Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 18. apríl 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur í 1. KAFLI. Hann hét Rambo og var engu merkilegri en aðrir ungir menn< að ætla mátti. Nú stóð hann við eina af dælunum á bensínstöðinni, sem var í útjaðri Madison, Kentucky. Hann var með sitt og mikið skegg, og hárið var vaxið nið- ur f yrir eyrun og of an á hálsinn. Hann hafði rétt út hönd- ina og reyndi að verða sér úti um bílferð. Hjá dælunni hafði staðnæmzt bifreið, og hann beitti þumlinum. Hann stóð þarna með líkamsþungann hvílandi á öðrum fætin- um, kókflösku í annarri hendinni og upprúllaðan svefn- poka við fætur sér á tjörubornum veginum. Þeim sem sáu hann, hefði sjálfsagt aldrei dottið í hug, að á þriðjudag — næsta dag — yrði nær allt lögreglulið Basalt County á mannaveiðum, í leit að honum. Engum hefði dottið ihug, að á þriðjudag yrði hann á flótta undan þjóðvarðliðinu í Kentucky og lögregluaf la úr sex héruð- um öðrum, ásamt óbreyttum borgurum, sem voru gikk- glaðir í meira lagi. En enginn hefði getað leitt getum að því, hvers konar maður Rambo var, af því einu að sjá hann þarna, rykugan og tötralegan. Né heldur hvað varð til þess að hleypa öllu af stað. Rambo vissi þó, að til vandræða myndi koma. Mikilla vandræða, ef ákveðnir aðilar gættu sín ekki. Bifreiðin, sem hann hafði ætlað að fá far með, ók næstumyfir hann, er hún ók frá bensíndælunni. Af- greiðslumaðurinn tróð viðskiptabók í vasann og glotti, þegar hann sá hjólförin, glóðvolg, við tærnar á Rambo. Þá ók lögreglubíllinn út úr umferðinni og í átt að honum. Hann þekkti atburðarásina og stirðnaði. — Nei, svo sann- arlega ekki. Ekki í þetta sinn. Nú læt ég ekki troða mér um tær. Bíllinn var merktur lögreglustjóra Madison. Bifreiðin stanzaði við hlið Rambo. Loftnetið vaggaði þunglega og lögreglumaðurinn teygði sig til að opna farþegahurðina. Hann starði á leðjuna, sem þakti leðurstígvélin hans, krypplaðar buxurnar, rifnar við uppslagið og bættar á annarri mjöðminni, hálferma skyrtuna, sem var þakin blettum, er einna helzt minntu á þornað bloð, og geita- skinnsjakkann. Hann staðnæmdist við skeggið og sítt hárið. Nei — það var ekki þetta, sem angraði hann. Það var eitthvað annað, sem ekki var gott að henda reiður á. — Jæía þá, inn í bíli með þig, sagði hann. En Rambo hreytði sig ekki. — Inn í bílinn, endurtók maðurinn. — Þú hlýtur að vera hálfsteikturí þessum jakka. Rambo sötraði úr kókf löskunniog leit upp og niður eft- ir götunni á umferðina, leit svo á lögreglumanninn í bíln- um og stóð þar sem hann var kominn. — Heyrirðu eitthvað illa? spurði lögreglumaðurinn. — Komdu þér inn í bílinn, áður en ég verð f úll. Rambo virti hann vandlega fyrir sér, rétt eins og hinn hafði gert. Maðurinn var stuttur og þéttvaxinn þar sem hann sat við stýrið, með hrukkur kring um augun og bóluör á kinnunum, sem gerðu hann ögn veðraðan i and- liti. — Starðu ekki á mig, sagði lögreglumaðurinn. En Rambo hélt áfram að virða hann fyrir sér:Gráan einkennisbúninginnefsti hnappurinn á skyrtunni var ó- hneppturog skyrtubrjóstiðdökkt af svita. Rambo reyndi að sjá hvers konar byssu lögreglumaðurinn var með, en varð einskis vísari. Byssan var á vinstri mjöðm- inni, og sneri frá far.þeganum. — Ég var að segja þér, að mér líkar ekki að starað sé á mig, sagði lögreglumaðurinn. — Hverjum líkar það? — Rambo leit aftur í kringum sig og tók svo upp svefnpokann. Þegar hann settist inn í bílinn, setti hann pokann milli sín ogJögreglumannsins. — Hefurðu beðið lengi? spurði lögreglumaðurinn? — Klukkustund, síðan ég kom. — Þú hefðir mátt bíða miklu lengur en það. (búarnir hérna leggja það ekki i vana sinn að aka um með putta- ferðalanga. Einkum ef þeir líta út eins og þú. Það er ó- löglegt. — Að líta út eins og ég? — Reyndu ekki að vera sniðugur. Putta-ferðalögin eru ólögleg. Það er of mikið um að fólk taki farþega á veg- unum. Áður en það veit af er búið að ræna það eða drepa. Lokaðu hurðinni. Rambo saup hægt úr kókf löskunni,áður en hann gerði eins og honum var sagt. Hann leit á afgreiðslumann ben- sinstöðvarinnar, sem stóð enn glottandi við dæluna, þeg- ar lögreglumaðurinn ók bilnum aftur inn í umferðar- þungann og ók í átt að miðbænum. — Vertu alveg rólegur, sagði Rambo við lögreglu- manninn. — Ég skal ekki reyna að ræna þig. — Þú ert svei mér f yndinn. Þú tókst ef til vill ekki eftir hvað stendur á bílnum. Ég er lögreglustjórinn, Teasle. Wilfred Teasle. En það er víst til lítils að segja þér, hvað ég heiti. FÖSTUDAGUR 18. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells (16). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjailað við bændur 10.05. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með frásögnum og tónlist frá liðnum árum. Morguntónleikar kl. 11.00 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sá hlær bezt...” eftir Asa i Bæ.Höfundur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Cassenti hljóðfæraflokkur- inn i Vancouver leikur Skemmtiþætti fyrir litla hljómsveit eftir Robert Turner / Alois Rybin, Vac- lav Junek og blásarakvint- ett úr Tékknesku filharmóniuhljómsveitinni leika Septett fyrir blásara- sveit eftir Paul Hindemith, og félagar i sama kvintett leika „Glettur” fyrir flautu, óbó og klarinettu op. 37 eftir Malcolm Arnold. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson. Hjalti Rögn- valdsson les (5). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar Islands í Háskóla- biói kvöldið áður. Hljóm- sveitarstjóri: Vladimir Ashkenazý. Einleikari á kontrabassa : Arni Egilsson. a. Þættir úr „Rómeó og Júlíu”, balletttónlist eftir Sergej Prokofjeff. b. „Niður”, verk fyrir kontra- bassa og hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson ( frumflutningur ). c. Sinfónia nr. 4 i f-moll eftir Pjotr Iljitsj Tsjaikovský. — Jón Múli Ámason kynnir tónleikana. 21.30 útvarpssagan: „Þjófur i paradis” eftir Indriða G. Þorsteinsson. Höfundur les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis og byggingarmái. Ólafur Jensson ræðir við Guttorm Sigurbjörnsson, forstöðu- mann fasteignamats rikis- ins, um fasteignamat og fleira. 22.35 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 18. apríl 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Undur Eþíópiu. Brezkur fræðslumyndaflokkur. 2. þáttur. Dahlak-eyjar. Þýð- andi og þulur óskar Ingi- marsson. 21.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur ólafur Ragnarsson. 21.55 Töframaðurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Engin vettlingatök. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.