Tíminn - 21.05.1975, Side 14

Tíminn - 21.05.1975, Side 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 21. mai 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 24 greinar, sem lágu á leið hans, grýttar hæðirnar og kletta- veggina. Hann kom upp eina hæðina og við blöstu útlínur vatnsturns, sem bar við himin. Niður milli trjánna hafði verið höggvið ofan af þeim, til að háspennuvírarnir slægjust ekki í trjátoppana. Þar sem leiðin var óhindruð var malarsandur og grjótruðningur. Hann skrönglaðist upp — með harmkvælum. Yfir höfði hans voru há- spennuvírarnir. Hann varð að komast upp á hæstu brún áður en myrkrið skall á. Varð að sjá hvað var hinum megin hæðarinnar og athuga hvert halda skyldi. Á hæðarbrúninni, neðan við tankinn var lof tið svalt og tært. Síðustu geislar sólarinnar féllu á hann áður en hún hné til viðar, langt í f jarska — á vinstri hönd honum. Hann staldraði við og teygaði í sig siðustu hitageislana. Hann naut þess að f inna mjúkan jarðveginn undir fótum sér. Næsta hæðarbrún var böðuð sólarbirtunni en hæðin var í skugga og almyrkt þegar neðar dró. Þangað stef ndi hann. Burt frá mjúkum jarðvegi hæðarbrúnarinnar nið- ur í enn meiri malarsand og grjótruðning, niður í dal- inn. Ef hann fyndi ekki það sem hann leitaði að þar — yrði hann að taka á sig krók og fara aftur upp á við, til vinstri í átt að vatnsfallinu, sem hann hafði komið auga á. Síðan yrði hann að fylgja farveginum. Það yrði auð- veldara að fara þá leiðina, meðfram bakkanum, og það sem hann leitaði var svo til örugglega við vatnsfall. Hann hentist niður malarsandinn í átt að dalnum, rann og kollsteyptist. Saltur sveitinn jók sviðann í sárum hans. Þegar hann kom niður tók litlu betra við. Mýrlendi lá yfir dalinn þveran. Fen og dökkt vatn. En jarðvegur- inn var að minnsta kosti mjúkur aftur og hann krækti fyrir mýrina til vinstri þar til hann kom að vatnsfallinu sem lagði til vatnið í hana. Hann hljóp ekki lengur, en gekk rösklega. Honum taldist svo til, að hann hefði lagt fimm mílur að baki, og nú var hann þreyttur. Hann var enn ekki búinn að ná fullum kröftum frá því hann var fangi í striðinu og ekki enn búinn að jafna sig eftir spítalavistina. Samt sem áður voru honum í fersku minni öll brögð sjálfsbjargarhvatarinnar. Þótt hann kæmist ekki mikið lengra án vandræða hafði hann samt sem áður rúmar fimm milur að baki. Vatnsfallið hlykkjaðist áfram og breytti svo um stefnu. Hann fylgdi því. Hann vissi, að bráðlega yrðu sendir hundar á slóð hans. Þó reyndi hann ekki að fela slóð sína með því að vaða vatnið. Það myndi aðeins tef ja för hans og væri ekki þess virði. Auk þess hlaut að koma að því, að hann þyrfti að fara upp úr vatninu á annan hvorn bakkann. Maðurinn sem stjórnaði hundunum myndi aðeins skipta hundahópnum í tvo hópa, sem færu hvor með sínum bakkanum þar til þeir fyndu aftur slóð- ina. Þá hefði hann eytt tíma sínum til einskis. Það dimmdi hraðar en hann bjóst við. Hann klifraði upp hæðina í síðasta dagsgrámanum. Svo hvarf skógurinn og runnaþykknið í skugga. Innan skamms sáust aðeins út- línur stærstu trjáa og grjótruðninga. Síðan hvarf allt í myrkri. Hann heyrði vatnsniðinn, skordýrasuðið, söng næturf uglanna og þrusk f rá þeim dýrum, sem eru á ferli að nóttu til. Svo fór hann að kalla. Það var öruggt, að þeir sem hann leitaði myndu ekki gefa til kynna nærveru sína, ef hann léti sér nægja að ganga meðf ram vatnsfar- veginum og kalla á einhvern. Hann varð að gera köll sín forvitnileg. Hann varð að vekja hjá þeim löngun til að sjá hver fjandinn væri á ferðinni. Hann kallaði á viet- nömsku, þeirri litlu frönsku, sem hann hafði lært í menntaskóla, hermdi eftir suðurríkjamálýzku, vestur- ríkjamállýzku og málhreim svertingja. Hann tvinnaði saman níðingslegustu klúryrði sem hann gat sært fram.. Vatnsfallið rann í svolítinn hyl í hæðarslakkanum. Þar var engan að sjá. Hann gekk upp með farveginum og kom að öðrum hyl. Enn sá hann engan. Hann hélt áf ram að kalla. Nú varð hann að finna einhvern fljótlega. Að örum kosti yrði hann kominn svo hátt upp, að hann kæmi að uppsprettu vatnsfallsins. Þá yrði hann stefnulaus. Þannig fór. Sviti hans kólnaði í kvöldsvalanum. Hann kom að þeim stað, þar sem vatnsfallið átti upptök sín á blautlendu svæði. Hann heyrði vatnsniðinn frá vatnsupp- sprettunni. Hann hrópaði enn einu sinni og lét klúryrði sín bergmála i myrkvuðum hæðunum. Svo beið hann um stund en lagði svo af stað upp í móti. Honum taldist svo til, að héldi hann áf ram upp hæðirnar hlyti hann að koma að öðru vatnsfalli. Þá yrði hann að fylgja farvegi þess. Hann var kominn um þrjátíu fet fram hjá vatnsfallinu þegar tveir sterkir geislar f rá vasaljósum féllu á hann — frá vinstri og hægri. Hann snöggstanzaði og var graf- kyrr. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hann stokkið burt frá geisla vasaljóssins, og skriðið inn í myrkið umhverfis. Líf manns var í húfi, þegar hann eigraði um hæðirnar að næturlagi og sletti sér fram í hluti, sem komu honum ekki við. Margur maðurinn hafði verið skotinn í höfuðið fyrir það sama og hann var að gera nú. Þeir höfðu verið huslaðir í grunna gröf og villi- dýr næturinnar fengu þar auðunna bráð. Ljósgeislarnir lýstu beint á hann. Annar á andlit hans Stór tyrknesk borg hverfur tvisvar sinnum og breytistlrústir. Aö lokum stöövast timavélin, stillirinn hættir aö snúast...i/Ennþá I Tyrklandi Vicki.... Þar var ein borg ^Trojuborg! Viö eyöilögö og endur- komum inn I byggð þrisvar. y^Trojustríðið: ] yélsku Drekv, '\jassf f0- mfeb.-ÞlnDiana\ , ég vona bara aö . hann fái þetta bréf.,„ Seinna 1 |/ Bréf fyrirwálker I pósthólf fHeyröu, ég hef Bangalla....:\^sjö. ^aldrei séö hann, hvei m,,,,.—\r\r~ --^ '----------l.er þetta? Miðvíkudagur 21. maí 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar 14.30 Miödegissagan: ,,Á vigslóð” eftir James Hilton Axel Thorsteinson les þýð- ingu sina (2). 15.00 Miðdegistónleikar Casenti hljóðfæraflokkurinn í Vancouver leikur Svitu fyrir klarinettu fiðlu og pianó eftir Darius Mil- haud/Leontyne Price syng- ur þætti úr óperunni „Antonius og Kleopatra” op. 40 eftir Samuel Barber. Nýja filharmoniusveitin i Lundunum leikur með: Thomas Schippers stjórnar. Jaqueline Du Pré og Konunglega filharmoniu- sveitin i Lundúnum leika Sellókonsert eftir Frederick Delius: Sir Malcolm Sargent stjórnar. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17..00 Lagiö mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Smásaga: „Skjóliö” eftir Gunnar M. Magnúss Höfundur les. 17.50 Síödegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. . 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurtog svaraöErlingur Sigurðarson leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Einsöngur I útvarpssal: Elisabet Erlingsdóttir syng- urlög eftir Karl O. Runólfs- son og Pál ísólfsson: Guð- rún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Hvltár- bakkaskólinn Magnús Sveinsson kennari les nokkra kafla úr nýlegri bók sinni, einkum greinar og ljóö eftir nemendur skólans. b. Holtagróöur Baldur Pálmason les nokkur kvæði eftir Maríus Ólafsson. c. Frá bernskustöövum Ágúst Vígfússon kennari flytur frásögn. d. Kórsöngur Kirkjukór Húsavíkur syng- ur lög eftir Dvorák, Stein- grlm Sigfússon og Pálmar Þ. Eyjólfsson. Ladislav Vojta stjórnar. Steingrímur Sigfússon annast orgel- undirleik. 21.30 Útvarpssagan: „Móöirin” eftir Maxlm Gorkí Halldór Stefánsson þýddi. Siguröur Skúlason leikari byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan ,,Tyrkjarániö” eftir Jón Heigason Hofundur les (16). 22.35 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 21. mai 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Umhverfis jöröina á 80 dögum Breskur teikni- myndaflokkur. 13. þáttur. Þýöandi Ellert Sigurbjörns- son. 21.05 Stjórnmáiaumræöur Umræðuþáttur i sjónvarps- sal með þátttöku formanna allra stjórnmálaflokkanna. Umræöunum stýrir Eiður Guðnason. Bein útsending. 22.05 Marinella Grisk söng- kona syngur lög frá landi slnu. Þátturinn er tekinn upp á skemmtistaö i Aþenu, þar sem Marinella vinnur, og er einnig skyggnst að tjaldabaki, þegar hún er aö búa sig undir að skemmta gestum. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.