Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 25. marz 1975. í litlu þorpi, Ottuk, i Kirghiziu i Sovétrikjunum, stunda menn enn veiðar með gömlum aðferð- um. Þeir nota fugla við veiðarn- ar. Menn þarna þjálfa erni og fálka i þvi að veiða margvis- legustu dýr, svo sem kaninur, fasana og endur, svo nokkuð sé nefnt. Fálkarnir eru aðallega notaðir við gæsa- og fuglaveiðar almennt, en ernirnir eru stærri og sterkari og veiða m.a. refi. Sumir ráðast meira að segja gegn Ulfum. A annarri myndinni sjáið þið Kirghiz gamla segja nokkrum áhugasömum börnum frá þvi hvernig örninn hans veiðir dýr af mikilli list-. Á hinni myndinni er formaður náttúru- verndarráðs Issyk-Kul rikis, sem er mjög vel þekktur veiði- maður og hefur oft stundað veiðar með fuglum, sem hann hefur þjálfað. ☆ Gæsir til Hawaii og tígrisdýr til Síberíu Dyragarðar i Vestur Þýzkalandi hafa að undanförnu unnið að þvi að senda hin marg- vislegustu dýr Ur dýragörðun- um aftur til hinna upprunalegu heimkynna þessara dýrateg- unda. Þetta þykir mörgum skrýtið, en það er þó mjög þýð- ingarmikið, þvl með þessu er verið að reyna að koma I veg fyrir að vissar dýrategundir deyi hreinlega Ut I uppraunaleg- um heimkynnum sinum. Samkvæmt upplýsingum World Wildlife Fund er nU svo komið, að um 550 tegundir dýra eru að þvi komnar að deyja Ut. Þar eru m.a. nefndir hvitabirnir, krókó- dilar, hlébarðar og skjaldböku- tegundir. Þessi dýr ættu ekki á hættu að deyja Ut, ef þau fengju að vera I friði Uti i náttUrunni, en veiðimenn elta þau gegndar- laust uppi, og stofna tilveru þeirra I hættu. Hafa nU ýmis riki gert samninga við þýzka dýra- garða um að senda dýr af þeim tegundum, sem helzt eiga yfir höfði sér að hverfa fyrir fullt og allt, aftur til heimkynna sinna. Er litið á þetta sem eins konar endurgjald fyrir það, að dýra- garðarnir hafa áður fengið þessi dýr til sin. Er nU svo komið, að dýragarðarnir virðast ætla að verða eins konar bjargvættir fyrir dýrategundirnar, sem nefndar hafa verið. Þar er engin hætta á að þeim verði Utrýmt af gráðugum veiðimönnum, eins og er Uti I villtri náttUrunni. í flestum tilfellum fjölgar þess- um dýrum nokkur eðlilega i dýragörðunum en sumar dýra tegundir eiga erfiðara með að fjölga sér I dýragörðum en aðr- ar. Gæsir á Hawaii eru nU Ut- dauðar þar, en sendar verða nokkrar gæsir Ur dýragörðum, svo þær ættu að geta farið að spranga um á Hawaii. Þá má nefna dádýrategund frá Kina, sem er löngu Utdauð þar i landi. NU verða nokkur slik dýr send aftur til sinna upprunalegu heimkynna, og allt bendir til þess að þeim ætti að geta liðið þar eins vel i framtiðinni og fyrirrennurum þeirra þar áður fyrr. Siðan verður að sjálfsögðu að tryggja það, að veiðimenn ráðist ekki þegar i stað gegn þessum dýrategundum, þvl þá er allt þetta starf unnið fyrir gýg- Gömul veiðikúnst Ef maður fer i heimsókn, hvernig á maður þá að kveðja. Bara segja bless og hlaupa svo Ut.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.