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar í efnahagsumræðum þeim, sem fóru fram á Alþingi siðastliðinn fimmtudag, viðurkenndu talsmenn stjórnarandstæðinga það ekkert siður en fulltrúar stjórnarflokkanna, að efnahagsvand- inn væri mikill og vaxandi. Einn af talsmönnum stjórnarandstöðunnar, Jón Baldvin Hannibals- son, dró upp eftirfarandi mynd af vandanum: ,,Eins og kunnugt er, eru horfur i efnahagsmál- um íslendinga á árinu 1975 iskyggilegri en verið hefur um langt skeið. Áhrif hinnar alþjóðlegu oliukreppu eru komin fram með fullum þunga. Viðskiptakjör þjóðarinnar hafa snúizt okkur i óhag, meira en dæmi eru til um á einu ári siðan á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Viðskiptahalli þjóðarbúsins á árinu 1974 nam rúmlega 16 mill- jörðum króna, og batahorfur eru ekki sýnilegar, nema stjórnvöld gripi til skjótra og áhrifarikra aðgerða. Gjaldeyrisvarasjóður er að mestu þrotinn og lánstraust þjóðarinnar erlendis þ.a.l. stórlega skert. Langtimaskuldir þjóðarbúsins á árinu 1974, hafa aukizt um 11 milljarða, á núverandi gengi, og greiðslubyrði erlendra lána nemur orðið háskalega háu hlutfalli rýrnandi þjóðartekna. Verðbólga innanlands á árinu 1974 nam yfir 50 af hundraði og er þvi allt að þrisvar sinnum örari innanlands heldur en samsvarar meðaltalshækk- un innflutningsverðlags. Þessi öra verðbólguþró- un hefur raskað rekstrargrundvelli atvinnufyrir- tækja i landinu og bitnar með óbærilegum þunga á útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar. Ljóst er, að skammtimaaðgerðir stjórnvalda á sl. hausti er höfðu að markmiði að tryggja rekstrarafkomu útflutningsatvinnuveganna, hafa ekki náð tilætluðum árangri, enda hefur sig- ið mjög á ógæfuhlið siðan, miðað við þær forsend- ur, er þá voru taldar fullgildar. Framfærslukostnaður heimilanna hefur þegar aukizt meira en sem nemur rýrnun viðskipta- kjara og mun á næstu mánuðum bitna með vax- andi þunga á afkomu tekjulægstu hópa þjóð- félagsins, öldruðum, öryrkjum og öðrum bóta- þegum. Samdráttar gætir þegar i atvinnumagni. Minnkun, eða afnám yfirvinnu, veldur eitt sér hlutfallslega meiri kjaraskerðingu launþega, vegna þess hve yfirvinna hefur á undanförnu þensluskeiði numið stórum hluta heildarvinnu- timans. Við verðum að horfast i augu við þá stað- reynd að verði ekki skjótlega gripið til sam- ræmdra hagstjórnaraðgerða, mun atvinnuleysi halda innreið sina fyrr en varir. Við þetta bætist alvarlegur vandi, er snertir rikisbúskapinn, einkum áformuð rekstrar- og framkvæmdaútgjöld rikisins skv. nýsamþykkt- um fjárlögum og framkvæmdagetu sveitar- félaga. Óleyst er fyrirsjáanleg fjármagnsþörf fjárfestingarlánasjóða er nemur milljörðum króna.” í stórum dráttum má segja, að þessi lýsing Jóns Baldvins sé rétt. Hún sýnir það glöggt, að nú eru ekki fyrir hendi möguleikar til almennrar kauphækkunar, heldur skiptir nú öllu máli að tryggja atvinnuöryggið og reyna að tryggja af- komu láglaunafólks sem bezt. Náist næg sam- staða um slikar aðgerðir, er engin ástæða til ótta eða svartsýni. Hin mikla uppbygging, sem varð i tið vinstri stjórnarinnar, mun nú koma að góðu haldi, ef samstaða næst um framangreindar að- gerðir. Þess er einnig að vænta, að erfiðleikarnir verði meira timabundnir en varanlegir. Þ.Þ. Charles W. Yost, fyrrverandi sendiherra: Mestu vandamál ársins 1975 Hver eru mikilvægustu verkefni ársins 1975? MÓÐA er á krystallskúlum öllum, enda ávallt áhættusamt aö spá um ókominn tima, jafnvel þótt ekki sé nema næsta ár. Hverjum hefði til dæmis dottið i hug i byrjun árs 1973 að spá oliusölubanninu, sem skellt var á i lok þess árs? Svipuðu máli gegnir um árið 1975. Einhver gersamlega hulinn atburður getur orðið allsráðandi um skerf þess árs i sögunni. Yrði mér fyrirvaralaust gert að tiltaka þau efni, sem Kissinger utanrikisráðherra ætti að láta sitja i fyrirrúmi á þessu ári, myndi ég nefna fjögur mál sérstaklega. Að þvi búnu viki ég að fimm öðrum málum, sem gætu reynzt eins konar timasprengjur. FYRSTA málið er svo almennt og umfangsmikið, að engin þjóð sleppur við áhrif þess, og jafnvel enginn einstaklingur. Það er hinn margslungni vefur efnahags- málanna, þar sem hvað er öðru háð. Gangur þess kerfis hefur um langt skeið verið svo snurðulaus fyrir þegna hinna auðugu rikja, að þeir voru hættir að gera sér rellu út af gangi þess. Þegnar hinna snauðu rikja hafa fyrir löngu gert sér ljóst, að röskun af samlögun hinna ýmsu atriöa kom tiðast niður á þeim. En þeir hafa ekki getað gert neinar gagnráðstafanir fyrr en nú á allra siðustu árum, eða að láta ágallana i bráð að minnsta kosti koma jafnar niður en áður, þó með örfáum undantekningum. Hinn margslungni vefur efnahagsmálanna umlykur allt, og hans gætir hvarvetna. Meðal helztu og mikilvægustu þáttanna má nefna: 1. VERÐBÓLGAN ágerizt og veldur samdrættti. Verði ekki gerðar ráðstafanir gegn samdrættinum i tæka tið, gæti hann viða valdið sams konar kreppu og rikti á árunum milli 1930 og 1940. 2. SKORTUR orkulinda — bæði imyndaður og raunveru- legur — krefst umfangsmikils og tilfinnanlegs oliu- sparnaðar. Gripa verður til skjótrar aðstoðar við þær þjóðir, sem harðast verða úti, jafnt iðnþróaðar þjóðir sem vanþróaðar. Endurdreifingar- flóð svonefndra oliudollara reynir verulega á veitukerfi lána og fjárfestingar hvar- vetna. Mikilvægust og örlagarlkust er þó jákvæð samvinna oliusölurikja og oliukauparikja i öllum þessum málum, og hennar er hvar- vetna vænzt. 3. ÚTVEGA verður matvæli til að bægja frá yfirvofandi hungri. Auka verður matvæla- og áburðarframleiðslu mjög verulega, bæði meðal rikra þjóöa og snauðra, ef takast á i þeim efnum að halda i við hina öru mannfjölgun. 4. FRAMLÖG auðugu þjóð- anna — bæði gamalgróinna og nýrikra — til aðstoðar við efnahagsþróun meðal hinna fátæku, verður að auka stór- lega. Þetta er ekki nauðsyn af mannúðarástæðum einum saman. Hins verður ekki siður að gæta, að örvænting hinna snauðu dragi ekki þá betur megandi niður. Kissinger 5. VANÞRÓUÐU þjóðirnar verða að herða að mun róður- inn i baráttunni gegn hinni geysilega öru fjölgun. Hún gerir gersamlega að engu alla sjálfsbjargarviðleitni, ef ekki tekst að hamla gegn henni. 6. AÐ LOKUM verður að nást jákvæð og viðunandi niöurstaða I samningaviðræð- unum um réttinn á hafinu, en þær hafa staðið i fimm ár. Að öðrum kosti geta hinir alþjóð- legu þrir fjórðu hlutar yfir- borðs jarðar orðið vettvangur hömlulausrar og afar skað- vænlegrar samkeppni. ÞESSIR margslungnu og mikilvægu þættir efnahags- málanna ættu að verða efstir á dagskrá Kissingers, utan- rlkisráöherra Bandarikjanna, á árinu 1975.1 glimunni við þá veltur ekki mest á afreki einstakiingsinsjcraftaverkum i alþjóðlegum skammtima- lausnum eða á „styrkingu stöðunnar”. Meira veltur á eflingu þeirra alþjóölegu stofnana, sem fyrir eru og reynslu hafa aflað sér i barátt- unni við vanda af þessu tagi. í þvi efni ber Sameinuðu þjóö- imar hæst, ásamt hinum fjöl- mörgu stofnunum þeirra. DEILURNAR fyrir botni Miðjarðarhafsins verða að vera I öðru sæti á utanrikis- máladagskrá Bandarikja- manna árið 1975. Þar er meiri hætta á uppkomu nýrrar styrjaldar en annars staðar, og slik styrjöid ylli ekki ein- ungis eyðingu þeirra, sem tækju þátt i henni, heldur nýju oliusölubanni og truflun á þeirri sambúðarbótaviðleitni, sem Bandarikjamenn hafa ástundað. Orðið er um seinan að taka vilhalla afstöðu i þessum málum. Genfarráðstefnuna verður að kalla saman að nýju, koma i kring gagn- kvæmri viðurkenningu Isra- elsmanna og Palestinu-Araba og hraða samningum á allan hugsanlegan hátt. Nást verður alhliða lausn, sem allir aðilar sætta sig við og stórveldin taka ábyrgð á. ÞRIÐJA atriði dagskrár- innar I utanrikismálum verður að vera framhald viðleitninnar til bættrar sam- búðar Bandarikjamanna og Sovétmanna. Viðunandi lausn flestra annarra mála er beinlinis undir þvi komin, aö þessari viðleitni verði haldið áfram. Viðhlitandi hraði I fram- haldiþessarar viðleitni verður ekki bezt tryggður með sam- komulagi um áferð eða um- fang, heldur árangri i glim- unni við sjálfan kjarna ágreiningsefnanna. Ég á þar við alvarlegri og hraðari tak- mörkun hervæðingar en um hefur verið að ræða til þessa. Byrja verður á gagnkvæmri minnkun herafla i Evrópu og einhverjum hömlum á hina si- auknu og fávislegu samkeppni i eflingu herskipaflotans. FJÓRÐA og siðasta atriðið á málefnaskránni en svo fullt og óskorað stjórnmálasam- band við Alþýðulýðveldið Kina, ekki siðar en um það leyti sem Ford forseti fer til Peking. Dragist úr hömlu að stiga þetta skref, eru I hættu þau dýrmætu samskipti, sem Nixon forseti tók upp að nýju, og var viturlega gert. EN ekki má heldur gleyma hinum hugsanlegu tima- sprengjum eða vanrækja aögátina andspænis þeim. Hver þeirra um sig getur þá og þegar sprungið og ógnað heimsfriðfium. 1.-2. Kórea og Vietnam. Þar þarf að fjarlægja sprengju- þræðina. 3. Indlandsskagi. Þar er samsafn allra háskalegustu Ikveikjuaflanna i hinum svo- nefnda þriðja heimi. 4. Kýpur. Þar getur hvenær sem er komið til styrjaldar milli Grikkja og Tyrkja. 5. Suður-Afrika. Ef ekki verður fljótlega hafizt handa um afnám aðskilnaðarstefn- unnar, getur brotizt þar út kynþáttastyrjöld, sem orðið gæti viðtækari og hatrammari en nokkurn getur óráð fyrir. ÞETTA allt saman sýnist ærið verkefni við að fást á einu ári. Sennilega má koma i veg fyrir að timasprengjurnar springi með þvi að dæla á þær köldu vatni við og við. En mun meira þarf til, ef takast á að ráða niðurlögum aöalatriðanna fjögurra. Tvi- mælalaust verður að ráða niðurlögum tveggja á þessu ári, ef takast á að koma i veg fyrir afar alvarlegt öngþveiti. Þar á ég við öldurót efnahags- málanna og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.