Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 16. mai 1975. Forstöðustarf við Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins er laust til umsdknar. Umsækjendur með fóstrumennt- un gagna fyrir. Laun samkvæmt kjarasamningi við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast stofnuninni fyrir 31. mal n.k. • -----------------------------------------------------------------------------s Fgf Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar j í f Vonarstræti 4 sími 25500 Kennarar — Söngkennarar Fjóra kennara vantar við Barnaskólann á Akranesi, þar af einn forskólakennara (mætti vera fóstra). Auk þess vantar söngkennara i fullt starf við skólann. Umsóknarfrestur er til 10. júni. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Njáll Guðmundsson simi 93-1452 og formaður fræðsluráðs, Þorvaldur Þorvaldsson simi 93-1408. Fræðsluráð Akraness. Tilkynning Að gefnu tilefni leyfum vér oss hér með að tilkynna, að reglur um gjaldeyrisveitingar til ferðalaga erlendis eru svo sem hér segir: 1) Hinn almenni ferðaskammtur er kr. 37.500,- (um 110,-pund) gegn framvisun farseðils. Börn innan 12 ára fá hálfan ferðaskammt. 2) Yfirfærslur til ferðaskrifstofa vegna IT- og hópferðafarþega til greiðslu á hótelkostnaði og skoðunarferðum eru 3.50 pund á dag fyrir hvern farþega að hámarki i 15 daga. 3) Yfirfærslur til ferðaskrifstofa til útveg- unar og kaupa á hópferðum frá erlend- um ferðaskrifstofum eru 52,50 pund fyrir hvern farþega eða jafnvirði i öðr- um erl. myntum (t.d. Dkr. 700,-, DM 300,-, $ 125,-), enda standi ferðin eigi lengur en 15 daga. 4) Ferðaskammtur til IT- og hópferðafar- þega, svo og farþega er fara með er- lendum ferðaskriístofum á vegum is- lenzkra ferðaskrifstofa sbr. lið 3) hér að framan, er kr. 21.000,- (nú 65,- pund) gegn framvisun IT- eða hópferðafar- seðla. Jafnframt ber ferðaskrifstofum að sækja um ferðagjaldeyri þennan fyrir farþega sina um leið og ferð er pöntuð samkvæmt lið 2) eða 3) hér að framan og tilgreina brottfarardag á umsókninni. 5) Sé um að ræða 2. ferð á sama árinu er heimilaður hálfur ferðaskammtur. Vér viljum jafnframt benda á, að sam- kvæmt gildandi gjaldeyrisreglum er ó- heimilt að stofna til hvers konar erlendra skulda án leyfis gjaldeyrisyfirvalda. Gjaldeyrisdeild bankanna. Forsætisráoherra: Lagasetning til lausnar vinnudeilum er hreint neyoarúrræði í UMRÆÐUM um frumvarp um launajöfnunarbætur, i neðri deild í gær, sakaði MagnUs Kjartansson rikis- stjórnina um að flýta málum um of og hraða þeim svo gegn um þingið, að alþingismenn hefðu engan tima til að kynna sér þau og fjalla um þau á eðlilegan hátt. Þettá sagði hann að stjórnin gerði til þess að geta rekið þingmenn heim og farið að stjórna með bráða- birgðalögum. Kvað hann al- gjöra ringulreið rikja á þing- inu. Hann krafði forsætisráð- herra sagna um það, hvað rfkisstjórnin hygðist gera til að leysa kjaradeilur þær, sem nii standa yfir eða standa fyrir dyrum. Minnti þingmaðurinn á, að einkaaðilar hefðu getað sam- ið, og nefndi i þvi sambandi flugmenn, flugfreyjur, flug- umferðarstjóra.-organista og verkfræðinga. Heimtaði Magnús skýr svör viö þvi, hvort rikisstjórnin hygðist setja bráðabirgðalög um kjör verkamanna og sjómanna, og krafðist þess að aukaþing yrði kallað saman, ef svo yrði. Geir Hallgrímsson forsætis- ráöherra svaraði og sagði, að það væri ekkert nýtt að mál- um væri hraðað gegn um þing- ið siðustu dagana sem það sit- ur, og væri ekkivið rikisstjórn- ina eina að sakast i þvi efni. Hann sagði, að rikisstjórnin væri ekki i striði við launþega, eins og Magnús léti í veðri vaka, en hiin teldi ekki ástæðu til að hafa bein afskipti af kjarasamningum, meðan ein- hver von væri til að launþegar og atvinnurekendur gætu komizt að samkomulagi. Sagði Geir, að það væri rétt, að ýmsir hópar launafólks heföu hafið baráttu fyrir hækkuðu kaupi umfram það, sem heildarsamtök laun þega hefðu gert. Bæri að harma það, að einstaka launa- hópar hefðu ekki skilning á. þvi, að þótt lægstlaunuðustu fengju einhverjar kjarabætur, væri ekki sjálfgert, að þeir sem betur væru settir fengju kauphækkun lika. Forsætisráðherra kvaðst telja lagasetningu til lausnar kjaradeilum hreint neyðariir- ræði, en sagði hins vegar, að rlkisstjórnin myndi ekki lýsa neinu yfir sem takmarkaði stjórnskipulegan rétt hennar til Utgáfu bráðabirgðalaga, né gefa upp,. hvort bráðabirgða- lög yrðu sett, eða um hvaða efni. Skólaslit á Hvanneyri: VAXANDI ÁHUGI Á NÁAAI UTAN SKÓLA BG-Hvanneyri. — Bændaskólan- um á Hvanneyri var slitið hinn 13. þessa mánaðar, og lauk þar með 86. starfsári hans. Reglulegir nemendur við skólann voru 60 I vetur, þar af 36 i bændadeild. 34 nemendur brottskráðust að þessu sinni, en 13 nemendur, sem stund- uðu btífræðinámið utan skóla, eiga prófum ólokið. Gat skóla- stjórinn, Magnús B. Jónsson, þess i skólaslitaræðu sinni, að vaxandi áhugi virtist á þvi að stunda óreglulegt nám við skólann, og að brýn þörf væri á að marka slíku námi ákveðinn farveg. A búfræðiprófi hlaut hæsta einkunn Björn Halldórsson frá Engihlið I Vopnafirði, 8,4. Næstur að stigatölu, en með sömu aðal- einkunn, var Friðjón Ingi Jó- hannsson frá Finnsstöðum I Eiða- þinghá. Hlutu þessir nemendur verðlaun frá Búnaðarfélagi ts- lands og Bændaskólanum fyrir ágætan námsárangur. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir góða umgengni á heimavistum. A ári hverju er afhentur farandgripur til þess nemanda, er efst stendur I gllmukeppni skólans. Hlaut hann að þessu sinni Eirikur Asmunds- son frá Asgarði I Grlmsnesi. Að venju voru nemendur skól- ans iðnir við tamningar hesta. Verölaun Morgunblaðsins fyrir góðan árangur I tamningum, Morgunblaðsskeifuna, hreppti Jón G. Halldórsson frá Krossi I Lundarreykjadal, en Jónas Lilliendahl frá Skálmholti i Flóa var af Tamningamannafélagi Is- lands verðlaunaður fyrir bezta ásetu. Skólastjóri drap I ræðu sinni á nýsamið frumvarp til laga um búnaðarfræðslu, sem afgreitt var frá bunaðarþingi á sl. vetri, en blður nu frekari meðferðar. Rakti hann nokkuð þær breytingar, sem frumvarpið felur I sér á tilhögun hins almenna biinaðarnáms, en þar er m.a. lögð áherzla á verk- legt nám I búfræði og tengsl bún- aðarnámsins við hið almenna skólakerfi. Skólastjóri ávarpaði siðan nýbakaða biifræðinga, minnti á ábyrgð og vanda þann, er felst I starfi bóndans og óskaði þeim brautargengis. Við skólaslitaathöfnina söng kór skólans nokkur lög, en-kórinn hefur starfað af miklum þrótti I vetur undir stjórn Ólafs Guð- mundssonar. Að siðustu flutti sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jens Sigurðsson, stutta hugvekju. Félagslíf I skólanum hefur veriðmeð nokkrum blóma I vet- ur. Auk skólaskemmtana héldu nemendur Bændaskólans skemmtun I félagsheimilinu BrUn I Bæjarsveit, og buðu til hennar nágrönnum sínum úr sveitinni. Þessi skemmtun var siðan endur- tekin að Lýsuhóli I Staðarsveit. Leiðbeinandi nemenda um fé- lagsmál og tðmstundaiðju er Trausti Eyjólfsson kennari. Nemendur framhalds- og bU- vlsindadeilda Bændaskólans munu ljUka námi I jUni, og eru próf I deildunum nýhafin. i Fóstrur 'é 1 ¦.V. MIKIÐ hefur verið að gera á Alþingi undanfarna daga, enda er stefnt að þvi að ljúka störfum þingsins I dag, föstu- dag, en fjölmörg mál biðu endanlegrar afgreiðslu allt fram á slðasta dag þingsins, sum viðamikil. í fyrrinótt stóðu þingfundir fram til kl. 1.30, og varla hafa þeir staðið skemur sl. nótt. A miðvikudag 13gu 19 mál fyrir sameinuðu þingi, 13 fyrir efri deild og 25 fyrir neðri deild. í gær voru tekin fyrir 17 mál I sameinuðu þingi, 10 i efri deild og 16 I neðri deild. Að vonum er hraðafgreiðsla á mörgum málum, en önnur vilja þingmenn ræða nánar. Miklar umræður hafa m.a. orðiö um frumvarp um rikis- ábyrgð fyrir Flugleiðir. t gær var lögð fram skýrsla forsætisráðherra um Fram- kvæmdastofnun rikisins, og. urðu talsverðar umræður um þá stofnun, en minni um skýrsluna sjálfa, þar sem þingmenn sögðust ekki hafa haft tíma til að kynna sér inni- hald hennar. t þeim umræðum upplýsti Tómas Arnason, að samanlagt ráðstöfunarfé Byggingasjdðs væri rUmlega 1.020 millj. kr. á þessu ári. 1 sameinuðu þingi var vega- áætlunin rædd, og var bUizt við að þær umræður stæðu lengi, en boðað var til kvöld- funda I efri og neðri deild kl. 91 gærkvöldi. Eins og að líkum lætur, hefur verið mikill erill hjá þingmönnum, og hefur varla gefizt tlmi til að fá sér kaffi- sopa milli funda, en örstuttir þingflokkafundir hafa verið haldnir. Staða fóstru við dagheimili Borgar- spitalans er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðukona spital- ans i sima 81200. r(;' Reykjavik, 15. mai 1975. '% Borgarspitalinn. ^V BSRB-deilan fyrir Kjaradóm EFTIR fund, sem sáttasemjari hélt með samninganefnd B.S.R.B. og samninganefnd rikis- ins I dag, er ljóst, að samkomulag tekst ekki, og kjaradeilan gengur þvl lögum samkvæmt til kjara- dóms, sem á að kveða upp Ur- skurð fyrir 15. júnl n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.