Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 4. mai 1975. „ÁKVAÐ AÐ VERÐA EKKI KENNARI, EN SKIPULEGGUR NÚ SKÓLA OG AAENNTASTÖÐVAR FYRIR FRAMANDI ÞJÓÐIR" Fyrir skömmu dvald- ist hér skamma hrið Sverrir Sigurðsson arki- tekt ásamt fjölskyldu sinni. Sverrir og kona hans Mónika og börnin Steinn og Þóra Jóhanna voru á leið vestur um haf, en Sverrir tekur nú við starfi hjá þeirri deild Alþjóðabankans, sem styrkir uppbyggingu i Austur Asiu og Kyrra- hafslöndum. Sverrir mun skipuleggja og sjá um framkvæmdir á skólabyggingum á þess- um svæðum og fylgja starfi hans töluverð ferðalög þangað. Sverrir hefur áður gert viðreist. Hann lærði byggingarlist i Finn- landi og hefur siðan starfað viða um heim, fyrst i Sviþjóð, en siðan i Araba- og Afrikulönd- um. Við hittum Sverri Sigurðsson að máli og varð þá fyrst fyrir að spyrja hann um veru hans og nám i Finnlandi. — Ég fór til Finnlands haustið 1958 að loknu stúdentsprófi og hóf nám i arkitektúr. Ég hafði gert ráð fyrir þvi, að hægt væri að stunda námið að verulegu leyti á sænsku, en það reyndist rangt, það er aðeins fyrsta árið, sem sænskukunnátta nægir til að kom- ast fram úr námsverkefnunum og allir fyrirlestrar eru fluttir á finnsku. Stundaði ég þvi finnsku- nám að miklu leyti til að byrja með, og lá við að ég væri að gefast upp eftir fyrsta árið. Tveir aðrir tslendingar stund- uðu nám i arkitektur i Helsinki á sama tima og ég, en ég kom fyrst- ur til landsins og það varð til þess, að ég hafði oftast orð fyrir okkur þegar við vorum saman. Það var mér til góðs hvað finnskunni við kom, þvi að þannig neyddist ég til að læra að bjarga mér. Siðar fór ég að vinna á finnskum teikni- stofum og þá varð ég einnig að nota málið, og það kom ótrúlega fljótt. — Er finnska erfitt tungumál? — Framburðurinn er auðveld- ur, málfræðin er mikil, en mjög regluleg, það er eiginlega orða- forðinn, sem er erfiðastur. Mjög fá orð eru skyld svipuðum orðum i nokkrum þeim málum, sem við þekkjum. Erlend tökuorð eru sjaldgæf alveg eins og i islenzku. Þó nota Finnar alþjóðaorð eins og matematik og fysik, sem að visu lúta finnskum beygingarreglum, en eru þó alveg þekkjanleg. Ég var einu ári lengur i fyrri hluta námi i arkitektúrnum vegna finnskulærdómsins, en lauk hins vegar siðari hlutanum á skemmri tima, svo ég lauk námi á þeim tima, sem eðlilegur tald- ist. Útlendingar, sem læra málið eins og tökubörn — Fannst þér gott að vera i Finnlandi? — Já, þegar maður kann finnsku og býr i Finnlandi, er við- mót fólksins allt annað en gagn- vart þeim útlendingum, sem aldrei læra málið. Þetta er alveg eins og hér. útlendingar, sem læra islenzku verða eins konar tökubörn. Ég sé aldrei eftir þvi að hafa farið til náms i Finnlandi. Það hafði lika einn mikinn kost, ég gat unnið með náminu. Það var mjög vanalegt að fólk ynni með námi, og það fékk störf i þeim greinum, sem það lagði stund á. Eftir að hafa unnið á teiknistofum arkitekta i 4-5 ár var maður á margan hátt betur út- lærður heldur en þeir, sem læra öll sin fræði á skólabekk. Og nú lit ég óneitanlega á Finnland, sem mitt annað heimili. — Hvernig er byggingarlistin i Finnlandi? — Ef þú litur á Helsinki núna er ósköp mikið gert þar af lélegum arkitektúr, en það sem er gott er mjög gott. — Og svo lá leiðin út i heim að námi loknu? — Einhvern tima meðan á náminu stóð ákvað ég að reyna að komast eitthvað út i lönd að prófi loknu, og var einna mest að hugsa um Danmörku til að byrja með. En svo vildi til að ég var i sumarleyfi i Vestur-Sviþjóð hjá ættingjum konu minnar og sá þar tveggja daga gamalt dagblað, þar sem sagt var frá þvi, að arki- tekt einn I Luleá hefði fengið mik- il verkefni I Arabalöndum. Úr þvi að ég var staddur á þessum slóð- um fannst mér alveg tilvalið að tala við hann svo ég gekk við hjá honum og sagði hver ég var, og að ég hefði hug á að vinna erlendis. Hann hafði einhvern áhuga á að ráða mig, en sagði að þetta væri nú ekki alveg íbráðina. Svo fór ég heim og einhverjar bréfaskriftir fóru fram i sambandi við þetta. Það lá við að ég gæfist alveg upp á þessu, þvi timinn leið. A endan- um skrifaði ég honum bréf og sagði, að annað hvort réði hann mig eða ég hætti við allt saman. Hann ákvað þá að ráða mig til Sviþjóðar til að byrja með, og ég lenti þá til Sundsvall haustið 1966, ogstarfaði aðallega við utanrikis- deild fyrirtækisins, sem var nokkuö stórt. Svo stóð loksins til að senda mig suður eftir I mai til Kuw'ait, en inn á milli hafði verið talað um að senda mig til Saudi Arabiu, sem ég þá hafði nú ekkert á móti. Ég heföi hins vegar dálitið mikið á móti þvi núna. í mai ’67 var ástandið i Mið-Austurlöndum ófriðlegt i meira lagi, svo þetta dróst enn og i júni ’67 komst ég suöur eftir. Ég lenti i Kairó með fyrstu farþegaflugvél, sem kom þangað eftir striðið. Byggðu piiagríma- borgir en fengu ekki að fara inn i Mekku og Medinu Ég vann við mismunandi verk- efni þarna. Sum voru litið spenn- andi eins og að gera samanburð á ólikum byggingarefnum, sem til voru á staðnum. önnur voru skemmtilegri eins og að vinna við pilagrlmaborgir fyrir pilagrima frá Kuwait, sem fara til Mekku og Medinu, til að búa i meðan á pila- grlmsförinni stendur. Við kom- umst náttúrulega aldrei þangað sjálfir við vorum ekki réttrar trú- ar og urðum að ráða Múhameðs- trúarmann til að sjá um útfærslu verkefnisins á staðnum. Borgirn- ar eru lokaðar öðrum en Mú- hameðstrúarmönnum og erfitt að komast inn í landið sjálft, Saudi Arabiu. Það var dálitið gaman að þessu að mörgu leyti, hins vegar var liklega ennþá skemmtilegra það, sem ég vann við niðri i Abu Dhabi, þar sem ég var um tima og vann á staðnum við að byggja höll og kvennabúr emirsins þar suöur frá. Þetta var aðeins I stutt- an tíma, sem ég var þar þangað til annar tók við. Ég þurfti heil- mikið að glima við hvernig hag- nýta ætti allt það efni, sem búið var að viða að til byggingarinnar, en upphaflega hafði egypzkur arkitekt átt að sjá umi fram- kvæmdir og fengið borgað fyrir- fram og þar af leiðandi stungið af áður en verkinu var hálflokið. Það var skemmtilegt að brjóta heilann um hvar nota mætti tugi gullkrana og koma fyrir ósköpun- um öllum af listkeramikflisum. Siðan komu upp ýmsir erfið- leikar bæði i sambandi við vinn- una sem slika og innan fyrir- tækisins. Mörg af verkefnunum, sem við höfðum gert ráð fyrir að fá, duttu alveg upp fyrir eftir striðið 1967, þvi að Kuwaitriki dró mjög saman framkvæmdir vegna aöstoðar við önnur Arabalönd. Svo við vorum að nokkru leyti hálfverkefnalausir. Ég var um langan tima samn- ingslaus, sem er dálitið þreyt- andi. Ég sagði upp samningnum, en var beðinn að vera áfram i mánuð og þannig gekk það i ellefu mánuði. Ég var orðinn svolitið þreyttur á þvi. Við gátum ekki keypt okkur neitt og ekki gert áætlanir fram I timann. Svo end- aði þetta með þvi að ég fór. Þá kom ég heim til íslands. Sendi mikið af minu hafurtaski, tók það sem eftir var i bilinn og keyrði frá Kuwait til Kaup- mannahafnar. — Hvað varstu lengi i Kuwait? — I hálft annað ár. Ég ferðaðist talsvert mikið þarna. Áður en við fórum heim flæktumst við tals- vert um i Mið-Austurlöndum, til Jórdaniu og Libanon, írak og Kaspiahafsins. Arabar lita á Vesturlandabúa sem jafningja Við urðum ákaflega mikið vör við andúð á Israelsmönnum og öllum Vesturlandabúum, sem rikti þarna eftir striðið ’67. Arab- ar álitu það franskt, enskt, ame- riskt samsæri gagnvart Aröbum. 1 langan tima voru t.d. allar kvik- myndir frá Vesturlöndum bannaðar, það eina sem var að sjá voru indverskar og arabiskar kvikmyndir. Svo breyttist þetta smám saman. A margan hátt var þetta ákaflega lærdómsrikur tlmi. Við hittum fólk af margs konar þjóðerni með mismunandi skoðanir, og kynntumst viðhorf- um Araba gagnvart Israelsmönn- um á allt annan hátt en menn gera hér heima. T.d. gera menn sér oft ekki grein fyrir að Arabar hafa ekkert á móti Gyðingum, þeim finnst Gyðingar ágætisfólk, það er rikið, Israel, sem þeir hafa á móti. Svo kynntist ég þarna menn- ingu, sem er ákaflega framandi. Ég kynntist aldrei menningu Afrikumanna eins vel og Araba. A þann hátt eru Arabar miklu opnari, þeir tala miklu meira og taka mönnum á allt annan hátt en Afrikumenn gera yfirleitt. Arab- ar tala við Vesturlandabúa sem jafningja, en aldrei með undir- lægjuhætti, sem er aftur mjög al- gengt meðal Afrikubúa. Kuwait var ekkert fyrir fimmtán árum siðan. Svo kom olian og þá fór rikið að vaxa upp, og það var samai Abu Dhabi.Abu Dhabi var bara miklu styttra á veg komið þegar ég var þarna. Það var verið að byggja -allt I einu. Það var vonlaust að fá hótelherbergi. Ef maður gat komizt inn i herbergi með ein- hverjum öðrum mátti maður kallast heppinn. Ég lenti i bragga, sem kallaður var „Bachelors quarters”, þar sem éghafði herbergi, en snyrting var sameiginleg fyrir allan ganginn. 1 hvert skipti, sem einhver þurfti að sturta niður úr salerninu, varð hann að fara út i sólskinið og pumpa upp saltvatni i tank uppi á þaki. Þú getur imyndað þér hvemig umgengnin á þeim stað var. 1 tvo daga var vatnslaust meðan ég var þarna þegar verið var að leggja nýja leiðslu. Abu Dhabi er staðurinn þar sem karlinn safnaði öllum pening unum undir rúmdýnuna, en rotturnar átu allt saman. Þeir notuðu indverskar rúbiur á þeim tima. Kóngurinn klagaði yfir þvi að þetta væru of lélegir peningar, rotturnar ætu þetta allt saman. En þegar ég var þarna var kom- inn nýr karl til valda. Hann notaði peningana i staðinn byrir að safna þeim. Þar var verið að byggja allt —vegi, skóla, höllina. Það var verið að reyna að reisa ,,t Helsinki er mikið af lélegum arkitektiir, en þaö sem er gott er mjttg gott”. Borgarleikhúsiö teiknaöi Timo Penttila.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.