Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 4
4 ÍÍMINN Sunnudagur 4. mai 1975. fl lÍfi ÍiÍi fl V Andleg orka soðin niður 4 IBretlandi starfar félagsskapur fólks, sem biðst fyrir og safnar andlegri orku í orkuhlöðu (sbr. rafhlaða), og sendir siðan bænir sinar og andlega orku til þeirra staða, þar sem biðjendur telja að hennar sé helzt þörf hverju sinni. Höfuðstöðvar bænasafnar- anna er i Fulham, nærri London og þar safnast meðlimir saman og biðjast fyrii- og beina and- legri orku sinni og fyrirbænum i svolitinn plastkassa.t kassanum er gull og kristall, hvers konar kristall er ekki gefið upp, né i hvaða hlutföllum gullið og kristallinn eru. Þessi orkuhlaða er uppfinning forseta bæna- bankans dr. George Kings. Hann staðhæfir, að gerð tækis- ins sé stefnumarkandi i andleg- um og veraldlegum visindum, og að sannarlega sé mögulegt- að safna i það andlegri orku, og siðar að beina henni þangað sem hennar er mest þörf. Hann segir, að tækið og bænastreymið sésvipað og rafmagn, nema að bylgjutiðni orkustreymisins sé miklum mun lægra. Forsetinn segir, að meðlimir félagsins séu um viöa veröld, en flestir I Bretlandi. Fólk þetta leggur fram andlega orku sina og bænir til að hjálpa öðrum, — . það biður ekki fyrir sjálfu sér. — Takmark okkar segir doktorinn að hjálpa veröldinni, sem á við mikla orkuerfiðleika að striða, og er orkuskorturinn á andlega sviðinu mun meiri og tilfinnan- legri en sá orkuskortur, sem aðrir eru sífellt að tönnlast á. Verði náttúruhamfarir eða annað viðlika einhvers staðar i veröldinni, þá safnast biðjendur saman, stundum svo hundruð- um skiptir, og biðja látlaust i margar kíukkustundir inn i plastkassann. Siðan er bæna- streyminu veitt úr kassanum til þess staðar sem hjálpar er þörf. Þaö tekur nokkrar klukkustund- ir að tæma orkuhlöðuna aftur. Arið 1973 nútu flóðasvæðin i Pakistan og Indlandi góðs af bænaútstreymi úr orkubankan- um. Þá var bænum beint úr plasti, gulli og kristalli til flóða- svæðanna i Hundúras á s.l. ári og að Kýpur, þegar hvað mest gekk á I bardögum þar i fyrra. Kemur þetta að gagni? 1100 klukkustunda bænaorku var pundað á Kýpur, og biðjendur efast ekki um, að þar hefði ástandið orðið enn verra hefði andlegu orkuflutninganna þangað ekki notið við. Framvegis munu fleiri bæna- og orkubankar verða teknir i notkun, og standa vonir til að tækniþróunin á þessu sviði geti orðið sú, að hægt verði að smiða orkuhlöður, sem hægt er að koma miklu fleiri bænum inn á en til þessa og geyma lengur en nú er hægt. A stærstu myndinni er verið 4 '•i — Já, er þetta Landsbankinn? Okkur langaði til að fá upplýsing- ar um sameiginlegan banka- reikning okkar.... Við skulum þá bara fara heim, þvivið finnum enga sveppi hérna. f Hér er alveg ný uppskrift, sem við búumst viö að geta selt mikið af. Það er tómatsósa með sinnepsbragði. DENNI DÆMALAUSI Klukkan er svona, og ég er svang- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.