Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. aprfl 1975. TÍMINN 5 Ný tegund bifreiðatrygginga Þrlr þingmenn Alþýöu- flokksins hafa fyrir nokkru flutt á Alþingi þingsályktunar- tillögu um athugun á nýjum viðhorfum i bifreiðatrygging- um og hafði formaður flokks- ins, Benedikt Gröndal, fram- sögu fyrir tillögunni. í fram- sögu og I greinargerð með til-- lögunni lagði formaður flokks- ins áherzlu á, að athuga bæri nýjar tryggingaaðferðir, sem þingmaðurinn taldi að hefðu reynzt vel i Kanada, m.a. i Manitobafylki. Það vakti athygli I umræð- um um þessa tillögu, að fram kom að mjög takmörkuð at- hugun bjó að baki þessum til- löguflutningi Alþýðuflokks- manna og lftil þekking á þeim málum, er bar á góma og vill- andi upplýsingar gefnar bæði I ræðu og greinargerð meö til- lögunni. Orkar tvímælis Heimir Hannesson flutti it- arlega ræðu við fyrstu um- ræðu máisins og lýsti sig sam- þykkan þvi meginefni tiiiög- unnar, að nefnd athugun færi fram, en benti jafnframt á rangar upp- lýsingar flutn- ingsmanna um reynsiuna I Bandarikj- unum og Kan- a d a , s e m þingmaðurinn kvaðorka mjög tvimælis, svo ekki sé meira sagt. Benti Heimir Hannesson jafnframt á það, að gildandi réttarkerfi vestanhafs væri mjög ólikt norrænu réttarkerfi, sem is- ienzkar lagareglur um þessi efni byggðustá, og því margs að gæta áður en réttur saman- burður fengist i þeim efnum. i ræðu sinni sagði Heimir m.a.: ,,Ég er hræddur um, að þær upplýsingar, sem háttvirtur þingmaður hefur komið hér fram með séu mjög umdeiid- ar. Ég held einmitt, að þetta kerfi hafi, að margra dóini, alls ekki gefizt vel, og það hafi ekki likað hjá ibúum Mani- toba-fylkis. Ég fékk nýiega gögn I hendur, sem lýstu þvi, að nú rétt fyrir sl. mánaðamót áttu sér stað mjög miklar opinberar umræður i Kanada um þetta „Auto-pac”, og voru þær flestar i þá átt, að þetta tryggingarkerfi hefði mistek- izt og þvi miður orðið til þess að auka hið opinbera skrif- stofubákn þar og iðgjöldin hefðu hækkað. Til að byrja með var þessu mótmælt af forsvarsmönnum þessa rikisfyrirtækis i Kan- ada, en siðan var það viður- kennt, að iögjöidin hefðu hækkað miklu meira en búið var að gefa til kynna áður og hafði legið fyrir opinberlega. Þannig, að þessar vikurnar er þetta mál mjög til umræðu og sýnist mönnum sitt hvað i þeim efnum”. Bótaréttur tjón þolanda skertur ,,Ég vil þá vikja nokkrum orðum að efni þessara sér- stöku trygginga i sambandi við þær upplýsingar, sem ég hef aflað mér eftir að þessi þingsáiyktunartiilaga var lögð fram. Þá er i fyrsta lagi, hvað er þessi ,,No-fault” vátrygging? i fáum rikjum Bandarikjanna og nokkrum fylkjum Kanada hefur þessi trygging verið lög- boðin, sem greiðir bætur fyrir umferðartjón, — en þó að tak- mörkuðu leyti. Nafn sitt dreg- ur vátryggingin af þvi, að hún greiðir bætur, þótt orsök um- ferðartjóns verði ekki rakin til gáleysis eða mistaka eiganda eöa stjórnanda bifreiðar, sem hlut á að máli. Hins er að geta, að þessi sér- staka trygging greiðir bætur til mjög margra tjónþoia, sem ekki hefðu átt rétt á neinum bótum eftir venjulegum skaðabótaregium. Auk þess er það rétt, scm fram er komið, að það sparazt geysimikiil kostnaður við bótauppgjör vegna einföldunar i bótakerf- inu. Iðgjöld af bifreiðatrygg- ingum i Massachussetts hafa t.d. lækkað eftir að þessar reglur komu i lög, en það má ekki gleyma þvi að verulegur hluti af iðgjaldalækkuninni stafar einfaldlega af þvi að bótaréttur tjónþola er á ýms- an hátt skertur frá þvi sem áð- ur var. Og eins og ég sagði hér áðan I sambandi við reynsluna i Kanada, þá er það siður en svo að iðgjöldin hafi lækkað, þau hafa mjög verulega hækk- að og það er athyglisvert að rikisstjórnin i Manitoba er núna þessar vikurnar að undirbúa löggjöf I sambandi við brunabætur, þar sem gert er ráð fyrir frjálsri samkeppni tryggingarfélaga á þessu sviði og breytir að þvi leyti alger- laga um stefnu frá ,,Auto- pac”-kerfinu I sambandi við bilana”. Lögboðnar óbyrgðartryggingar ,,1 Bandarikjunum gildir sú regla, að ef tjónþoli á ein- hverja sök á tjóninu sjálfur missir hann aiian skaðabóta- rétt. A tslandi er reglan sú, eins og menn vita, að bætur eru iækkaðar þegar um eigin sök tjónþola er að ræða. Mjög sjaldgæft er hér að sök tjón- þola sé talin svo mikil, að hann fyrirgeri öllum skaðabóta- rétti. i Bandarikjunum hafa gilt mjög mismunandi reglur um ábyrgðartryggingu bif- reiða. Samrænular reglur um gildissvið bifreiðatrygginga er ekki til þar i landi, Auk þess er ábyrgðartrygging bifreiða ekki lögboðin I öllum rikjum Bandarikjanna. Veldur það öryggisleysi fyrir þá sem tjón bfða. Hér aftur á móti, sem og á Norðurlöndum, eru mjög fullkomnar lögboðnar ábyrgð- artryggingar bifreiða". Æskilegt að rannsókn fari fram „1 fáum löndum mun eins vel séð fyrir opinberum trygg- ingum, sem bæta kostnað við læknishjálp, s júkrahúsvist o.s.frv. eins og gert er hér á landi. Vestanhafs hefur a.m.k. til skamms tima verið algengt, að margir þeirra, sem hafa slasazt i umferðar- slysum hafa ekki notið neinna almannatryggingabóta. Ég vil að lokum itreka það, sem ég sagði hér að framan, aö ég tel eðlilegt og æskilegt að sú tillaga, sem hér iiggur fyrir verði afgreidd og sam- þykkt vegna þess að ég tel æskilegt að þessi rannsókn fari fram, sem hér er lagt til, en ég vil jafnframt við þessa 1. umræðu koma þvi á framfæri, að málið er engan veginn eins einfalt eins og látið er að liggja f greinargerð flutnings- manna”. Hin ,,góða reynsla" Siðari upplýsingar benda eindregið til þess, að þær á- bendingar er Heimir Hannes- son kom með i ræðu sinni hafi uppi með 3000 millj. kr. tap, sem greiðast yrði úr þeirra vasa með tilheyrandi vaxta- byrði til viðbótar við stóraukin útgjöld bifreiðaeigendanna. Þetta væri ömurleg stað- reynd, þegar önnur trygginga- félög berðust í bökkum vegna hækkandi kostnaðar og verð- bólguþróunar. Þetta sagði Winnipeg Free Press fyrir fá- um dögum. Þetta er væntaniega ,,hin góða reynsla”, sem þingmenn Alþýðuflokksins tala og skrifa um. Enda kom fram i umræð- unum að „upplýsingarnar”, sem bárust til formanns AI- þýðuflokksins um þetta flókna tryggingakerfi, bárust honum I einkabréfi að vestan! -a.þ. Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur félagsins er i Iðnó sunnudag- inn 20. april kl. 14.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagskonur fjölmennið og mætið stund- vislega. Sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. haft við rök að styðjast. Blað- inu hefur borizt eintak af kanadiska blaðinu Winnipeg Free Press, sem ræðir bif- reiðatryggingamálin I forystu- grein 2. april sl. 1 leiðara blaðsins er hið opinbera tryggingakerfi, Autopac, mjög harðlega gagnrýnt og vakin athygli á þvi, að á einu ári hafi þetta rikisbákn tapað 1,5 milljarði kr. og sitji uppi með 3ja miiljarða kr. saman- safnað tap á sama tima og ið- gjöld hafi stórlega hækkað, eða um allt að 79% á skömm- um tima. Þetta sé þung byrði bæði fyrir skattborgara og bif- reiðaeigendur. Aður en þessu rikiskerfi hefði verið komið á, hefðu skattgreiðendur ekki þurft að axla þá byrði, að sitja Auglýsing um lögtaksúrskurð í Selfosshreppi Samkvæmt úrskurði sýslumanns Árnes- sýslu dagsettum 14. april 1975 var upp- kveðinn lögtaksúrskurður vegna gjald- fallinna ógreiddra fasteignagjalda ársins 1975 og vegna gjaldfallinnar, ógreiddrar fyrirframgreiðslu útsvara, aðstöðugjalda og kirkjugarðsgjalda ársins 1975. Lögtök samkvæmt úrskurði þessum geta farið fram 8 dögum frá birtingu þessarar aug- lýsingar. Sveitarstjóri Selfosshrepps. Enginn vafi leikur á því, að þeir, sem reykja, eru veikari fyrir sjúkdómum á lífsleiðinni en hinir, sem ekki hafa vanið sig á það. Auk þess valda reykingar sljóleiká og draga úr afköstum og lifsgleði. En það, sem mörgum finnst sárgrætilegast, er að þeir alvarlegu sjúkdómar, sem nátengdireru tóbaksreykingum segja oftast til sín, þegar fóík er á bezta aidri. Innlendar og erlendar læknaskýrslur sýna, að fólk, sem reykir sígarettur að staðaldri, getur átt á hættu að deyja allt að 12 árum fyrr en kunningjarnir, sem ekki reykja. I hvorum hópnum ert þú? SAMSTARFSNEFND UM REYKtNGAVARNIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.