Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 15, apríl 1975. „Ó, mamma, en hvað ég dansaði í gærkvöldi! Ég verð að segja þér frá því seinna", sagði Greta. Allt i einu greip Katrínu áköf löngun til þess að leiða talið að fortíðinni, burt frá öllu nýjabruminu. „Áttu-ósköp bágt með að vakna á morgnana", sagði hún, minnug þess, hve lengi Greta hafði sofið. „Oh-ho-hó! Þú ættir nú bara að vita það amma", svar- aði Greta hlæjandi, og Saga gat ekki heldur stillt sig um að brosa. „Þannig var Gústaf líka", hélt Katrín áfram, án þess að vita, hvaða spjöll hún var að gera, fyrr en óhugnanleg þögn kom henni í skilning um, að nú hefði hún f itjað upp á alltof viðkvæmu umræðuef ni. Henni varð litið á Gretu, sem sat niðurlút yfir diski sínum. Vissi hún, að Gústaf var faðir hennar? Var henni kannski skapraun að því, og vildi hún helzt gleyma þvi? Að lokinni máltiðinni var Katrín skilin ein eftir í svef n- herbergi, sem henni var ætlað. Þar átti hún að hvíla sig í næð;. Hún hafði ekki legið þar nema stutta stund, þegar hurðin var opnuð hljóðlega og hið fagra andlit Gretu birtist i gáttinni. „Sefur amma?" „Nei". Greta skauzt inn fyrir og lokaði dyrunum gætilega. „Amma... Ég.... Amma!" byrjaði hún hikandi og roðn- aði upp í hársrætur. „Já?" „Áttu ennþá myndina, amma, sem stóð á dragkistunni þinni. . . myndina af Gústaf?" „Ó-jú". Snögglega settist stúlkan á legubekkinn hjá Katrínu. úr fögru andliti hennar skein auðmjúk og innileg bæn. „Viltu gefa mér hana, amma?" Katrín varð forviða. En stúlkan sat kyrr á legubekkn- um. „Langar þig til þess að eiga hana?" sagði Katrín og reis upp við dogg. „Já, mjög". „Þá skaltu fá hana. Ég á líka f leiri myndir af Gústaf, þó að mér þætti alltaf vænst um þessa. Þú skalt áreiðan- lega fá hana". „Amma!" „ Já?" Gúst. . . . ég á við. . . . Gústaf talaði einu sinni við mig áður en hann fór. Hann var faðir minn, var það ekki?" „Jú, það var hann". „Ég á auðvitað mina foreldra hér. Mér hefur alltaf f undizt þau vera foreldrar mínir. En mér þykir vænt um, að ég fékk að vita, að hann, sem var sá rétti faðir minn, hataði mig ekki. — Ég veit, að hann gerði það ekki. Ég held, að hann hafi verið mjög vansæll, amma". „Já. En guð líknar þeim, sem vansælir eru". „Já. — Amma! Gúst. . . . Faðir minn bað mig að biðja fyrir sér á hverju kvöldi. Það hef ég gert —alltaf. En nú er hann víst dáinn. Færðu nokkurn tíma bréf f rá honum, amma?" „Nei, barnið mitt. Ekki síðan hérna um sumarið, þeg- ar eplatréð visnaði. Hann hefur hlotið frið að lokum". „Ætlarðu að gefa mér myndina, amma?" hvíslaði unga stúlkan nú aftur. „Já. Ég skal senda þér hana". „Þakka þér fyrir". Gréta stóð skyndilega upp og f lýtti sér til dyra. Þar staðnæmdist hún allt í einu, eins og henni hefði dottið eitthvað nýtt í hug, hljóp aftur að bekknum og þrýsti kossi á hrukkótta kinn gömlu konunn- ar. „Þakka þér fyrir amma". Svo var hún horf in. - > Það haf ði verið f astráðið að sýna Katrínu bæinn síðari hluta dagsins. En hvernig sem á því stóð, þá mátti eng- inn vera að því þegar til kom. Bifreið, full af kátum unglingum, kom til þess að sækja Gretu. Eldri börnin og þernan lögðu af stað til baðstaðarins. Sú litla fékk sér miðdegisdúr, og Saga þurfti aðtala um einhverja félags- starfsemi við frúr, sem komið höfðu til hennar. Þá hnýtti Katrín á sig skýluna sína og fór út ein síns liðs, en hét því þó að koma f Ijótt aftur. Hún rölti stefnulaust um bæinn og staðnæmdist öðru hverju til þess að litast um. Telpur, sem hún vék sér að, sýndu henni Sjómannaskól- ann. Hún stóð lengi fyrir framan þetta yfirlætislausa timburhús, sem svo lítið bar af íbúðarhúsunum. — Já, einmitt það! Hér höfðu draumar Einars náð að rætast, hér hafði hann fengið kapteinskórónuna á sitt þverlynda höfuð. Þarna uppi á hæðinni — öhbergshæðinni, sögðu börnin, — var útsýnisturninn, sem tilheyrði skólanum. Fyrir neðan torgið skammt frá eystri höfninni, var Félagshöllin í virðulegri f jarlægð frá öðrum húsum. Jú- jú, hún kannaðist við hana. „Veizlurnar í Félaginu" voru þeir vanir að tala um, kapteinarnir. En Einar hafði sjálfsagt ekki haft ef ni á því að f ara þangað né tíma til þess. Katrín rambaði nú Aðalgötuna út að vestri höfninni. Bryggjurnar þar voru dálítið stærri og myndarlegri en ÞRIÐJUDAGUR 15. april 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfelis (13). Tilkynningar kl. 9.30 Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjallkl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur þáttinn. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Valborg Bents- dóttir sér um þátt með frá- sögum og tónlist frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurt. þáttur Gunn- ars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 1 tilefni kvennaárs Björg Einarsdóttir kynnir tvö les- endabréf. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 ’Litli barnatiminn Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Réttur barnaGuðrún Er- lendsdóttir lögfræðingur flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur i um- * sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 TónleikakynningGunnar Guðmundsson segir frá tón- leikum Sinfónluhljómsveit- ar Islands i vikunni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason Höfundur les (5). 22.35 Harmonikulög Walter Eriksson leikur. 23.00 A hljóðbergi Ebbe Rode i Reykjavik. Frá upplestrar- kvöldi danska leikarans EbbeRode. Siðari hluti dag- skrár, sem hljóðrituð var i Þjóöleikhúskjallaranum 28. febrúar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 15. april 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar ' 20.35 Helen — nútimakona. Brezk framhaldsmynd. 8. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 7. þáttar: Frank reynir enn að ná sáttum, en Helen tekur honum illa. Þau deila hart, og Frank hótar að selja húsið. Skömmu sið- ar gerir hann alvöru úr þeirri hótun, og Helen verð- ur að leita að nýjum dvalar- stað fyrir sig og börnin. Þetta verður til þess að hún vanrækir vinnuna og er loks sagt upp. Hún þarf nú ekki aðeins að finna sér húsnæði, heldur lika nýtt starf, og hvorugt virðist ætla að ganga vel. 21.30 Britta, Britta. Sænska söngkonan Britta Lindell syngur létt lög og bregður sér I ýmiss konar gervi. Lögin eru frumsamin, og einnig annast hún sjálf undirleikinn. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.10 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.