Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miftvikudagur 26. febrúar 1975 Söluskattshækkunin til að mæta kostnaði vegna tjónsins í Neskaupstað — og grynnka á skuldum Viðlagasjóðs vegna Vestmannaeyjagossins Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra mælti I gær fyrir stjórnar- frumvarpi um ráhstafanir vegna snjóflóða I Noröfirði og fjáröflun- ar tii Viðlagasjóðs. t frumvarpinu felst það, að söluskattur hækkar um 1% — úr 19% i 20% — þótt I frumvarpinu sé talað um 2% við- lagagjald á söluskattsstofn. Staf- ar það af því, að um það er að ræða að framlengja 1% viölaga- gjald , sem faila átti úr gildi um næstu mánaðamót, og 1% er siöan bætt við. Það kom fram i ræðu Geirs Hallgrimssonar forsætisráö- herra, að verkfræðingar og mats- menn Viðlagasjóðs hafa gert áætlun um útgjöld sjóðsins vegna tjónsins i Nes- kaupstað. Telja þeir, að það nemi 500 millj. króna. Þá sagði forsætisráð- herra, að Við- lagasjóö skorti um 1,1 milljarð króna til að geta komizt sómasamlega frá verk- efnum sinum vegna eldgossins i Vestmannaeyjum. Samanlagt skorti þvi 1,6 milljarð króna til að sinna þessum tveimur verkefn- um, en það er sama upphæð og söluskattshækkunin mun gefa. Samkvæmt frumvarpinu skal stofnuð sérstök deild við Viðlaga- sjóð, Norðfjarðardeild, sem hefur sjálfstæðan fjárhag. I ræðu forsætisráðherra kom fram, að langstærsti liðurinn i þeim 500 millj. kr., sem renna til Neskaupstaðar, er sú upphæð, sem endurbygging sildarverk- smiöjunnar mun kosta. Er gert ráð fyrir þvi, að 360 millj. kr. gangi til þess verks. Er þá miðað við, að verksmiðjan verði ekki endurreist á sama stað og fallizt á að bætt verði yfirgefin verðmæti. Þá gerði forsætisráðherra stöðu Viðlagasjóðs að umræðuefni og sagði: „Hinn gifurlegi hallarekstur Við- lagasjóös undanfarin tvö ár, sem fjármagnaður hefur verið með ■IB ■ Olíustyrkurinn ófram Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra mælti I gær fyrir frum- varpi um ráðstafanir til að draga úr áhrifum oliuverðhækkana á hitakostnað húsa. Er hér um að ræða framlengingu laga, sem sett voru 28. febrúar á sfðasta ári, og fólu isér, að 1% sötuskatts skyldi varið til að draga úr áhrifum oliu- veröhækkana, en þessi lög falla úr gildi um næstu mánaðamót. Með frumvarpi þvi, sem viöskiptaráðherra mælti fyrir i gær, er gert ráð fyrir þvi, að lögin verði framlengd til eins árs. Efnislega er frumvarpið sam- hljóða fyrra frumvarpi. Gert er ráð fyrir þvl, að styrkveiting til einstaklinga verði áfram kr. 7200 á ári, nerna hvað 11 f - eyrisþegum, er njóta bóta samkv. 19. grein almanna- trygginga, og öð r u m 1if - eyrisþegum, er svipaðar tekjur hafa, mun verða greiddur 1 1/2 styrkur, eða kr. 10800. Þaö nýmæli, sem einkum vekur athygli I nýja frumvarpinu, er ákvæði I 2. grein þess, er þar segir, að hluti tekna skuli renna til orkusjóðs til jarðhita- rannsokna og hitaveitufram- kvæmda. Þá er það einnig nýmæli, að oliustyrkurinn veröur ekki greiddur til þeirra, sem fá ibúöarhúsnæði sitt tengt við hita- veitu fyrir 29. febrúar 1979. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir m.a: „Láta mun nærri, að 90.000 einstaklingar hafi notiö oliustyrks og heildarfjárhæð til þeirra á tlmabilinu 1. mars 1974 til 28. febrúar 1975 veröi kr. 650 - 700 milljónir. Gera má ráð fyrir, aö greiðsla til rafveitna á sama timabili nemi um 50 milljónum króna. Greiðsla til hvers einstaklings, sem býr viö oliu- upphitun ibúöarhúsnæðis sins, hefur numiö kr. 1.800 á þriggja mánaða timabili eöa kr. 7.200 á ári. Greiðslum til einstaklinga hefur verið úthlutað fyrir milligöngu sveitarfélaga og á grundvelli skýrslna frá þeim. Eins og kunnugt er voru framangreind lög sett vegna hinna gifurlegu oliuveröhækkana til aö draga úr aöstöðumun lands- manna eftir þvi viö hvaða hita- gjafa þeir búa og létta þannig byrði þeirra, sem búa við oliu- kyndingu. Vegna hins háa olíuverðs, sýnist full ástæða til að halda þessum greiðslum áfram. Með frumvarpi þessu er þvi gert ráð fyrir, að meginatriði framan- greindra laga verði framlengd Jón G. Sólnes: Vill breyta skipan gjald- eyrismála Jón G. Sólnes (S), hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis, að Alþingi feli viðskiptaráðherra, að gera breytingar áreglugerð um skipan gjaldeyris-og innflutningsmála o. fl. sem nú er I gildi. Veröi breytingin við það miöuð, að öll gjaldeyris- og innflutnings- viðskipti verði auðveldari i fram- kvæmd en nú er, t.d. með þvi að minnka verulega eyðublaða- notkun, skýrslugerðir og þá umfangsmiklu skriffinnsku, sem nú er samfara afgreiðslu sllkra mála. Aherzla verði lögð á það, að ákvæði um vegferð fjármagns að og frá landinu verði gerð mun auðveidari en nú er. Bent er á, sem áfanga i þessu máli, aö við væntanlegar breytingar á umræddri reglugerö verði við það miðað, að ákvæði um skipan gjaldcyris- og innflutningsmála, o. fl. verði hér á landi með svipuö- um hætti og gerist I nágranna- löndum okkar, t.d. I Danmörku. Stefnt veröi að þvl, að væntanleg- ar breytingar á fyrrgreindri reglugerð taki gildi hið allra fyrsta og eigi siöar en 1. júli 1975. 1 greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður: „Þegar núgildandi reglugerð um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála o. fl. var gefin út hinn 27. mai 1960, var stórt spor stigið i þá átt að gera öll mál varöandi gjaldeyris- innflutnings- og fjárfestingarmál auðveldari I framkvæmd, en verið haföi. Þjóðin hafði um áratugi búiö við margs konar kerfi hafta og tak- markana I sambandi við þessi mál, sem á margvislegan hátt hafði beiníinis veriö dragbitur á alla athafnasemi, framkvæmda- möguleika og fjármagnssköpun einstaklinga og fyrirtækja og um leið eölilegs hagvaxtar þjóðarinnar i heild. Tilkoma fyrrgreindrar reglugerðar var þvi vissulega mikil úrbót á þvi vandræöaástandi sem rikt hafði I þessum málum til þess tima, að hún tók gildi. Á þeim hálfum öðrum áratug, sem liðinn er frá þvi, að fyrr- greind reglugerð var gefin út, hafa hins vegar orðið svo örar breytingar i heiminum á sviði viðskipta og þá sérstaklega f jár- magnsflutnings almennt, að nú er svo komið að dómi flm. þessarar tillögu, að mörg ákvæði núgild- andi reglugerðar eru oröin alger- lega úrelt og standa beinlinis i vegi fyrir eðlilegum hagvexti þjóðarinnar i heild. Hvort sem okkur likar það betur eöa verr, þá er högum okkar þann veg farið nú, að við erum frá þvi að vera einangruö þjóð komnir i miðja þjóöbraut að þvf er snertir samskipti þjóðanna, og er þátttaka okkar I hinum mörgu alþjóðastofnunum, sem við höfum gerst aðilar að, glöggt dæmi þessum staðhæfing- um til sönnunar. Staðreyndirnar blasa þvi við okkur á þann hátt, aö ef við ætl- um okkur ekki að dragast aftur úr á sviði viðskipta- og fjárhags- sköpunar, þjóðinni til ómetanlegs tjóns, veröum við að haga athöfn- um okkar á viöskipta- og fjár- málasviðinu á þann veg, að þær samrýmist alþjóðlegum leikregl- um. Framhald á 5. siðu. útstreymi úr Seðlabankanum, er einn frumþáttur þeirrar peninga- þenslu og verðbólgu, sem ein- kennt hefur timabilið. Þessa þró- un veröur tafarlaust að stöðva og snúa við. Hlutur Vestmannaeyja- deildar sjóðsins af 2% viðlaga- gjaldi I 10 mánuði er áætlaður 1.100 millj. kr. og er sú fjárhæð talin duga til að koma fjármálum Viðlagasjóðs á réttan kjöl. Skuld sjóðsins hjá Seðlabankanum i árslok 1975 verður þá um 55% lægri en að óbreyttum tekjustofn- um, eöa 740 millj. kr. I stað 1.600 millj. kr. óinnheimtar eru þá um 220 millj. kr. af tekjum sjóðsins af álögðu viðlagagjaldi, sem berast honum á fyrstu tveimur mánuð- nm ársins 1976. 1 upphafi árs 1976 eru eignir Vestmannaeyjadeildarsjóðsins taldar 2.125 millj. kr. að meðtöld- um 220 millj. kr. óinnheimtum tekjum af viðlagagjaldi. Eftir- stöövar af ógreiddum skuld- bindingum eru þá taldar 555 millj. kr„ en hætt er við, að sú upphæð geti hækkað verulega vegna óút- kljáðra bótakrafa, sem m.a. er fjallað um fyrir dómstólunum. Hafa verður hugfast, að ógreidd- ar skuldbindingar i lok þessa árs eru fyrst og fremst bætur til Vest- mannaeyjakaupstaðar og verður greiðslum að mestu eða öllu lokið á árinu 1976. Á hinn bóginn er stærsti eignaliðurinn skuldabréf vegna sölu innfluttra húsa og fæst andvirði þeirra ekki greitt nema á löngu árabili og slðustu greiðsl- ur af skuldabréfunum verða ekki inntar af hendi fyrr en eftir 25 ár. Annar stærsti liðurinn er skulda- bréfalán til sveitarfélaga, en þau eru almennt til fimm ára. Af þessu má ráða, að beinn saman- burður á eftirstöðvum eigna og skulda gefur ranga mynd af fjár- hagsstöðu sjóðsins. Ljóst er hins vegar, að endanlega, þegar skuld sjóösins hjá Seðlabankanum hef- ur verið greidd, sem- verður væntanlega ekki fyrr en á árinu 1978, að skuldlausar eignir sjóðs- ins einkum i verðbréfum verða nokkrar. Gætu þær orðið hluti höfuðstóls varanlegs Viðlaga- sjóðs.” Það kom einnig fram i ræðu forsætisráðherra, að fyrirhugað er að bæta tjón vegna snjóflóða, sem orðið hafa annars staðar en i Neskaupstað. Enn fremur, að stefnt verði að þvi að samræma starfsemi Viðlagasjóðs og ann- arra sjóða, sem gegna hliðstæðu hlutverki. EKKI VANTAR GYLFA Þ. RÁÐSNILLDINA Það vakti athygli I umræð- um um söluskattshækkunina, hve fulltrúi Alþýðubandalags- ins, Lúðvik Jósepsson, tók ólikt ábyrgari afstöðu til málsins en fulltrúar hinna minnihlutaflokkanna, Gylfi Þ. Gislason og Magnús Torfi Ólafsson. Raunar var ræða Gylfa þess efnis, að hún átti litið sem ekkert skylt við það mál, sem til umræðu var, þ.e. tekjuöflun fyrir Viðlagasjóð vegna tjónsins i Neskaupstað og Vestmannaeyjum. Til marks um málflutning Gylfa má nefna það, að eitt aöalatriði máls hans var að leggja bæri Búnaðarþing nið- ur! Mátti helzt skilja á þingmann- inum, að all- ur vandi þjóðarbús- ins leystist, ef hætt yrði að greiða fulltrúum á Búnaöarþingi laun. Þaö komst að visu til skila hjá Gylfa, aö Alþýöuflokkurinn væri and- vlgur frumvarpinu. Páll Pétursson (F) og Þór- arinn Þórarinsson (F) vöktu athygli á þesum sérstæða málflutningi Gylfa Þ. Gisla- sonar. Bauð Páll Gylfa að koma með sér á Búnaöarþing. Gæti hann sannfærzt um, að þar störfuðu menn ekki síður en alþingismenn, en þó lausir við hávaða og sýndar- mennsku, eins og einkenndi suma þingmenn. Þórarinn Þórarinsson, sagöi, að Gylfi Þ. Gislason hefði flutt óvenjulega ræðu við óvenjulegar kringumstæður. 1 stað þess að fjalla um þann vanda, sem steðjar að vegna náttúruhamfara i Vestmanna- eyjum og Neskaupstað, leyfði þingmaðurinn sér að upphefja almennar eldhúsdagsumræð- ur, og færi i þvi sambandi 10 ár aftur i timann til að upphefja sjálfan sig og bera ásakanir á aðra. Lúövik Jósepsson sagðist styöja frumvarpið, þó að hann teldi, að æskilegra hefði verið að leita annarra ráða um fjáröflun. Hann myndi freista þess i þeirri nefnd, sem fjallaði um málið, að ná sam- komulagi um aðrar leiöir, en ef ekki tækist samkomulag um það, styddi hann frumvarpið-Lúðvik taldi, aö tjónaupphæð sú, sem nefnd hefði verið, 500 millj. kr„ væri eflaust of lág. Magnús Torfi ólafsson sagði, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna væru mót- fallin þessu frumvarpi. Leita ætti annarra ráða um fjáröfl- un. Nefndi hann i þvi sam- bandi skyldusparnað á hærri tekjur. Tómas Árnason (F) sagöi, að það myndi ekki koma sér á óvart, þótt t j ó n a - upphæðin yröi hærri en 500 millj. kr. Bentihann á, að áætlun starfs- manna Viðlagasjóðs væri lausleg. Þá gerði Tómas aö umræðuefni þá ákvörðun að sildarverksmiðjan yrði ekki byggð á sama stað og áöur. Sagði hann, að það stafaöi af þvi, að skipulagsyfirvöld á Neskaupstað og skipulagsyfir- völd rikisins hefðu talið óhyggilegt aö reisa verk- smiðjuna á sama stað. Verðmæti þau sem lægju I rústum eldri byggingarinnar næmu e.t.v. 50-60 millj. kr. sagöi þingmaðurinn. Auk Tómasar toku til máls Eyjólfur K. Jónsson (S) og Sverrir Hermannsson (S).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.