Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 24. júni 1975. TÍMINN 9 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. A Orkubú Vestfjarða Fjórðungssamband Vestfirðinga efndi til auka- þings að Núpi i Dýrafirði fyrir skömmu. Aðalmál fjórðungsþingsins að þessu sinni var að ræða um stefnumörkun i orkumálum Vestfjarða. Á þinginu lagði stjórn sambandsins fram fyrstu hugmynd að frumvarpi um Orkubú Vestfjarða, og fylgdi fram- kvæmdastjóri sambandsins, Jóhann Bj. T. Bjarnason, þvi úr hlaði. Samkvæmt frumvarpinu verður Orkubú Vest- fjarða sjálfseignarstofnun með sérskilinn fjárhag, reikningshald og réttarstöðu. Lagt er til að rikis- sjóður og þau sveitarfélög á Vestfjörðum, sem eiga raforkuver, rafstöðvar, fjarhitastöðvar og jarð- varmaveitur, ásamt tilheyrandi flutnings- og dreifikerfi, leggi þessar eignir sinar fram endur- gjaldslaust sem stofnframlag i Orkubú Vestfjarða, enda yfirtaki það áhvilandi skuldir, sem sannan- lega hefur verið stofnað til vegna hinna tilteknu mannvirkja. Orkubúinu er ætlað að sjá öllum ibú- um Vestfjarða fyrir raf- og vatnsvarmaorku frá samveitum eða með öðrum hætti. Þá er Orkubúinu ætlað að hafa forgöngu um að annast nauðsynlegt rannsóknar- og undirbúningsstarf þar að lútandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn orkubúsins setji gjaldskrá fyrir þjónustu stofnunarinnar, og skal hún miðuð við það, að jafna aðstöðu þeirra, sem á Vestfjörðum búa, hvað snertir verðlag á raforku- eða vatnsvarma til húsahitunar. Fulltrúa greindi á um einstaka þætti frum- varpsins, en i heild rikti mikil eining og sam- staða meðal fundarmanna um orkumálin. Mikill orkuskortur er nú á Vestfjörðum, og þrátt fyrir nýja virkjun i Mjólká, sem nú er unnið að, verður um áframhaldandi rekstur diselstöðva að ræða. Ekki verður þvi hægt að heimila rafmagns- notkun til húsahitunar i stórum stil. Upphitunar- kostnaður með oliu er þrisvar til fjórum sinnum dýrari á Vestfjörðum heldur en á hitaveitu- svæðum. Hér er þvi skjótra úrbóta þörf. Virkjun Suðurfossár er næst i framkvæmdaröð virkjana á Vestfjörðum, en verður fyrst og fremst til öryggis fyrir suðursvæðið. Stórvirkjun, er leyst gæti upphitunarvanda- málin á Vestfjörðum, tæki sennilega ekki minna en um átta ár. Þess vegna horfa Vestfirðingar mjög fast á að fá byggðalinu, sem skilað gæti nægu rafmagni inn á orkusvæði Vestfjarða eftir þrjú ár, ef undirbúningur að framkvæmdum þar að lútandi hefst strax i sumar. Steingrimur Hermannsson, alþm., mætti á aukaþinginu og ræddi um hina ýmsu kosti til lausnar á orkumálum Vestfirðinga, bæði virkjunar heima fyrir og byggðalinu. Hann sýndi fram á, að byggðalina úr Hrútafirðinum væri langsamlegasta skjótasta lausnin á orkumálum fjórðungsins. Hann vakti jafnframt athygli á þvi, að með slikri linu mætti tengja saman öll þrjú orkusvæði Vestfjarða, og leysa þannig samtimis orkuþörf þeirra allra. Steingrimur lýsti ánægju sinni með þann skilning, sem fram kom á þinginu á þessari lausn. Hann lagði áherzlu á, að mæla þyrfti fyrir byggða linu i sumar og hraða framkvæmdum þannig, að hún gæti orðið tilbúin árið 1977. Steingrimur ræddi um frumvarp það, sem fyrir þinginu lá, um Orkubú Vestfjarða. Hann fagnaði almennri samstöðu fulltrúa á þinginu um slika félagslega lausn. „Samstaða heima fyrir mun tryggja framgang þessa ágæta máls,” sagði Steingrimur. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Viðskipti Japans og Kína aukast Taka gulu stórþjóðirnar höndum saman? Bæöi Kissinger og Gromiko hafa vaxandi áhyggjur af samdrætti Japana og Kinverja. ÞAÐ gerðist i Moskvu slðastl. fimmtudag, aö Andrei A. Gromiko utanrikisráöherra RUssa kallaöi japanska sendi- herrann á fund sinn og afhenti honum orðsendingu, sem birt var opinberlega næsta dag. t orösendingunni er lýst þeirrj von, aö stjórn Japans geri ekki neitt þaö, sem geti haft óheppileg áhrif á sambúð Jap- ans og Sovétrikjanna. Síöar I orðsendingunni kem- ur glöggt i ljós, hvert tilefnið er. Stjórnir Japans og Kina hafa undanfarið unnið að þvi, að gera friðar- og vináttusátt- mála milli rikjanna. Af hálfu Kínverja hefur verið lagt mik- ið kapp á að fá það ákvæði inn I sáttmálann, að bæði rikin muni standa saman gegn tilraunum þriðja aðila til að ná yfirráðum i Asiu. 1 orðsend- ingunni segir, að Kinverjar fari ekki dult með, að þessu ákvæði sé fyrst og fremst beint gegn Sovétrikjunum þótt þau séu ekki beinlinis nefnd, enda beri orðalagið á kln- verska uppkastinu öll merki þess, að skeytinu sé beint að Sovétrikjunum. Þetta sé þátt- ur I þeirri viðleitni Kinverja að fá Japan til liðs við sig með einum eða öðrum hætti til þess að vinna gegn þeirri stefnu að draga úr spennu i alþjóðamálum, en það sé nú höfuðmarkmið utanrikis- stefnu Kinverja að viðhalda spennunni. Orðsendingunni lýkur með þvi, að minnt er á, að Leonid I. Brézjnef hafi lagt mikla áherzlu á, að bæta sambúð Japans og Sovétrikjanna. ÞESSI orðsending stjórnar Sovétrikjanna er augljóst merki þess, að valdhafar Sovétrikjanna hafa orðið áhyggjur af vaxandi sam- skiptum Kinverja og Japana. Þetta er ekki heldur að öllu leyti ástæðulaust. Verzlunar- viöskipti milli Kina og Japans aukast nú óðfluga.Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var út- flutningur Japans til Kina meiri en til nokkurs annars lands, þegar Bandarikin ein eru undanskilin. Ýmsir höfðu spáð þvi, að draga myndi úr útflutningi Japans til Kina á þessu ári, þar sem mikill halli hafði ver- ið á viðskiptum á siðastl. ári Kinverjum i óhag, og kynnu Kinverjar þvi að reyna að draga úr innflutninginum frá Japan. Svo hefur ekki orðið heldur hið gagnstæða. Allt bendir nú til, að viðskipti Jap- ansog Kina muni halda áfram að aukaztstórlega, en i kjölfar þess er líklegt að sambúö landanna verði betri og nánari á fleiri sviðum. Það vekur ekki sizt athygli i þessu sambandi að oliuút- flutningur frá Kina til Japans margfaldaðist á siðastl. ári, og gert er ráð fyrir að hann tvöfaldist i ár. Olíuvinnsla eykst nú óðfluga i Kina og get- ur vel svo farið að Kina geti i framtlðinni fullnægt mestu af þörfum Japana, ef um það semst. Rússum er þetta áhyggjuefni,en þeir hafa reynt að semja við Japani um sameiginlega nýtingu á hinni miklu gos- og olíuauðlegð Austur-Siberiu, en þar er um svo stórfellt tæknilegt og fjár- hagslegt verkefni að ræða, að Rússum einum er það ofvaxið að sinni. Japanir hafa færzt undan að sem ja um slikt, enda myndu Kinverjar lita það óhýru auga. Japanir hafa hins vegar nýlega samið við Rússa um mikil kaup á kolum og timbri frá Slberíu og munu þeir hjálpa til við vinnsluna. Þá hafa nýlega verið gerðir samningar milli Japans og Sovétrikjanna um fiskveiði- réttindi og er þetta samkomu- lag talið hagstætt Japan. Rússar vilja bersýnilega á þennan og annan hátt hafa góð skipti við Japani en þeir neita þó hins vegar stöðugt að láta Japan fá aftur fjórar nyrztu Kuril-eyjarnar, sem Rússar hertóku af Japönum i lok sið- ari heimssty rjaldarinnar. Þetta getur átt eftir að valda auknum vanda i sambúð Jap- ana og Rússa i framtiðinni, og vafalaust eiga Kinverjar eftir að notfæra sér þetta óspart. ÞAÐ ERU fleiri er Rússar, sem fylgjast með batnandi sambúð Japans og Kina með nokkrum áhyggjum. Siðastlið- ið miðvikudagskvöld hélt Vináttufélag Japans og Bandarikjanna mikið sam- kvæmi i New York, þar sem Kissinger utanrikisráöherra hélt aðalræðuna. Hann gat þess i upphafi, að öll risaveld- in létu sig öryggi Asiu miklu varða, en þó alveg sérstaklega öryggi Norðaust- ur-Asiu, en þar lægju saman lönd Kina og Sovétrikjanna. Japönsku eyjarnar lægju meðfram meginlandinu á löngu svæði og á Kyrrahafinu hefðu Bandarikin mikilla hagsmuna að gæta. t fram- haldi af þessu lýsti Kissinger yfir þvi, að Bandarikin myndu leggja engu minna kapp á góða sambúð við Japan en Vestur-Evrópu, en Bandarikin gerðu sér þess jafnframt grein, að Japan væri nauðsyn- legt að hafa ekki siður góð skipti við meginland Asiu en við Ameriku og Vestur- Evrópu. Þá myndu Bandarik- in ekki aðeins láta sig mikiu varða öryggi Japans, heldur einnig öryggi Suður-Kóreu, enda hefði öryggi Suður-Kóreu mikla þýðingu fyrir Japan. Þá lýsti hann stuðningi Banda- rikjanna við Bandalag Suð- austur-Asiu, en i þvi taka nú þátt Maiaysia, Indónesia, Singapore, Filippseyjar og Thailand. Siðast, en ekki sizt lagöi hann svo áherzlu á náin tengsli við Astraliu og Nýja- Sjáland. Að lokum gat hann svo þess, að Bandarikin vildu bæta sambúðina við Kina og Sovétrikin. Ræða Kissingers bar þess glöggan vott, að Bandarikja- menn leggja mikið kapp á að styrkja tengslin við Japan. Þaömá þvi segja, að öll helztu risaveldin þrjú, Bandarikin, Kina og Sovétrikin, sækist eft- ir vinfengi Japana. Aö sjálfsögðu er erfitt að spá þvi hver framvindan verður i þessum efnum. En i framtið- inni gæti það orðið örlagarikt, ef mjög náin samstaða tækist milli Japans og Kina. Þá gæti þess orðið skammt að biða, að mongólski kynþátturinn ráði mestu I Asiu, og hyggði jafn- vel á meiri landvinninga. Areiðanlega er það ekki sizt þetta, sem Rússar og Banda- rikjamenn óttast, þegar þeir eru að leita eftir vinfengi Jap- ana. Ekki sizt væri ástæða fyrir Rússa að óttast það, ef náin samvinna tekst milli gulu stórþjóðanna, þvi að báðar hafa þær vafali'tið augastað á hinum miklu auðæfum Siberiu. En margt styður vissulega að þvi, að þær vinni saman, nema þá helzt það,að þær nái ekki samkomulagi um hvor eigi að hafa forustuna. Hingað til hefur það helzt staðið sambúð þeirra i vegi. en það getur átt eftir að breytazt eins og fleira. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.