Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 15. april 1975. TÍMINN 17 Enska knatt- spyrnan gerir nú örvæntingarfulla tilraun til að klóra i bakkann og bjarga sér frá falli. Liðið sigraði Leicest- er — 3:0 i Hattaborginni. bað var HM-stjarnan frá Ástraliu, Adrian Alston, sem kom ,,Höttunum” á bragðið, og siðan varð Keith Weller fyrir þvi óhappi að skora sjálfsmark. Jimmy Husband inn- siglaði siðan sigur Luton — 3:0 Alan Green skoraði mark Coventry gegn Birmingham og Ken Hibbitt skoraði bæði mörk Úlfanna gegn ,,Boro”. Hibbitt skoraði annað markið úr vita- spyrnu. Stoke-liðið tapaði tveim- ur dýrmætum stigum á Bramall Lane, þegar það heimsótti Shef- field United. Markvörður United — Jim Brown — átti stórleik, og var hann maðurinn á bak við sigurinn. Mörkin skoruðu — Keith Eddy, úr vitaspyrnu, og siðan bætti Eddie Colguhoun við marki og sigurinn féll i hlut United — 2:0. Alan Clarkog Alan Huntersáu um sigur Leeds á Highbury i Lundúnum. Þeir skoruðu mörk Leeds gegn Arsenal, en Brian Kiddskoraði mark heimamanna. Aston Villa vann stórsigur á Villa Park, gegn Oldham. Brian Littlelék aðalhlutverkið hjá Villa — hann skoraði þrjú mörk, eða „Hat-trick”. Hin mörkin skoruðu þeir Hamilton og Leonard. Á sama tima tapaði Sunderland tveimur dýrmætum stigum gegn Oxford. Norwich gerði jáfntefli gegn Millwall í Lundiinum, en Manchester United sigraði Ful- ham á Old Trafford — Berry Daly skoraði markið. TEHRY PAINE.fyrrum fyrir- liði Southampton, lék timamóta- leik með Hereford — hann lék sinn 750. leik á keppnisferli sin- um. STAÐAN 1. DEILD Derby .40 21 9 10 67:49 51 Liverpool . .40 19 11 10 57:37 49 Everton ... .40 16 17 7 53:38 49 Ipswich ... .39 22 4 13 60:40 48 Stoke .40 17 13 10 64:48 47 Middlesb. . .40 16 12 12 51:40 44 Burnléy ... .40 17 10 13 68:65 44 Sheff. Utd. .38 16 11 11 50:48 43 Leeds .39 15 12 12 52:43 42 Man. City . .39 17 8 14 50:52 42 Q.P.R .40 16 9 15 53:51 41 Wolves.... .40 14 10 16 56:52 38 West Ham. .39 12 13 14 55:53 37 Coventry .. .40 11 15 14 49:59 37 Nescastle . .39 14 8 17 55:69 36 Leicester . .40 12 11 17 46:56 35 Arsenal ... .38 12 10 16 45:45 34 Birmingham 39 13 8 18 50:56 34 Chelsea .... .39 9 13 17 40:68 31 Tottenham . .39 11 8 20 46:60 30 Luton .40 10 10 20 42:63 30 Carlisle .... .40 11 4 25 42:59 26 2. DEILD Man. Utd. .. .40 25 8 7 60: : 28 58 Aston Villa . .38 21 8 9 66: 31 50 Sunderland .40 18 13 9 62: 34 49 Norwich ... .39 18 13 8 51: 33 49 BristoIC. .. .39 20 8 11 44: :28 48 Blackpoo!.. .40 14 17 9 38: 26 45 W.B.A .40 17 9 14 51: :40 43 Hull City ... .40 14 13 13 44: 35 41 Fulham .... .39 13 14 12 44: :35 40 Bolton .40 14 11 15 42: :39 39 Southampt . .40 13 12 15 47: :50 38 Nott. For... .41 11 15 15 41: :51 37 Orient .39 9 19 11 25 :38 37 Portsmouth .40 12 12 16 42: :49 36 York .40 13 9 18 48 :52 35 Bristol R. .. .40 12 10 18 48: : 54 34 Oldham .... .40 10 13 17 40: :48 33 Cardiff .39 9 14 16 35: 56 32 Millwall.... .40 10 11 19 41: :52 31 Sheff.Wed . .39 5 10 24 28 :58 20 ÞEIM A Leikmenn ASK Vorwarts tryggðu sér Evrópu- meistaratitilinn í handknattleik ASK Vorwarts Frankfurt, liðið sem sló FH-inga út i Evrópu- keppninni í handknattleik, tryggði sér Evrópumeistaratitil- inn á sunnudaginn I Dortmund i V-Þýzkalandi. A-Þjóðverjar sigr- uðu þá Júgóslava — Banja Luka — 19:17 i úrslitaleiknum, eftir að hafa haft yfir (9:8) I hálfleik. Þetta er i fyrsta skipti, sem lið frá A-Þýzkalandi hlýtur Evrópu- meistaratitilinn. Og þau voru alls ekki of stór orðin.sem þjálfari ASK Vorwarts Frankfurt tók upp i sig, þegar hann sagði í viðtali við Timann, fyrir leikina gegn FH, að leik- menn ASK Vorwarts-liðsins ætl- uðu sér Evrópumeistaratitilinn. Þeim tókst það! <-----------------------m BJÖRN LARUSSON... landsliðs- bakvörðurinn frá Akranesi, sést hér skalla knöttinn aftur fyrir endamörk, eftir hornspyrnu Kefl- vikinga. (Timamynd: Magnús) STEINAR ER BÚINN AÐ STILLA FALLBYSSUNA TOKST ÞAÐ! — hann kom Keflvíkingum d sporið gegn Skagamönnum, sem fengu skell — 3:1 — í Meistarakeppni KSÍ STEINAR JÓH ANNSSON er greinilega búinn að stilla fall- byssuna. Þessi marksækni leik- maður Keflavikurliðsins kom sinu liöi á sporið á laugardaginn, þegar Keflvikingar sigruðu ís- landsmeistarana frá Akranesi — 3:1 — i Meistarakeppni KSÍ. Þrumuskot frá honum, sem Davíð Kristjánsson, markvörður Skagamanna, hafði ekki inögu- leika á að verja, skall i neti Skagantanna, og þar með voru Keflvikingar komnir á bragðið. Aður en þeim tókst að senda knöttinn tvisvar sinnum i viðbót i net Skagamanna, tókst Teiti Þórðarsyniað jafna (1:1) úr vita- spyrnu, sem dæmd var á Astráð Gunnarssonfyrir að bregða Herði Jóhannssy niinnan vitateigs Kefl- vikinga. Keflvikingar svöruðu með tveimui örkum — ólafur Júliusson (muj skalla) og Kári Gunnlaugsson.með góðu skoti frá vitateigshorni. Tveir leikmenn fengu að sjá gula spjaldið i leiknum — Gisli Torfason, Keflavik, og Skaga- maðurinn Benedikt Valtýsson. STAÐAN Staðan er nú þessi i Meistara- keppni KSl: Valur.............. 1 1 0 0 2:0 2 Keflavik...........1 1 00 3:1 2 Akranes ...........2002 1:5 0 KNATTSPYRNUPUNKTAR r .-ÞYÐINGARLAUST AD HUGSA UM LANDSLIDin vv — segir Ásgeir Elíasson, sem hefur ótt við meiðsli að stríða ★ Ólafur farinn til Belgíu ★ Víkingar fórnarlömb Eyjamanna STÓR skörð hafa verið höggvin i Framliðið. Liðið hefur nú með stuttu millibili misst tvo af sinum beztu leikmönnum — landsliðs- mennina Guðgeir Leifsson og Ás- geir Eliasson. Eins og kunnugt er þá gekk Guðgeir i raðir Vikinga og nú fyrir helgina ákvað Asgeir að gerast þjálfari og leikmaður með nýliðunum i 2. deild, Viking frá ólafsvik. Þegar iþróttasiðan hafði sam- band við Asgeir, sagði hann, að hann myndi fara til ólafsvfkur I júni og byrja þá að þjálfa og leika með Ólafsvikur-Vikingunum af fullum krafti. — Gefur þú kost á þér i lands- liðið i sumar, Asgeir? — Ég held, að það sé þýðingar- laust fyrir mig að hugsa um landsliðið. Ég hef átt við meiðsli að striða að undanförnu og er þess vegna ekki kominn i þá æf- ingu, sem ég tel, að nauðsynleg sé til að leika með landsliðinu. bað er stutt i landsleikina gegn A- Þjóðverjum og Frökkum, og það þýðir litið að vera að hugsa um landsliðssæti, ef maður er ekki vel undir átökin búinn. ÓLAFUR SIGURVINSSON, fyrirliði Vestmannaeyjaliðsins fór til Belgiu sl. laugardag. ólaf- ur fékk boð frá Standard Liege um að koma til félagsins og æfa með þvi út keppnistimabilið i Belgíu, sem er að ljúka. ólafur verður hjá Standard Liege til reynslu og getur farið svo, að þetta fræga félag frá Belgiu bjóði Ólafi að skrifa undir atvinnu- mannasamning. Ólafur verður hjá félaginu þar til i lok mai og missirhann þvi af fyrsta leiknum I Islandsmótinu, sem Eyjamenn leika. EYJAMENN héldu sigur- göngu sinni áfram á laugardag- inn, þegar Vikingar komu i heim- sókn til Vestmannaeyja. Eyja- menn skoruðu tvö mörk gegn engu. Mörkin skoruðu þeir örn Óskarsson og Sveinn Sveinsson. Nú leika þrir bræður i Eyjaliðinu — Sveinn, Karl og Ársæll Sveins- synir, en það er ekki á hverjum degi sem þrir bræður leika i sama liöinu. KR-ingar hafa þó áður flaggað með þrjá bræður i sama liðinu — Bjarna, Hörð og Gunnar Felixsyni. Þá hafa þrir bræður leikið saman i FH-liðinu i hand- knattleik — Kristján, Gils og Sæmundur Stefánssynir. ASGEIR ELIASSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.