Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. febrúar 1975 TÍMINN 13 GRUNDVOLLUR SAAASTARFS ER GÓÐUR VILJl Það er eitt af einkennum is- lenzks stjórnmálakerfis, að stjórnmálaflokkar, sem eru af allólikum grunni sprottnir, geta starfað saman. Um það er sagan ólygnust. Hún sýnir að allir stjórnmálaflokkar hafa einhvern tima starfað með sér- hverjum hinna i rikisstjórn frá lýðveldisstofnun. Þetta er ein- stakt, ef t.d. er borið saman við hin Evrópulöndin. Einkenni Framsóknarflokkurinn var stofnaður 1916 af leiðtogum i bænda-, samvinnumanna- og kennarastétt. Fram að heims- styrjöldinni siðari var flokkurinn nokkrum sinnum stærsti þingflokkurinn. Frá 1927 til 1942 má segja, að hann hafi haft meiri áhrif á uppbyggingu og stjórnun landsins en nokkur annar flokkur. Frá striðslokum hefur hann alltaf verið næststærsti stjórn- málaflokkurinn. Hann hefur aukið fylgi sitt mikið i kaupstöðum, ef miðað er við fyrra fylgi, enda studdi hann gjarnan Alþyðuflokkinn i þétt- býli áður. Stjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929, er Frjáls- lyndi flokkurinn og lhalds- flokkurinn sameinuðust. Sem þingflokkur hefur hann oftast verið hinn stærsti. Fylgi flokksins var einkum meðal hinna „betur settu ” i bæjun- um, en fylgi hans hefur aukizt verulega meðal annarra. Sænskur fræðimaður ritar svo um islenzk stjórnmál: ,,Ef viö skilgreinum starfhæft þing- ræöisstjórnskipulag, sem það stjórnkerfi er gefur mismun- andi hópum eða stjórnmála- flokkum tækifæri til þess að komast til valda, er hægt að telja stjórnmál islenzka lýðveldisins með beztu dæmum um þingbundið lyðræði. 1 þessu litla riki hafa reglubundnar breytingará rikisstjórnum farið fram. Jafnframt hafa valda- timabil rikisstjórna verið nógu löng og árekstrar stjórnar og stjórnarandstöðu það litlir, að stjórnmálajafnvæginu hefur ekki stafaö hætta af.” (Nils Andrén i Governments and Politics in the Nordic Countries, bls. 192) Samstjórnir Fram- sóknar- flokks og Sjálfstæðis- flokks 1 sliku stjórnmálakerfi, þar sem samsteypustjórnir eru venjan, en einflokkastjórnir undantekningar, verða flokks- foringjarnir að geta „slegið af”, i einhverjum málum um tima a.m.k. Þetta hafa t.d. foringjar Alþýðubandalagsins lært eins og aðrir flokks- foringjar á lslandi. Frá árinu 1932 hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn sex sinnum starfað saman i rikisstjórnum. Þær verða hér upp taldar og nöfn forsætirráðherranna i svigum: 1. Samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæöisflokks, 3. júni 1932-29. júli 1934 (Asgeir Asgeirsson) 2. Samstjórn Framsóknar-, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, 17. april 1939 - 16. mai 1942 (Her- mann Jónasson). 3. Samstjórn Alþýöu,- Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks, 4. feb. 1947 - 6. des 1949 (Stefán Jóh. Stefánsson) 4. Samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðifflokks, 14. marz 1950 - 11. sept. 1953 (Steingrimur Steinþórsson) 5. Samstjórn Sjálfstæöis- og Framsóknarflokks, 11. sept. 1953 - 24. jUli 1956 (Ólafur Thors) 6. Samstjórn Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks 28. ágUst 1974 — ? (Geir Hallgrimsson) 1 þessum sex samstjórnum hefur Framsóknarflokkurinn komið fram ýmsum stefnumál- um sinum. Samstaða um ýmis timabundin vandamál náðist. Það eru einkum þrir dægur- málaflokkar, sem hafa verið ásteytingarsteinar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks i stjórnarsamstarfi: Kjördæmamál, viðskiptamál og hermai. Um kjördæmamálin ætti ekki aðverða mikillágreiningurmilli nUverandi stjórnarflokka. Ljóst er, að þörf er á nokkrum breytingum á kjördæma- skipaninni, eins og hér „A vett- vangi” hefur t.d. verið bent á (Timinn24. nóv. 1974 bls. 12 og 1. des 1974, bls. 12) Astæða er til aö ætla, að stjórnarflokkarnir eigi i þeim málum verulega samleið. Viðskiptamálin eru enn sem fyrr nokkurt ágreiningsefni flokkanna tveggja, enda liggja helztu skil islenzka flokka- kerfisins nokkurn veginn á milli Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks (félagshyggja — einka- framtak) og þvi ekki að furða þótt nokkuð beri i milli. Framsóknarmenn leggja áherzlu á samvinnurekstur, þótt hann eigi ekki að verða einokandi rekstrarform heldur starfa ásamt einstaklings- rekstri og félagsrekstri sveita- félaga og rikis. A þetta sjónar- mið hefur Sjálfstæðisflokkurinn oft fallizt i framkvæmd. Um þiöja ágreiningsmálið i samstjórn flokkanna, þ.e. her- málið, hefur nU þegar verið samið i bili a.m.k. Ljóst er, að Framsóknarflokkurinn sveigði þar til stefnu sina, en engu að siður náðust nokkrir áfangar, svo sem kunnugt er. Má raunar sýna fram á, að mikilvægustu áfangarnir, sem þó hafa náðst i að takamarka áhrif hersins á is- lenzkt þjóðlif frá þvi að hann kom hingað, hafa verið gerðir að frumkvæði Framsóknar- flokksins. Mikilvægi samstöðu nú Ýmis önnur mál mætti og nefna, sem ágreiningur er um milli nUverandi stjórnarflokka, mál, sem lögð eru til hliðar til þess að samstaða megi nást um önnur mun mikilsverðari. Hvaða málaflokkur jafnast t.d. á við það að bregðast við þeim efnahagsvanda, sem nU steðjar að þjóðinni? Framsóknarmenn og raunar Ólafur Jóhannesson formaöur Framsóknarflokksins og Geir Hallgrimsson formaður Sjálf- stæðisflokksins. landsmenn allir, vita vel, að nU riður á, að nauðsyniegar ráðstafanir i efnahagsmálum verði framkvæmdar við hlið gengisfellingarinnar sem var og hlýtur alltaf að vera neyðar- brauð. Þar mun enn eitt einkenni umbótastefnu Fram- sóknarflokksins i samstjórn með öðrum koma i ljós: umhyggja fyrir þeim, sem Ur minnstu hafa að spila. Allir viðurkenna að axla þurfi byrðar. Þeir, sem lægstu launin hafa, svo og lifeyrisþegar, eiga hinsvegar að fá auknar bætur. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir for- ystu Geirs Hallgrimssonar, tók við völdum á erfiðum timum i fjármálalifi þjóðarinnar. Þeir timar eru enn erfiðari en nauðsyn bar til, þar sem til- lögum Ólafs Jóhannessonar til Urbóta var eigi sinnt s.l.sumar. Rikisstjórninni er vel treyst- andi til þess að takast á við efnahagsvandann af ábyrgð og góðum vilja. Það hefur hún þegar sýnt. Þar skiptir sköpun að þora að takast á við vandamálin af festu og láta mismunandi af- stöðu til veigaminni mála ekki spilla fyrir. H.W.H. ER LÝÐRÆÐIÐ í EVRÓPU í HÆTTU? Eitt af þvi sem fólki vill gleymast á velgengnistimum er aðlýðræðier hreyfing manna en ekki áþreifanlegur hlutur sem er fenginn i eitt skipti fyrir öll. Að þessu leyti gildir um lýðræðið eins og sjálfstæði þjóðarinnar: sjálfstæðis- baráttan er ævarandi, og lýðræðið verður ekki til lang- frama nema hluð sé stöðugt að þvi. Skilyrði lýðræðis Reynslan hefur sýnt að lýðræði er háð ýmsum skilyrð- um og það getur verið mjög viðkvæmt og brothætt ef eitt- hvað fer verulega Urskeiðis. 1 sem styztu máli má segja að helztu skilyrðin fyrir lýðræði séu þessi: Það tekur langan tima að móta lýöræðisþjóðfélag, og stjórnskipan þess þarf að hafa langan aðdraganda. 1 þjóðfélaginu þarf að vera fyrir hendi allsæmilegt almennt menntunarástand. Samfélagið þarf að uppfylla vissar lág- markskröfur um efnaleg gæði og afkomuöryggi að mati alls almennings. Stjórnkerfið verður að virðast'' viðunandi réttlátt og að minnsta kosti virkt og starfshæft. Stjórnarstofnanirnar verða að vera nógu sterkar til að knýja fram vilja almannavaldsins. Og loks verður að rikja i þjóðfélaginu borgfriður, þannig að þegnarnir viðurkenni rétt og hagsmuni hver annars og stéttirnar hafi komið sér saman um friðsamlegt samstarf. A hinn bóginn kemur fyrir litiö að koma á lýðræðislegri stjórnskipan af einhverri skyndingu þar sem sögulegar og félagslegar forsendur eru ekki fyrir hendi. Lýðræðið dafnar ekki heldur i landi þar sem stjórnarstofanir eru veikar, en herinn e.t.v máttugur. Þá er þaö ljóst að sé stjórnkerfið á- berandi spillt og ranglátt veröur lýöræði máttvana. Geti samfélagiö ekki uppfyllt óskir almennings um efnalega af- komu eða afkomuöryggi mun það á svipaðan hátt mjög reyna á lýðræðisskipanina, enda er lýðræði að sönnu oft næsta seinvirkt. Ef upp koma óvenju- leg vandamál, t.d. efnahags- kreppa, án þess að hentug lausn sé fundin, verður það iðulega banabiti lýðræöis. Slikar aö- stæður kalla fram stéttaátök sem geta gert lýðræðisstofnanir óstarfhæfar. Loks liðast stjórnarskipanin sundur ef stórnmálasundrung verður veruleg i rikinu. Hve mikill er munurinn? NU er það mála sannast að munurinn á einræði og lýðræði getur verið næsta litill þrátt fyrir augljós formsatriði alveg á sama hátt og nU á dögum er munurinn á konungsriki og lýðveldi orðinn smávægilegur t.d. á Norðurlöndum, eöa mun- urinn á einkaeign og sameign framleiðslutækja i velferöar- samfélögunum. Máttlitið, frumstætt einræði sem ekki styðst við leynilögreglu, fjölmiðla og fjármálalegt vald yfir efnahagslifi getur jafngilt stjórnleysi eða miklu frjálsræöi i reynd. Á hinn bóginn getur lýðræðiskerfi þar sem flokkarnir eru orðnir að stofn- unum, verkalýðshreyfingin er tengd valdaflokknum meö mjög sterkt rikisvald yfir atvinnu- lifinu, fjölmiðla og viðtækt try ggingakerfi með mikilli upplýsingaöflun um lif þegnanna — slikt lýðræðiskerfi getur á hinn bóginn falið i sér ýmis helztu einkenni einræðis, án þess aö nauðsynlegt sé að breyta starfkrók i sjálfri stjórn- skipaninni. 1 öllum skilningi er munurinn á lýðræði og einræði einnig minni en ætla mætti: Það eru viöast svipaðir menn sem veljast til forystu og valda yfir fjöldann, sambærilegir eða sömu erfiðleikarnir sem fleyta mönnum til valda og áhrifa. 1 einræðisriki fer þetta fram i fel- um og baktjaldamakki, en i lýðræöisriki er ætlazt til að umræður séu að miklu leyti opinberar og ákvarðanir séu teknar frammi fyrir alþjóð og séu á vitorði hennar. 1 lýðræðis- kerfi er valdið einnig tak- markað t.d. af mannréttindum, en i einræðisriki verður ekki við komiö neinni andstöðu, eftirliti eða takmörkun á valdinu. Þá einkennist lýðræði af þvi að þessir valdahópar skiptast á að halda valda- taumunum og verða að takast á um að fá löggildingu fólksins fyrir valdinu um takmarkaðan tima hverju sinni, þar sem ekki er um valkosti að ræða i einræöisriki. Loks má geta þess að i lýöræöisriki er viöurkennt aö menn efist um ágæti stjórnarfarsins eða fyrirliti það beinlinis, þar sem þess konar afstaöa telst til afbrota i einræðisriki. Mun lýðræðið standast prófið? Lýöræði er mjög ungt stjórnarform og hefur ekki náð verulegri Utbreiðslu um heiminn, 1 stuttu mali má segja að það sé einkenni þeirra vest- rænu rikja, sem bUa að tiltöiu- lega sterkri arfleifð einstaklingsfrelsis i athafnalífi. Misjafnlega hefur tekizt að likja eftir þessu kerfi annars staðar, og má t.d. benda á,að það hefur viöast mistekizt i svo nefndum nýfrjálsum rikjum i þriðja heiminum. Þar hefur herinn viðast tekið völdin beint eða óbeint. Eins og sakir standa virðist lýðræðið i nokkurri hættu i Evrópu vegna þeirrar áreynslu sem stjórnskipanin verður fyrir af óvenjulegum efnahags- örðugleikum, eftir að al- menningur hefur vanizt góðum og batnandi kjörum um langt skeið. Ugg hefur sett af mönn- um frammi fyrir vaxandi stjórnmálasundrung, skrif- stofuveldi og mætti sér- fræðinganna ofurveldi samtaka yfir einstaklingum og styrk einstakra auðhringja og stór- fyrirtækja. Við þessar aðstæður geta t.d. brotizt Ut mjög harka- leg stéttaátök, og hafa menn látið i ljós efasemdir um að lýöræðisstjórnskipanin geti staðizt prófið ef öll þessi atriði leggjast á eitt. Það er Ut af fyrir sig efamal að hætta sé á valdbyltingu i gamla stilnum, nema þá einna helzt i Suður-Evrópu. Hættan er miklu fremur sU aö kerfið steinrenni, lendi i hönd- um ákafamanna og þegnarnir verði reknir eins og fé i rétt og dregnir i dilka að geöþótta stjórnvalda. Þess eru dæmin að slikt sé gert með harkalegasta hætti án þess að valdamennirnir telji sér þörf á að breyta staf- krók, i lögum eða stjórnarskra. verður við fótum, hvort spyrnt verður við fótum, ella getur þetta orðið reyndin árið 1984, eins og Orwell óttaðist. js Brandt og Kissinger — Þeir hafa látið I ljósi efasemdir um framtlð lýö- ræöisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.