Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.02.1975, Blaðsíða 11
Punktar Arsenal áfram JOHN RADFORD....... tryggði Arsenal rétt til að leika i 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar, þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Leicester á mánudags- kvöldið i Leicester. Radford sendi knöttinn I mark heimamanna þegar 5 min. voru eftir af fram- lengingu, en framlengja þurfti leikinn, þar sem staðan var 0:0 eftir venjulegan leiktima. Arsenal mætir West Ham i 8-liöa úrslitunum á heimavelli sinum — Highbury. Fram og FH mætast í kvöld Framarar mæta FH-ingum i 1. deildarkeppninni I handknattleik i kvöld i Laugardalshöllinni. Vik- ingur leikur þá gegn Gróttu og hefst sá leikur kl. 20.15. Þeir skora í Englandi Markhæstu leikmenn i ensku knattspyrnunni, deildar- og bik- arkeppninni, eru nú þessir i 1. og 2. deild: 1. DEILD: MacDonald, Newcastle 21 Givens, Q.P.R. 17 Kidd, Arsenal 16 Lee, Derby 14 Latchford, Evert. 14 Foggon, Middlesb. 14 Bell, Man. City 14 2. DEILD: Graydon, A. Villa 23 MacDougall, Norw. 18 Busby, Fulham 17 Cannon, Southampt. 17 Boyer, Norwich 14 Littie, A.Villa 14 æfingaskór. Verð kr. 1978, 2825, 3315 og 4268. Póstsendum. Hvar leika FH-ingar? Það er óvist að FH-ingar leiki heimaleiki sina i 1. deildarkeppn- inni i knattspyrnu á Kaplakrika- vellinum. Enn er ekki vitað hvort að aðstæður til að selja inn á leiki og aðstæður fyrir áhorfendur verða tilbúnar á vellinum fyrir keppnistimabilið. Knattspyrnu- deild FH hefur ákveðið að ræöa viö leikmenn 1. deildarliðsins og kanna álit þeirra á, hvort þeir vilji leika á möl (Kaplakrikavell- inum), eða hvort verði reynt að fá leigöan grasvöll fyrir heimaleiki þeirra. Úr þessu verður skorið á fundi i kvöld með leikmönnum M.fl. og 2. fl. karla og Mfl. kvenna, sem verður haldinn i Viðistaðaskóla kl. 8.30. 1*S0*<XZ«« Sportvöruverzlun lngólfs Oskarssonar KLAPPARSTÍG 44 SÍMI 1-17-83 • REYKJAVÍK EINAR MAGNÚSSON.... er hér búinn að brjótast i gegnum vörn Júgóslavannaog sendir knöttinn örugglega I netiö, fram hjá hinum snjalla markverði Zorko. (Timamynd Róbert) ALLT GEKK Á AFTUR- FÓTUNUM Furðulegar inndskiptingar kunna ekki góðri lukku að stýra og Islendingar töpuðu fyrirJúgóslövum 17:19 í gærkvöldi Góður endasprettur Það var ekki fyrr en staðan var orðin 12:17 fyrir Júgóslavana, að islenzka liðið fór i gang. Hörður Sigmarsson, sem hafði verið rag- ur við að skjóta, skoraði þá lag- legt mark hjá markveröinum Zorko, sem átti mjög góðan leik. Slöan bætir Hörður öðru marki viö af linu og Bjarni Jónsson minnkaði muninn i 15:17 og þegar aðeins rúmlega tvær min. voru til leiksloka var munurinn aftur að- eins eitt mark — 17:18. En Júgóslavar fóru sér að engu óðs- lega lokaminúturnar, þeir héldu knettinum og innsigluðu sigur sinn 19:17. ÓlafurJ. -4-5-1 Bjarni -4-7-3 ÓlafurE. -3-5-0 Hörður -2-5-1 Einar -2-5-1 Axel -1-7-5 Viðar -1-1-0 Björgvin -0-1-0 Arni -0-1-0 Ólafur B. -O-O-'l Það er ekki hægt að hrósa nema tveimur mönnum i islenzka liðinu, þeim ólafi Jónssyni og Ólafi Benediktssyni, sem varði mjög vel undir lok leiksins. Hann átti engin tök á að verja flest skot Júgóslavanna, serh skoruðu flest sin mörk af linu og úr hrað- upphlaupum, eða 7 mörk úr hrað- upphlaupum. Varnarleikur is- lenzka liðsins var ekki eins góður og i fyrri leiknum og stafaði það af þvi, að Júgóslavarnir voru famir að læra á hann. -SOS. jþróttaskór ADIDAS Vienna kr. 3.225 Athen kr. 3.470 Póstsendum <§p^Jtínk (J Simi 2006 N Hafnargötu 36 Keflavik Það tók tslendinga 45 min. að ná sér á strik gegn Olymplu- meisturum Júgóslaviu i Laugar- dalshöllinni I gærkvöldi, þegar þeir máttu þola tap 17:19. Hvað eftir annað glopruðu þeir knettin- um I hendurnar á Júgóslövum, sem þökkuðu fyrir sig með þvi að bruna upp og skora. Um tima i siðari hálfleik náðu Júgóslavar fimm marka forskoti —10:15 eftir 10 minútur og siðan 12-17 um miðjan hálfleikinn, en þá fyrst vöknuðu tslendingar til lifsins og náðu þeir að minnka muninn i eitt mark 17:18, þegar 2 1/2 min. voru til leiksloka, en Júgóslavar svöruðu og innsigluðu sigur sinn 19:17. islenzka liðið féli ofan I gryfjuna. Bjarni Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins, með þvi að ÓLAFUR JÓNSSON.... bezti maður islenzka liðsins, skorar af linu eftir sendingu frá Einari. (Timamynd Róbert) Léku fyrir neðan getu. íslenzka liðið lék langt undir getu I þessum leik, sérstaklega Axel Axelsson, sem náði sér aldreiástrik og mistókst allt sem hann reyndi. Hann skoraði aðeins eitt mark úr 7 skotum og þar aö auki tapaði hann knettinum 5 sinnum. En árangur einstakra leikmanna var þessi i leiknum, fyrst mörk, siðan skot og loks knettinum tapað: brjótast inn úr horni, strax i byrj- un, og höfðu lslendingar for- ustuna fyrstu minúturnar, en Júgóslavar jafna 3:3, og komast yfir 3:4 á 7. min. Siðan taka þeir leikinn i sinar hendur og islenzka liöið brotnar algjörlega niður. Staðaner orðin 5:9á 21. min. fyrir Júgóslava. Það var hörmung að horfa upp á leik islenzka liðsins á þessum tima, feilsendingar og misheppnuð skot einkenndu leik liðsins og það skorar ekki mark i heilar 10. min. Það var ekki fyrr en rétt undir lok hálfleiksins, að Islenzku leikmennirnir ná að sýna þokkalegan leik og náðu þeir að minnka muninn i tvö mörk — 8:10 fyrir leikshlé. Stjórnlaus her í byrjun siðari hálfleiksins var Islenzka liðið oft á tiðum eins og stjórnlaus her og voru inná- skiptingar leikmanna oft furðu- legar hjá þjálfaranum Birgi Björnssyni. Hann lét alltaf tvo leikmenn skipta inn á i vörnina i staöinn fyrir sóknarleikmenn. Þessar skiptingar virkuðu þannig, að oft á tiðum voru aðeins fjórir islenzkir leikmenn til varnar, þegar hinir fljótu Júgóslavar brunuðu fram i sókninni. Þetta stafaði af þvi, að þeir tveir sóknarleikmenn is- lenzka liðsins, sem áttu að skipta útaf, voru of lengi að þvi. Þá vakti það stórfurðu, að Björgvin Björgvinsson var ekki látinn leika I vörninni siðari hluta leiksins — hann tók aðeins þátt i sóknar- leiknum og þá var Einar Magnússon, sem hafði átt góðar linusendingar, sem gáfu mörk, látinn fara inn á linuna. Einnig hélt þjálfarinn Ólafi Jónssyni of lengi útaf i síðari hálfleiknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.