Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Föstudagur 16. mai 1975. Risatennur -*• við kennslu Mjög fá börn gera sér grein fyr- ir þvi, hversu nauðsynlegt það er fyrir heilbrigði tanna þeirra, að þau bursti þær oft og vel. Tií þess að reyna að bæta úr þessu hafa tannlæknar i allmörgum borgum i Þýzkalandi ferðazt milli skóla með risatanngarða, eins og þann, sem sjá má á þessari mynd, til þess að sýna börnunu=n, hvernig þau geta komizt hjá tannskemmdum með þvl að bursta tennurnar eins og vera ber. Siðan er reynt að kafa dýpra i vandamálin, og tannlæknarnir reyna að kenna börnunum enn meira um heil- brigðar tennur, og allt, sem þeim við kemur. Börnin hafa alltaf mjög gaman af að sjá þessar risatennur, sem tann- læknarnir hafa með sér og stóru burstana, og það verður siðan til þess að þau gleyma ótta sinum I návist tannlæknisins. Skóla- tannlæknar i Þýzkalandi hafa nokkuð breytt um starfsaðferðir undanfarin ár. Þeir hafa lagt meiri áherzlu á kennslu og fræðslu um tannhirðingu og eftirlit alls konar, heldur en á viðgerðir, eins og áður var. í skýrslum, sem gefnar hafa ver- ið Ut i Bremen, þar sem þessum nýju aðferðum hefur verið beitt um nokkurt skeið, kemur i ljds, að töluvert hefur dregið úr tann- skemmdum frá þvi sem var fyr- ir átta árum. Nýir dansarj_ é Snertingin og hnykkurinn! Tveir nýir dansar fara nu eins og eldur i sinu um Evrópu. Ef til vill verða þeir ekki teknir upp I dansskólum, þvi að mörgum þykir þeir allt að þvi ósæmileg- ir, að þvi að sagt er — en æskan á meginlandi Evrópu skemmtir sér konunglega á diskótekunum við aö dansa Snertinguna og þá vekur Hnykkurinn ekki minna fjör! Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, þá er Snertingin fólgin aðallega I þvi, að dansa eftir hljóðfallinu svipað og i öðrum taninga döns- um, en aðalpúðrið er að pörin snerta hvort annað og á sam- svarandi stað til skiptis — og eftir hljóðfallinu auðvitað — t.d. eins og þarna á myndinni að herrann lætur hönd sina á öxl stúlkunnar og stýkur svo niður barminn, og hún gerir eins. Hvar er.dar þetta? segja þeir hneykslunargjörnu. Ja, um það er náttúrlega ekki gott að segja, hvernig dansinn endar! Svo er það Hnykkurinn hann minnir heilmikið á dans, sem dansaður var bæði hér á landi og annars staðar á striðsárun- um (1939-1945) og kallaður var „Bommsa-Daisy" og var einmitt dansaður með miklum mjaðmahnykk en þá voru pörin hlið við hiið, en eftir myndinni er þessi dans svolitið öðruvisi. Svo fylgir fréttihni, að unga fólkið dansi ýmis tilbrigði og finni upp hver fyrir sig eitthvað nýtt, en aðalatriðin eru þó snertingin og hnykkurinn! „Otto Hahn" Eina flutningaskip V-Þjóðverja, sem knúið er kjarnorku, ,,Otto Hahn", hefur nú farið sina 100. ferð. A sjö árum hefur það farið álika vegalengd og fram og aftur milli jarðar og tungls. AAeira gróður sett en höggvið í Sovézkum skógum Síðustu fjögur ár hafa i Sovét- rlkjunum verið gróðursettir ný- ir skógar, sem að flatarmáli eru samtals 90.000 ferkilómetrar. Arlega eru gróðursettir að meðaltali 20% stærri skógar en felldir eru. Ég mætti lækninum. Hugsaðu- \ '// k ¦t'lm ''i' «1 I 'liþér.ungisæti maðurinn hérna við 1 71 7/1 'j'jj 'h'iVíhlioina er xneö mislingá. Þér hafið lfklega meitt yður eitt- hvað. Sjúkrahúsið er hérna hand- an við hornið. Hraðar, hraðar. m DENNI DÆAAALAUSI Viltu sopa Jói? Hann veit að ég meina appelsín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.