Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25. marz 1975. TÍMINN 17 DANIR SKUTU „VÍKINGUM ÍSLANDS" REF FYRIR RASS Danir skutu „Vikingum islands” eins og islenzka landsliöið er kallað i dag, ref fyrir rass I gær- kvöldi. Þeir gerðu að engu draum islendinga um tvöfaldan sigur gegn erkifjendunum frá Dan- mörku. Þrumulostnir áhorfendur sáu islenzka liðið leika langt undir getu og tapa 19:21, og var það mikið áfall fyrir islenzka liðið sem hafði byrjað vel i leiknum og komist i 4:1. islenzku leik- mennirnir léku ágætlcga fram I miðjan hálfleikinn.en þá kom i Ijós, að það vantaði stjórnanda i sóknarleik liðsins. Einar Magnússon var tekinn úr umferð og kom það illa niöur á liðinu, þar sem Einar hafði verið maður liðsins I fyrri leiknum. Þegar islenzka liðið hafði yfir 8:6 sprakk sprengjan. Ólafur Benediktsson, hin hetjan úr fyrri landsleíknum meiddist og þurfti að yfirgefa völlinn og kom hann ekki meira inn á. Danir jöfnuðu 8:8 og komust yfir 8:10. Þá réttu leikmenn islenzka liðsins úr kútn- um og komust i 11:10, en Danir jafna (11:11) fyrir leikshlé. Siðari hálfleikurinn var algjör martröð. Danir tóku leikinn i sinar hendur og náðu 5 marka forskoti — 14:19. Þá höfðu Is- lendingar ekki skorað mark i heilar 9 min. og aðeins þrjú mörk á 19 min. og þar af voru tvö skoruð úr vitaköstum. Þetta eitt sýnir bezt hvað sóknarleikur liðsins var lélegur. Leikmennirnir reyndu að brjótast i gegn á miðjunni og úr þvi varð algjört hnoð. Danir þurftu engar gætur að hafa á hornunum, þar sem enginn hornamaður var i is- lenzka liðinu- Þegar Gunnar Einarsson minnkaði muninn i 15:19, var Viggó Sigurðsson rekinn útaf i 5 min. Sigurgeir Sigurðsson varði tvö vitaköst, en þrátt fyrir það komust Danir i 16:21 og sigruðu siðan 19:21. Það er ekki hægt að hrósa nein- um ieikmanni islenzka liðsins, þeir léku langt undir getu og — Þeir unnu sigur yfir íslendingum í síðari landsleiknum í gærkvöldi 21:19 PALL BJÖRGVINSSON.....sést hér brjótast skemmtilega I gegnum dönsku vörnina og skora örugglega ,! I fyrri landsleiknum. (Tfmamynd Gunnar) Einar var óstöðvandi Hann skoraði 7 mörk gegn Dönum í fyrri landsleiknum, sem lauk með sigri Islands 20:16 EINAR MAGNOSSON var öflugasta fallbyssa islenzka liðsins, sem vann léttan sigur (20:16) yfir Dönum i Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. Einar var i íniklum ham i leiknum og sjö sinnum skall knötturinn f marki Dananna eftir skot frá honum — þrumu- skot hans voru svo föst, að dönsku markverðirnir áttuðu sig ekki, fyrir en knötturinn hafnaði I netinu fyrir aftan þá. Það var ekkert, sem stöðvaði Einar, hann skoraði 5 mörk með góðum langskotum og tvisvar sinnum brauzt hann léttilega I gegnum hina hörðu vörn Dananna og skoraði. Þar að auki átti Einar þrjár linusendingar, sem gáfu mörk og vitaköst. Einar og ÓLAFUR BENEDIKTSSON, mark- vörður, voru hetjur islenzka liðsins. ólafurvarði mjög vel i leiknum, hann kom i markið, þegar staðan var 7:8 fyrir Dani, og byrjaði þá hann strax, að hrella Danina, sem fengu ei skorað á meðan Is- lendingarnir skoruðu fjögur mörk og tóku forustuna 11:8. Það var ekki fyrr en rétt fyrir leikhlé að ólafurþurfti að ná i knöttinn i netið — eftir vita- kast. Staðan var 11:9 fyrir Is- land I hálfleik og i siðari hálf- leik hélt ólafur áfram að hrella Danina. A sama tima sýndu islenzku leikmennirnir stórgóðan leik og þeir náðu 6 marka forskoti 17:11 um miðjan hálfleikinn og siðan mátti sjá 19:13. En þá slökuðu islenzku leikmennirnir á, og Danirnir náðu að minnka muninn i 4 mörk — 20:16, en þannig lauk leiknum. íslenzku leikmennirnir komust ágætlega frá leiknum og þeir áttu ekki i erfiðleikum með danska liðið, sem er ekki sterkt. Einarog ólafur Bene- diktssonvoru beztir, auk þess áttu þeir Stefán Gunnarsson, sem lék allan timann inn á, Stefán Halldórsson og Páll Björgvinsson, góðan leik. Arangúr einstakra leikmanna i leiknum, var þessi — mörk, skot og knettinum tapað: Einar Magnússon 7-12-2 Stefán Halldórsson 4- 5-1 Páll Björgvinsson 3- 3-1 Ólafur Einarsson 2- 5-0 Ólafur Jónsson 1-4-2 Bjarni Jónsson 1- 2-1 HörðurSigmarsson l- l-o Stefán Gunnarsson 1-2-0 Viðar Simonarson o- 1-1 Stefán Halldórssonskoraði 3 mörk úr vitaköstum, en ólafur Einarsson skoraði 1 mark úr vitakasti. Þeir ólafur Jóns- son, Stefán Gunnarsson Og Stefán Halldórsson, áttu eitt skot hver i stöng, i leiknum. Danir tefldu fram hálfgerðu unglingalandsliði, sem á margt eftir ólært i handknatt- leiknum. Engin góð lang- skytta er i danska liðinu, en aftur á móti var frábær horn- maöur i danska liðinu — Sören Andersen (nr. 8). Sören skoraði 5 mörk i leiknum og getum við Islendingar lært það af Dönum, að hornamenn hafa mikla þýðingu i hand- knattleik, og eru nauðsynlegir I liö, ef á að ná langt i Iþróttinni. Birgir Björnsson, landsliöseinvaldur virðist ekki skilja það þvi á furðulegan hátt hefur hann getað gengið fram hjá Sigurbergi Sigsteins- synii allan vetur, á sama tima og óliklegustu leikmenn fá tækifæri til að spreyta sig i landsleikjum. En nóg með það. Viö skulum líta á þá Dani, sem skoruðu mörkin: Sören Andersen 5, Palle Jen- sen 2, Anders Dahl-Nielsen 2 (1 viti), Karsten Sörensen 2, Ole Eliasen 2 (1 viti), Lars Bock og Erik Bue Pedersen (viti), eitt hvor. -SOS. Danir eru ofjarlar okkar í afsökunum „Það urðu menn eftir heima, sem hafa mikla þýðingu fyrir liðið — leikmenn sem eru upp á 4-5 mörk f vörninni og annað eins I sókninni”, sagði þjálfari danska landsliðsins, JöRGEN GAARSKJÆR, eftir fyrri landsleikinn á sunnudaginn. Það fór eins og svo marga grunaði, Danirnir voru ckki lengi að afsaka tapið. Þegar þeir voru spurðir um nöfn leikmannanna, sem voru eftir I Danmörku, gátu menn ekki nema brosað. Þeir töldu upp nöfn á leikmönnum, sem ekki hafa komið nálægt landsliðs- inu danska i langan tima og svo mátti þar finna nöfn, sem eru ekki liátt skrifuð I hand- knattleik I dag. Já, Danskur- inn á erfitt með að viður- kenna, að Islendingar eiga sterkara landslið en þeir og þar að auki mikið fleiri leik- menn, sem eru góðir hand- knattleiksmenn. — sos höfðu ekkert að gera i hendurnar á baráttuglöðum Dönum. Nýting einstakra leikmanna var þessi i leiknum — mörk, skot og knetti tapað: Ólafur Einarsson 8-10-0 Gunnar Einarsson 3- 5-0 Ólafur Jónsson 3-8-1 Viðar Simonarson 1- 2-1 Viggó Sigurðsson 1- 2-1 Páll Björgvinsson 2- 4-1 Stefán Halldórsson 1- 4-1 Einar Magnússon 0- 1-1 Stefán Gunnarsson 0- 1-1 Ólafur Einarsson sýndi öryggi i vitaköstum og skoraði hann 5 mörk úr vitum. Mörk Dananna skoruðu: Oli Eliasen 6 (2 viti), Bue Pedersen 5 (2 viti), Dahl-Nielsen 4, Ove Schink 3, Lars Bock, Palle Jensen og Thomas Pazyj, eitt hver. Dómarar leiksins, þeir Krister Broman og Axel Wester frá Sviþjóð.dæmdu báða leikina mjög illa. Birgir gefur sig ekki Eru Geir og Sigurbergur ekki hæfir í landsliðið? Birgir Björnsson, landsliðs- einvaldur gefur sig ekki. Þeg- ar hann tilkynnti þrjár breytingar á isíenzka liðinu fyrir leikinn i gærkvöldi, kom það I ljós að Geir Hallsteins- son og Sigurbergur Sigsteins- son eru ekki i náðinni hjá hon- um — henn telur sig geta stillt upp Islenzku landsliði enda- laust, án þess að leita til þess- ara tveggja frábæru hand- knattleiksmanna. Birgir valdi Víkingana Viggó Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, ásamt Gunnari Einarssyni úr FH. Ut fóru þeir Pétur Jó- hannsson, Hörður Sigmarsson og Bjarni Jónsson, sem meiddist i fyrri landsleiknum. Þrátt fyrir að Bjarni hafi meiðzt, valdi Birgir ekki Sigurbergi liðið, en hann er okkar bezti varnarmaður i. dag. Það kom greinilega i ljós I gærkvöldi, aö Sigurbergur var fjarri góðu gamni. Hann hefði tvimælalaust getað bundið hina slöku vörn og fyllt það skarð, sem Bjarni skildi eftir sig i vörninni. Þá hefði Sigurbergur einnig lifgað upp á hinn einhæfa sóknarleik liðs- ins, en það sást aldrei ógnun úr horni hjá islenzka landslið- inu I báðum landsleikjunum. Geir Hallsteinsson, með sina miklu reynslu heföi einnig komið að gagni I gærkvöldi. Hann hefði getað róað niður leik islenzka liðsins, þegar allt brást og islenzka liðið lék eins og stjórnlaus her. Það er ekki hægt að saka Viggó, Magnús og Gunnar um tapiö i gærkvöldi. Þeir áttu rétt á sér i landsliðinu, en það mátti gera fleiri breytingar á liðinu. Það hefði ekki sakað þó að fleiri leikmenn hefðu fengið að hvila sig. Birgir hefði unnið stórsigur fyrir leikinn i gær- kvöldi, ef hann hefði látið und- an þeim þrýstingi sem hefur skapast vegna þess að hann heldur þeim Geir og Sigur- bergi frá landsliðinu. Það sást greinilega I gær- kvöidi, að handknattleiksunn- endur eru búnir að fá nóg af landsliðinu. Það var aðeins hálf Laugardalshöllin af áhorfendum, og það gegn Dönum. Það er af, sem áður var. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.