Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. marz 1975. TÍMINN 9 rnm tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.. Hverjir eiga að ráða? Nokkur skoðanamunur virðist rikja um það, hvort stofnun eins og Framkvæmdastofnun rikis- ins, sem annast að verulegu leyti stefnumótun i byggðamálum og efnahagsmálum, eigi heldur að vera undir stjórn embættismanna eða pólitiskra stjórnenda, sem fylgja fram stefnu rikisstjórnar og Alþingis á hverjum tima. Ágreiningur sá, sem hér hefur risið upp, fer að sjálfsögðu mest eftir þvi, hvert menn álita að eigi að vera vald Alþingis og hvert vald embættismanna. Um það þarf vart að deila, að samkvæmt þeim stjórnarháttum, sem við teljum okkur búa við, lýðræði og þingræði, á stefnumótun i efnahags- málum og byggðamálum að vera i höndum hinna kjörnu fulltrúa á Alþingi og þeirra manna, sem þeir velja i rikisstjórn. Til þess eru þingmenn kjörnir og til þess er rikisstjórn valin, að þessum aðilum er ætlað að stjórna á viðkomandi kjörtima- bili. Það á svo að vera á valdi kjósenda að kjör- timabilinu loknu, að dæma um stefnumótun og stjórnarframkvæmdir þessara aðila og að ákveða það við kjörborðin, hvort þeim skuli falin stjórn áfram eða aðrir látnir taka við. Ótvirætt er þetta tilgangur rikjandi stjórnar- hátta. Framvindan hefur hins vegar orðið sú á sið- ari áratugum, að Alþingi og rikisstjórn hafa verið að missa meira og meira af þvi valdi, sem þeim er ætlað. Annars vegar hafa stéttasamtökin eflzt og orðið stöðugt áhrifameiri á kostnað þings og rikis- stjórnar. Hins vegar hefur vald embættismanna aukizt jafnt og þétt. Eftir þvi, sem rikisbáknið hefur þanizt meira út og starfsemi þess orðið margþættari, hafa rikisstjórn og Alþingi orðið i vaxandi mæli háð embættismannavaldinu á marg- vislegan hátt. Áhrif rikisstjórnar og Alþingis hafa raunverulega minnkað að sama skapi, og eru orðin i mörgum tilfellum meiri i orði en á borði Það er ekki óeðlilegt, þótt menn liti misjöfnum augum þessa örlagariku framvindu. Ýmsir hafa orðið til þess i seinni tið að vara við vaxandi emb- ættismannavaldi, og má i þvi sambandi ekki sizt vitna til skeleggrar yfirlýsingar Samb. ungra jafnaðarmanna. Formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, Gylfi Þ. Gislason, virðist hins vegar á allt öðru máli. Hann ritar forustugrein i siðasta laugardagsblað Alþýðublaðsins, þar sem hann átelur harðlega, að sú stefnumótun i byggðamál- um og efnahagsmálum, sem Framkvæmdastofn- un rikisins er ætlað að hafa, sé i höndum pólitiskra manna, hvort heldur þeir eru alþingismenn eða ekki. Krafa hans er sú, að yfirstjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar verði i höndum embættis- manna. Framkvæmdastofnunin skal þannig verða nýtt vigi embættismannavaldsins. Enn skal dregið úr valdi Alþingis og rikisstjórnar. Hér er ekki ætlunin að fara að deila við Gylfa Þ. Gislason um þessi mál, heldur aðeins að vekja at- hygli á þvi, hvað er um að tefla i þessu sambandi og mörgum fleiri tilfellum, sem eru lik þessu. Spurningin er sú, hvort hinir kjörnu fulltrúar þjóð- arinnar á þingi og i rikisstjórn, eigi að stjórna og ráða stefnumótun og stjórnarframkvæmdum eða hvort þeir eigi aðeins að dútla við frumvörp, áætl- anir og reglugerðir, sem aðrir hafa búið i hendur þeirra? Það er um þetta, sem ágreiningurinn er. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Þjóðfrelsishreyfingin er að sigra í Víetnam Hefst úrslitabaróttan um Sagion þd og þegar? Uppdráttur af Suöur-Vietnam (Sjá nánar I meöfylgjandi grein). ALLAR horfur benda nú til þess, aö þjóðfrelsishreyfingin I Suður-Vietnam sé að vinna endanlegan sigur. A ör- skömmum tíma, eða aðallega I siðustu viku hefur her Sai- gonstjórnarinnar hörfað að fullu frá a.m.k. sjö fylkjum, en þau eru alls 44 I landinu. Þá virðist hann i þann veginn að láta þrjú önnur af hendi. ör- lagarikast getur þó orðið af öllu, að þjóðfrelsishreyfingin virðist vera i mikilli sókn i ná- grenni Saigon og bendir margt til, að úrslitaorusta um borg- ina geti hafizt innan skamms. Mjög er nú gizkað á, hvort heldur vaki fyrir Þjóðfrelsis- hreyfingunni að ná landinu öllu strax á þessu vori eða hvort hún stefni að þvi að ná svo stóru landsvæði undir fullkomin yfirráð sin, að hún geti formlega myndað rikisstjórn, sem geti gert rétt- mætt tilkall til að vera viður- kenndhin rétta stjórn rikisins. Ef svo fer, eins og nú horfir, verður þess ekki langt að biða, að Þjóðfrelsishreyfingin riki yfir meirihluta landsins. MEÐ þvi að lita á uppdráttinn af Suður-VIetnam, sem fylgir þessari grein, er hægt að glöggva sig betur á þeim sigr- um, sem Þjóöfrelsishreyfingin hefur unnið að undanförnu. Þau fylki, sem hún er búin að leggja til fullnustu undir vald sitt, er merkt meö dökkúm lit, en hin, sem hún er I þann veg- inn að vinna, eru merkt með skálinum. Nyrzt I landinu, eða við landamæri Norður-VIetnam, hefur her Saigonstjórnarinnar alveg yfirgefið Quang Trifylk- ið, og er að mestu eða öllu farinn frá Thua Thienfylkinu, þar sem er hin sögufræga keisaraborg, Hue. Fyrir Sai- gonstjórnina er það ekki talið mikið hernaðarlegt tap að missa þessi fylki, en hins veg- ar er það talið siðferðilegur álitshnekkir að missa Hue. Þess vegna lögðu Bandarikja- menn gífurlegt kapp á að halda henni meðan þeir börð- ust i Suður-Vietnam. Þá hefur stjórnarherinn i Saigon alveg hörfað frá fjór- um fylkjum I miðhálendinu, eða Kontum, Pleiku, Darlac og Phu. Þetta eru stærstu fylkin i Suður-VIetnam að flaratmáli, en þau eru frekar strjálbýl. Margir hörðustu bardagarnir I Vietnam- styrjöldinni voru háðir á þess- um slóðum, þvi að Banda- rikjamenn óttuðust, að Þjóð- frelsishreyfingin stefndi að þvi að kljúfa landiö i tvennt og ná alveg völdum I norðurhlut- anum eftir að hún hefði náð miðhálendinu svonefnda. Eins og nú er komið, er það talin skynsamleg ákvörðun af Sai- gonstjórninni að binda ekki mikinn herafla til að verja miðhálendið og láta Þjóð- frelsishreyfingunni frekar eftir öll yfirráð þar. Fyrir sunnan umrædd fjög- ur fylki viröist her Saigon- stjórnarinnar vera I þann veginn að yfirgefa tvö önnur viðlend fylki, eða Tuyen Duc og Lam Dong. Þar fyrir sunnan er Þjóðfrelsishreyf- ingin búin að ná tveimur fylkj- um á vald sitt, eða Phuoc Long og Binh Long. Missir þeirra er mikið áfall fyrir Saigonstjórn- ina, þvi að þaðan getur Þjóð- frelsishreyfingin skipulagt og undirbúið umsátrið um Sai- gon. Fyrir stjórnina i Saigon eru þau tiðindi alvarlegust, að hersveitir Þjóðfreisishreyf- ingarinnar láta nú stöðugt meira og meira á sér bera i nágrenni Saigon. Þannig tók her Þjóðfrelsishreyfingarinn- ar nýlega bæinn Duc Hue, sem er aðeins 40 milur frá Saigon. önnur mikilvæg borg er ekki langt frá Saigon, Tay Ninh, er umhringd af her Þjóðfrelsis- fylkingarinnar. Einnig lætur her hennar mikið til sin taka I héruðum kringum Xuan Loc og Go Dau Ha. Það er vafalitið að versnandi hernaðarleg að- staða i nágrenni Saigon, hefur átt mestan þátt I þvi, að stjórnin hefur ákveðið að hörfa frá áðurnefndum fylkj- um. Þrálátur orðrómur gengur um það, að Saigon- stjórnin hafi ákveðið að hörfa frá fleiri fylkjum og Þjóð- frelsishreyfingin muni þvi brátt ráða yfir öllum miðhluta og norðurhluta landsins, Til- gangur stjórnarinnar með þessu er að styrkja varnir um- hverfis Saigon og i suðurhluta landsins. Það þykir hins vegar vafasamt að stjórninni heppn- ist þetta, þvi að bæði umhverf- is Saigon og I suðurhlutanum ræður Þjóðfrelsishreyfingin viða yfir stærri eða minni landsvæöum og torveldar það allar skipulegar varnir stjórn- arhersins. Mikill straumur flóttamanna til þeirra lands- hluta, sem enn eru á valdi stjórnarinnar, veldur lika margvislegum erfiðleikum. AF HALFU stjórnarinnar i Saigon er þvi haldið fram, að hersveitir frá Norður-Vietnam taki mikinn þátt I sókn Þjóð- frelsishreyfingarinnar og beri hana raunverulega mest uppi. Yfirleitt eru þessar ásakanir taldar mjög orðum auknar, þótt tvimælalaust taki her frá Norður-Vietnam þátt I hern- aðaraðgerðunum. Siðustu fréttir frá Suöur-Vietnam þykja liklegar til þess, að þingið i Washing- ton verði enn ófúsara til þess að samþykkja tillögur Fords og Kissingers um aukin fram- lög til stjórnarinnar I Suður-Vietnam og Kambódiu. Þaö er nú ljóst orðið, að þingiö mun ekki fjalla endanlega um þessar tillögur fyrr en um miðjan april, þar sem páska- fri þess hefst á morgun. Hið eina, sem gæti breytt afstöðu þingsins, væru stjórnarskipti á báöum stöðunum, þannig að myndaðar yrðu stjórnir á breiöari grundvelli, sem fengju það verkefni helzt aö semja um vopnahlé. Litlar horfur eru hins vegar taldar á þvi, að slikt geti orðið fyrst um sinn, a.m.k. ekki i Saigon. Ótti margra Bandarikja- manna við kommúnistiska stjórn I öllu Vletnam virðist nú stórum minni en hann var um skeið. Ástæðan er einkum sú, að nú er óttazt miklu minna en áður, að slik stjórn myndi verða undir beinum áhrifum Kinverja og hjálpa þeim til að ná yfirráðum i Asiu, Slik stjórn er nú miklu fremur tal- in likleg til að reyna aö vera sem mest óháð báöum kommúnistisku stórveldunum og muni þvi notfæra sér ágreining þeirra I þvi skyni. Margir bandariskir stjórn- málamenn telja það siður en svo i þágu Bandaríkjanna, að hindra slika þróun með þvi að reyna að framlengja um stundarsakir tilveru dauðvona og spilltra rikisstjórna i Phnom Penh og Saigon. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.