Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. júli. 1975. TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson Hitnar í kolunum: Valsmenn verða að fá leyfi Keflvíkinga til að breyta leikdögum í Evrópukeppninni Eins og íþróttasíða Tím- ans hefur skýrt frá líta Keflvíkingar á afskipti KSÍ af breytingum á leik- dögum í Evrópubikar- keppninni mjög alvarleg- um augum, en sem kunn- ugt er, hefur Valur skipt á leikdögum við Celtic, þannig að fyrri leikur þessara liða, sem fram átti að fara í Glasgow, fer þess í stað fram á Laugardals- vellinum. Það þýðir, að Kef Ivíkingar, sem drógust gegn Dundee Utd., sem einnig er frá Skotlandi, og eiga rétt á fyrri leiknum hér á landi, missa að öllum líkindum spón úr aski sín- um hvað aðsókn snertir. Vegna þessa máls, munu Kefl- vikingar hafa sent Evrópuknatt- spyrnusambandinu, UEFA skeyti, þar sem spurzt er fyrir, hvort heimilt sé aö breyta leik- dögum eins og Valur gerði. Svar við þessu skeyti mun hafa borizt fyrir tveimur dögum, og segir þar, að slikar breytingar séu ekki heimilar, nema með samþykki allra aðila, sem hlut eiga að máli. í þessu tilviki sam- þykki Keflvikinga einnig. Ljóst er af þessu svari, að mál- inu er engan veginn lokið þannig, að Valur leiki fyrri leik sinn á heimavelli. Væntanlega leita Keflvikingar réttar sins hjá KSÍ, en gangi það ekki, þá munu þeir snua sér til Evrópuknattspyrnu- sambandsins aftur. Að öllum likindum kemur málið til kasta stjórnar KSI fljótlega eftir helgina og mun iþróttasiðan skýra frá niðurstöðum. Fyllsta á- stæða sýnist til þess, að stjórn KSÍ athugi þetta mál á breiðum grundvelli og leitist við að semja reglur fyrir islenzku liðin, sem þátt taka i Evrópukeppni, innan ramma reglna UEFA, i þvi skyni , að koma i veg fyrir árekstra af þessu tagi i framtiðinni. Frá Evrópubikarleik á Laugardalsvellinum, leik Fram og Real Madrid. Framvegis verða islenzku liðin undanbragðalaust að leika heimaleiki sina á islenzkri grund. Alvarleg líðindi fyrir íslenzku liðin í Evrópukeppninni: Framvegis er óheimilt að semja um „sölu" á leíkjum UEFA Evrópusambandið í knattspyrnu, ákvað nýlega að herða á reglum, sem kveða á um það, að þátt- tökulið i Evrópukeppni leiki bæði heima og heim- an. Er þetta gert til að koma i veg fyrir, að stóru félögin í keppninni geti keypt leiki, þ.e. að þau borgi mótherjum sínum fyrir að leika báða leikina á útivöllum. íslenzku liðin þekkja þetta ákaflega vel, en þau hafa oftsinnis selt heimaleiki sína úr landi. Þessar nýju og ströngu reglur Evrópuknattspyrnusambandsins geta skapað islenzku liðunum, sem þátt taka i Evrópukeppninni, mikinn vanda, þar sem nú er úti- lokað að semja um nokkrar til- færingar. T.d. eiga Akurnesingar að leika gegn Kýpur-liði i keppni meistaraliða nú i sumar. Hafa þeireflaust áhuga á að leika báða leikina ytra vegna hins mikla kostnaðar, sem samfara er þátt- tökunni. Nú er hins vegar ekki um neitt slikt að ræða. Einu undantekningarnar, sem UEFA er tilbúið að gera, eru ef veðurskilyrði hamla þvi, að hægt sé að leika. En þá verður að leika á hlutlausum velli. Hinar ströngu reglur, sem nú hafa verið teknar upp, geta leitt til þess, að islenzku félögin, sem rétt eiga á þátttöku i Evrópu- keppninni, hugsi sig vandlega um, áður en þau neyta þátttöku- réttar sins, þvi að nú er það orðið veruleg áhætta að vera með i keppninni. M.ö.o. þátttaka i Evrópukeppni, sem hingað til hefur oftast skilað hagnaði, er orðin fjárhagslegt áhættuspil. A vissan hátt eru þessar ströngu reglur jákvæðar. Það hefur t.d. verið of áberandi hvað islenzku félögin hafa verið gjörn á að selja leiki sina úr landi. Hitt er svo annað mál, að dragist islenzkt lið gegn liði frá mjög fjarlægu landi, t.d. Kýpur, getur verið rétt- lætanlegt að semja um, að báðir leikirnir fari fram i sama land- inu. Mikið um að vera í 1. og 2. deild um helgina — heil umferð fer fram í 1. deild HEIL umferð verður leikin i deildar keppninni á sunnudag og mánudag. Á sunnudaginn leika á Kapia- krikavelli i Hafnarfirði FH og Vestmannaeyjar. Hefst sá leikur klukkan 14. Sama dag leika á Akranesi klukkan 16 tA og Vfkingur. Um kvöldið leika á Laugar dalsvelli Fram og Keflavik. Sá leikur hefst klukkan 20. f dag, laugardag, fara fram nokkrrir leikir i 2. deild. Armenn- ingar leika gegn Víking frá ólafs- vík á Melavellinum og hefst leik- urinn klukkan 16. Á Selfossi leika i dag^Selfoss og Völsungur. Hefst lcikurinn klukk- an 16. Þá leikur á sama tima i dag á Árskógsvelli Reynir Á og Þróttur. Á mánudagskvöld leika svo i Kópavogi UBK og Haukar. Hefst sá leikur klukkan 19. Handknattleikur: íslands- mótið utanhúss að hefjcst MÓTIÐ i 2. fl, kvenna fer fram viö Mýrarhúsaskóla Seltjarnarnesi 24.-27. júli n.k. Keppt verður i tveimur riðlum: A. riöill. 1. Fh 2. Fram 3. KR 4. Leiknir 5. ÍR B. riðill. 1. Armann 2. Vikingur 3. Haukar 4.IBK 5. Týr, Vm. Leikjaskráin er þannig: Fimmtudagur 24. júli kl. 19.00. A. riðill FH — Fram A. riðill KR — Leiknir A. riðill ÍR — Valur B. riðill Armann — Vikingur B. riðill Haukar — IBK Föstudagur 25. júli kl. 19.00. A. riðill FH - KR A. riðill Fram — ÍR A. riðill Leiknir — Valur B. riðill Ármann — Týr, Vm. B. riðill Vikingur — Haukar Laugardagur 26. júli kl. 13.00 A. riðill FH - IR A. riðill Fram — Leiknir A. riðill KR — Valur B. riðill IBK — Týr, Vm. B. riðill Armann — Haukar Laugardagur 26. júli kl. 17.00 A. riðill FH — Leiknir A. riðill Fram — Valur A. riðill Vikingur — IBK B. riðill Haukar — Týr Vm. Sunnudagur 27. júii kl. 13.30. A. riðill FH — Valur A. riðill Fram — KR A. riðill Leiknir — 1R B. riðill Armann — IBK B. riðill Vikingur — Týr. Vm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.