Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 20
þeytidreifarinn góö vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 fyrirgóðan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Leiðtogafundur NATO hefst í dag: FRAKKLANDSFORSETI EINN LÆTUR EKKI SJÁ SIG Evrópuför Fords Bandaríkjoforseta gæti markað tímamót í bandarískri utanríkisstefnu NTB/Reuter-Brussel/Washing- ton/Lissabon. í dag hefst I aðal- stöövum Atlantshafsbandafags- ins í Brussel fundur æöstu manna aðildarrikja bandalagsins. Búizt er við, að allir þjóðarleiðtogar hinna fimmtán rikja, er aðild eiga að NATO, sæki fundinn, að Valery Giscard d’Gstaing Frakklands- forseta einum undanskildum. Það, sem llklega setur mestan svip á fundinn, er hin nýja staða i heimsmálum, er kom upp, þegar stjómir þær i Kambódiu og Suð- ur-VIetnam, er studdar voru af Bandarikjastjórn, biðu lægri hlut fyrir þjóðfreslsisöflum i löndun- um tveim. Gerald Ford Banda- rikjaforseti hefur og lýst yfir, að höfuðtilgangur fundarins sé, að á honum gefist sér tækifæri til að fullvissa aðildarriki NATO um á- Framhald á 19. siðu Ford og Kissinger: Er nú aö vænta gagngerrar breytingar á banda- riskri utanrikisstefnu? Sósíalistar starfa dfram í Portúgalsstjórn Kommúnistar vilja lóta líta svo út sem þeir einir fylgi herforingjunum að mólum NTB/Reuter-Lissabon. Portugalskir sósialistar hafa — a.m.k. f bili — hætt við að draga sig út úr Portúgalsstjórn. Ljóst er nú orðiö, að málgagn þeirra — Republica — byrjar að koma út að nýju, en herforingjar þeir, er fara meö völd I landinu, bönnuðu útgáfu þess I fyrri viku eftir deil- ur milli ritstjóra þess og prent- ara. Deilunni lauk þannig, að prent- arar — sem hlynntir eru komm- únistum — lögðu undir sig bygg- ingu blaösins, en voru siðan færð- ir þaðan með valdi af lögreglu. Þeir MarioSoares (ráðherra án ráðuneytis) og Francisco Salgado Zenha (dómsmálaráðherra) — fulltrúar sósialista I Portúgals- stjórn — sátu báðir stjórnarfund i gær, þar sem málefni Angóla voru á dagskrá. Deilur kommúnista og fylgi- fiska þeirra annars vegar og sósialista, miðdemókrata og ann- arra lýðræðisafla hins vegar, eru þó hvergi nærri úr sögunni. Kommúnistar efndu til mikillar göngu I gærkvöldi til stuðnings Stjómmálahreyfingu Portúgals- hers (MFA). Sósialistar og mið- demókratar neituðu að taka þátt i göngunni. Fréttaskýrendur álita, að kommúnistar vilji nú fyrir alla muni láta lita svo út sem þeir — einir stóru flokkanna — fylgi her- foringjunum að máli. Kissinger, utanríkisróðherra Bandaríkjanna: Veita verður meira fé til uppbyggingar í þróunarríkjum NTB/Reuter—Paris — A ráð- herrafundi Efnahags- og þróun- arstofnunarinnar (OECD), sem haldinn er i Parls, skoraði Hcnry Kissinger, utanrikisráöherra Bandarikjanna, á stjórnir iðn- rikja og oliuframleiöslurikja að veita enn meira fé til uppbygg- ingar i þróunarrikjunum. Ljóst er, að Bandaríkjastjórn hefur að undanförnu tekið utan- rikisstefnu sina til gagngerrar endurskoðunar: 1 fyrradag sagði Kissinger þannig, að Bandarikja- *menn væru nú reiðubúnir að ræða verð á öðrum hráefnum en oliu á sameiginlegri orkuráðstefnu oliu- framleiðslu- og oliuneyzlurikja. Og i gær boðaði hann stóraukna aðstoð til handa þróunarrikjun- um. Búizt er við, að stefnubreyt- ingar á fleiri sviðum utanrikis- mála fylgi i kjölfarið — ekki sizt i fyrirhugaðri Evrópuför Gerald Fords forseta (sjá annars staðar á siðunni). Kissinger sagði á OECD-fund- inum i gær, að stjórn sin styddi hugmyndina um stofnun sérstaks sjóðs, til að kosta slika aðstoð við þróunarrikin. Ætlunin er, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn leggi fram upphæð i sjóð þennan, er nemi tveim milljöröum dala. Bandariski utanrikisráðherrann hvatti og til, að fleiri aöilar legðu fram tillög I sjóðinn — einkum oliuframleiðsluriki. Þá lagöi Kissinger áherzlu á, að góð samvinna tækist með iðnrikj- um og þróunarrikjum. í þvi sam- bandi gat hann þess, að Ford for- seti hefði ákveðið, að Bandarikja- menn stæðu að stofnun sjóðs, sem ætlað er að miðla matvælum til þeirra, er sérstaklega illa verða úti af völdum náttúruhamfara, uppskerubrests o.þ.h. Sá sjóður á — að sögn Kissingers — að nema a.m.k. einum milljarði dala. Fjöldahandtökur ó Spóni Þarlend yfirvöld virðast staðróðin í að kæfa allar mótmælahreyfingar þegar i fæðingu Reuter-Madrid. Yfir þrjátiu menn voru handteknir i borg- unum Madrid og Valladolid I fyrrakvöld, fyrir andróður gegn spænsku stjórninni. Með- al þeirra handteknu eru lög- fræðingar, verkalýðsforingjar og háskólakennarar. Lögreglan handtók fjórtán menn i húsakynnum laga- deildar Madrid-háskóla, þar sem þeir sátu á fundi og ræddu um stofnun samtaka innan há- skólans, til að berjast gegn einræðisstjórninni á Spáni. Fjórtánmenningarnir sátu enn inni, er siðast fréttist, án þess að formleg ákæra hefði veriö lögð fram á hendur þeim. Þá hermdu fréttir, að óein- kennisklæddir lögreglumenn hefðu handtekið nafnkunnan lögfræðing i borginni Valla- dolid á Mið-Spáni, þar sem hann sat að snæðingi með tveim öðrum lögfræðingum verkalýðssamtakanna i borg- inni og a.m.k. tuttugu verka- lýðsleiðtogum, er starfa hjá bifreiðaverksmiðjunum Fasa- Renault. Allir þessir menn sátu inni i fyrrinótt. Engin skýring hefur verið gefin á handtökunum af opinberri hálfu. Þessar handtökur sýna, að spænsk yfirvöld virðast stað- ráðin i aðhrinda þegar i stað þeirri öldu mótmæla, er riðið hefur yfir Spán að undan- fömu. Aftur á móti er óliklegt, að það takist, enda hefur bylt- ingin I Portúgal á siðasta ári orðið mörgum andófsmannin- um hvatning til að herða bar- áttuna gegn einræðisstjórn- Þjóðstjórn í Líbanon NTB/Reuter-Beirut. Suleiman Franjieh Libanonforseti hefur faliö Rashid Karami, fyrrum forsætisráöherra, að mynda nýja stjórn i landinu. A meðan forsetinn las upp tilkynningu þessa efnis, kvað við skothrið, þegar sveitir falangista og Palestinuskæruliða skiptust á skotum í aðeins tveggja kiló- metra fjarðlægð frá forseta- höllinni I Beirut. Karami hefur þegar lýst yfir, að hann ætli að taka full- trúa allra helztu stjórnmála- flokka landsins í stjórn sina. Hann hefur og skorað á falangista og Palestínuskæru- liöa að leggja niður vopn. 1 gær féllu tiu menn til við- bótar i bardögum deiluaðila i Beirut. Þá hafa alls 86 látið lif- ið i átökum þeim, er staðið hafa nú i rúma viku. Straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörgum mynztrum ; og litum. ) Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lifgjð upp á litina i svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshusið Rvík sími28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.