Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. marz 1975. TÍMINN 7 Gísli Kristjánsson: Heimaaflað fóður og hið innflutta Tilbúni áburðurinn hækkaði I fyrra, svo um munaði. Vitað er að hækkun hans verður miklu meiri á þessu ári, hvernig svo sem hag- rætt verður verðhækkun þeirri á búvöru, sem af þeirri hækkun hlýzt. Því er meiri nauðsyn nú en nokkru sinni að nýta heimaaflaða framleiðslu svo sem framast er unnt, bæði búfjáráburð og svo heimafengið fóður, þvi að eins og sakir standa er innflutt fóður i mjög háu verði. Þegar þetta er skráð er ekki bú- ið að leggja saman og meta magn þess heimafengna fóðurs, sem aflað var sumarið 1974. Þó er vit- að að það var minna en árið áður, að rúmmáli talsvert minna, en vafasamt að gæði þess hafi nokkru sinni verið jafn mikil al- mennt. Við mat forðagæzlunnar á gildi heysins til fóðurs á þessum vetri var höfð hliðsjón af efna- greiningum, sem búið var að gera á eftirtekjunni snemma vetrar. Er það bæði sjálfsagt og eðli- legt, efnagreiningar eru ekki bara gerðar fyrir forvitni sakir heldur til þess, að á þeim megi byggja gildismat svo að gera megi ljóst strax á haustnóttum hvers viröi það er, sem bændur hafa til fóðurs handa búfé slnu vetrarlangt. -Jafnaðarlega mestum við hey að meöaltali þannig, að um það bil 2 kg. þurfi I hverja fóður- ingu, en svo sem öllum bændum á að vera kunnugt er fóðureining (F.E.) mælikvaröi á gildi fóðurs rétt eins og krónan er mælikvarði á verðgildi hins og þessa. Gildi fóðursins, heyjanna, sem bændur eiga I hlööum og stökkum, er efa- laust betra en nokkru sinni og jafnvel meira en 10% betra en meðaltaliö. Efnagreiningarnar á fóðrinu frá slðasta sumri, sem hafðar voru til hliðsjónar, þegar fóður- forðinn var metinn að þessu sinni, byggðist á þessum tölum: Weðaltal kg.hey Landshlutar: Vesturland............... 1.84 Vestfirðir.............. 1-64 Norðurland.............. 1-77 Austurland.............. 1.89 Suðurland............... t .99 Hámark Lágmark.Kg hey i G. meltaniegt prót. Ikg. Prótein % í þurrefni Það er eðlilegt og sjálfsagt, að sveiflur frá hæstu mörkum til hinna lægstu séu talsverðar eða miklar, en viðleitni öll miðar að þvi að finna meðalgildið. Af töl- unum hér að ofan má ráð) að breytileiki I fóðurgildi heyjanna hefur verið óvenjulitill, en það segir aftur, að nýting hefur verið sérlega jöfn. Vonandi eru geymsluskilyrðin það einnig, svo að rýrnun fóðursins við geymslu sé ekki nema eðlileg. Þess ber að geta, að gildistölur fyrir einstaka landshluta eru byggðar á mis- jafnlega miklum fjölda efna- greininga, en gildismunurinn frá þvi lakasta til hins bezta er Htill og segir það sina sögu um meira öryggi I matinu en annars er aö jafnaði. A súluritinu, sem fylgir grein þessari er ekki tilgreint upp- skerumagn slðasta sumars af þeirri ástæðu, að uppgjöri er ekki lokið. Litið til liðinna ára í vissu tilliti standa bændur á tlmamótum. Með hverju ári að undanförnu hefur notkun tilbúins áburðar farið vaxandi. Túnin hafa stækkað, bústofninn hefur vaxið og fóðrun búfjárins hefur farið batnandi frá ári til árs. Þótt hey hafi I ýmsum árum verið af skornum skammti hefur innflutt kjarnfóður og kraftfóður yfirleitt veriö sérlega ódýrt, þangað til slðastliðið ár, er það hækkaði mjög ört og próteinvörur raunar árið áður. (Þess ber að geta hér I sviga, að sjálfsagt er að gera greinarmun á kjarnfóðri og kraft- fóðri eins og gerist með öðrum þjóðum kjarnfóður er kjarni = korn, en kraftfóður er blanda af mjöli og próteinvörum, og þá tal- aö um próteinkraftfóður þegar um ræðir sérlega próteinauðug efni). Eins og nú horfir er ekki unnt að spara tilbúinn áburð, svo nemi verulegu magni, en hitt er rétt að Meltaniegt % prótein g. prótein Ikg. iþurrefni. 80.0 14.4 80.9 14.4 87.6 15.3 77.1 13.9 84.7 14.9 F.E. 2,3 kg. 1.5 kg. 130 40 20.7 9.2 hugleiða, hvernig heimafenginn áburður verði betur nýttur en að í Árbæjarhjáleigu i Holtahreppi i Rangár- vallasýslu er i óskilum rauðvindóttur hestur með blesu, ómarkaður, þriggja vetra gamall. Hesturinn verður seldur miðvikudaginn2. april 1975, kl. 15, ef rétt- ur eigandi hefur ekki gefið sig fram fyrir þann tima. Hreppstjóri Holtahrepps, simi um Meiritungu. Jörð til sölu Jörðin Urðarbak i Þverárhreppi V-Hún. er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Á jörðunni eru fjárhús fyrir 300 f jár ásamt hlöðum og 20 hektara túni. Veiðiréttur i Rauðalæk (silungur og lax). Nánari upplýsingar i sima 95-1386. Tilboð- um sé skilað fyrir 15. april til Heimis Ágústssonar, Sauðardalsá V-Hún. undanförnu og svo hvernig sá að- keypti er nýttur. Niðurstaðan af ræktun og áburðarnotkun er og þarf alltaf að vera: Mikið og gott heyfóður og þvi betra hey, sem bóndi hefur til umráða, þeim mun auðveld- ara er að spara aðfengið kjarn- fóður og kraftfóður. Og þótt aldrei sé unnt að spara það með öllu, ef fá skal þær afurðir af búfénu, sem það hefur arfborna hæfileika til að skila, þá er gott heimaaflað fóður forsenda þess að spara megi að marki hið aðkeypta. Ef viö lltum svo til liðinna ára og skoðum hvað við höfum haft af heimafengnu fóðri, og samtlmis litið á tákn súluritsins til þess að gera okkur grein fyrir hve mikið fóður hefur verið aðfengið, þá sýnir það sig, samkvæmt mati forðagæzlunnar, að af samana- lögðu fóðri búfjárins, sem notað er vestrarlangt, nemur hið innflutta um 30% ofurlltið mis- jafnt frá ári til árs, en mest var það árið 1970 eða 37% af saman- lögðu vetrarfóðri. Olli þvi að sjálfsögðu árferðið, sem gerði hey bænda gildislítil það ár. Með þvl að lita á súluritið og skoða efri hluta þess, innflutt fóð- ur siðustu 6 árin I samanburði við neðri hluta súlnanna, sem tákna heimafengna fóðrið, er auðsætt, að magn hins aðkeypta er tals- vert meira en fyrrum. í þvl sam- bandi er vert -að geta þess, að fjöldi alifugla og svína hefur auk- izt verulega þessi ár og þar eð fóður þessara búfjargreina er að mestu innflutt telur það meira á súluhæðinni, en áður gerðist Gera má ráð fyrir, að allt að 2/5 hins innflutta fóðurs sé varið til framleiðslu eggja, fuglakjöts og svinakjöts. Hórft fram á leið Það orkar varla tvimælis, aö innflutt fóður muni bráðlega lækka I verði á erlendum mark- aði, en verð þess fer varla eða ekki niður á það svið, sem fyrr gerðist. Oðru máli gegnir um tilbúinn áburð. Alþjóðafregnir og skýrslur segja, að skortur verði á honum til ársins 1980, en þá er gert ráð fyrir, að komnar verði I fulla notkun þær feiknastóru áburöarverksmiðjur, sem nú er verið að byggja og eru á undir- búningsstigi á ýmsum stöðum heimsins. Sjálfsagt er að viðhafa ýtrustu viðleitni til að nýta heimafenginn áburð og hið sama gildir um heimafengna fóðrið. Við hljótum að flytja inn korn til fóðurs I nokkrum mæli, en ekki halda áfram þeirri háðulegu aðferð, að flytja úr landi allar tegundir mjöls þess, sem unnið er úr fisk- afurðum og flytja inn í þeirra stað miklu gildisrýrari próteinvöru. Sú aðferð er molbúaháttur, sem að undanförnu hefur verið viðhöfð og útflutningsaðilar ekki verið viðmælanlegir um að breyta til skynsamlegra athafna og þjóð- hagslegra hentari. 1 umræðum I sjónvarpi þann 13. febrúar s.l. var komið inn á spurninguna um magn búvöru, sem framleidd er og hefur verið með notkun innflutts fóðurs. 1 þvl sambandi má segja, að fyrir all- mörgum árum notuðum við próteinfóður af innlendum upp- runa fyrst og fremst, en slöustu árin hefur allt próteinfóður verið Til sölu bílkrani Tegund Hiab 550, 3,2 tonn, 1 1/2 árs, lítið notaður. Allar nánari upplýsingar í síma 95- 4662, eftir kl. 19 á kvöldin. flutt út, en til landsins aftur lakari vara af llku tagi. Sá innflutningur gerir hækkandi innflutningsstölur að sjálfsögðu, og svo hitt, aö það goða hefir verið selt til aö kaupa hið laklega I staðinn. 1 næstu grein skal svo drepiö á hvað gera ber. hvað I þvi felst. Súlurnar gefa til kynna magn aflaðs fóðurs tjáð I fóðureining- um, en fóöureining er samnefnari fyrir gildi fóðurtegunda, rétt eins og krónan er samnefnari fyrir verðmætamat hins og þessa. Tvær fremstu súlurnar túlka, að framtal hreppstjóra hefur ver- ið I hestburðum, en hestburðir voru ákaflega misjafnir og gildi þess heys að sama skapi vand- metiö. Frá og með 1966 er fóður- fengurinn mældur I rúmmetrum samkvæmt forðagæzlulögunum frá 1965. Frá sama tima er á öruggari hátt unnt að meta gildi fóðursins, einkum þegar fóður- Liklega er gildismat bagga- súlnanna tveggja ofrausn, en eftirfarandi 8 súlur eru nærri réttu lagi. Þær sýna aflaðan heyfeng frá ári til árs, og ofan á þær bætist innflutta fóðrið, kjarn- fóðrið og kraftfóðrið, sem flest árin hefur numiö I kring um 30% af samanlögðu vetrarfóðri, og mest árið 1970, en þá var þaö 37% af samanlögöu vetrarfóöri, enda var þá vandræöaár I heimafengn- um. Innflutningur erlends fóðurs hefur numið 60-70 milljónum fóðureininga áriega siðustu árin, en heyaflinn I kring um 200 milljónum F.E. árin 1972 og 1973. Af heyfengnum hefur aðeins verið verkað i vothey árlega 6-10% og er það allt of litið. —I I I I —11 ■ SpariÖ þúsundir í Sumardekk Jeppadekk aff ffveim dekkjum aff fjórum dekkjum TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODID Á ÍSLANDI H/F AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.