Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. júli. 1975. TÍMINN 3 Kínverjar kaupa tíu þúsund lestir af áli að verðmæti 1100 milljónir H.V. Reykjavlk. Klnverska vöru- flutningaskipið Hanchuan mun koma til Straumsvlkur næstkom- andi mánudag og ferma þar 10.000 tonn af áli, sem Klnverjar hafa keypt af íslenzka álfélaginu. Söluverðmæti álsins er um eitt þúsund og eitt hundrað milljónir islcnzkra króna. íslenska álfélagið hefur áður átt viðskipti við kinverska aðila, og vonazt er til að áframhald geti orðið á þvi. Annars hafa viðskipti milli Islendinga og Kinverja verið fremur litil, og þegar Timinn Komið upp um flokk ísL króna leitaði sér upplýsinga hjá við- skiptaráðuneytinu 1 gær, kom i ljós, að i skýrslum þess er ekkert skráð um viðskipti við þessa fjöl- mennu þjóð. A islenzkum markaði hafa þó sést kinverskar framleiðsluvör- ur, meðal annars te, leikföng og annað, en i flestum tilvikum mun Nýr stöðvarstjóri á það vera flutt hingað gegnum aðila i Danmörku, Bretlandi eða öðrum löndum, og teljast þvi ekki bein viðskipti við Kinverja sjálfa. Vöruflutningaskipið Hanchuan, sem flytja á álið beint til Kina, er 15.454 nettótonn að stærð og lengd þess eru um 157 metrar. Þetta er fyrsta ferð skipsins hingað. Kennedyvelli 13—16 ára þjófa í Háaleitishverfi Baldvin Berndsen var nýlega skipaður stöðvarstjóri á Kenne- dy-flugvelli. Hann á tiu ára starf að baki hjá Loftleiðum. Hinn 15. nóvember 1965 hóf hann feril sinn sem afgreiöslumaður á Reykja- vlkurflugvelli. Þar starfaði hann til 1. júli 1968, er hann hóf af- greiðslustörf á vegum félagsins á Kennedy-flugvelli, NYC. 1 gær var afhjúpað i Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar að Hátuni 12 I Reykjavlk listaverk eftir Guðnýju Magnúsdóttur nemanda i keramikdeild Myndlista- og handíðaskól- ans. Listaverkið er greitt úr sérstökum sjóði I eigu Sjálfs- bjargar en tildrög hans voru þau, að á aðalfundi Sjálfs- bjargar i Reykjavik árið 1971, var samþykkt tillaga þess efnis, að hluta af tekjum hins árlega basars félagsins skyldi varið til þess að mynda sjóð, er hefði það verkefni að stuðla að menningarlegum verkefnum á vegum félagsins. Sjóðurinn hlaut nafnið Menningarsjóðu Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra i Reykjavik. Frumkvöðull og aðal hvatamaður að sjóðsstofnun þessari var Ingveldur Hannesdóttir. A Timamynd G.E. hér að ofan ávarpar Hinrika Kristjánsdóttir, formaöur menningarsjóðs Sjálfsbjarg- ar, gesti við afhjúpun lista- verksins, sem komið er fyrir i anddyri Vinnu- og dvalar- heimilisins að Hátúni 12 i Reykjavik. H.V. Reykjavik. Rannsóknarlög- reglan i Reykjavik hefur nú upp- lýst allmarga þjófnaði úr geymsl- um, sem átt hafa sér stað i Háa- leítish verfi undanfarnar vikur. Að þjófnuðum þessum hafa staðið að minnsta kosti 6-8 dreng- ir, á aldrinum 13-16 ára, og eru þeir nú I haldi hjá lögreglunni. Drengirnir hafa haft þann hátt- inn á, að brjótast inn I geymslurn- ar tveir og tveir saman, og hafa stolið úr þeim ýmiss konar varn- ingi og hlutum, svo sem tjöldum og öðrum viðlegubúnaði, matvöru og fleira. Hafa þeir ekki reynt að koma þýfinu i verð, heldur stolið Bókagjöf Sendiráð Sovétrikjanna hefur afhent menntamálaráðherra bókagjöf til islenzku Unesco- nefndarinnar frá sovézku Unesco- nefndinni i tilefni 30 ára afmælis sigursins yfir herjum Hitlers. til eigin nota, og virðist þýfið hafa tarið nokkuð eftir þvi hvað þá sjálfa vantaði á hverjum tima. Sem dæmi má nefna, að þegar einn þeirra vanhagaði um dekk undirskellinöðru, sem hann á var einfaldlega farið og skrúfað afturdekk undan annarri skelli- nöðru og notað á það dekkvana. Drengirnir hafa farið inn I að minnsta kosti einar 10-15 geymsl- ur og samankomið nær þýfið nokkru verðmæti. Töluverður hluti þess hefur náðst til baka, en eitthvað mun þó hafa týnzt. Sá drengjanna, sem einna at- kvæðamestur hefur verið i geymsluinnbrotum, var búinn að útbúa sér áhald til þess að opna lása með, og mun þvi áhaldi svipa nokkuð til samsvarandi áhalda, sem lögreglan hefur til þess að opna hurðir með, ef lykla vantar. Drengir þessir hafa allir verið til meðferðar hjá rannsóknarlög- reglunni áður. „HEIÐARNAR ALLAR SVARTAR" Gsal—Reykjavik. Tlminn hafði tal af Böövari Jónssyni, bónda á Gautlöndum I gær, og sagði hann, að bændur I Mývatnssveit hefðu orðið varir við gróðurskemmdir sem þessar i fyrrasumar, en þá á mun minni svæðum. Hefðu gróðurskemmdirnar þá aðallega verið á heiðunum milli Heiðar og Gautlanda, Helluvaðs og Gaut- landa og einnig á Baldursheims- heiði. Böðvar sagði, að það liti út fyrir að viðirinn á þessum svæöum hefði drepizt I fyrra, svo og lyng- ið. Hins vegar kæmi gras upp núna og sagði Böðvar, að sam- kvæmt þvi væri ekki rangt að álíta, að á þeitn beitilöndum sem nú væru svört, gæti fengizt ágætis graslendi strax næsta sumar, ef sæmilega áraði. — Það eru iskyggilegar horfur Útibú opnar ASK-Akureyri Kaupfélag Norð- ur-Þingeyinga hefur nú opnað úti- búiðá Raufarhöfn eftir gagngerð- ar endurbætur. Sett var ný norsk LEGRA kjörbúðarinnrétting i verzlunina, auk þess sem frysti- kistur koma nú i fyrsta skipti i verzlunina. Þáhefur og kæliborð- um af fullkomnustu gerð verið komið fyrir. Gólfflötur útibúsins er nú rúm- ir 130 fermetrar, og stækkaði um helming. Það var skipulagsdeild sambandsins sem hannaði inn- réttinguna, en Baldur Jónsson sá um uppsetninguna fyrir hönd deildarinnar. Ekki mun fyrirhug- að að bæta við nýjum deildum, en að sögn Kristjáns Armannssonar kaupfélagsstjóra mun reynt að auka þjónustuna I byggingarvör- um og veiðarfærum. Við útibúið, sem opnað var 1969 vinna fimm manns. Utibússtjóri er Kolbrún Þorsteinsdóttir. með haglendi á þessu stóra svæði svo lengi sem þessi óáran varir, sagði Böðvar. — Þetta hefur breiðzt út alveg óheyrilega. Heið- arnar vestan Mývatns eru allar svartar og sömu sögu er að segja um heiðarnar milli Laxárdals og Reykjadals, — og eins virðast þessar gróðurskemmdir ná lang- leiðina vestur á Bárðardalsheiði. Böðvar kvað Hálfdán Björns- son á Kvískerjum i öræfum hafa verið á ferð I Mývatnssveit fyrir skömmu, og þá litið á gróður- skemmdirnar. Hefði Hálfdán hvatt Mývetninga til að fá Hörð Kristinsson, sveppafræðing norð- ur, en Hörður vinnur á tilrauna- stöðinni á Akureyri. Hörður var þó ókominn i Mývatnssveit er Timinn ræddi við Böðvar á Gaut- löndum i gær. Böðvar sagði, að til stæði að bera á þau svæði sem svört voru I fyrra, en gras hefði komið upp af i sumar, og yrði sú áburðardreif- ing framkvæmd einhvern næstu daga. Hefur verið leitað til Bjarg- ráðasjóðs i þvi sambandi. Þá er og fyrirhugað að bera á beitiland- ið, sem nú er svart til að kanna hvaða áhrif það hefur. Mýrlendi á þessum heiðum er óskemmt og eins hefur skaðvald- urinn ekki herjað á ræktað land. Böðvar sagði að fjalldrapi, gulviðir, beitilyng, berjalyng og sortulyng virtist drepast að miklu leyti, en grasræturnar virtust hins vegar lifandi svo og rætur sumra jurtanna. Talsvert af fé frá Gautlöndum, Heiði, Stöng og e.t.v. fleiri bæjum dvelur á sumrin á heiðunum vestan Mývatns. „Féð er alveg horfið”, sagði Böðvar, „það held- ur sig i mýrunum og það er okkur til happs að mýrarnar eru óvenjugóðar I ár. Það hefur orðið til þess, að ekkert vandræða- ástand hefur skapazt enn sem komið er. Hins vegar má búast við þvi, hvað af hverju,að mýr- arnar verði fullsprottnar og þá leitar féð i mólendið, — og þar er ekki mikið að hafa eins og gefur að skilja,” sagði Böðvar Jónsson að lokum. Nýstárlegur útflutningur: ISLENZK KARLMANNAFOT FLUTT ÚT TIL DANMERKUR BH—Reykjavlk. — Næstkomandi mánudag hefst nýstárlegur út- flutningur héðan frá islandi, en þá verða send 500 sett af karl- mannafötum til Danmerkur á vegum Sportvers hf., sem fram- leiðir m.a. hin þekktu Kóróna-föt. Fötin eru framleidd fyrir danska fyrirtækið G. Falbe Hansen I Randers i Danmörku. Þau eru að mestu leyti úr ullarefnum, og eru I rúmlega meðal verðflokki á dönskum markaði. Það nýmæli verður tekið upp við þessa flutninga, að fötin verða flutt á herðatrjám i plastpokum, með flugvélum Iscargo. Flogið verður með þau til Alaborgar, en þaðan er stutt til Randers. Fyrir- tækið Plastprent h.f. hefur hann- að og framleitt sérstaka poka til þessara flutninga. Þetta hefur i för með sér margvlslegt hagræði. Mikill kostnaður sparast I umbúðum, nokkrar vikur sparast i flutningum og kaupandi þarf ekki að pressa fötin við móttöku. Fyrirtækið G. Falbe Hansen framleiðir föt og verzlar einnig með þau i heildsölu frá öðrum framleiðendum. Islenzku fötin verða seld að mestu i verzlunum á Norðurlöndum. Sportver h.f. hefur haft samvinnu við þetta fyrirtæki siðan 1968 og hafa fyrir- tækin meðal annars gert sam- eiginleg innkaup á fataefnum. Fötin i þessari fyrstu sendingu eru af mörgum stærðum, allt frá númer 96 til 128, sem er óvenju- lega stórt. Sportver h.f. litur á þennan útflutning sem tilraun. Hún getur þvi aðeins heppnazt, að framleiðslutækni og kunáttusemi starfsfólks sé á mjög háu stigi, þvi aö samkeppni er hörö frá löndum, sem hafa mun lægri vinnulaun og betri starfsaðstöðu en hér tiðkast. Að sögn forráðamanna fyrir- tækisins, Björns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra, og Guðgeirs Þórarinssonar, er hér aöeins um reynslusendingu að ræða, og eru þessi 500 sett helmingur fyrstu pöntunarinnar, en önnur 500 verða send I næstu viku. — Þetta er tilraun, sem af get- ur sprottið annað meira, sagði Björn Guðmundsson i viðtali við Timann i gær. Guögeir og Björn ganga frd fyrstu fatasendingunum til Danmerkur á föstudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.