Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 19. júll. 1975. Um þessar mundir er staddur I Reykjavik Jóhann Þorvalds- son, skólastjóri fré> Siglufirði, sem jafnframt hefur um árabil verið fréttaritari Timans á staðnum. Jóhann leit á þriðjudag inn á ritstjdrn blaðsins, og gafst þá tóm til að ræða við hann ofur- litla stund. — Það sem einna hæst ber hjá Siglfirðingum um þessar mund- ir eru hitaveituframkvæmdirn- ar —, sagði Jóhann, — en fyrsti áfangi þeirra verður unninn i sumar. í þessum áfanga er lagning leiðslunnar frá borhol- unni, yfir fjörðinn og inn i bæ- inn, sem er um fimm kilómetra leið, auk þess sem áætlað er að leggja hitaveituna inn i ' um þriðjung húsa i bænum sjálfum. Holan, sem vatnið verður tek- ið úr, er sú sem gaf bezta raun þeirra,sem boraðar voru,en hún mun gefa um 18 sekúndulitra af 67gráðuheitu vatni. Er talið, að hún geti annað allt að helmingi heitavatnsþarfar bæjarins, i öllu falli ekki minna en þriðjungi. Meiningin er svo sú, að bora aðra holu fyrir ofan þessa og mun sú verða heldur dýpri. Gefi hún góða raun, verður Siglfirð- ingum borgið,að þvi er varðar heitt vatn. Framkvæmdir þær, sem ráð- izt verður i sumar, koma til með að kosta um 80-90 milljónir króna, en i heild er áætlaður kostnaður við hitaveitufram- kvæmdirnar um 170 milljónir. Auk leiðslunnar frá holunni og lagningar i einstök hús, er svo áætlað að hefja i sumar byggingu dælustöðvar fyrir hitaveituna og verður hún stað- sett rétt við bæinn sjálfan. Þar verður aðstaða til þess að hita vatnið með rafmagni, og einnig er mögulegt að hita með hráoliu, ef rafmagn skyldi bregðast. Talið er að hitunar- möguleikann þurfi að nota, þeg- ar frost verður 15 gráður eða meira. Til hitunará að nota rafmagn frá Skeiðfossvirkjun, en þar er Hitaveituframkvæmdir ber hæst í Siglufirði Rætt við Jóhann Þorvaldsson, fréttaritara Tímans nú verið að byggja viðbótar- virkjun, sem á að sjá til þess, að Siglfirðingar þurfi ekki i framtíðinni að framleiða disil- rafmagn. Til stendur að ljúka hitaveitu- framkvæmdum á Siglufirði næsta sumar. Annars er það af Siglufirði að segja, — sagði Jóhann ennfrem- iir,—-aðþareratvinna mikil, og jafnvel svo,að það skorti fólk til að anna henni. Það má með sanni segja, að þar hafi dæmið snúizt alveg við, miðað við þró- un undanfarinna áratuga, og að Siglufjörður sé nú að grundvall- ast, sem vaxandi athafnastað- ur. Þar eru nú i byggingu ein 20 hús og þyrftu þó að vera fleiri, þar sem húsnæðisskortur er mjög mikill. Er það mikii breyt- ing frá þvi sem verið hefur, þvi segja má, að byggingafram- kvæmdir á Siglufirði hafi legið niðri i ein tuttugu ár. Þegar sildin hvarf, varð mikil fólksfækkun á Siglufirði og það svo, að bæjarbúum fækkaði um heilan þriðjung. Siðastliðin tvö ár hefur þeim aftur farið heldur fjölgandi og myndi fjölga enn meir, ef ekki væri húsnæðis- skortur. Það munar öllu, að nú byggist atvinnulif staðarins ekki upp á miklum fjölda aðkomufólks, sem kemur i nokkra mánuði á ári, heldur hefur þróunin orðið sú, að byggja upp atvinnuvegi, sem starfræktir eru allt árið og kalla þvi' á það, að fólkið sé búsett á staðnum sjálfum. Frá Siglufirði, eru nú gerðir út þrir skuttogarar, auk mikils fjölda smærri skipa og báta, og hefur afli verið nokkuð góður undanfarið. Togararnir öfluðu vel fram eftir sumri, en nú, þeg- ar heldur dregur úr afla þeirra, hafa handfærabátarnir tekið vii^ þvi að afli bátanna hefur glæðzt mikið að undanförnu. Svo munar það lika miklu, að atvinnulif bæjarins er ekki leng- ur byggt eingöngu á fiski, held- ur eru þar i fullum gangi ýmsar framkvæmdir, sem renna traustum stoðum undir sam- félagið, þó svo að fiskurinn bregðist eitthvað ofurlitið. Hefur það meðal annars leitt til þess, að nú getur skólafólk frá Siglufirði komið heim yfir sumarið og unnið þar, við sizt verri kjör en annars staðar. Hefur jafnvel borið við, til dæmis i sumar, að námsmenn komi norður og skapi sér at- vinnu með þvi að gera út smábáta. Ef við svo bregðum okkur úr athafnalifinu, yfir i félagslifið, — sagði Jóhann þvi næst, — þá verður ekki annað sagt, en að það sé með miklum blóma. iþróttalif er mikið á Siglufirði, og má til dæmis geta þess, að nú er kominn þar golfvöllur, sem töluvert er notaður. Á sumrin ber þó alltaf knattspyrnuna hæst, og er aðstaða til að iðka hana alveg ágæt. tþróttafélögin hafa ráðið til sin þjálfara i sum- ar, likt og verið hefur undan- farin ár, og hefur hann ærinn starfa af þvi að þjálfa bæði eldri og yngri flokka. A vetruna er það skiðaiþrótt- in, sem mest er iðkuð, en bad- minton er þó stundað lika af miklu kappi, og hafa Siglfirð- ingar sem kunnugt er, náð nokkuð langt i þeirri iþrótt. Sú iþrótt er aðallega æfð i sund- lauginni á Siglufirði,en henni er breytt i alhliða iþróttahús, sex mánuði á ári hverju. Mánuðina máí til októberloka starfar hún aftur sem sundlaug. - Nú, það getur fleira að lita i félagslifi Siglfirðinga en iþrótt- ir, þvi að þar starfa af miklum móð alls kyns klúbbar og félög, svo sem Rotary, Lions og fleiri, að ógleymdum kvenfélögunum. Siglufjarðarkaupstaður hefur og þá sérstöðu, að hafa ráðið til sin sépstakan æskulýðsfulltrúa, sem starfar við æskulýðsmál i Félagsheimilinu á veturna, en með .iþróttafélögunum á sumr- in. Vinnur hann ákaflega mikið og gott starf meðal unga fólks- ins. Að lokum getum við svo vikið að samgöngumálum okkar Sigl- firðinga — sagði Jóhann svo, — en þau eru i nokkuð góðu lagi um þessar mundir. Flugfélagið Vængir heldur uppi beinu flugi milli Siglufjarðar og Reykja- vikur, fjórum sinnum i viku og hina dagana er hægt að aka til Sauðárkróks og komast þaðan með F’lugfélagi Islands til höfuðborgarinnar. Milli Siglufjarðar og Akureyr- ar eru svo áætlunarferðir með bifreiðum, og ef eitthvað á að finna að samgöngunum, er það helzt skorturinn á landferðum milli Siglufjarðar og Reykja- vikur, þvi að það getur verið hvimleitt, að þurfa fyrst til höfuðstaðarins, ef ætlunin er að fara til dæmis i Borgarfjörðinn. Að öðru leyti er allt gott af Siglufirði að segja og allt i full- um gangi hjá okkur. Upp- bygging staðarins er búin að taka nokkurt árabil, en nú er árangurinn lika farinn að sjást, og I stað þess að fólk vilji ekki koma til staðarins. likt og verið hefur frá 1952,komast nú færri til búsetu en vilja. Það sama á við um bátana, þvi fjöldi af þeim óskar eftir þvi að fá að leggja upp á Siglufirði — miklu fleiri en við getum annað með þeirri aðstöðu og vinnukrafti, sem við höfum i dag. — -0- Félag stórkaupmanna og Verzlunarróð Islands: Niðurskurður fjárlaga um 3500 milljónir betri en vörugjald STJÓRN Félags islenzkra stór- kaupmanna og Verzlunarráð ís- lands hafa látið frá sér greinar- gerðir, þar sem gagnrýnd eru hin nýju bráðabirgðalög um 12% gjald á vissum vörutegundum. Þessir aðilar telja báðir I greinar- gerðum sinum, að hagkvæmara hefði verið að skera útgjöld rikis- ins niður um 2500 miiljónir króna. Greinargerð stórkaupmanna er svohljóðandi: „Stjórnin vekur athygli á þvi, að vörugjaldið eykur enn á fjár- magnsvanda innflutningsverzl- unarinnar, sem ekki hafði gefizt ráðrúm til að aðlagast afleiöing- um fyrri efnahagsráðstafana undanfarinna mánuða, en fjár- magnsþörf verzlunarinnar vex nú enn á sama tima og viðskipta- bankarnir viðhalda ósveigjan- legri stefnu i útlánum til verzlun- arinnar og verðlagsákvæði fást ekki rýmkuð. Stjórn félagsins gagnrýnir harðlega þá málsmeðferð, að samtökum innflytjenda var ekki gefið tækifæri til samráðs um framkvæmd málsins og flokkun gjaldvaranna eins og gert er, þeg- ar almennir tollar eru endurskoð- aðir, enda þótt nauðsynlegt hafi verið að undirbúa málið i flýti. Félagsstjórnin lýsir yfir furðu sinni á þvi, að rikisstjórnin hverf- ur nú frá stefnuyfirlýsingu sinni um niðurskurð fjárlaga um 3500 milljónir króna, en i stað þess leggur hún á nýjan skatt að upp- hæð um 2000 milljónir króna. Stjórnin átelur tregðu þingmanna og stjórnvalda við að skera niður opinber útgjöld og hvetur rikis- stjórnina til að endurskoða vand- lega þá möguleika, sem eru til hagræðingar i rekstri opinberra fyrirtækja og stofnana, þannig að auknum sparnaði i rekstrinum verði viðkomið. Félagsstjórnin gagnrýnir þau mótsagnakenndu vinnubrögð, sem lýsa sér i þvi, að rikisstjórnin leggur á skatt, sem leiðir til um 12% verðhækkunar á gjaldvörun- um, á meðan beiðnir fyrirtækja um leiðréttingar á verði vöru og þjónustu, sem hefðu i för með sér um 4%-5% verðhækkanir, fást ekki afgreiddar hjá verðlagsyfir- völdum. Stjórnin treystir þvi, að lög þessi verði látin falla úr gildi um áramótin og að rikisstjórnin beiti sér fyrir raunhæfri fjárlagagerð fyrir árið 1976, i samræmi við greiðslugetu rikissjóðs og al- mennings, þannig að komizt verði hjá slikri aukaskattheimtu á miðju ári”. I ályktun, sem blaðinu hefur borizt frá Verzlunarráði fslands er tekið i svipaðan streng og i greinargerð stórkaupmanna. Alyktunin er svolátandi: „Verzlunarráð íslands telur, að með ákvörðun sinni um niður- skurð rikisútgjalda hafi rikis- stjórn og Alþingi brugðizt rétt við aðsteðjandi fjárhagsvanda rikissjóðs. Verzlunarráðið telur, að rikisstjórnin hefði ekki átt að hvika frá þeirri stefnu að skera niður 3.500 milljónir króna af fyrirhuguðum rikisútgjöldum, og að rangt hafi verið að setja á 12% vörugjald. Astæður þess, að Verzlunarráðið telur, að aukinn niðurskurður rikisútgjalda hafi verið æskilegri og framkvæman- legur, eru þær, að samkvæmt nýjustu upplýsingum, sem það veit beztar, bendir ekkert til, að magnsamdráttur verði i opin- berri neyzlu og opinber fjárfest- ing eykst liklega yfir 14% á þessu ári. Á sama tima er veru legur samdráttur bæði i einka- neyzlu (yfir 12%), og i einkafjár- festingu (yfir 15%), og i byggingu ibúðarhúsnæðis yfir 5%. Þvi verður að álita, að ekki hafi verið sýnt fram á, að niðurskurður rikisútgjalda sé óframkvæman- legur, heldur hafi sú vinnuaðferð, sem notuð var, ekki náð árangri. Ef halda á áfram þeirri stefnu, að skera niður rikisútgjöld og þó ekki væri nema að hamla á móti stöðugt vaxandi þenslu rikis- rekstrar, telur Verzlunarráð Is- lands, að breyta verði um vinnu- brögð við gerð fjárlaga. Ekki ætti að vera hægt að koma Framhald af 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.