Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 3
Köstudagur 18. apríl 1975. TÍMINN 3 Hvar er nýja símaskróin? Ksn—Flateyri — 17. aprll — ibúum önundarfjaröar brá allmjög I brún við auglýs- ingu ritstjóra slmaskrárinn- ar, er lesin var I útvarpinu um siðastliðna helgi. Þar var tilkynnt, að gamia skráin væri numið úr gildi frá og með mánudeginum 15.4. og hin nýja tekin I notkun. Tækju önfirðingar þetta alvarlega, þá hefði síminn ekki miklar tekjur af slmtöl- um héðan þessa dagana, þvi að hér búa menn enn við gömlu simaskrana, þar eð sú nýja er enn ókomin. Aö nema úr gildi simaskrána áður en hinni nýju hefur verið dreift til allra landsmanna, er þó aðeins venjulegt dæmi um það, að margir embættis- menn alls landsins, sem starfa I Reykjavik, — sjái ekki út fyrir það byggðar- svæði. Júgóslavarnir lofa bót og betrun millj. kr. árið 1974. Þá sagöi iðnaðarráðherra, að eitt af meg- invandamálum iðnaðarins á und- anförnum árum hefði verið skort- ur á rekstrarfé, en til þess aö ráða þar bót á, hefði iönaðarráðuneyt- iö hafið viöræður viö bankastjórn Seðlabanka íslands um úrbætur I rekstrarfjárvanda iðnaðarins. Þá ræddi iönaðarráðherra um aðflutningsgjöld af vélum og tækjum, og sagði m.a., aö F.Í.I. hefði réttilega bent á þá öfugþró- un, sem átt hefði sér staö á þeim árum aðlögunartima Efta-aðild- ar er liðin væru, að á sama tima og tollar hefðu lækkað á ýmsum innfluttum iönaðarvörum, og stefnt væri að auknum útflutningi iðnaöarvöru, hefðu aöflutnings- gjöld á vélum og tækjum til iðnaðarframleiðslu heldur farið hækkandi I stað lækkandi. Inn I fjárlög 1975 hefur þvi verið sett heimildarákvæði þess efnis, að fella mætti niður, eöa endur- greiða að hálfu, sölugjald af vélum og tækjum til samkeppnis- iðnaðar. Þessi lækkun kom til framkvæmda I ársbyrjun 1975. — Hér er að visu aöeins um áfanga að ræða, og verður unnið að þvi að fella niöur aðflutnings- gjöld af þessum mikilvægu fjár- festingarvörum iðnaðarins svo fljótt sem verða má, sagöi Gunn- ar Thoroddsen iðnaðarráðherra. Arsþingið er haldið I ráðstefnusal Hótel Loftleiða og sjást þingfulltrúar hér á myndinni. UNDANFARNA mánuði hefur seinkað nokkrum veigamiklum verkþáttum I byggingarfram- kvæmdum viö Sigölduvirkjun, auk þess sem erfiöleikar hafa orðið i rekstri byggingaverktak- ans Energoprojekt. Hafa af þessu tilefni farið fram viöræður milli Landsvirkjunar, verkkaupand- ans og verkfræöilegs ráðunautar fyrirtækisins og Energoprojekt, en fulltrúar Alþjóðabankans i Washington, sem koma reglulega hingað til lands, tóku þátt I um- ræðunum á lokastigi. Voru þessi inál I heild og niðurstööur viö- ræðnanna til umræðu á fundi hjá stjórn Landsvirkjunar á fimmtu- dag, og eru þær i stuttú máli þess- ar: Ársþing Félags íslenzkra iðnrekenda: Minni framleiðslu aukning en áður gébé—Rvik — Arið 1974 einkennd- ist af mikilli spennu á vinnu- markaðinum, feinkalegri verð- bólgu og Htilli aukningu fram- leiðslunnar, sagði Davið Sch. Thorsteinsson, formaður Félags islenzkra iðnrekenda, er hann flutti ávarp sitt á ársþingi F.I.I., sem hófst aö Hótel Loftleiðum á fimmtudag. Þá sagði Davlö, að heildarframleiðslan hefði aðeins aukizt um 4% i iðnaði á siðasta ári, sem er mun minni aukning en verið hefur mörg undanfarin ár. Einnig minntist Davið Sch. Thorsteinsson á samdrátt i iðnaði og fleiri mál, og bar siðan fram tillögur um nýja stefnu I stjórn efnahagsmála. Sagði þar meðal annars, að afnema þyrfti öll lög og ákvæði, sem orsaka sjálfvirkni I gerð fjárlaga. Upphæö fjárlaga bæri að ákveöa með tilliti til efna- hagsástandsins á hverjum tima. — Taka ber upp auðlindaskatt, þar sem þeir, sem nýta auðlindir landsins, greiða fyrir afnot þeirra til þjóðarinnar, sagði Davið. Þá er ein tillaga hans sú, aö hætta skuli öllum niöurgreiðslum og söluskattur lækkaður um sömu fjárhæð. Aldrei verði samið um launakjör opinberra starfsmanna og þeirra, sem vinna við bygging- arstarfsemi, samgöngur, verzl- un, viðskipti og þjónustuiönað, nema á grundvelli samninga við þá, sem starfa viö framleiðslu at- vinnuveganna, þ.e. fiskveiðar, fiskiðnað og framleiðsluiðnað, en það eru þeir atvinnuvegir, sem selja afurðir sinar i beinni sam- keppni við erlenda framleiðend- ur, hérlendis eða erlendis. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra ávarpaði þingiðog sagði m.a., að útflutningur iðnaðarvöru hefði aukizt verulega á siðustu árum. Þar munaði mest um út- flutning á áli, en útflutningur annarrar iðnaöarvöru hefði einn- ig verið verulegur. útflutningur almennrar iðnaðarvöru hefði aukizt úr 440 millj. kr. 1969 I 2.238 Lögbannið var lagt geðþóttauppsagnir að Kolbeinn lét i ljós gagnrýni i einkabréfi til kaupfélagsstjórans. Fyrir brot þetta er aðeins hægt að bæta meö þvi að ógilda uppsögn- #ina. Flutningur i annað starf kemur þessu máli ekkert við, enda sizt meiri trygging þar fyrir atvinnuöryggi hans. Mannréttindi félaga okkar eru ekki á neinum sölu- eða samn- ingslista. Við litum á það sem hlutverk okkar að koma i veg fyrir að nokkur úr okkar hópi sé rekinn saklaus frá lifsstarfi sinu. Vilji starfsmaður hins vegar skipta um starf, skal honum gert það kleift að hætti frjálsborinna manna. Þess vegna afléttum við ekki verkfallinu fyrr en ógilding á uppsögn félaga okkar hefur bor- izt. 17. april, 1975. Verkfallsmenn á Selfossi”. Fóstureyðingafrumvarpið AÞ-Reykjavík — Eins og vænta mátti varð mestur ágreiningur um 9. grein fóstureyðingafrum- varpsins, þegar frumvarpið kom til atkvæðagreiðslu eftir 2. um- ræðu i neðri deild. Breytingartil- laga Magnúsar Kjartanssonar þess efnis, að farið yrði að ósk konu um fóstureyðingu, var felld að viðhöfðu nafnakalli með 27 at- kvæðum gegn 9. Fylgjandi breyt- ingartillögu Magnúsar voru Eð- varð Sigurðsson (Ab), Garðar Sigurðsson (Ab), Karl Sigur- bergsson (Ab), Sigurður Blöndal (Ab), Magnús Kjartansson (Ab), Magnús Torfi Ólafsson (SFV), Sighvatur Björgvinsson (A), Svava Jakobsdóttir (Ab), og Guð- mundur G. Þórarinsson (F). Sjö þingmenn töldu, að frum- varpið, eins og það liggur fyrir i dag, gangi of langt i frjálsræðis- áttog greiddu þvi atkvæði gegn 9. greininni (1.1.). Það voru þing- mennirnir Friðjón Þórðarson (S), Gunnlaugur Finsson (F), Ingólf- ur Jónsson (S), Karvel Pálmason (SFV), Lárus Jónsson (S), Pálmi Jónsson (S) og Pétur Sigurðsson (S). Að lokinni atkvæðagreiðslu um einstakar breytingartiilögur og einstaka liði, var frumvarpið af- greitt til 3. umræðu. Verktakinn, Energoprojekt, hefur heitið þvi að beita á næst- unni öllum tiltækum ráðum til að virkjuninni verði lokið á næsta ári, i Samræmi við ákvæði verk- samninga. Til þess að svo megi verða, mun verktakinn auka og bæta vélakost við fram- kvæmdirnar, auk þess sem stjórn þeirra verður lagfærð með hlið- sjón af fenginni reynslu. Þá lofar verktakinn að koma til móts við verkalýðsfélögin um lausn þeirra ágreiningsatriða, sem komið hafa fram i fjölmiðlum undanfariö, þar á meðal lagfæringu öryggís- mála á vinnustað. Þá mun Landsvirkjun veita verktakanum fjárhagslega fyrir- greiðslu i formi seinkunar á afborgunum verktakans á fyrir- framgreiöslu Landsvirkjunar honum til handa I upphafi fram- kvæmdanna,auk þess sem fé það, sem haldið er eftir af mánaðar- reikningi verktakans, verður lækkaö. Þá hefur verktakinn heit- ið að flytja inn fjármagn til þess að tryggja öruggan framgang verksins, svo þvi megi ljúka á tilsettum tima. Það er von verk- kaupenda og verktaka, að niður- stöður þessara viðræðna megi verða til þess, að fyrsti áfangi Sigölduvirkjunar verði tekinn i notkun um mitt næsta ár, eins og stefnt hefur verið að frá upphafi. á í gær Viðurkennum ekki Sj-Reykjavik — í gær var hjá borgarfógeta lagt lögbann á áframhaldandi lestur Indriöa G. Þorsteinssonar rithöfundar á skáldsögu sinni, Þjófur i paradis i útvarpinu, eftir að lögfræðingar Indriða og Rikisútvarpsins höfðu lagt fram greinargeröir sinar. Þarf að staðfesta lögbannsbeiðn- ina meðs sérstöku máli fyrir Bæj- arþingi Reykjavikur innan viku. BJÖRGUNARSKIP frá Bretlandi kom til Húsavlkur I gær, en eins og greint var frá i fréttum Tlmans I gær, veröur reynt aö ná Hvassafelli af strandstað. Björgunarskipiö kemur frá Southampton, og munu kafarar 0g aörir sérfróöir menn þar um borö kanna allar aöstæöur og skemmd- ir á skipinu á næstu dögum. Myndin hér aö ofan sýnir Hvassafell á strandstaö. — segja verkfallsmenn hjá K.Á. Gsal-Reykjavik — Ekkert þokast í lausnarátt hjá deiluaðilum á Selfossi, en nú er rúmur hálfur mánuöursiðan hluti starfsmanna viö smiðjur kaupfélagsins þar lögðu niður vinnu. Verkfallsmenn hafa sent Tímanum fréttatilkynn- ingu, þar sem þeir skýra ástæðurnar fyrir þvi, að þeir hafa hafnaö sáttatillögum um að Kol- beinn Guðnason verði ráðinn i annan starfa hjá K.A. Timinn ræddi i gær við Þórarin Sigurjónsson, formann stjórnar K.A., en hann hefur tekið sér fri frá þingmannsstörfum. Ekki kvaðst Þórarinn hafa gert það vegna verkfallsmálsins nema að litlu leyti. Astæðan fyrir þvi að hann tæki sér leyfi frá störfum á alþingi, væri fyrst og fremst sú, að hann hefði þurft að ganga frá reikningum og öðru sliku fyrir Laugardælabúið, en aðalfundur Búnaðarfélags Suðurlands var haldinn að Flúðum i gær. — Það er orðið mjög aðkallandi að leysa þessa deilu á einhvern hátt, sagði Þórarinn. — Ég hef verið að athuga hinar ýmsu hliðar þessa máls, eftir þvi sem timi hefur gefizt til. Það hefur verið afskaplega mikil harka i málinu frá báðum hliðum og fullyrt of mikið i byrjun. En það er þvi miður litið hægt að segja um þetta að svo stöddu. Þórarinn sagði, að ábyggilega yrði reynt að gera það sem hægt væri til að leysa þetta mál. — Ég hef verið á fundum með báðum aðilum, og ég vona, að lausn fáist fljótlega, sagði Þórar- inn. „Vegna blaðaskrifa og umtals um það, að okkur verkfallsmönn- um á Selfossi hafi verið boðið, til lausnar deilunni, eins og það er kallað, að félagi okkar, sá er rek- inn var, yrði ráðinn til annarra starfa, viljum við taka fram eftir- farandi: Af hálfu Vinnum.samb. Samv.fél. var þessi hugmynd orð- uð við fulltrúa okkar, en við telj- um okkur ekki hafa neinn rétt til að ræða um slikt, þvi að grund- vallaratriðin i verkfalli okkar eru þessi: Við viðurkennum alls ekki geð- þóttauppságnir. Við litum á það sem mannréttindamál, hvort menn njóta öryggis um vinnu sina, og við teljum brottrekstur Kolbeins vera brot á mannrétt- indum, eins og að honum var staðið, enda viöurkennt af kaup- félagsstjóra, að ástæðan var sú,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.