Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 Umim étit nndlli^iil Ráð að venda kvæði menn oy nnðioini sínu í kross Draugurinn á kaupstaðar- leiðinni öllum leiðum, sem liggja frá hinum gömlu verzlunarstöðum landsins, eru bundnar minningar af sérstöku tagi. Það er sama, hvort við nefnum Djúpavog, Eyrarbakka, Keflavik, ólafsvik, eða Spákonufellshöfða — alls staðar gerðist svipuð saga. Menn komu að, langa vegu oftlega, stundum vannærðir og mann- skapslitlir af þrældömi frá bemsku, drukku sig fulla, þvi að oftast var á þessum stöðum nóg brennivin, þótt torfengnari væru færi handa fiskimönnum, járn i nauðsynlegustu búsmuni og not- fært timbur i orf handa bændun- um, — og héldu þaðan brott meö kút, sem gutlaði á. t kjölfarið fylgdu brennivins- slysin. Menn kollsigldu sig, og þeim barst á i lendingu. Þeir sofnuðu á viðavangi og vöknuöu ekki aftur, þeir riöu út i ófærur og drukknuðu i ám, og þeir duttu af baki, fastir i istaðinu, og rotuðust eöa lemstruðust til bana. Allir, sem staðkunnugir eru og lesnir i gömlum sögum, geta bent á staði, þar sem slikt gerðist, og þó eru sjálfsagt miklu fleiri hin atvikin af þessu tagi, sem fallin eru i gleymsku, og steinarnir einir gætu sagt frá, ef þeir hefðu mál og minni. 1 vitund þjóðarinnar fékk svo slysavaldurinn á sig gervi draugs eða afturgöngu, sem lék lausum hala i grennd við þá staði, þar sem brennivinstunnurnar stóðu á stokkum með lekabyttu undir krönunum, og gerði mönnum hvers konar skráveifur og kálaði þeim, þegar harðast var leikið. Nafntogaðastur þessara drauga, sem i raun áttu sér bústað i kútn- um var Stapadraugurinn, enda hefur hann kannski verið hvað afkastamestur, sem skiljanlegt má vera, ef annars vegar er litið til þess fjölda ver- manna, er voru á ferö suður með sjó, og hins vegar blaðað i gögn- um, sem enn eru til um brenni- vfnsinnflutning til Keflavikur og annarra kaupstaða á Suðurnesj- um. En sem sagt: Þarna var Stapa- draugurinn að verki. Svo sögöu menn þá. Nú á dögum væri skyr- ingin á atferli hans kannski fyllri — sem sé sú, að einhver fylliraft- urinn, er þar hefði oltiö út af i hinzta sinn, drykki i gegnum þá, er hann vildi hafa sér að leik- soppi. Hver öld hefur sinn smekk og sfnar lausnir.á gátunum. Þungurbaggi Ekki eru lengur brögö ao pvi, að menn verði úti i kaupstaðar- ferðum, enda hætt aö kjaga um hraun og heiðar hverju sem viörar. Samt verður fólk úti. Munurinn er sá, að nú gerist þaö i miöri hringiöu þjóðfélagsins. Fólk verður úti á borgarstrætum og i öldurhúsum, i hvers kyns krám og knæpum (sem sumar bera raunar virðuleg nöfn með miklu státi). Hafi brennivins- draugurinn áður veriö skæður, þá má með vissu staðhæfa, að hann sé nú miklu aðsópsmeiri og mannfrekari en hann hefur nokkru sinni áður verið. Tölur, sem sanna ótvfrætt, hvað hér er um að tefla, eru að sjálf- sögðu torfengnar, og allra helzt, ef þær ættu að spanna allt það svið, sem brennivinsdraugur nú- timans hefur haslað sér — allt frá beinni fjármunaeyöslu og sóun á tima, sem dregur á eftir slóöa i mynd slælegra vinnubragöa og stórfellds vinnutaps, til slysa, af- brota, heilsutjóns, sjúkdóma og dauða, er af áfengisneyzlu hlýzt. En vist er það, að það yrðu háar tölur, ef unnt væri áð færa þetta allt til reiknings. Trúlegt er jafnvel, að þær yfir- gnæfðu, að öllu samantöldu, þann bagga, sem okkur er lagöur á herðar vegna kaupa á útlendri orku, oliu og bensini, til þess að knýja vélar á sjó og landi og hita upp hús, og mun þó ekki litill hluti af þjóðartekjum okkar verða að renna til sliks næstu misseri. Með þessu er ekki litið sagt, þvi að með réttu finnst mörgum oliu- og bensfnkaupin hvfla þungt á okkur með sfhækkandi verðlagi. En á hinn bóginn er þó ekki liku saman að jafna., þar sem annars vegar er vara, sem við getum ekki komizt af án, en hins vegar undirrót einnar alvarlegustu veilunnar i háttum okkar. Vitnisburðir lækna Hér væri kannski ekki úr vegi að vitna til þess, sem læknar, er starfs síns vegna fara nærri um, hvar skórinn kreppir að, hafa að segja um áfengisvenjur íslend- inga. Við berum þá fyrst niður i nýlegri bók Valgeirs Sigurðsson- ar, Ef liðsinnt ég gæti, og litum á viðtal við Guðstein Þengilsson lækni, skráð árið 1971. Þar segir orðrétt: „Hið ægilega við samtfð okkar er, hve þessi vágestur er orðinn algengur. Það má nærri þvi segja, að áfengisböl i ein- hverri mynd sé að finna i öðru hverju húsi i Reykjavik”. Ekki tekur betra við, ef litiö er á niðurstöðu erindis, sem Jó- hannes Bergsveinsson læknir flutti á þingi norrænna geðlækna árið 1973, þar sem hann byggði á rannsókn, er hann gerði ári fyrr á drykkjuvenjum Reykvíkinga, á vegum geðrannsóknarstofnunar háskólans, ásamt þeim Tómasi Helgasyni yfirlækni og Gylfa As- mundssyni sálfræðingi. Rann- sókn þessi náði til fólks á aldrin- um tuttugu til fjörutíu og niu ára, alls 972 einstaklinga. Af þeim reyndust93,4% hafa neytt áfengis innan vissra tímamarka. í ný- legri frásögn Alþýðublaösins af þessari rannsókn er það dregið saman, er höfuömáli skipir: „1 heild viröast 20% karlanna, sem neyta áfengis, hafa einkenni, sem benda til misnotkunar eða byrjandi misnotkunar, og meira en helmingur þeirra viðurkennir, að drykkja þeirra sé vandamál. Um 9,5% kvennanna I hópnum, sem neyta áfengis, reyndust hafa einkenni ofneyzlu”. Þetta eru óneitanlega glæfra- legar tölur, einkum þegar til þess er litiö, hversu fáir þeirra, sem rannsóknin náði til, gengu frá, áður en hlutfallið var fundið. Og engar likur eru til þess, nema stður sé, að ástandið hafi batnað siðan árið 1972, þar sem lögleg áfengissala f landinu hefur aukizt á þessum misserum, auk stór- fellds smygls, sem upp hefur komizt um, og nýlega hefur geng- ið yfir alda ofbeldisverka, sem éinstök er i sögu þjóðarinnar og öll átti sér eitt og sama upphafið. Þess vegna er ekki aðeins hugs- andi, heldur jafnvel liklegt, að fremur hafi sigið á ógæfuhlið en hitt að undanförnu. Fleiri sem gætu sagt sitt af hverju Hér að framan var stuttlega skirskotað til hinnar óhugnanl. hrinu ofbeldisverka, sem voru vikulegur viðburður mánuðina fyrir áramótin, og kostuðu mörg mannslif. Um það skal ekki farið fleiri orðum, enda óþarft. En hitt er kannski ekki öllum jafnkunn- ugt, að fjölmörg banaslys og önn- ur stórslys verða á ári hverju af þeim söicum, að Bakkus hefur slegizt I fylgd með fólki við að- stæður er hann heföi bezt verið sem fjarlægastur. Aðeins hefur verið vitnað til lækna og þess, sem þeir hafa orð- iö áskynja viö störf og rannsókn- ir. En ekki mætti siður leita vitnisburðar löggæzlumanna og presta.sem oft standa andspænis meiri óhugnaði og þyngri örlög- um fólks, sem einu sinni vænti sér góös af lifinu, heldur en þorri annarra manna. Ivaf mætti svo fá frá flugfreyjum á loftflota lands- manna um drykkjuvenjur i milli- landaferðum og þá merkilegu áráttu fullra tslendinga að mega ekki útlending sjá, án þess að reyna aö gera honum skiljanlegt, hverrar þjóðar það afbrigöi homo sapiens, er þannig fer með vin, eiginlega er. Þaö er eins og á öllu velti að koma þvi á framfæri, að sú skepna guðs sé einn — íslands- mand, eins og Islands-Bersi komst að orði hjá Halldóri Lax- ness. 91 þúsund á mann umfram aflafé Það sem hér hefur verið rætt stuttlega, má með sanni kallast hvort tveggja i senn: Fjárhags- mál og mannlegt vandamál. En snúum okkur nú að öðrum þætti i hegðum okkar tslendinga: Dugn- aði okkar, fárra og smárra, við að koma I lóg þeim efnum, sem við áttum I erlendum gjaldeyri. Kannski er það að bera vatn í bakkafullan læk að rifja það upp, hversu atorkusamlega þar var til verks gengið, svo mjög sem þau mál hafa verið á dagskrá siðustu vikur. En á hitt er þá að lita, að óneitanlega skiptir okkur tals- verðu máli, hvort búið er við bjargálnir eða brölt um hús- gangsstig, svo að vonlegt er, að það sé mörgum ofarlega i huga. Einu sinni var uppi maður, sem komst svo að orði, er hann gerði samanburð á guði almáttugum og tengdasyni sinum, að sá væri þeirra munur, að annar gerði allt af engu, en hinn allt að engu. tslendingar tóku hinn siðarnefnda sér til fyrirmyndar á liðnu ári og komu gjaldeyrissjóði sínum öll- um fyrir kattarnef. Fróðum mönnum hefur reikn- azt svo til, að árið 1974 hafi hver Islendingur eytt að meðáltali sem næst niutiu og einu þúsundi króna umfram það, sem aflað var, og eru þá hvorki felld undan öldur- menni, sem varla hafa staðið með uppbrettar ermar við förgun f jár- muna, né ungbörn i vöggunni, sem fyrir æsku sakir hafa ekki heldur gengið i leikinn. Þegar svo miklar likur eru til þess, að tals- verður hópur fólks I landinu, auk barna og gamalmenna, hafi ekki veriö sérlega atkvæðamikill i þessari snörpu atlögu að gjald- eyrissjóönum, ætti að fara að skýrast, aö þeir muni ekki hafa af sérdregið, er fastast gengu fram. Með þeim orðum er þó ekki verið að andæfa þvi, að hér hafi margir lagzt á eitt. Hálf þjóðin var æði gripin að kaupa sem mest, þrátt fyrir ráðstafanir, sem hamla áttu gegn skefjalausum innflutningi, en reyndist ekki sú fyrirstaða, að þær héldu aftur af mönnum. Skyldunni vikið til hliðar í fyrravor Þetta kaupæði fór eins og eldur I sinu um landið, eftir að öllum var kunnugt, að sala á mikilvæg- ustu útflutningsafurðum okkar hafði tregðazt og verðlag var tek- ið að falla. Þvi miður hafði al- þingi ekki borið gæfu til þess á út- mánuöum 1974, meöan hægara var um vik en seinna varð, aö fallast á nauðsynlegan mótleik gegn þvi, sem yfir vofði. Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætis- ráðherra, lagði fram tillögur vinstristjórnarinnar, sem áreið- anlega hefðu komið i veg fyrir stór skakkaföll, en meiri hluti al- þingis tók flokkspólitiskt ofstæki fram yfir skyldu sina við þjóðfé- lagiö. Það, sem enga bið þoldi, varð að sitja á hakanum með þeim freistingum, er það hafði i för með sér fyrir alla þá, sem peninga höfðu handa á milli, til þess að kaupa sem allra mest af dýrum, innfluttum varningi, sem sýnilegt var, að hækka myndi i verði. Þvi fór sem fór. Þess vegna er nú komið sem komið er. Allir milljarðarnir, sem við átt- um I gjaldeyrissjóðnum, eru nú til þurrðar gengnir, verðlagshorfur þungar, margar greinar atvinnu- rekstrarins berjast f bökkum, og hvarvetna aðkallandi stórfram- kvæmdir, sem ærnu verður til að kosta. Stund til að staldra við Það má vel vera, að tslending- um sé miður lagið að kunna sér hóf og fótum sinum forráð, er þeir hafa fullar hendur fjár, eins og veriðhefur fram undir þetta. Þeir hafa haft öll veður i fangið kyn- slóö fram af kynslóð I margar aldir, og kannski er það lögmál að eitthvað fari úrskeiðis, þegar niðjar hinna þrautseigu barnings- manna hafa gnægð fjármuna handa á milli. Að minnsta kosti hefur skjótfenginn auður ekki reynzt haldgóður hér á landi, og mörg gróðabylgjan runnið að ein- hverjuleyti út i sandinn. Fram hjá hinu verður samt ekki gengið, að enginn getur til lengdar ástundað meiri eyðslu en nemur þvi, sem hann aflar, og á það jafnt við um þjóðina I heild sem einstaklinga. Þess vegna verðum við nauðugir viljugir að taka okkur á. Við getum ekki endalaust haldiö áfram innflutn- ingi, sem við eigum ekki fyrir — kannski að svo og svo miklu leyti þarflitlum — og við getum ekki öllu lengur lagt að jöfnu, hvort það, sem við kaupum, er útlendur varningur eða innlendur, án þess að okkur hefnist fyrir það. Og okkur verður þungur skuturinn, jafnvel þótt vel sé róið fram I, ef fimmtungur karlmanna á bezta skeiði rambar á barmi ofneyzlu eða byrjandi ofneyzlu áfengis. Við verðum sem sagt að gera svo vel aðlita upp og svipast um. Verðum að reyna að vera skárri, skynsamari og hagsýnni þjóö en ráðiöverður af skiptum okkar við Bakkus á undanförnum árum og meðferð okkar á dýrmætum gjaldeyri á liðnu misseri. Kannski væri ómaksvert að renna huganum til þeirrar kynslóðar, sem lagði grunninn að öllu þvi, sem tekizt hefur að gera I land- inu, og lét sér fyrst og fremst hugarhaldið að skila nýjum kyn- slóðum betra landi, en hafði ekki það eitt i huga, hvaða þægindi hún gæti veitt sjálfri sér. —JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.