Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 24. júni 1975. TÍMINN 19 Þetta spjald biasir við augum þeirra, sem aka s.k. Drottningarbraut innan við Akureyri. Innan vegarins er stórt lón, og þar er töluvert fuglalif. Spjaldið á að minna ökumenn á að fara varlega, svo að þeim verði það ekki á að aka yfir ungamæður á leið til sjávar með hópinn sinn. Heildarvelta Kaupfélags Skagfirðinga nam 1572 millj. króna Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn inu og einn eða tvo fugla, en að þvi loknu fóru þeir að verða svangir. — Ég veit um stað, þar sem bæði eru ágætar hnetur og auk þess brómber, sagði Alan. Hann réð ferðinni og stefndi þangað, sem trén voru gisnari. Eftir stutta stund höfðu þeir fyllt húf- urnar sinar af þrosk- uðum berjum og hnet- um. Þvi næst gengu þeir upp á grasi vax- inn hól, skammt frá vegartroðningunum, sem var margar mil- ur á lengd og lá gegnum skóginn. Þar lögðust þeir niður og borðuðu nægju sina, svo að ekki var hætt við, að þeir yrðu svangir, fyrr en þeir fengju kvöldmatinn sinn heima i kastalan- um. Allt i einu greip Rikki i handlegginn á Alani. — Littu á! sagði hann. Langt burtu kom maður riðandi lötur- hægt eftir veginum og stefndi áleiðis til þeirra. Á þessum háskalegu timum höfðu allir sterkar gætur á ókunnu fólki. Báðir drengirnir hypjuðu sig undir eins burt úr rjóðrinu, þar sem þeir höfðu verið, og skriðu inn milli runnanna, svo að þeir gætu séð, hvað fram fór, án þess að þeim yrði veitt athygli. Komumaður hélt áfram ferð sinni. — Það litur út fyrir, að þetta sé þjónustu- AÐALFUNDUR Kaupfélags Skagfiröinga var haldinn i húsa- kynnum sláturhússins á Eyrinni á Sauðárkróki fyrir skömmu. Gisli Magnússon i Ey vindarholti, stjórnarformaður félagsins setti fundinn og bauð fundarmenn vel- komna. Hann minntist i upphafi fundarins þeirra 14 félagsmanna, er látizt höföu frá því að sfðasti aðalfundur var haldinn. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Magnús H. Gíslason, Frostastöð- um og Stefán Gestsson, Arnar- stöðum, en ritarar fundarins þeir Sigurður Sigurðsson, Brúnastöð- um, og Sigurður Haraldsson, Grófargili. Gisii Magnússon flutti skýrslu stjórnarinnar, en Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri ræddi hag og horfur félagsins, og skýrði reikninga þess fyrir s.l. ár. 1 ræðum þeirra kom m.a. fram, að félagsmenn voru i ársiok 1.354. Á framfæri félagsmanna, að þeim sjálfum meðtöldum, eru 3.114 manns. tbúar i Skagafirði voru þann 1. des. s.l. 4.153, og hafði að- eins fjölgað um 43 á árinu. Heildarvelta kaupféiagsins og fyrirtækja þess varð alls 1.572,4 milij., og hafði hækkað um 523 millj. frá árinu 1973. Sala á vörum og þjónustu varð alls kr. 834,8 millj., og hafði hækkað um 54%. Sala á innlend- um afurðum með niðurgreiðslum, varð samtals kr. 583,7 millj. og haföi hækkað um 170 millj. frá ár- inu á undan. t heildarveltu kaupfélagsins er talin veita Fiskiðju Sauðárkróks, en hún varð 1974 kr. 153,9 millj. Um s.l. áramót voru fastráðnir starfsmenn félagsins 166, og hafði fjölgað um 8 á árinu. Alls tóku 859 manns laun hjá kaupfélaginu á s.l. ári. Kaupfélagið og fyrirtæki þess greiddu i laun og launaskatta kr. 272millj. og höfðu launagreiðslur hækkað um 52,7% frá fyrra ári. A s.l. ári hélt áfram sú gífur- lega fjárfesting er hafin var á ár- inu 1972, með uppbyggingu vinnslustöðva landbúnaðarins á vegum kaupfélagsins. Helztu fjárfestingar voru þær, að endurnýjaður var vélakostur Mjólkursamlagsins og afkasta- geta þess tvöfölduð. Miklar end- urbætur voru gerðar um leið á húsakosti Samlagsins. Lokið var við stækkun á verzlunarhúsi félagsins i Varmahlið, og sköpuð þar stórbætt aðstaða bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Hald- iö var áfram við uppbyggingu sláturhússins, og er nú bygging stórgripasláturhúss á lokastigi. Komið var upp og lagfærð að- staða til sölu á byggingarvörum á Eyrinni, Sauðárkróki. Ýmis véla- og tækjakaup voru gerð, svo og unnið að ýmsum innréttingum o.fl. Heildarfjárfesting á árinu nam alls kr. 95,2 millj., og hefur þá verið fjárfest á siðustu tveimur árum (1973-1974) alls kr. 211,5 millj. Miklum erfiðleikum hefur veriö háð, aö útvega lánsfé til þeirra framkvæmda er félagið hefur staðið i, en vonir eru bundn- ar við að úr rætist. Bókfært verð á öllum fasteign- um félagsins um s.l. áramót, ásamt vélum, tækjum, innrétt- ingum og bifreiðum var alls kr. 298 millj. og hafði hækkað um 68 millj. á árinu á undan. Bókfært verð vörubirgða var um áramótin 127,7 millj., og höfðu birgðirnar hækkað um 67% frá 1973. Eigið fé kaupfélagsins var um slðustu áramótallskr. 191,7 millj. A s.l. hausti slátraði kaupfélag- ið alls 63.130 kindum, og var kjöt- þunginn um 939 tonn, og hafði Leiðarþing í Austurlands- kjördæmi Alþingismennirnir Halldór Asgrímsson og Tómas Arnason halda leiöarþing á eftirtöldum stöðum 1 Austurlandskjördæmi svo sem hér segir: 24. júni ’75 Hliöarhreppur 24. júni ’75 Jökuldalur 25. júni ’75 Bakkafjörður 26. júnl ’75 Vopnafjörður 27. júni ’75 Skriðdalur 27. júni '75 Vallahreppur kl. 2 e.h. kl. 6 e.h. kl. 6 e.h. kl. 9 e.h. kl. 2 e.h. kl. 9 e.h. Allir eru velkomnir á leiðarþingin. Þingmenn Framsóknar- flokksins halda áfram leiðarþingum siðar og verða þau nánar auglýst. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík efnir til feröar út I Viðey fimmtudaginn 26. júni n.k. kl. 19.30. Farið verður frá sundahöfn, nálægt kornhlöðunni. Leiðsögumað- ur verður Orlygur Hálfdánarson. Verið vel búin og i góðum gönguskóm. Kaffi fæst I Viðey fyrir þá sem vilja. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðar- árstig 18, slmi 24480. Allt Framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. VINNINGSNÚMER í VORHAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS 1975 1. Land I Grimsnesi: 31351 2. Trésmiðavélar: 26159 3. Seglskúta 15265 4. Bókbandstæki: 41675 5. Ljósmyndavél: 17718 6. Ferðasjónvarp: 36712 7. Saumavél: 8145 8. Kvikmyndavél: 39973 9. Prjónavél: 40154 10. Útvarpstæki 39242 11. -25. Vöruúttekt frá Filmur og vélar f. 10 þús. hver v. 37627, 12433, 38796, 3898, 41725, 8358, 29054, 20957, 25431, 32613, 9623, 37829, 34867, 8185, 8509. Tilkynning frá skrifstofu Framsóknarflokksins Vegna viðgerða á simakerfi skrifstofunnar getur orðið erfitt að ná sambandi við flokksskrifstofuna næstu daga. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þeim óþægindum semaf þessu kunna að leiða. aukizt um 153 tonn frá 1973. Meðalþungi dilka reyndist 14.406 kg, og hafði lækkað um 0,751 kg frá fyrra ári. Það vekur athygli að þrátt fyrir það að sláturfjöldinn jókst um 25%, þá hefur kjötmagn aðeins aukizt um 19%. Alls slátraði félagið 1.085 naut- gripum og 371 foröldum og hross- um. A árinu greiddi kaupfélagið til bænda fyrir aðrar afurðir en mjólk, kr. 283,2 millj., en samtals greiddi kaupfélagið til bænda fyrir afurðir þeirra kr. 576 millj. Allur tilkostnaður hefur hækk- að gifurlega. Rekstrarkostnaður á gjaldareikningi hækkaði um 70% frá 1973, og eru þá fyrningar ekki teknar með i þeirri hækkun. Gengishalli af erlendum viðskipt- um hefur orðið umtalsverður, vegna sifelldra breytinga er orðið hafa á skráningu islenzku krón- unnar. Sú gifurlega hækkun vaxta, er orðið hefur, hefur reynzt öllum fyrirtækjum er þurfa mikið rekstrarfé, þung byröi. Heildarafskriftir eru 32,7 millj. og hafa afskriftirnar hækkað um 10 millj. frá fyrra ári. A árinu 1974 varð i fyrsta skipti i mörg ár, rekstrarhalli hjá kaup- félaginu, og varð heildartap hjá félaginu 1,2 millj. króna. Þrátt fyrir rekstrarhallann ákvað aðal- fundur félagsins að úthluta i Menningarsjóð K.S. kr. 350 þús- und krónum, en sjóðurinn hefur á undanförnum árum styrkt ýmsa menningarlega starfsemi er rek- in hefur verið I héraðinu. Stjórn félagsins skipa nú: Gisli Magnússon, Eyhildarholti, for- maður, Jóhann Salberg Guð- mundsson, Sauðárkróki, vara- form., Þorsteinn Hjálmarsson, Hofsósi, ritari, Gunnar Oddsson, Flatatungu, Marinó Sigurðsson, Alfgeirsvöllum, Jónas Haralds- son, Völlum og Stefán Gestsson, Arnarstöðum. 1 varastjórn eru kjörnir þeir Geirmundur Jónsson, Sauðárkróki, Magnús H. Gisla- son, Frostastööum og Arni Bjamason, Uppsölum. Endurskoðendur félagsins eru nú þeir Vésteinn Vésteinsson, Hofstaðaseli og Guðjón Ingi- mundarson, Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.