Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 15. apríl 1975. Kristinn Helgi Eldjárnsson: o HUGLEIÐINGAR UM STOFNUN JÁRN- BLENDIVERKSMIÐJU Svo sem alþjóð er kunnugt er nú komið fram á alþingi frum- varp um stofnun járnblendi- verksmiðju á Grundartanga i Hvalfirði. A undanförnum árum hafa farið fram athuganir á máli þessu og hafa þær nú, að þvi er virðist leitt til samkomulags við einn verst þokkaða auðhring veraldar, Union Carbide, um stofnun og starfrækslu verk- smiðju þessarar. Engum, sem mál þetta hug- leiðir getur blandast hugur um, að hér er um að ræða eitt stærsta og örlagarikasta mál, sem alþingi hefur tekið til með- ferðar um langt skeið. Stærð þess er ekki einungis fólgin i þeim gifurlegu fjárhæð- um, sem hér er um að ræða, heldur ef til vill miklu fremur i þeim áhrifum, sem það kemur til með að hafa á alla framtið lands okkar og þjóðar. Þegar slikt stórmál er á ferð- inni er einhver nauðsynlegasta forsendan fyrir farsælli af- greiðslu þess, að fram fari opin, almenn og heiðarleg umræða um alla þætti þess, áður en ákvörðun er tekin. Slik umræða og kynning hefur ekki farið fram, svo viðunandi sé, og liggja þvi engan veginn fyrir niðurstöður um vilja þjóð- arinnar i þessu máli, sem varð- ar heill hennar svo mjög. t beinu sambandi við þetta verð ég að benda á þá smekk- leysu, að undirbúningsfram- kvæmdir á Grundartanga skuli þegar vera hafnar áður en al- þingi hefur tekið endanlega á- kvörðun i málinu. Þau vinnubrögð eru þvilikt viröingarleysi fyrir alþingi okk- ar að ekki verður annað séð en þeir, sem ráöa þarna ferðinni, liti á alþingismenn sem vilja- laus verkfæri, sem aðeins eigi eftir að rétta upp hendi til að samþykkja. 1 rauninni komi þeim málið ekki við að öðru leyti, og skoðanir þeirra, sem enn liggja ekki endanlega fyrir, skipti ekki máli. Ef við virðum fyrir okkur þau rök, sem helzt hniga að þvi, að við eigum að ráðast i þessa framkvæmd, sýnast mér þau einkum vera þessi: 1. öryggi i afkomu þjóðarbús- ins aukist, einkum hvað varðar gjaldeyrisöflun, með stofnun nýrra framleiðslu- greina og þar með aukinni fjölbreytni i atvinnulifi. 2. Stofnun stóriðjufyrirtækja auðveldi framkvæmd stór- virkjana og tryggi jafnframt sölú á verulegu orkumagni, sem annars nýtist ekki til fulls. 3. Með stofnun stóriðju sé flutt inn i landið ný tækniþekking, sem verði til að skjóta traust- ari stoðum undir þjóðarbú- skapinn i heild. 4. Með þvi að setja niður stór- iðjuver á þeim stöðum, þar sem aðgengilegt sé að reisa meiriháttar virkjanir, sé stuðlað að æskilegu jafnvægi i byggð landsins. 5. Haldið er fram, að samning- urinn við Union Carbide sé svo hagstæður, að hann verði framvegis góð fyrirmynd og viðmiðun við gerð fleiri slikra samninga, ekki sizt með tillit til álversins i Straumsvik. 6. Stofnun stóriðju skapi tengsl við aðrar framleiðslugreinar og auki þjónustustarfsemi bæði beint og óbeint i tengsl- um við stóriðjuna. 7. Málmblendiverksmiðjan skili gjaldeyristekjum i þjóð- arbúið, sem nemi allt að 1,5 milljörðum króna á ári. 8. Tekjuafgangur verði milli 300 og 400 milljónir króna á ári. Til þess að gera sér grein fyrir þessum röksemdum og gildi þeirra er nauðsynlegt að athuga þær hverja fyrir sig og bera þær saman við gagnrökin og jafn- framt aðra þætti þessa máls. Við skulum þvi athuga þessar röksemdir i sömu röð og þær eru settar fram hér á undan. 1. Framleiðsla málmblendi- verksmiðju er mjög einhliða og er i rauninni aðeins hrá- efnaframleiðsla fyrir léttan iðnað, sem ekki er til hér á landi og ekki er hægt að reikna með að hér verði i framtiðinni. Markaðsmál verða að engu leyti i okkar höndum og öryggi þessarar framleiðslu er mjög tak- markað eins og sjá má af þvi að ekki þarf annaö en frið- vænlegar horfi i heiminum til þess að hún dragist verulega saman, þar sem járnblendi er að umtalsverðu leyti notað til vopnaframleiðslu. Það eitt ætti að vera siöuðum mönn- um næg viðvörum um að þeir séu ekki á réttri leið, meðan stór hluti mannkyns sveltir. 2. Ekki verður séð skynsamleg nauðsyn þess að selja erlend- um aðilum raforku i stórum stil til að tryggja nýtingu stórvirkjana. Þvi valda eink- um tvær ástæður. t fyrsta lagi höfum við íslendingar sjálfir fulla þörf fyrir þá raf- orku sem um er að ræða, og jafnframt kalla stórsölur orku til erlendra aðila á nýj- ar virkjanir fyrr en ella. Óhjákvæmilegt er aö hafa einnig i huga þá stórkostlegu orkubyltingu, sem framund- an er á næstu áratugum, og ekki má gleyma þvi, að þó við eigum mikla orku óbeizl- aða, þá er hún engan veginn óþrjótandi, og við höfum eng- an rétt til að afhenda útlend- ingum til nota þá orku, sem óbornar kynslóðir islenzkar þurfa á að halda i framtið- inni, að þvi tilskyldu auðvit- að, að landið verði ekki gert óbyggilegt áður en þeirra timi gengur i garð. 3. Um nýja tækniþekkingu er nánast ekki að ræða fyrir okkur með tilkomu járn- blendiverksmiðju, vegna þess að hún á enga hliöstæðu i islenzku atvinnulifi og framleiðir eingöngu hráefni fyrir erlendan iðnað, en ekki islenzkan. 4. Atvinnuleg þýðing verksmiðj- unnar er hverfandi litil. Fast starfslið við verksmiðjuna verður liðlega 100 manns, og ef haft er i huga það gifur- lega fjármagn, sem fest er vegna þessarar sáralitlu at- vinnuaukningar, liggur öll- um mönnum i augum uppi, að hér er ekki fjárfest vegna þeirra tslendinga, sem koma til með að vinna að fram- leiðslunni. 5. Sumir halda þvi fram að samningurinn við Union Car- bide hafi gildi vegna saman- burðarins við álsamninginn, sem menn eru býsna sam- mála um, að hafi reynzt vera afleitur i veigamiklum atrið- um. Þannig verði samningur þessi góð fyrirmynd við frek- ari gerð slikra samninga. Þessi ástæða virðist heldur veigalitil þegar litið er á, að við gerð samningsins virðist eingöngu miðað við stundar- hag og öll framsýni látin lönd ogleið. öll rök virðast metin á fjárhagslegan hátt, en litið sem ekki hirt um siðferðis- legan grundvöll málsins. Þegar harðsnúinn peninga- hyggjumaður eins og Jón Sólnes lýsir yfir óánægju sinni, verður grunurinn um að samningurinn sé einnig illa gerður i fjárhagslegu til- liti að fullri vissu. 6. Þau tengsl, sem skapast við aðra framleiðslu og þjónustu, mundu að sjálfsögðu einnig skapastvið að þvi fjármagni, sem nú á að veita i járn- blendiverksmiðju, væri ráð- stafað i annan atvinnurekst- ur, aðeins i þeim mun stærri stil sem slik ráðstöfun fjár- magns mundi skapa atvinnu fyrir margfalt fieira fólk og þar með raunverulegan grundvöll undir tilveru þess, en ekki fjármagnsins ein- göngu, eða svo gott sem. Hér er auðvitaö fyrst og fremst átt við matvælaframleiðslu og léttan iðnað. 7. Gjaldeyristekjur eru taldar munu nema allt að 1,5 milljörðum króna á ári. Þetta er einhver þyngsta röksemdin fyrir þvi að ráðast i framkvæmdina og er þvi ó- hjákvæmilegt að skoöa hana vel áður en ákvörðun er tek- in. Upplýsa verður meðal annars hve mikill sparnaður gjaldeyris yrði þvi samfara að nota það rafmagn, sem járnblendiverksmiöjan á að fá, til húsahitunar i landinu sjálfu. Ýmis önnur notkun kemur einnig til greina þegar i stað, bæði gjaldeyrisspar- andi og gjaldeyrisaflandi. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa almennings, að upplýst verði i tölum, hvaða þýðingu slikt hefði með samanburði við orkusöluna til járnblendi- verksmiðjunnar. 8. Aætlaður tekjuafgangur verksmiðjunnar, 300 til 400 milljónir á ári, er svo undur litill miðað við það mikla fé, sem festa á i henni, að hann skiptir nánast engu máli, öðru en þvi að staðfesta að verksmiðjan verði ekki rekin með beinu tapi.Hversvirði sú staðfesting er, er erfitt að meta, þvi annað hvort er hér um að ræða vilhallar upplýs- ingar Union Carbide, eða lik- legt er að útreikningarnir byggist á álika framsýni og annað, sem frá okkar hlið einkennir meðferð þessa máls. Hér að framan hefur nánast eingöngu verið f jallað um málið frá tæknilegu og þó einkum fjár- hagslegu sjónarmiði, en fleira kemur til þegar taka á ákvarð- anir i jafn stóru máli. Þau vandamál, sem nú brenna einna heitast á iðnþró- uðum þjóðum, eru án efa mengunarmálin. í þeim efnum er viða komið i slikt óefni, að ólift er að verða með öllu á þétt- býlum svæðum. Eitruðum úr- gangsefnum frá margskonar iðnaði hefur verið sökkt i sæ og þeim komið fyrir með öðrum hætti. Að beztu og fróðustu manna áliti verður alls ekki séð fyrir endann á þeim ósköpum, sem mengunin hefur, og á eftir að hafa i för með sér. Óheilla- drýgst á þessu sviði hefur ýmis- konar stóriðja reynzt og má fullyrða að vinnsla járnblendis sé þar engin undantekning nema siður sé. Nú er sagt að mengun frá verksmiðjunni á Grundartanga verði i algeru lágmarki og sleppi út i loftið aðeins 1% af eitrinu. Þetta eina prósent er þó sagt vera um 250 tonn. Engum skyldi detta i hug að hin 99 prós- entin verði að engu. Að sjálf- sögðu verða þau aðeins eftir innan veggja verksmiðjunnar og við stöndum enn frammi fyrir þvi að þurfa að koma þeim fyrir. Ef rétt er að 1% i þessu sambandi sé sama sem 250 tonn, er hér um að ræða 25.000 tonn af úrgangsefnum. Það er svo heldur til þess fall- ið að valda tortryggni að nota prósentur i þessu sambandi, þvi til þeirra er jafnan gripið þegar blekkja á almenning með talna- kúnstum. Út af fyrir sig segir það enga sögu að aðeins 1% úr- gangsefna sleppi út i loftið, vegna þess að 1% getur verið miklu stærra en 100% I næsta dæmi. Ennfremur má minna á að ekki rignir yfir fólk og land prósentum i þessu dæmi, heldur eitruðu stóriðjuryki og það er sitt hvað. Eitt af þvi sem tortryggni vekur i undirbúningi málsins er hversu ólik vinnubrögð nú eru viðhöfð við könnun mengunar- hættu, þeim sem áður og ann- arsstaðar hafa verið viðhöfð. Lifrikisrannsóknir vegna brúagerða i Hvalfirði hafa stað- ið yfir um árabil og þykir sjálf- sagt að haga framkvæmdum i samræmi við niðurstöður þeirra. 1 sambandi við járn- blendiverksmiðjuna eru látnar nægja upplýsingar frá viðsemj- anda okkar Union Carbide, sem á allra hagsmuna að gæta i þvi að af framkvæmdum verði. Auk þess liggja fyrir loforð um að farið verði i öllu að islenzkum lögum um mengunarmál. Vit- anlega er þeim mun minni trygging i vernd islenzkra laga i þessu efni, sem við höfum tak- markaðri eigin reynslu af iðn- aðarmengun en aðrar þjóðir. Vegna þeirrar sorglegu reynslu, sem margar þjóðir hafa orðið fyrir i þessum efnum, væri sérstök ástæða fyrir okkur aö fara að öllu með sérstakri gát. Það er lengi búið að tiðkast hér á landi að leita umsagna er- lendra sérfræðinga um ólikustu efni. Bezt hefur þótt gefast að leita til norskra aðila, og i þessu tilfelli hefði það verið sérstak- lega vel viðeigandi, bæði vegna reynslu Norömanna i mengun- armálum og eins vegna hins, að i Noregi hefur á undanförnum árum átt sér stað mjög rækileg umræða um umhverfismál. Geta má þess, að i Noregi munu um það bil 2/3 allrar iðnaðar- mengunar vera af völdum járn- blendiverksmiðja. t þessu efni benda allar upp- lýsingar okkar um reynslu ann- arra þjóða i sömu átt. Við eigum að fara að öllu sem þetta mál varðar með ýtrustu gát. Sá hraði, sem hafður er á um af- greiðslu málsins,bendir ekki til annars en þess, að stjórnmála- menn okkar loki viljandi augun- um fyrir hættunni i þeirri gomlu trú, að sú hætta sem þeir sjái ekki sé heldur ekki til. Ljóst er að bygging járn- blendiverksmiðjunnar og sú stefna, sem með þeirri fram- kvæmd væri mörkuð i orkumál- um okkar,yki stórlega erlend á- hrif á islenzkt efnahagslif og raunar alla þætti þjóðlifs á ts- landi. Það er eðlilegur og sjálfsagð- ur hlutur að eiga sem mest og fjölbreyttust samskipti við er- lendar þjóðir á jafnréttisgrund- velli. Þau samskipti mega þó aldrei verða i þvi formi að við afsölum okkur neinskonar landsréttindum né forræði um okkar mál. Það,að leyfa stofnun erlendra stórfyrirtækja á is- lenzkri grund, er ekkert annað en afsal landsréttinda, og eftir þvi sem hlutur erlendra aðila i atvinnulifi á tslandi verður stærri, aukast likurnar á þvi, að einn góðan veðurdag ráðum við okkurekki lengur sjálfir, heldur eigum örlög okkar undir erlend- um aðilum, sem hugsa fyrst og fremst um fjármuni og haga sér samkvæmt þvi, eins og blóðug saga nýlendukúgunar sannar. Eitthvert allra mikilvægasta atriði þessa máls er sú bylting, sem framundan er á Vestur- löndum i öllum framleiðsluhátt- um, vegna þess að auðlindir og orkulindir jarðarinnar eru i þann veginn að ganga til þurrð- ar. Oliubirgðir jarðarinnar end- ast ekki nema örfáa áratugi enn með sama áframhaldi á notkun oliu. Þetta eykur ásókn i aðrar orkulindir að sama skapi, og ef við látum undan þeirri ásókn, er ekki við öðru að búast en að- gengilegustu virkjunarmögu- leikar okkar verði notaðir til fulls á fáum árum. Við megum ekki loka augun- um fyrir þvi að um leið og olia verður ófáanleg eða ókaupandi vegna hækkandi verðs, þurfum við að taka til eigin nota gifur- legt magn raforku fýrir sam- göngur okkar, sjávarútveg, iðn- að og bókstaflega allar þær greinar I þjóðfélaginu, sem orku þúrfa að nota. Það bæri þvi stjórnmála- mönnum okkar gott vitni og sýndi að þeir hugsuðu lengra fram en til loka kjörtimabils sins, en oft efast maður um að þeir reyni að sjá svo langt fram i timann, ef þeir tækju nú þá ákvörðun að verja þeim mill- jörðum, sem hér er um að ræða, til þess að búa þjóðina undir þá byltingu, sem framundan er i orkumálum. Þetta verður að gerast nú strax, ef takast á að afstýra slysi. Eitt af þvf, sem mér fellur á- kaflega illa i málflutningi ýmissa þeirra manna og fjöl- miðla, sem tekið hafa að sér að flytja fagnaðarerindi málm- blendisins, er það hvernig reynt er að gera einstaka menn tor- tryggilega málinu til framdrátt- ar. Hér er einkum ástæða til að benda á aðförina að Magnúsi Kjartanssyni, fyrrverandi iðn- aðarráðherra. Magnús mun hafa átt einna stærstan þátt I undirbúningi málsins á tima vinstri stjórnarinnar (blessuð sé minning hennar) en siðan hefur hann snúizt til andstöðu við máliö vegna gjörbreyttra aðstæöna I orkumálum við til- komu oliukreppunnar. Honum er nú ákaflega legið á hálsi fyrir þessi skoðanaskipti. Ekki verð- ur þó betur séö, en hér hafi sá skipt um skoöun, sem manna beztmun þekkja alla sögu máls- ins, og ætla má að ástæður hans muni ærnar til þessara skoð- anaskipta. Það að skipa um skoðun að vandlega athuguðu máli og af gildum ástæðum er manndóms- merki. Að leggja mönnum slikt út til lasts og reyna að nota það eigin málstað til framdráttar, er litilmennska og ber að jafnaði vitni slæmum málstað. Við Islendingaer erum og vilj- um áfram vera lýðræðisþjóð. Til þess að risa undir nafni að þessu leyti, verðum við að virða lýðræðislegar leikreglur. Grundvallarregla lýðræðis- legra vinnubragða er að gera valkosti ljósa fyrir þeim sem rétt eiga til að velja. 1 þessu járnblendismáli gildir nákvæm- lega það sama og um önnur mál sem taka á ákvörðun um á lýð- ræðislegan hátt, og þar sem við Islendingar erum einnig miklir peningahyggjumenn ætti að setja fjárhagsleg rök hinna tveggja meginleiða i máli þessu upp á sem einfaldastan hátt til samanburðar. Að svo búnu er hægt að taka lýðræðislegar á- kvarðanir en fyrr ekki, þvi hing- að til hefur augljóslega ýmislegt verið gert til að flækja málið og leiða hugi fólks frá eðli þess og inntaki. En umfram allt verður málsmeðferðin öll, sem og loka- ákvörðunin,að byggjast á fram- sýni. Timinn er naumur og við höfum ekki efni á að gera á þessu sviði nein meiriháttar asnastrik. Sú kreppa, sem nú gengur yfir Vesturlönd, er allt annars eðlis en fyrri kreppur. t þetta sinn byggist hún fyrst og fremst á þvi að þær ódýru orkulindir, sem gert hafa öran hagvöxt i iðnaði þessara landa möguleg- an, eru á þrotum. Þessi kreppa verður þvi ekki læknuð með hefðbundnum aðferðum. Hér dugar ekkert annað en gjörbylt- ing gildismats og lifnaðarhátta i vestrænum samfélögum. Ráð- deild og sparnaður verða að Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.