Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 18. apríl 1975. Vélstjórarnir boða verkfall — hefst í næstu viku, hafi samningar ekki tekizt OÓ-Reykjavík. Vélstjórar á tog- urum, sem eru yfir 500 lestir aö stærö, boöuöu i gær verkfall, sem kemur til framkvæmda fimmtudaginn 24. apríl n.k., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tfma. — Upphaflega lagði Vél- stjórafélagið fram kröfur i árs- lok 1973, og hafa þær ekki feng- izt ræddar að neinu ráöi, þótt margir fundir væru haldnir á siðasta ári, allt fram i nóvem- bermánuð, sagði Ingólfur Ing- ólfsson, skrifstofustjóri Vél- stjórafélags Islands, i gær- kvöldi. Deilan var hjá sátta- semjara siðari hluta ársins, en hann hefur ekki kallað saman fund siðan i nóv. I gær var svo boðað verkfall, og sagði Ingólf- ur, að það hefði verið siðleysi að fara að boða verkfall kannski nokkrum dögum eftir að samið verður við hásetana, og stöðva þá skipin að nýju. Vélstjórar á kaupskipum standa I samningaviðræðum við útgerðirnar, og reyndar yfir- menn allir, og eru þær viðræður fyrst og fremst á grundvelli hins nýgerða samkomulags ASl, og hvernig hægt er að fella það að þvi launakerfi, sem gildir á skipunum, en það er allfrá- brugðið þvi sem er hjá launþeg- um i landi. Yfirmenn á bátaflotanum eiga einnig i launadeilu, og hafa ekki verið boðaðir fundir með þeim. Málið er hjá sáttasemj- ara. 115 fulltrúar á aðal- fundi miðstjórnar f.j.-Reykjavik Aöalfundur miöstjórnar Framsóknarflokksins hefst i dag, og er fundurinn aö þessu sinni haidinn i nýjum húsa- kynnum Samvinnufélagsins Hreyfils aö Fellsmúla 26 i Reykja- vik. Aö ioknum kosningum fundarstjóra og fundarritara flytur Ólafur Jóhannesson, formaöur Framsóknarflokksins, yfirlits- ræöu um iandsmálin. Siöan flytja ritari, gjaldkeri og fram- kvæmdastjóri Timans skýrslur, en aö þeim ioknum veröa al- mennar umræöur og kosning starfsnefnda. Um kvöidiö flytur Þórarinn Þórarinsson aiþingism • ræöu um hafréttarmálin, og veröa almennar umræöur aö henni lokinni. A morgun starfa nefndir og kosningar fara fram. Kosnir veröa formaöur, ritari og gjaidkeri flokksins og vara- menn þeirra, framkvæmdastjórn fiokksins, sem Isitja 14 manns, þar af 5 sjálfkjörnir, formaöur fiokksins, varaformaöur, ritari og gjaidkeri og formaöur SUF. Þá veröur kosin 9 manna blaö- stjórn Timans. Aö kosningum loknum veröa mál afgreidd, og veröur þvi fram haldiö á sunnudag. Aö lokinni afgreiöslu mála flytur mennta- málaráöherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, ávarp, og aö þvi loknu veröa fundarslit. Rétt til setu á aölfundinum eiga 115 manns, 25 kosnir á flokks- þingi, 9 frá hverju kjördæmi samtals 72, alþingismenn flokksins 17 aö tölu, og formaöur SUF. Athugasemd Nokkrar villur hafa slæðzt inn i frásögn blaðsins af kjaramálum bakarasveina á fimmtudaginn. I fyrsta lagi er Ragnar, formaður félagsins, Sigurðsson, en ekki Stefánsson eins og sagt er. Þá er talað um að bakarasveinar hafi talið sig hafa fengið minni launa- hækkun en „meðaliðnðarar- menn” eins og komizt er að orði. Meiningin er sú, að bakarasvein- ar telja launahækkpn sína hafa verið minni en sú, sem aðrir iðn- aðarmenn fengu að meðaltali. Loks segir i fréttinni, að siðasti fundur með sáttasemjara hafi verið haldinn 9. april. Deilunni hefur hins vegar ekki enn verið visað til sáttasemjara, að sögn Ragnars, og af þvi leiðir að sjálf- sögðu, að ekki hefur verið haldinn fundur með honum. A hinn bóginn var fundur með meisturum hinn 8. april. Selurinn sýndur í Árnesi Nú fer hver aö veröa slöastur aö sjá sýningu Leikfélags Reykja- vlkur á ieikriti Birgir Sigurössonar, Selurinn hefur mannsaugu. Leikurinn hefur veriö sýndur 25 sinnum I Iönó, en örfáar sýning- ar eru eftir. Leikfélagiö áformar aö fara meö sýninguna austur I Arnes I Gnúpverjahreppi og hafa þar eina sýningu á verkinu fyrir Hreppamenn seinnipartinn I mal. Myndin sýnir þá Guö- mund Pálsson, Kjartan Ragnarsson og Pétur Einarsson I hlut- verkum sinum. HEF EKKI HUGSAÐ MÉR AÐ RÁÐA AÐSTOÐARRÁÐHERRA segir Vilhjálmur Hjálmarsson HÖFUÐFORSIÐUFRÉTT Al- þýöublaðsins I gær fjallaöi um mikil átök, sem blaöiö sagöi eiga sér stað I menntamálaráðuneyt- inu um þessar mundir. t greininni er þvi haldið fram, aö Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráö- herra hafi viljað ráöa Alfreö Þor- steinsson, þingfréttaritara Tlmans, sem deildarstjóra fræösludeildar eöa aðstoöarráð- herra. Loks er þvl fram haldið I Aiþýðublaösgreininni, aö deildar- stjórastööur I ráöuneytinu hafi ekki veriö auglýstar lausar til umsóknar. Tíminn hefur oröiö sér úti um afrit af bréfi, sem mennta- málaráðherra sendi Alþýöublað- inu I gær vegna þessarar greinar. Bréf menntamálaráðherra er svolátandi: „Aðalforslðufrétt Alþýðublaðs- ins í dag er mjög orðum aukin. Vænti ég að Alþýðublaðið vilji, eins og aðrir góðir „sannleiksleit- endur”, hafa heldur það, sem sannara reynir. Skal ég þvl upp- lýsa eftirfarandi: 1. Ég hef ekki hugsað mér að ráða aðstoðarráðherra. 2. Sigurður Helgason, fulltrúi i menntamálaráðuneytinu, var i gær settur deildarstjóri fræðslumáladeildar. 3. Stöður deildarstjóra i fræðslu- mála- og verk- og tæknimennt- unardeild hafa verið auglýstar lausar til umsóknar. Góð kveðja, Vilhjálnur Hjálmarsson”. Aðalforslöufrétt Aiþýöublaösins I gær. Logandi átök í menntamálaráðunevtinu RAÐHERRANN HUNSAR FULLTRÚANA • Lauk álökum þelrra I milli svo aö Birgir haföi sitt fram aö nokkru. þannig aö kona yröi ráöin i starf deildarstjóra, en Alfreö aöstoöarráöherra. V*ri þaö I fyrsta skipti, aö Islenskur ráöherra, sem aöeins gegnir einu ráöherraembætti, tekur sér aöstoöarráöherra. Aö þessarri málalyktan feng- inni máttu ráöherraog ráöu- neytisstjóri snúa bökum saman til nýrraátaka. Þeim varafhent skjal þar scm 85% þeirra starfsmanna. semviölátnir voru skrifuöu undir mótmæli gegn • þvl, aö þeir ráöstöfuöu deildj "* stjórastarfinu án auglýsi Alfreö Þorstemsson aðstoðarráðherra’?! SKfSiS Á Bjarni Guðbjörnsson skipaður bankastjóri BJARNI GUÐBJÖRNSSON, úti- bússtjóri Otvegsbankans I Kópa- vogi, hefur verið skipaður banka- stjóri Otvegsbankans. Formleg ákvörðun þar að lútandi var tekin I gærdag á fundi.bankaráðs, með samhljóða atkvæöum allra bankaráðsmanna. Bjarni tekur við bankastjóra- stöðunni af Jóhannesi Ellassyni, sem lézt fyrir nokkru. Bjarni Guðbjörnsson hefur frá 1. marz 1973 verið útibússtjóri bankans i Kópavogi, en áður gegndi hann stöðu útibússtjóra bankans á ísa- firði, auk þess sem hann var alþingismaður Vestfirðinga 1967-1974, fyrir Framsóknar- flokkinn. Eiginkona Bjarna er Gunnþór- unn Björnsdóttir. -<----------------- Bjarni Guðbjörnsson SEX HLUTU STARFSLAUN Teiknari hlýtur laun til að gera teiknimynd eftir Þrymskviðu Þrjú þeirra sem starfslaun hlutu: Sigurður örn, Þorbjörg og Gunnar Reynir. Tlmamynd Gunnar SJ-Reykjavik óvenjumargir sóttu um starfslaun listamanna fyrir áriö 1975, eða 46. Úthlutun- arnefnd hefur nú lokið störfum og hlutu sex listamenn starfslaun, Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöf- undur til eins árs, Arnar Her- bertsson myndlistarmaður, Er- lingur E. Halldnrsson, Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld og Þorbjörg Höskuldsdóttir listmál- ari ÖII til átta mánaða, og loks Sigurður örn Brynjólfsson teikn- ari til sex mánaða. Úthlutun starfslauna hófst fyrir sjö árum og var úthlutað samtals launum i 24 mánuði fyrstu árin. Siðan hefur úthlutunarféð aukizt og er á þessu ári samtals úthlutað launum i 50 mánuði, en 3,3 milljónir króna eru nú á fjárlög- um til þessara þarfa. Listamennirnir, sem um starfs- laun sækja, gera grein fyrir þvi að hvaða verkum þeir muni vinna meðan þeir njóta launanna, enda skuli þeir gera grein fyrir á- rangri. Þeir mega ekki vera i föstu launuðu starfi meðan þeir hafa starfslaun. Ólafur Jóhann Sigurðsson hyggst vinna að skáldsögu, sem gerist i Reykjavik á árunum 1940—’45, sem hann mun þegar vera byrjaður að skrifa. Arnar Herbertsson hlaut starfslaun til að vinna að grafik- myndum. Erlingur E. Halldórsson ætlar að semja leikrit fyrir nringsvið. Gunnar Reynir Sveinsson mun vinna að tónverki, sem hann nefnir „Rimna-stemmur og raf- magnstónlist”. Það verk vinnur hann að nokkru leyti i Hollandi og er það átakamikið, að sögn Gunn- ars Reynis, þvi að hann er i senn tónskaldið, flytjandi og upp- tökumaður verksins. „Þess vegna ætla ég að hvila mig inni á milli á þvi að semja jassverk”, sagði Gunnar Reynir á blaða- mannafundi, þar sem tilkynnt var um úthlutun starfslauna ársins 1975. Þorbjörg Höskuldsdóttir fékk starfslaun til að vinna að sýningu á myndverkum. Sigurður örn Brynjólfsson ætl- ar að gera teiknimynd eftir Þrymskviðu. Sigurður örn kvaðst gera ráð fyrir að hann þyrfti að teikna 6000—7000 myndir i 20 min- útna mynd, og þá væru ekki bak- grunnsmyndir meðtaldar. „Ég ætla að hafa sex myndir á sek- úndu, sem gefur myndinni nokk- uð stirðbusalegan blæ, sem mér þykir vel við eiga. t myndum Walt Disneys eru venjulega 12—24 myndir á sekúndu, svo dæmi sé nefnt til hliðsjónar. Sig- urður örn vinnur á auglýsinga- stofu og hefur teiknað aug- lýsingamyndir fyrir sjónvarp. Úthlutunarnefnd skipuðu: Háll- dór Kristjánsson, formaður út- hlutunarnefndar listamanna, Hannes Kr. Daviðsson, formaður Bandalags islenzkra listamanna, og Árni Gunnarsson, deildarstjóri i menntamálaráðuneytinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.