Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN og Jón tsberg sýslumaður, Blönduósi. Þriðjudagur 25. marz 1975. Orkumál Norðlendinga Áskell Einarsson: ORKUMAL Norðlendinga eru nú mjög til umræðu eins og að líkum lætur, þar eð Norðuriand er nú sá landshluti, er verst er staddur með raforku og verður fyrirsjá- aniega að biða þess nokkur miss- eri, að úr rakni. Timinn leitaði þess vegna eftir þvi á dögunum, hver væru viðhorf forráðamanna Fjórðungssam- bands Norðlendinga i þessum efnum, og fara hér á eftir svör framkvæmdastjóra fjórðungs- sambandsins, Askels Einarsson- ar, við nokkrum þeim spurning- um, sem mörgum eru ofarlega i huga. Hver hefur veriö orku- málastefna fjórðungssam- bandsins? — Meginstefna fjórðungssam- bandsins var mörkuð á f jórðungs- þingi 1971. Þar var lögð meginá- herzla á stórauknar virkjunar- rannsóknir á Norðurlandi og bent á nýja virkjunarmöguleika, i Jökulsá eystri i Skagafirði, i Skjálfandafljóti, i Blöndu og gufuvirkjun i Námaskarði. Lögð var áherzla á fullnaðarrannsókn- ir i virkjun Dettifoss, með stærri orkusölu fyrir augum. Þessir val- kostir skyldu vera i forgangsröð, áður en aðalorkuöflun Norðlend- inga byggðist á hálendislinu frá Sigöldu. Þáverandi forsætisráð- herra upplýsti haustið 1971 að ekki yrði um frekari virkjanir að ræða i Laxá, nema með sam- komulagi við landeigendur. Á þessum forsendum lagði Fjórð- ungssambandið áherzlu á bráða- birgðaúrræði t.d. framhalds- virkjun við Skeiðsfoss, með sam- tengingu við Skagafjörð og viðbótarvirkjun i Bjarnarflagi. Ekki er vafamál, að ef þessar virkjanir hefðu verið leyfðar á sinum tima hefði orkuskorturinn verið enginn eða óverulegur á Norðurlandi. Ef farið hefði verið eftir tillögu fjórðungssambands- ins um auknar rannsóknir er ljóst, að staða Norðurlands væri allt önnur en nú er. Stór virkjun á Norðurlandi hefði tvimælalaust orðið næst i röðinni. Fjórðungs- sambandið hefur lagt áherzlu á að hraða virkjunarframkvæmd- um við Blöndu og Jökulsá eystri. Margt bendir til að Blönduvirkjun verði fyrsta stórvirkjunin á Norð- urlandi. Hvaö um samstarf rikis og heimaaöila? — Fjórðungsþingið i Ólafsfirði lagði áherzlu á samstarf rikisins og fjórðungssambandsins um orkurannsóknir, skipulag orku- vinnslu og orkudreifingu á Norð- urlandi. Krafan um sérstaka samstarfsnefnd rikis og heima- aðila i orkumálum Norðurlands var sett fram 1971 við þáverandi forsætisráðherra. Nefndin skyldi hafa yfirumsjón með virkjunar- rannsóknum, og beita sér fyrir i senn skammtima og langtima lausnum á orkumálum Norður- lands. Nefndin skyldi vinna að stofnun orkuvinnslufyrirtækis fyrir Norðurland, sem væri i sameign rikis- og sveitarfélaga. Þaö undarlega skeði að þrátt fyr- ir itrekanir fjórðungssambands- ins og stuðning alþingismanna úr Norðurlandi, féllst þáverandi orkumálaráðherra ekki á að skipa nefndina. 1 stað þess skip- aði hann ótal nefndir i orkumál- um, án aðildar Norðlendinga. Hins vegar hefur núverandi iðn- aðarráðherra heitið þvi að koma á fót samstarfsnefnd um orkumál Norðurlands, sem skipuð er full- trúum fjórðungssambandsins, orkuframleiðsluaðila á Norður- landi og rikisstjórnarinnar. Full- trúar fjórðungssambands Norð- lendinga i nefndinni eru Haukur Harðarson, bæjarstjóri á Húsavik TTulKlUl rafmagnshandf ræsari ★ AfImikill 930 watta mótor ★ 23000 snún/mín. ★ Léttur, handhægur ★ Innifalið í verði: ★ Verkfæri ★ Karbittönn ★ Lönd o.fl. o.fl. ★ Hagstætt verð Leitið upplýsinga um aðrar gerðir Makita rafmagnsverkfæra r- ________(Sh-. ÞQRf I SÍMI B15QO-AniVllJLAn Hvaö um Norðurlandsvirkjun? —• Lögin um Kröfluvirkjun gera ráð fyrir þvi að stofnuð verði Norðurlandsvirkjun. Það er þvi mjög aðkallandi að þessu virkj- unarfyrirtæki sé komið á fót. Fjórðungsþing Norðlendinga 1972, 1973 og 1974 hafa lagt á- herzlu á að stofnun Norðurlands- virkjunar verði hraðað. Hingað til hefur strandað á Iðnaðarráðu- neytinu að leiða þetta mál til lykta. Viðræður hófust sumariö 1972 um Norðurlandsvirkjun, milli fulltrúa Iðnaðarráðuneytis- ins, Fjórðungssambandsins og orkuframleiðanda á Norðurlandi. Þar var skipzt á skoðunum. Þess- ar viðræður ætlaði ráðuneytið að taka upp á ný eftir sumarleyfi 1972. Þrátt fyrir itrekanir fengust viðræður ekki teknar upp á ný fyrr en i janúar 1974. Þessum við- ræðum var fram haldið þar til i maimánuði s.l., að þær féllu nið- ur, vegna aðfarandi kosninga. Gert var ráð fyrir að taka þær upp að nýju eftir stjórnarskiptin. Þetta hefur ekki gerzt enn, og mun það verða verkefni sam- starfsnefndarinar. Hvernig er Norðurlands- virkjun hugsuð? — Ég varpaði fram þeirri hug- mynd 1972, að Norðurlandsvirkj- un væri stofnuð um ný verkefni, t.d. Kröfluvirkjun, en Laxár- virkjun og Skeiðsfossvirkjun væru deildir innan Norðurlands- virkjunar, með sérstakan fjár- hag, en lyti sameiginlegri yfir- stjórn og gjaldskrármálefni og á- lagsstjórn. Þessi skipan stæði fyrst um ákveðið árabil. Með þessum hætti mætti komast hjá viðkvæmu eignauppgjöri og rösk- un á högum manna. Þá var lika komizt hjá þvi að útvega nýtt fjármagn i greiðsluuppgjörið. Stefna þáverandi iðnaðarráð- herra var að byggja upp Norður- landsvirkjun á hreinu eignaupp- gjöri. Þetta kom greinilega fram i viðræðum, bæði 1972 og 1974. 1 samræmi við þetta lögðu fulltrúar ráðuneytisins fram grundvöll fyr- ir Norðurlandsvirkjun i janúar 1974, þar sem gert var ráð fyrir eignauppgjöri milli rikisins, Lax- ár — og Skeiðsfossvirkjunar. Skyldi hluti rikisins vera 50%, en hluti Akureyrar og Siglufjarðar, vegna virkjunar þeirra, vera um 40%. önnur sveiíarfél. á Norður- landi skyldu eiga kost á 10% eign- araðildar gegn greiðslu fram- laga. Fjórðungssambandið hafn- aði þessu og taldi, að eignaraðild sveitarfélaganna skyldi vera sem næst ibúatölu sveitarfélaganna. Enn var lagður fram umræðu- 'grundvöllur i marzmánuði 1974, þar sem gengið var út frá þvi að sveitarfélög ættu meirihluta eign- ar. Hvert sveitarfélag ætti einn fulltrúa á aðalfundi Norðurlands- virkjunar. Sveitarfélög með rétt til 4% eignar skyldu senda tvo fulltrúa, sveitarfélög með 20% eða meira ættu þrjá fulltrúa. Aðalfundur kysi fjóra menn i stjórn, og rikið skipaði jafn- marga. Aðilar skyldu koma sér saman um eignauppgjör milli að- ila með langtfma skuldabréfum, á lágum vöxtum, sem virkjunin greiddi sjálf. Eigin fjárframlög Aðalfundur Verzlunarbanka Islands hf. verður haldinn i Kristalsal Hótel Loft- leiða, laugardaginn 5. april 1975 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans slöastliöið starfsár. 2. Lagöir fram endurskoöaöir reikningar bankans fyrir siöastliöiö reikningsár. 3. Lögð fram tiilaga um kvittun til bankastjóra og banka- ráös fyrir reikningsskil. 4. önnur mái, sem tilkynnt hafa verið meö löglegum fyrir- vara. 5. Kosning bankaráös. 6. Kosning endurskoöenda. 7. Tekin ákvöröun um þóknun til bankaráðs og endurskoö- enda fyrir næsta kjörtimabil. 8. Tekin ákvörðun um greiöslu arös. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fund- arins verða afhentir i afgreiðslu aðal- bankans, Bankastræti 5, miðvikudaginn 2. april, fimmtudaginn 3. april og föstudag- inn4. april 1975 kl. 9.30-12.30 og kl. 13.30-15. Bankaráð Verzlunarbanka íslands hf. Þorvaldur Guðmundsson, formaður. StaKYNNING I DAG KL. 14-18 Sólveig Hákonardóttir, húsmæðrakennari kynnir nýjar uppskriftir af ostaréttum með kjöti o.m.fl. NÝJAR ÚRVALS UPPSKRIFTIR Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 ----1 < i Rafmagnsmálin á Norðurlandi eru mjög í sviðsljósinu um þessar mundir. Hér lýsir Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norður- lands, skoðunum sínum á þessu máli sveitarfélaganna væru bundin við nýjar virkjanir. Sveitarfélög- um væri heimilað að greiða sinn hluta I gegnum raforkuverðið. Formaður Landsvirkjunar upp- lýsti á S.l.R.-fundi nýlega, að þannig fengist sparnaður, sem væri eigið framlag Landsvirkjun- ar. Það er óhætt að fullyrða, að góöur andi var i þessum viðræð- um, og margt benti til þess að hægt verði að ná samstöðu um Noröurlandsvirkjun. Hver eru viðhorfin nú? — Norðurlandsvirkjun á vax- andi fylgi að fagna á Norðurlandi. T.d. hafa bæjarstjórnirnar á Akureyri og Húsavik nýlega gert samþykktir um að hraða málinu. Ekki er því að leyna, að þröng eignarréttarsjónarmið hafa verið þröskuldur i viðræðum. Þetta virðist þó vera að breytast, bæði hjá riki og orkuvinnsluaðilum. Vaxandi skilningur er á þvi, að orkuver séu i eðli sinu almenn- ingseign, bundin við verkefni sitt. Þetta er eðli málsins, ekki seljan- leg verðmæti, ef þau þjóna áfram sömu notkun og notendum og eru rekin á sannvirðisgrundvelli. Hér verður að koma til félagslegt mat á framsalsrétti eignarmyndunar almennings, sem bundin er við afmarkað þjóðfélagslegt verk- efni. Dæmi um breytingar i þessa átt er yfirtaka rikisins á lög- gæzlumannvirkjum, án endur- gjalds til sveitarfélaganna, um leið og rikið yfirtekur löggæzlu- kostnaðinn að öllu leyti. Nýlega hefur i Danmörku verið steypt saman orkuveitum einstakra sveitarfélaga i heildarveitu, án sérstaks eignauppgjörs. Spurn- ingin er, hverjum falið er verk- efnið.Það er meginmálið. A þess- um grundvelli verður að byggja upp Norðurlandsvirkjun . Rekst- ur Laxárvirkjunar og Skeiðsfoss getur verið áfram i höndum sömu aðila, þrátt fyrir aðild að Norður- landsvirkjun. Sama er að segja um Laxárvatnsvirkjun og Göngu- skarðsárvirkjun. Megin verkefni Norðurlandsvirkjunar er ekki rekstur gamla kerfisins, heldur rekstur Kröflu og uppbygging nýrra virkjana. Hvaö um samstööu Norðlendinga? — Ég hef rakið ýmsar hug- myndir um uppbyggingu Norður- landsvirkjunar, sem ég vil engan veginn fullyrða, að séu þær einu réttu. Það verður að ná samstöðu um Norðurlandsvirkjun, — hvort fylgt verður hugmyndum minum frá 1972 eða umræðugrundvellin- um frá i marz s.l. eða farið mitt á milli skiptir ekki höfuðmáli. Hitt skiptir máli,að Norðurlandsvirkj- un verði nógu sterkur og sjálf- stæður aðili til að geta rekið sjálf- stæða orkustefnu, með eigin virkjunarrannsóknum. Norður- landsvirkjun verður að byggjast upp á allsherjar þátttöku sveitar- félaganna á lýðræðislegum for- sendum og verða afl i norðlenzkri byggðaþróun. Þetta er stærsta verkefnið, sem biður samstarfs- nefndarinnar um orkumál á Norðurlandi. Það var rétt spor á sínum tlma að hafna aðild að Landsvirkjun. Sú ákvörðun legg- ur Norðlendingum þá skyldu á herðar að skapa mótvægi i orku- búskap þjóðarinnar með myndun virkjunarfyrirtækis, sem getur orðið stórt afl i byggðaþróun á Is- landi. Það er orkuöflunin og hag- nýting orkunnar, sem skiptir nú máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.