Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 15
Miövikudagur 26. febrúar 1975 TÍMINN 15 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla hann hefði sett blett á fjölskyldu sina. óefað yrði hann tekinn inn- an skamms og hengd- ur. En Tumi sagði: „Nei, Silas frændi, þú verður ekki tekinn, þvi að þú myrtir hann ekki. Eitt högg með lurk getur ekki hafa riðið honum að fullu. Það hlýtur einhver annar að hafa drepið hann”. „Nei, nei”, svaraði Silas frændi, það er ég, sem gerði það og enginn annar. Hver annar hefði átt að bera kala til hans. Það var enginn, sem átti i neinum útistöð- um við hann”. Hann leit upp eins og hann vonaði, að eitthvert okkar hinna gæti nefnt mann, sem hugsazt gæti að hefði borið þungan hug til þessa vesalings ónytj- ungs. En við gítum ekki hjálpað honum i þvi efni, og hann fann þvi enga huggun hjá okkur. Við gátum ekki sagt eitt orð. Hann skildi það, og sorgin fékk aftur vald yfir honum og hann féll saman, og ég hef aldrei séð nokkurn mann eins vonlausan og aumkunarverðan. En allt i einu datt Tuma nokkuð i hug. Hann sagði: „Biðið við. Einhver hlýtur að hafa grafið hann. Hver getur..... Hann þagnaði skyndilega og skildi ástæðuna. Það rann kalt niður eftir bakúiu 0 Alafoss efnir til verðlaunasamkeppni: Nýjar hugmyndir umnýtingu lopans ALAFOSS h.f. hefur efnt til verö- launasamkeppni um gerö hluta, sem aö uppistööu til eru aöailega úr þeim garntegundum sem fyrirtækiö framleiöir, en þaö eru plötulopi, sem fyrirtækiö hefur framleitt frá upphafi starfsemi sinnar, hespulopi, sem á undan- förnum árum hefur áunniö sér miklar vinsældir hjá prjónakon- um bæöi hérlendis og erlendis, Lopi 4 eöa Lopi-tweed eins og margir nefna þaö, garn og léttur lopi, sem hvort tveggja eru garn- tegundir, er fyrirtækiö hannaöi og kommeö á markaöinnfyrir rúmu ári, og báöar hafa náð miklum og almennum vinsældum aö siöustu eingirni sem allar konur, sem hekla eöa prjóna úr finna garni, þekkja. Aðal tilgangurinn meö þessari samkeppni er að reyna að ná fram nýjum hugmyndum þar sem notagildi garnsins kemur fram. Hlutirnir mega vera hekl- aðir, prjónaðir eða gerðir á hvern þann hátt, er fólki kann að detta i hug. Hugsanlegt er að Alafoss h.f. gefi út i uppskriftarformi ein- uhiii Deilt um kvöldsölu leyfi — Kosið í At- vinnumálanefnd BH-Reykjavik. — A borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudag varö enn ágreiningur út af kvöld- sölunni aö Háteigsvegi 52. Benti Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, á það, að ástæðulaust væri aö þröngva slfkri starfsemi upp á ibúa I kyrrlátu hverfi, en þaö lægi fyrir, aö Ibúar I næsta nágrenni heföu mótmælt þessari kvöldsölu, meöal annars á þeim forsendum, aö þarna væri ekki um aö ræöa neina þjónustu, sem þeir kæröu sig um, heldur væri þetta aöal- lega stundað af fólki, sem kæmi aðvifandi á bilum sinum, og þvi væri þó nokkurt ónæöi af þessu. Samtök Svarfdælinga halda árshótíð i Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 1. marz kl. 19. Miðasala og borðpantanir á föstudag frá kl. 19-18 á sama stað. — Stjórnin. Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PILOT UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir við að skipta um dekk þótt springi á bílnum. — Fyrirhafnarlaus skyndi- viðgerð. Loftfylling og viðgerð í einum brúsa. islenzkur leiöarvísir fáanlegur með hverjum brúsa. hverjar af þeim hugmyndum er berast, en á undanförnum árum hefur fyrirtækið i æ rikara mæli gefið út vandaðar uppskriftir af fatnaði og öðrum hlutum gerðum úr garni fyrirtækisins. Annar aðal tilgangur þessarar samkeppni er að fá fram hug- myndir um hluti, er konur gætu gert heima í hjáverkum, en Ala- foss h.f. siðan keypt þá og mark- aðssett á innlendum sem erlend- um vettvangi, svipað og nú á sér stað með lopapeysur. Mjög veruleg verðlaun eru i boöi í samkeppni þessari, en fyrstu verðlaun verða eitt hundr- að þúsund krónur, önnur verðlaun fimmtíu þúsund krónur, þriðju verölaun tuttugu og fimm þúsund krónur og siðan sjö verðlaun — hver að upphæð tíu þúsund krón- ur. Dómendur verða þau Haukur Gunnarsson verzlunarstjóri Rammagerðarinnar, Jón Sig- urðsson forstjóri lslenzks Mark- aðar, Gerd Poulsen umboðsmað- ur Alafoss h.f. I Noregi og Pálina Jónmundsdóttir frá hönnunar- deild Alafoss h.f. Rangæingar - spilakeppni Framsóknarfélag Rangæinga efnir til þriggja kvölda spila- keppni sem hefst i Félagsheimilinu á Hvoli sunnudaginn 2. marz kl. 21, stundvislega. Góð verðlaun. — Stjórnin. Félagsmólaskóli Framsóknarflokksins AAarz-námskeið hefst laugardaginn 8. marz kl. 1.30 og lýkur sunnudaginn 16. marz. Flutt verða erindi um fundarsköp og ræðumennsku og haldnar málfundaæfingar. Erindi um þjóðmál flytja: Vilhjálmur Hjáimarsson, Þráinn Valdimarsson, Tómas Arnason, Þórarinn Þórarinsson auk leiöbeinanda. I hringborðsumræðum taka þátt: Ólafur Jóhannesson, Einar Agústsson, Ilalldór E. Sigurösson, Steingrimur Hermannsson. Leiðbeinandi verður Jón Sigurðsson. Hafið samband við skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðar- árstig 18, s. 24480, en þar verður námskeiðiðhaldið. Hveragerði — Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis og ölfus verður haldinn i Hótel Hveragerði föstudaginn 7. marz n.k. kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Halldór Asgrimsson alþingismaður kemur á fundinn. — Stjórnin. r Borgarstjóri varð fyrir svörum og kvað kvöldsöluna sjálfsagða á þessum stað, af þvi að leyfi Ibúa i viðkomandi húsi hefði legið fyrir, seinast er málið var kannað. Var siðan kvöldsöluleyfið samþykkt með uppréttum niu höndum meirihlutaflokksins gegn sex at- kvæðum minnihlutaflokkanna. Kosning i Atvinnumálanefnd á vegum borgarinnar fór fram s.l. fimmtudag. Þessir voru kjörnir i nefndina: Magnús Stephensen, Páll R. Magnússon og Þórunn Valdimarsdóttir, Magnús Lv Sveinsson, Hilmar Guðlaugsson, Barði Friðriksson og Haukur Björnsson. Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna I Kópavogi heldur fund um húsnæðismál fimmtudagnn 27. febrúar kl. 20,30 i félagsheimili Kópavogs. Frummælendur: Jón Skaftason alþingismaður og Jó- hann H. Jónsson bæjarfulltrúi. Stjórnin. Menntamálaráðuneytið, 20. febrúar 1975. Laus staða Dósentsstaða I stærðfræöi I verkfræöi- og raunvisinda- deiid Háskóla tslands er laus til umsóknar. Dósentin- um er einkum ætlað aö starfa á sviöi tölfræöi. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni itarlegar upplýsingar um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. TJT ARMULA 7 - SIMI 84450 ▲ Framsóknar- y VIST verður að Hótel Sögu (Súlnasal) í KVÖLD Heildarverðlaun fyrir 3 kvöld: SPÁNARFERÐ Jón Helgason alþm. flytur ávarp Baldur Hólmgeirsson stjórnar FRAMSÓKNARFÉLAG JL REYKJAVÍKUR ™

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.