Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 16. mai 1975. Höfundur: David Morrelí Blóðugur hildarleikur 22 — Áuðvitaðen ég skil ekki til hvers þú sendir lögreglu- manninn til aðstoðar við að troða þeim inn íbílinn, svaraði Orval þegar hann kom uppá hæðarbrún. Horfðu til sólar. Eftir klukkustund verður skollið á niðamyrkur. — Heldur þú ég viti það ekki? — Ég held þú vitir það, sagði Orval. Ég var ekki að reyna að predika yfir þér. Teasle óskaði, að hann hefði þagað. Hann hafði ekki efni á að byrja allt á nýjan leik. Þetta var of mikilvægt Orval kom alltaf f ram við hann eins og hann væri enn þrettán ára. Hann sagði Teasle hvað ætti að gera og hvernig ætti að gera það — rétt eins og hann haf ði gert þegar Teasle var hjá honum á unga aldri. Þegar hann hreinsaði byssu eða bjótil sérstaka skothleðslu, þá kom Orval til skjalanna, gaf ráð og tók við verkinu. Teasle hataði það og sagði honum of.t að skipta sér ekki af því — sagðist geta gert hlutina sjálfur. Þeir rifust oft. Teasle vissi hvers vegna honum var lítið um ráðlegging- ar gef ið: Hann hitti oft kennara, sem aldrei gátu hætt að leggja mönnum ráð. Jafnvel utan skólastofunnar. Hann líktist þeim þó nokkuð. Teasle var svo vanur að gefa f yrirskipanir, að hann gat ekki sætt sig við að aðrir segðu honum fyrir verkum. Hann neitaði þó ekki alltaf ráð- leggingum. Góð ráð þáði hann. En það mátti ekki verða vani. Til að geta sinnt störf um sínum sem vera bar, varð hann að treysta á sjálfan sig. Honum hefði staðið á sama ef Orval hefði aðeins stöku sinnum reynt að segja honum f yrir verkum. En hvert sinn sem þeir hittust — það var of mikið. Nú voru þeir nærri komnir í hár saman, rétt einu sinni enn. Teasle vissi, að hann yrði að stilla sig. Á þessari stundu var Orval sá maður, sem Teasle þarf nað- ist. Orval var nógu þrjóskur til þess að fara heim með hundana ef þeim lenti aftur saman. Teasle reyndi að þvinga fram bros: — Sinntu ekkí vesældarhljóðinu í mér, Orval. Það er gaman að sjá þig. Hann rétti fram hönd sína. Þegar Teasle var drengur hafði Orval kennt honum að takast í hendur. Langt og ákveðið, hafði hann sagt. Handtakið á að vera jafn traust og loforð þín. Langt og ákveðið. Hendur þeirra mættust, og Teasle fann að háls hann herptist saman. Honum þótti vænt um þennan gamla mann, þrátt fyrir allt. Hann gat ekki sætt sig við nýjar hrukkur í andliti hans og hvítan hárkransinn á höfði hans sem var nú þunnur eins og kóngulóarvefur. Handtak þeirra var klaufalegt. Af ásettu ráði hafði Teasle ekki hitt Orval í þrjá mánuði. Orval hafði látið falla ósköp sakleysislega athugasemd um það hversu spenna ætti á sig byssuhulst- ur. — Þetta varð að langri deilu og lauk með því að Teasle fór fokvondur frá honum. Skömmu síðar hafði hann skammast sín fyrir að yf irgefa húsið með þessum hætti. Hann skammaðist sin nú — og reyndi að láta sem ekkert væri og horf a óhikað í andlit Orvals. Honum fórst það illa. — AAérþykir leitt hvaðgerðistsíðast, Orval. Mér er al- vara. Þakka þér fyrir að þú komst svona f Ijótt þegar ég þarf naðist þín. Orval glotti aðeins, hann var dásamleg- ur. Sagði ég þér ekki, aðtala aldrei við mann á meðan þú tekur í hönd hans? Horfðu beint í augun á honum. Þvaðraðu ek!u á meðan. Ég er enn þeirrar skoðunar, að skammbyssuhylki eigi að snúa aftur á bak. Hann drap tittlinga í átt að hinum mönnunum. Rödd hans var lág og ómandi. Hvað er svo með þennan náunga? Hvað er orðið af honum? * — Þessa leið sagði Teasle. Hann fór á undan honum yf ir tvo lausa steina í vatnsfallinu, að trjáþyrpingunni og upp í skarðið. Þeir gengu upp að staðnum, þar sem mótorhjólið lá á hliðinni ofan á greinum fallins trés. Undir trjánum var skuggsælt og svalt. Það heyrðist ekki lengur til skordýranna. Teasle og mennirnir hættu að ganga gegn um grasið. Um leið fóru skordýrin aftur að suða. Orvalkinkaði kolli í átt að hrúgu steina, fallinna trjáa, hinum megin skarðsins og lágvaxins gróðursins, veggja vegna. — Já, það sést hvar hann hef ur skrönglast upp gegnum runnana þarna hægra megin. Það var eins og rödd hans hef ði varað einhvern við, því það heyrðist skrjáfa í einhverju stóru í runnaþykkninu. Teasle fannst það möguleiki, að ungi maðurinn væri þarna á ferð. Hann dró ósjálfrátt fram skammbyssuna. Mannsrödd heyrðist frá runnunum: Þarna er enginn. Steinvölur og jarðvegur runnu niður. Þetta var Lester sem var á leið út úr runnaþykkninu, jaf nvægislaus. Hann hafði dottið í vatnsfallið og var rennvotur. Augu hans voru venjulega nokkuð þanin, en þegar hann sá byssu Teasles stækkuðu þau um helming. — Vertu rólegur það er bara ég. Ég var að athuga hvort náunginn leyndist kannski einhvers staðar nærri. Orval klóraði sér undir hökunni. Þetta hefðir þú ekki átt að gera. Þú hef ur kannski ruglað lyktarslóðina. Will — ertu með eitthvað af náunganum, sem hundarnir mínir geta þefað af? — I skottinu á bílnum. Nærföt, buxur og stígvél. — Þá skortir okkur ekkert nema mat og góðan nætur- FÖSTUDAGUR 16. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir k. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.25 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Jóna Rúna Kvaran les „Dfsu ljósálf" eftir Roth- man (5). 9.05 Landspróf og gagnfræðapróf i ensku: Verkefni Tilkynningar kl. 9.35. Þingfréttirkl. 9.45 Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05 Morgun- popp kl. 10.25 Morguntón- leikar kl. 11.00: William Bennett, Harold Lester og Dennis Nesbitt leika Trió- sónötu í C-dúr op. 1 nr. 5 eftir Handel/Braband hljóð- færaflokkurinn leikur Trió- sónötu i F-dúr nr. 2 eftir Henri-Jacques De Croes/- Dietrich Fischer-Dieskau og þýsk kammersveit flytja „Kanarifuglakantötuna" eftir Telemann/Milan Turkovic og Eugene Ysaye strengjasveitin leika Fagottkonsert i F-dúr eftir Stamitz. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Bak við steininn" eftir Cesar Mar Valdimar Lárusson les sögulok (9). 15.00.. Miðdegistónleikar Kór ungverska útvarpsins syng- ur lög eftir Kodaly: Zoltán Vasarhelyi stj. Ungverska rikishljómsveitin leikur „Ruralia Hungarica", svitu op. 32 eftir Dohnanyi: Gy- örgy Lehel stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar lslands i Há- skólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Kar- sten Andersen. Einleikari á selló: Gunnar Kvaran a. „Harðangurskviða" eftir Geir Tveitt. b. Sellókonsert i B-dúr eftir Luigi Boccher- ini. c. „Scheherazade", sinfóniskt ljóð op. 35. eftir Andrej Rimský-Korsakoff. — Jón Múli Árnason kynnir tönleikana. 21.30 (Jtvarpssagan: „ÖIl erum við ímyndir" eftir Simone de Beauvoir Jó- hanna Sveinsdóttir endar lestur sögunnar i þýðingu sinni (14). 22.00 Frétir. 22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis og byggingarmál Ólafur Jensson spjallar við Gunnar S. Björnsson, formann meistarasambands byggingarmanna, um hús- næðiskostnað. 22.35 Afangar Tónlistarþáttur I umsjá Ásmundar Jónsson- ár og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.25 Fréttir i Dagskrárlok. stuttu ] náli » 1 1 1 i 1 m 1 20.( 20.: 20.: f P P 21.( ii u 22.( r fl K 22.1 sjól ] )0 F Í0 D !5 L ræð áttu ulur 15 K igat r Ól 10 T iski okk .rist 0 D ívar PÖS 11 rétti agsl ndu slun r. B ós astl láttu afur öfra r ur. í man agsi P - tl 3. r ír r 1 iy lá k£ jós r. f m sa 5v n. ír; S idagur mai og veður i og auglýsingai Sþlópiu. Breskur ndaflokkur. 4 a NIlÞýðandi og ir Ingimarsson. t. Fréttaskýr-Umsjónarmað-tagnarsson. aðurinn. Banda-kamálamynda-artagullÞýðandi Eiðsson. írlok F

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.