Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 Guðmundur Jósafatsson fró Brandsstöðum Er drekkingarhylurinn bjargráðið? 'lslendingar eiga, sem betur fer, fleira i fórum sinum en stórar skuldir til a6 færa næstu kynslóð- um I arf. Þeir eiga llka stóra drauma. Hætt er viB, að þeir ræt- ist ekki allir og virðist ekki f jarri lagi að skuldasúpan, sem nú hef- ur veriö tilreidd á matborði sam- tiðar vorrar, reynist ekki svo fit- andi sem skyldi, a.m.k. sýnist ýmsum af okkur hinum eldri hún óltkleg til að verða talin til kræs- inga. En framhjá henni verður ekki gengið þegar til þess kemur, að gera djörfustu vonir samtiðar- innar að raunhæfum veruleika. Einn af hinum djörfu draumum hennar, sem mjög snertir okkur Húnvetninga — trúlega nokkuð að jöfnu þá, sem heiman eru horfnir og hugsa þó heim, og hina, er enn sitja þar að slnu, er hin mikla virkjun Blöndu, sem nu er mjög á dagskrá. Því er ekki að neita, að ótvlræður glæsibragur er yfir þeirri hugsjón, sé miðað viö þá miklu orku á Islenzkan mæli- kvarða, sem þar er fólgin, verði hún beizluð að fullu. Drög að þeirri beizlun liggja hér á borðinu fyrir framan mig og játa ég hreinskilnislega, að mig hryllir við.Þar er lagt til, að hartnær 50 ferkm-af grónu landi skuli lagðir undir vatn. Þeir eru ekki smátæk- ir þar. Gróðurmold þessa lands hafa gróðrarmögn Islands verið að glíma við að skapa i hart nær tiu þúsund ár. Nú eru Islendingar orðnir svo efnaöir, að þeir geta sér að meinfangalitlu sökkt þess- um 50 ferkllómetrum gróins lands, — drjúgan hluta af lægsta og grónasta hluta þeirra afrétta, sem þar eiga hlut að. Það á sennilega ekki við að rif ja hér upp loforð. Þó get ég ekki stillt mig um að minna á eitt. Enn má telja á fingrum sér þá mán- uði, sem liönir eru siðan leiðtogar þjóðarinnar lofuðu I áheyrn al- þjóðar að gefa henni einn milljarð króna, — þúsund milljónir—til að græða það upp aftur, sem aldir og ániðsla hafa lagt I örtröð. Og það munu þegar starfandi allmargar nefndir, sem eiga að vaka yfir þeim gróðri, sem enn er til og að hrinda þessu fram. Eðlilega er þetta enn komið skammt áleiðis, enda gróa ekki vlðar lendur af loforðum einum. Slöan þessi lof- orð voru gefin, hafa lærðir menn og landsfeður, fært þessa upphæð svo niður, að þessar þúsund millj- ónir vega nii litlu meira en 700 milljónir gerðu eins og þessi mál stóðu I júni 1974, og virðist ekki vonlaust að atvikin kunni að haga þvi svo, að sllk bjargráð færðu þessa gjöf enn neðar. Sú saga skal ekki rakin hér frekar. En óhætt virðist að minna á, að þegar þjóBarleiBtogar hafa gefið slik lieit, er ekki liklegt að þeim hin- um sömu mönnum sé ljúft að leggja 50 ferkllómetra gróins nytjalands undir vatn, án þess að nokkurra ráða sé leitað þeim til bjargar. En þeirrar leitar verður hvergi vart á þeim blöðum, sem ég hefi nú fyrir framan mig og áður eru nefnd. Hér skal ekki mörgum orðum eytt um þennan þátt. Þó stilli ég mig ekki um, að minna á, að mér vitanlega hefur engin athugun farið fram á þvi, hvort ekki sé fært að efna til uppistöðu — lóns eða — lóna við Blöndu, sem ekki tækju nema brot af flatarmáli þess nytjalands, sem þeir upp- drættir gera ráð fyrir að sökkvi, er nú liggja fyrir. Enn slður, hvort óhugsandi sé að seilast eftir vatni, sem nokkru næmi af vatna- svæðum þeim, er næst liggja að sjálfsögðu þó án þess, að þar yrðu hliðstæð hermdarverk unnin. Hér skal ekkert um það fullyrt, hverj- ar færar leiðir kunna að finnast til þessa. Hitt er vist, að meðan eng- in virðir þær viðlits, liggja þær lausnir ósannaðar með öllu, sem þar kunna að vera fyrir hendi. Ég vik enn að þvi landi, sem áðurnefndir uppdrættir dæma úr leik um aldur og ævi, ef þeir eiga að vera dómsorðið I málinu. Þær raddir eru uppi, að þetta sé hægt að bæta. Nokkuð er til I þvl, enda þekkjum við Islendingar mann- gjöldin fornu. Þar kom mat. til. En hvernig sem þau hafa verið hugsuð vita allir að llfið sem tekið var.varð aldrei metið til verðs, — aldrei goldið enda óborganlegt. Llf er aldrei hægt að meta, sizt til fjár. Engin viðráðanleg leið mun nú þekkt til að skila þeim heiðum, sem þarna eiga hlut að því gróðurmagni, sem þarna yröi gjöreytt, jafnvel þótt ærin vIBerni séu þar fyrir hendi. Og þó hún kunni aö finnast sIBar, mundi sá fundur engri rýrð kasta á gildi þess gróðurmagns — þess Hfs, sem kviksetja skal samkvæmt þessum tillögum. Einhverjum kann að virBast drekkingarhylur mun hugnæmari en kviksetning- in. En lifinu eru niBurstöBurnar Hkar. Til hins gróna lands heiBanna hafa kynslóBir aldanna sótt drjúgan hluta af bjargráBum sln- um — hluta af málsverBunum. Þeir geta orBiB — ekki aBeins dýr- irheldur miklu fremur dýrmætir, þegar þeir fást ekki á borBiB. Þeir, sem selja þetta nu, eru aB selja málsverBi framtlBarinnar fyrir eyBslueyri augnabliksins. Ég skal fúslega játa, aB reki nauBsyn til aB virkja Blöndu nú, er sú hugmynd mér mun hug- þekkari að skila henni aftur heim, en fara með hana vestur I Vatns- dal. Eg játa fúslega, ao þá lausn hefi ég alltaf fært til afglapa. Þær áætlanir aB flytja allt að 30 sek/m úr Blöndu þangað vestur, hlutu og hljóta alltaf að verBa Vatnsdæl- um þyngri i skauti en svo, aÐ und- ir yrBi risiB að meinfangalitlu. Blanda verður sjálfri sér lík, þeg- ar henni hefur verið skilað aftur á sinar heimaslóðir og þá trúlega ekki alveg eins mislyndri og áBur. YrBi þaB alltaf talinn þeim bæti- kostur, sem næst henni búa, þó sennilega velti þaB þeim ekki á miklu. Hitt er mér rlkara I hug aB fá þessum spurningum svaraB: Rekur nokkur nauBsyn til þess, aö virkja Blöndu nú? Eru engar lausnir á raforkumálum Norö- lendinga sjáanlegar nú sem yfir hvoru tveggja eiga að ráBa: að vera þjóðinni viBráBanlegri og hollari? Þessu verBur ekki svaraB hér, enda hvorki staBur né geta til þess. Á hitt virðist óhætt að benda, að vel þarf að reka álverk- smiðju á Akureyri, ef hún á að verBa gróBafyrirtæki, verBi raf- orka frá Blöndu seld þar á kostn- aðarverði, sé þaö rétt, að Straumsvikurverksmiðjan berj- ist I bökkum nú. Er þó talið að hún borgi ekki nema tæpan 1/10 hluta þess raforkuverðs, sem Islend- ingar þurfa nú aB greiða sjálfum -sér. Er hvort tveggja miðað hér við heildsöluverö. Við þurfum meira rafmagn um Norðurland. Um það verður ekki deilt. Er Blanda viBráBanlegasta lausnih? Hversu lengi dugir hun, NorB- lendingum og grönnum þeirra ef NorBmenn eiga aB sitja þar I fyrirrúmi eins og Isal situr ntl við Búrfell og Union Carbide virðist eiga að sitja við Sigöldu? Reykjavík, 20. mal 1975. Halldór Kristjánsson: Séra Heimir Steinsson — stjórnandi lýðskóla þjóðkirkj- unnar islenzku I Skálholti — birti i Kirkjuritinu 4. hefti f. á. ritgerð, sem vakið hefur nokkra athygli. Nú hefur höfundur að vlsu getið þess I Tímanum, að greinin hafi verið ætluð mönnum með guðfræðilega sérmenntun. 1 öðru lagi segir hann, að vilji menn svara henni, eigi aB gera það i Kirkjuritihu. Það er min skoðun, að kirkjan sé enn og eigi aB vera svo vIBtæk, að hennar mál séu mál allrar alþýðu. Einnig Ht ég þannig á, að dagblöð eigi að vera umræðuvett- vangur hvers konar mála, sem almenning varða. Þess vegna bið ég Tlmann fyrir þessa grein. Hún er skrifuð I tilefni af grein Heimis. Hitt skulu aðrir dæma, hvort hún verður svar við henni. Grein Heimis hefur vakið at- hygli sérstaklega vegna ádeilu hans á spiritisma og sálar- rannsóknamenn. Sé ritgerð hans lesin vandlega, verður augljóst, hvers vegna hann ræBst þar á. Glæpur spitismans I hans augum er sá, að hann sættir menn við HfiB og lætur þá eygja tilgang með þvi. Það finnst honum óþolandi óhæfa. Mér virðist, að vissir hyrningarsteinar I grein Heimis séu ótraustir. Hann segir, að hug- takið eilifð sé andstæða timans og „allrar breytingar, hreyfingar, þróunar." „Hugtökin „þróun" og „eillfð" útiloka hvort annað. „Eilifð" er hugmynd um ævar- andi, óhagganlegan veruleika." Þetta er bull, svo notað sé það tungutak, sem Heimi er eiginlegt. Orðið eilifur táknar aðeins að lifa óendanlega. Eilifð, er það sem aldrei þrýtur. Um stöðnun eða þróun segir orðið ekkert, hvorki til né frá. Þegar séra Heimir tengir það við óumbreytanleika, er það einkaskilningur hans. I þeim barnalærdómi sem ég átti aö læra — Helgakveri — var kafli um eiginleika guðs. Þar þótti ástæða til að taka það fram, að guB væri óumbreytanlegur, þó aB lika væri sagt að hann væri eilifur. Svo vlðsfjarri fór þvi aö orðið eilifur fæli I sér óum- breytanleikann samkvæmt lúterskum rétttrúnaði. Séra Heimir talar um hóp kristinna manna, sem'einn horfist I augu við sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann". Tvennskonar kristindómur Það er einfalt, og sjálfsagt er sælt að trúa þessu I bili. Þó er ég hræddur um að dauðlegir men, sem þessu trila, eigi eftir að vakna upp við vondandraum, og finnast sem af þeim renni vima, svo að þeim verði ljóst, að þeir hafi ekki náð út yfir allan sahn- leikann. ftg held llka að oftast nær sveimi fyrir augum manna eitthvað annaB en hreinn og ómengaður sannleikur. íog held, að við höfum ekki alla vizku á valdi okkar enn sem komið er — ekki einu sinni séra Heirhir. Skólastjórinn i Skálholti minnist þeirra, sem „vakna grut- timbraðir og útþvældir, af þvi að þeir drukku of mikið I gær- kvöldi." I framhaldi af þvi segir hann: „Kristur gengur á milli þeirra, sem hann I nótt hrakti einuskrefinærklakanum kalda." Mér skilst, að hér liggi til grundvallar sú hugsun, að „enginn sé liklegri til aftur- hvarfs, en sá, sem nógu rækilega hefur verið rekinn út á eyðimörk tilgangsleysis og tóms." 1 sam- ræmi við það trúir Heimir þvi að Kristur sé á ferðinni og reki menn út á sllka eyðimörk. Þvl sé það hann, sem láti menn drekka frá sér vitið — væntanlega I þeirri von aB timburmennirnir reki þá til hans, þegar þeir vakna. Dramb er falli næst. Það er satt. Vist vofir sú hætta yfir svokölluðum lýtalausum persón- um, að þær forherðist og of- metnist. Hrokinn er sálarháski. Samt vil ég ekki trúa öðru en við, sem aldrei höfum vaknað • timbraðir og erum ekki flokkaðir með misindismönnum, eigum okkur nokkra von. Skyldum við ekki hafa nóg til að skammast okkar fyrir samt? Ætli viöhöfum ekki nóga ástæðu til áuðmýktar? Þó að við kannski freistumst til að segja stundum eins og fariseinn: Ég þakka þér, að ég er ekki eins og þessi maður, er ekki þar með sagt að við teljum okkur galla- laus. Það skiptir lika töluverðu, hvort við teljum okkur hafa öðrum eitthvað að þakka fyrir það, sem vel er um okkur. Séra Heimir talar um óum- ræðilega birtu þeirra guðsbarna, sem höndluð eru af Kristi. Hann segir, að sú trú sé óskiljanleg og fráleit. Vel ann ég honum trúar sinnar, en væntanlega virðir hann mér til vorkunnar, þó aB mér finnist guðfræði hans vera „grautarleg dulspeki" svo að talað sé hans tungumál. En þvl vill séra Heimir ekki unna öðrum sinnar trúar? Séra Heimir segir, að dauðinn sé útþurrkun alls, einnig einstaklingsins, að þessu fylgi al- gjört tilgangsleysi jarðneskrar tilveru. Þetta eru stór orð og ósönnuB. Vel má hann segja að framhald Hfsins sé ósannað. Hann veit ekki til þess að fram- liðnir menn hafi komið hingað aftur. En þó svo sé, sannar það ekki að öllu sé lokiB fyrir þeim. Og vlst gætum viB haldið áfram að vera til, þó við hættum að vera einstaklingar. Trúarreynsla manna er margs- konar. Fjöldi manna telur sig hafa áþreifanlega sannað og reynt, að til eru áhrifaöfl utan við þá, sem geta gripið — og gripa — inn í lif þeirra. Þeir hafa fundið, að yfir sér væri vakað þeim var forðað frá óhöppum og slysum meö einum og öðrum hætti þar sem ráðdeild, fyrirhyggja eða manndómur þeirra sjálfra dugði ekki til. Þeir eru lika margir, sem telja sig hafa orðið vara við látna samferðamenn og ástvini með einum og öðrum hætti. Miðils- fundir eru ekki nema einn þáttur i þvi. Það má vel vera að ýmsir séu Htilþægir með sannanir I. þeim efnum. Það er lika Jengi hægt að leita annarra skýringa á fyrirbærum en þeirra, að hinir framliðnu séu þar á ferð. Oft má segja að einstök dæmi sanni ekki neitt afdráttarlaust. Hitt er staðreynd, að mörgum hefur farið svo, að þegar hann veit dæmin úr ýmsum áttum, hættir hann að þræta og játar að hann skilji ekki til hlltar undur lifsins. Útbreiðsla spititismans hér á landi er ekki sizt sprottin af þvi, að truarheimsepki hans og lifs- skoðun er i samræmi við trúar- reynslu fjölda manns viða um land. Kristnir menn hafa lengi trúað þvi, að þetta jarðllf ætti að vera skóli. Þeir hafa lengi trúað á hreinsunareld a öðru, seinna tilverustigi. Vort lif, sem svo stutt og stppult er, það stefnir á æðri leiðir, segir Einar Benediktsson. ÞaB er gömul, kristileg lifsskoðun. Hann segir lika: „Verðmæti þitt gegn- um lifið er fórnin." Þar er komið að kjarna kristilegrar lifs- skoðunar að minu viti. En það er ekki sama hverju er fórnað og hvernig er fórnað. Sagði Kristur ekki, að við skyldum snúa við frá helgidóminum, guðsbjónustunni, til þess aB sættast við samferða- mennina? Sagði hann ekki berum orðum, að þjónusta við aðra, hjálpfýsin og góBvildin opnaði mönnum riki himnanna? Það er sá kristindómur, sem ég skil og trúi. Og hann er i fullu samræmi við allt það, sem ég veit og hef þreifað á. ÞaB er rétt, að spitisisminn hef- ur sætt marga viB lifiB. Trúar- heimspeki hans, aB maðurinn haldi vitundaríifi sinu eftir dauðann og þcoskamöguleikann, hefur hjálpað mörgum til að finna . tilgang með þessu Hfi. Jafnframt hafa þau fornu, kristilegu sannindi orðið mönnum Ijós, að litils virði eru jarðnesk gæði og rikidæmi hjá þvi að biða tjón á sálu sinni. Ég hef talið, að þetta væri allt i samhljóðan við kristindóminn. Mér hefur sýnzt, að þetta væri mönnum tilgóðs. Þessi lifsskoðun og trú væri mannbætandi, gæfi slnu fólki sálarfrið og gerði það betri og æskilegri samferðamenn. Mér hefur fundizt, að menningar- starf Þjóðkirkjunnar væri I og með unnið á þessu sviði undan- farna áratugi. Svo kemur maður, sem telur sig hafa allan sannleikann og ekkert nema sannleikann fyrir augum. Hann triiirá afturhvarfið og telur, að örvænting tilgangs- leysisins sé öruggasta forsenda þess. Hann trúir þvi, að Kristur standi bak við og sé valdur að of drykkju þjóðarinnar. Hann trúir þvi, að allt, sem sættir menn við lifið og lætur þá eygja tilgang I þvi, sé illt. Þess vegna eigi Is- lenzka kirkjan sérstaklega að ráðast gegn spititismanum. Þetta er annar kristindómur en ég hef alizt upp við og vanizt. Ég læt mér I léttu rúmi liggja þó að ég sé ekki i þeim hópi, sem Heimir Steinsson kallar kristna menn. En mér er ekki sama, hvaða kristindóm þjóðkirkjan is- lenzka boðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.