Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. júni 1975. TÍMINN 13 Leiðrétting t GREIN sem birtist i Timanum s.l. föstudag um orkumál á Vest- fjörðum, urðu þau mistök, að sagt var að Steingrimur Hermannsson væri i ræðustóli i myndatexta. Hið rétta er að Jón Ólafur Þórðarson var að flytja ræðu, er myndin var tekin. Sýnishorn af verkum Guðmundu. Herðubreið — ein mynda Gunnars. Hver segir satt? Kæri Landfari. Samningar um kaup pg kjör i landinu hafa tekizt og eru að takast þessa dagana og flestir eru fegnari en frá megi segja, en þó er ekki allt til lykta leitt, þvi miður. Margt hefur verið sagt og mikið verið skrifað um þessi kaupgjaldsmál og töluleiknir menn fengnir til að reikna dæmi. Erfitt er að gera sér grein fyrir hverjir segja satt og hverjir ekki, a.m.k. stangast fullyrðingar stundum óþægi- lega, til dæmis má nefna deilu mjólkurfræðinga og vinnuveit- enda þeirra. Ég vitna i Timann 10., 11. og 12. júli s.l., þar sem þessi mál eru skýrð frá báðum aðilum. Vinnuveitendur segja kaupkröf- una vera 139.40% hækkun, en mjólkurfræðingar segja 44.20%. Báöir málsaðilar, bera fyrir sig útreikninga kjararannsókna- nefndar, sem sagt, sá sami reiknar fyrir báða. Sá, sem stendur álengdar getur ekki átt- að sig á þessu. Hvernig fer kjararannsóknanefnd að fá þessar tvær tölur út úr einu og sama dæminu? Eyfirðingur. EigiÓ þér tóm gashylki ? Viö vekjum athygli viöskipta- manna okkar á aö tilfinnanlega skortir á aö tæmd gashylki berist okkur til ba°ka að notkun lokinni. Félagiö hvetur viöskiptamenn sína til aö skila inn ónotuöum hylkjum, en þau eru endurkeypt hæsta veröi. SKILAGJALD GASHYLKJA 11 kg. hylki kr. 4.500.OO 47 kg. hylki kr. 7.500.00 öllum bensinstöðvum félagsins, hjá umboös- mönnum um land allt, í kynditækjaverzluninni aö Suðurlandsbraut 4 og Olíustöö félagsins í Skerjafiröi. Olíufélagið Skeljungur hf Suðurlandsbraut 4 - Reykjavík Sími 38100 SHell Atvinna óskast Stór og dugleg 14 ára stelpa, óskar eftir starfi, gjarnan af- greiðslustörf. Uppl. i sima 86595 eftir kl. 7. Listamenn á áttræðisaldri sýna verk sín a Þingeyri SE-Þingeyri. Þessa dagana stendur yfir nýstárleg listsýning i barnaskólanum á Þingeyri. Þar sýna hjónin Gunnar Guð- mundsson og Guðmunda Jóns- dóttir frá Hofi verk sin. Þau hjónin eru komin nokkuð á áttræðisaldur, og byrjuðu ekki að fást við listsköpun fyrr en um sjötugt. Gunnar málar oliu- myndir, en Guðmunda fæst aðallega við að gera myndir úr steinum og skeljum. Sýningin hefur verið vel sótt, m.a. skoð- uðu Dýrfirðingar, sem búsettir eru i Reykjavik, hana, þegar þeir komu i hópferð til Þingeyr- ar, og allmargar myndir hafa selzt. u.m. CROWN bílaviðtœki draga afburðavei, en eru þó ódýrari en önnur tœki Verð er sem hér segir: Car 100 kr. 6.000,- Car 200 kr. 8.885,- Car 300 kr. 11.495,- Csc 702 kr. 21.800,- bílaviðtæki stereo, með kassettutæki. Csc 8000 kr. 14.000,- stereo magnari með kassettutæki. Hátalarar á 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500.- kr. Þér gerið afburða kaup i Crown. isetningar samdægurs. Viðgerðáþjónusta á cigin verkstæði. Sólheimum 35, simi 33550. Skiphoiti 19, simi 23800. Klapparstig 26, simi 19800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.