Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 4. mal 1975. Sabah fursti f Kuwalt, f rlki hans er margt ókeypis, a.m.k. ah nafn- inu til. sýslur og N-Þingeyjarsýslur” ræhur I sinum kjördæmum, sem voru nákvæmar eftirlikingar af tölu forsetans. — Nú ættu allir að vinna svolitið meira og vera svo- litið duglegri. Ritfrelsi og talfrelsi var ekki til I landinu. Allt snerist um flokkinn, og það sem forsetinn sagði það voru lög. Ef forsetinn sagði, að til væru dýrmætir málmar i jörðu þá þýddi ekkert að koma sem jarðfræðingur og segja, að þeir væru sennilega engir til. Forsetinn hafði sagt að þeir væru til og þá var bara að finna þá. „ Menningars jokk” eftir á Hins vegar var á margan hátt þægilegt aö búa i þessu landi burt séö frá skortinum á talfrelsi. Ég varð ekki svo mikið var viö það til að byrja með, en svo fékk ég nokkurs konar menningarsjokk eftir á þegar ég kom til annarra landa, þar sem allir voru að rifa kjaft og enginn sagöi neitt við þvi. Þá allt I einu fann ég hvað þetta var mikill munur. Ég heyrði einu sinni aö út- lendingar heföu verið að leika piluspil. Þeir spiluðu upp á pen- ing, sem samsvaraði hundrað krónum. Þeir hengdu hann upp á spjaldiö og sá sem hitti fyrstur átti að fá peninginn. Það var mynd af forsetanum á þessum peningi og einhver sá til þeirra. Mennirnir voru reknir úr landi með 24 tima fyrirvara! Innfæddir hefðu verið settir i fangelsi fyrir brot sem þetta. Erlendum konum var visað úr landi fyrir að ganga I siöbuxum. Það þótti ósiðlegt. Hnén mega þær ekki sýna heldur. Þær voru alltaf að reyna að stytta heldur pilsin, en þá komu yfirleitt svo- kallaðir „Malawi pioneers” svona eins konar Hitlersæska, og ef um Evrópukonur var að ræða töluðu þeir við þær, en ef það voru innfæddar voru þær barðar. Hins vegar var Malawi ósköp þægilegt land á margan hátt að búa I, ef maður hegðaði sér innan þess ramma, sem maður átti að lifa innan. Loftslagið er gott, ekki er hægt að kaupa neitt mikið, en allt það nauðsynlegasta var hægt að fá og til þess að gera ódýrt miðað viö annars staðar. Við bjuggum i höfuðborginni, Zomba, 20.000 manna borg. Hún var mjög dreifð, það var eigin- lega enginn kjarni. Onnur stærri borg var i 70 km fjarlægð, Blan- tyre, sem er aðalverzlunarmiö- stöðin, Zomba var aðallega stjórnarsetur, öll ráðuneytin voru þar, og snerist eiginlega allt borgarlifið um þau. Svo var reyndar höfuðborgin flutt inn i mitt land um það leyti sem við vorum að fara. Zomba var svo litil borg að þvi var haldið fram, að einhverntima heföi maður komiö akandi eftir þjóðveginum þegar var rafmegnslaust i höfuð- borginni, og hann keyrði bara i gegn og tók ekkert eftir þvl að hann fór þar um. Þetta er alveg hugsanlegt þvi að þaö var litið af húsum alveg við veginn, og þaö voru aöeins einar tvær búðir, sem voru miöpunkturinn, en markaðurinn og indversku hverf- in voru aðeins frá. Meirihluti fólksins bjó i einbýlishúsum á stóru svæði. Fátækt er mikil i Malawi að þvi leyti til, að ekki eru miklir pen- ingar I umferð. Hins vegar er til- tölulega auðvelt fyrir fólk að lifa algerlega utan við peningaþjóð- Zayed bin Sultan al-Nahyan notar peningana I staðinn fyrir að safna þeim. félagið. Það býr I sinum kofa, sem er búinn til úr efni, sem er til á staðnum. Þaö hefur nokkrar hænur og smámaisakur kringum kofann. Þetta er á landi, sem er rikiseign. Þann litla fatnað, sem fólkið þurfti á að halda, varð það náttúrlega að kaupa, en f svona landi þá þurfti fólk yfirleitt ekki á neinum fatnaði að halda. Það er trúboðafyrirtæki, að fólk þurfi að vera aö skýla nekt sinni, — tóm vitleysa allt saman. En sú skoöun er þó orðin rikjandi, ég sagði frá þvi áðan, að ekki má sýna á sér hnésbæturnar, þær eru sérstak- lega ósiðlegar. Hins vegar gat maður staðið I bankanum i biðröð og við hliðina á manni var kona að gefa barni brjóst. Þaö var álit- ið algerlega eðlilegt og ekkert ósiðlegt við þaö. Egg hafa hættu i för með sér, en fljúgandi maurar þykja lostæti Það er miklu meiri mismunur á þeim riku og þeim fátæku en við eigum að venjast. Þeir riku eiga mjög mikið og þeir fátæku eiga ekki neitt. Hins vegar sá ég aldrei sult. Vannæring er þarna að nokkru leyti vegna þess að mikið er borðaö af mais. Og það voru viss hindurvitni t.d. I sambandi við aö borða egg. Vanfærar konur máttu ekki borða egg, þvi að þá áttu börnin að fæöast blind. Svo boröuöu þeir aftur kvikindi, sem við mundum aldrei leggja okkur til munns eins og fljúgandi maura. Þeir eru vlst bragögóðir, og ég sá eftir að prófa þá aldrei. Þeir eru stórir meö fjóra vængi og þegar rignir koma þeir upp úr jöröinni. Það iftur stundum út eins og reykur þegar þeir koma upp úr jörðinni og fljúga svolitinn spotta og sækja þá yfirleitt i ljós, sem þeir fljúga i kringum þangað til vængirnir detta af þeim eftir mjög stuttan tima. Siöan skriða þeir I burtu, þ.e. þeir sem komast undan, þvi að þeir eru álitnir mjög mikið lostæti og safnað saman fljótlega, steiktir og svo boröaðir. Þaö kvað vera mjög mikiö eggjahvituefni i maurunum og þeir ágætismatur. Yfirstéttin er mest útlendingar, hvitir menn. Einn rikasti maður- inn I landinu er ttali, en þar er mikið af Suðurafrikumönnum, Ródesiubúum og Englendingum. Það er ekki mjög mikið af inn- fæddum, sem eru rfkir. Fáfræðin getur stundum verið dálitið skemmtileg. Ráðherrarnir búa i húsum, sem rikisstjórnin sér þeim fyrir. Sagt var að ein ráð- herrafrúin, sem sennilega hefur verið einhvers staðar utan úr sveit, hefði kvartað yfir að það drægi ekki I ofninum hjá henni á eldavélinni, og allur reykurinn kom inn þegar hún var að kynda upp iþessu. Það var sendur mað- ur aö athuga þetta. Hann fór i ofn- inn á rafmagnseldavélinni, tók út allan viðinn, og sýndi henni svo hvemig ætti að nota rafmagns- eldavél. Rika fólkið var einkum lanú- eigendur. A meirihluta stóbýl- anna voru teakrar yfirgnæfandi. En mikill hluti verzlunarinnar i Malawi var I höndum Indverja og iðnaðarfyrirtækja. Bankarnir voru þjóðnýttir og verið var að reyna að koma hluta af verzlun- inni i hendur Afrikubúum. Ind- verjum var bannað að hafa verzlanir nema I stórborgum. Þaö var klemmt að Indverjum þama, þó ekki eins mikið og I Uganda, þarsem þeir voru reknir úr landi. Maður getur skilið þetta á vissan hátt. Á annan hátt er það ófyrirgefanlegt. Fólk sem hefur búið I landinu I langan tima, það er hluti af þvi. A hinn bóginn hefur þetta fólk aldrei aðlagazt landinu, það hefur aldrei reynt að aðlagastþvi og hefur alltaf haldið i sinn erlenda, enska rikis- borgararétt. Yfirleitt hefur þetta fólk ensk vegabréf, og það er þess vegna, sem Bretar eiga erfitt með að neita þvi um að koma inn I Bretland. I Malawi, eins og ann- ars staðar, sóttu mjög fáir Ind- verjar um rikisborgararétt, þótt sumir þeirra hefðu verið kynslóð fram af kynslóö I landinu. Þeir voru mjög mikið út af fyrir sig og samlöguðust aldrei þjóðinni. Fyrirtæki, þar sem hærri menntun er nauðsynleg, verk- fræöistofur, byggingafyrirtæki, voru yfirleitt I eign Portúgala. Englendingar og Ródesiumenn áttu teiknistofur. Og mikill hluti af þeim vörum, sem komu inn I landið, voru frá Ródesiu. Malawi var áður hluti af þvi svæði, sem hét Norður-Ródesía og Nyassa- land. Fékk frjálsar hendur og lauk verkefnlnu á rétt- um tima — Og þú hélzt siðan áfram feröinni? — Já, ég gat ekki verið nema þrjú ár i mesta lagi I Malawi, það er reglugerð um þaö hjá Samein- uðu þjóðunum. Mér bauöst þetta starf i Svasflandi, sem var eigin- lega mjög óvenjulegt tækifæri, svo ég gat ekki neitaö þvi. Þar sá ég um verkefni, sem einnig laut að skólabyggingum. Sviar kost- uðu þetta, en stjórn framkvæmda annaðist Unesco. Það var gaman að þessu verkefni að þvi leyti, að eftir að ég var kominn svolitið inn I það fékk ég ákaflega frjálsar hendur af hálfu Unesco og sænsku stjórnarinnar. Og ef menn hafa áhuga á að vinna verkefni og hafa frjálsar hendur til að framkvæma það þá hafa þeir meiri möguleika til að fram- kvæmda það á réttan hátt og á þeim tfma, sem gert hefur verið ráð fyrir. Þarna var ég sfðan i þrjú ár. Það var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið á þrem árum og eftir var u.þ.b. tveggja til þriggja mánaða vinna þegar ég fór, sem er óvenjulegt með slik verkefni. Þau taka venjulega tveim-þrem árum lengri tima en gert er ráð fyrir. Svo stóð reyndar til að ég tæki við öðru, miklu stærra verkefni. Og ég byrjaði aðeins á þvi i októ- ber og vann að þvi samhliða verk- efninu, sem ég var að ljúka. Það var einnig framkvæmt fyrir lán frá Alþjóöabankanum. Þetta voru enn skólar, sjö menntaskólar og mjög stór iönskóli, kennaraskóli og endurskipulagingarstöðvar á menntunarkerfinu. Þetta heföi á vissan hátt verið mjög skemmti- legt verk, hins vegar var ég orð- inn dálitið leiður á landinu að nokkru leyti. — Er Svasiland langt frá Malawi? — Það er 2000 km akstur milli landanna. Þau eru þó að sumu leyti svipuð. Þau eru hluti af syðri Afriku, þ.e. þeim hluta Afrlku, sem er ákaflega háður veldi Portúgala, sem náttúrlega er núna liöiö undir lok eða að liöa undir lok. Malawi eins og ég nefndi áðan var ákaflega háð Ródesiu, og Svasiland sérstak- lega háð Suður-Afriku. Mikið af fjármagninu I Svasilandi er frá Suður-Afriku. Mikið af stórbú- unum i landinu eru i eigu Suður- Afrikumanna. Nú er verið að reyna að stemma stigu við þessu, og voru sett ný lög I þeim tilgangi og rikisstofnun gefur leyfi til allra kaupa á fasteignum. Hins vegar er enn mjög mikill hluti af nám- um og jarðeignum i eign suðuraf- riskra fyrirtækja. Frjáls samskipti hvitra og svartra laða að ferða- menn Svasiland er túristaland. Orsök þess er fyrst og fremst sú, að i landinu er enginn kynþáttað- skilnaður og ef hvltt fólk hefur áhuga á blökkufólki af hinu kyn- inu þá getur það kynnzt þvi I Svasilandi án þess að lögreglan sé að reka nefið I það. t Svasilandi eru einnig spilaviti, en þau eru bönnuð i Suður-Afriku, og spilað er um háar fjárhæðir. Ég horfði einhverju sinni á mann, sem var að spila með spilaplötum, sem voru 100 eð 200 randa virði, en 1 rander 11/2 dollari, eða sem sagt eitthvaö 20.000 kr. platan. Það fannst mér einum of mikiö. Þar að auki var hægt að sjá I Svasi- landi kvikmyndir, sem voru bannaöar I Suður-Afriku. Allt, sem er á einhvern hátt nakið,er álitið ákaflega ósiðlegt i Suður- Afriku. M.a. var einhvern tima stytta af honum Davið hans Michaelangelo i búðarglugga i Jóhannesarborg. Hún var þegar i stað fjarlægð er yfirvöld komust á snoðir um tilvist hennar, svo menn geta Imyndað sér hvernig sumar kvikmyndir, sem sýndar eru nú til dags, falla ráðamönn- um I geö. Það sem einkum laðar ferða- menn að er, að i Svasilandi má Kamuso Hastings fianda forseti I Malavi — einráöur og siðavand- ur. gera ýmislegt, sem er bannað annarsstaðar. Landið er raunar mjög fallegt og loftslag gott. Landið er eitt af fáum konungs- véldum I Afriku. Konungurinn, Sobousa II, á kynstur af konum. Enginn veit hvað þær eru marg- ar. Þær skipta a.m.k. tugum ef ekki hundruöum. Þær búa úti um allt land, en karlinn flytur á milli. Alþingi var i landinu, en það var afnumið meðan ég var þarna. Tveir flökkar voru lika við lýði, þeir voru lika afnumdir, álitnir alveg óþarfir. Þetta gekk allt ákaflega rólega fyrir sig, a.m.k. á yfirboröinu. Einhverjum var að visu kastað I fangelsi i tvo mánuði eða þar um bil fyrir að rifa of mikiö kjaft. Sobousa er orðinn gamall, 75 ára eða svo, en er hinn emasti, og lítur ákaflega vel út, hefur góðan skrokk það sem mað- ur sér af honum. Hann kemur opinberlega fram klæddur skinn- um. Þeir, sem hátt settir eru i Svasilandi mega klæðast hlébarðaskinnum, og þeir sem næstir koma eru klæddir tófu- skinnum. Þetta er eins konar þjóðbúningur i Svasilandi, sem karlmenn klæðast ef eitthvað er um að vera. Þetta er stundum dálitið skritið. Maður hittir kannski ráðherra kíæddan i ákaf- lega virðuleg svört föt á sinni skrifstofu, en svo sér maður hann allt i einu kominn I skinn, en með beran maganR — Eru Svasilendingar upp- runalega veiðiþjóð? — Jú, en nú sést þar aldrei skepna nema á friöuðu smásvæði og hefur jafnvel verið nauðsyn- legt að flytja inn meirihluta dýr- anna. Svasilendingar hafa ákaflega sérstæöar skemmtilegar hátiðir. Á vissum árstima safnast td. mjög margar ógiftar stúlkur i landinu saman og dansa fyrir kónginn. Þær eru þarna hundruð- um jafnvel þúsundum saman og iklæddar eingöngu belti alsettu messingplötum, mjög þungu. Það er ákaflega stórkostleg sjón að sjá þessar þúsundir nakinna kvenna dansa. — Er þetta fólk ekki fallega vaxið? — Ekki á okkar mælikvarða. Yfirleitt er kvenfólkið alveg ótrú- lega stórrassað. Ég hef einhvers staðar lesið, að þær hreinlega geymi varaforða i lærvöðvunum eða rassvöðvunum, þær eru gerólikt byggöar en við. Þær eru ekki allar svona, en það er mjög algengt. Karlmenn eru ekki held- ur sérlega fallega skapaðir eftir okkar fegurðarskyni. Ég hef séð aðra Afrlkubúa sem á okkar visu eru miklu fallegri. En það er til þama mjög fallegt fólk á oökar mælikvarða. Hins vegar breytist viðhorfiðhjá manni talsvert mik- ið, sérstaklega gagnvart litnum. Maður hættir mjög mikið að sjá hörundslitinn, og fer að finnast fólk minna mikið á gamla kunn- ingja hér uppi á íslandi, og verður að hugsa sig um til að átta sig á þvi að liturinn er allt annar. Reyndar sögðu margir, að þegar menn væru hættir að sjá litinn þá væri kominn timi til að fara heim. Fólkið i Svasflandi er ákaflega — Nauösynlegt er aö lesa vel smáaletriö þegar geröir eru samningar viö Araba. Hér eru fulltrúar olfu- landa aö þinga meö kaupendum sinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.