Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 16
Nútíma búskapur þarfnast njvi w'w haugsugu Laugardagur 19. júli. 1975. Guöbjörn Guðjónsson G-ÐI jfyrir gódan moi ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hörð dtök palestínskra skæruliða og ísraelskra öryggisvarða rzzzz: Goncalves: Vill fá „hiutlausa föðurlandsvini” i stjórn. AAikil ólga í Portúgal NTB-Lissabon. Mikil ólga rikir nú i Portúgal samfara algeru stjórn- málaöngþveiti. 1 gær var Portú- galsher skipað að vera við öilu búinn, en skömmu áður höfðu kommúnistar hótað að umkringja borgirnar Lissabon og Oporto, til að aftra andstæðingum herfor- ingjastjórnarinnar að komast þangað. Alþýðudemókratar og sósialist- ar hafa boðað tii mótmælaað- gerða i borgunum tveim, til aö mótmæla oíriki herforingja- stjórnarinnar. A móti hafa borg- aryfirvöld, er styðja herforingj- ana að málum, skorað á borgar- búa að flykkjast út á götur, til að sýna i verki stuðning sinn við byltingu hersins. Talsmaður sósialista sagði i gær, að upplýsingaráðherra landsins hefði heitið þvi, að vega- tálmar þeir, er kommúnistar hyggjast reisa, yrðu rifnir. Kommúnistar voru aftur á móti hinir vigreifustu: Sökuðu þeir sósialista um að stefna að mynd- un hægristjórnar i landinu með þátttöku fasista, afturhalds- og i- haldssinna. Á meðan reynir Vasco Gon- calves, fráfarandi forsætisráð- herra, að mynda nýja stjórn i Portúgal. Þær umleitanir hafa gengið stirðlega t.d. hótuðu i gær tveiraf þeim tæknisérfræðingum, er tekið hafa þátt i stjórnarmynd- unarviðræðum, að draga sig i hlé, Goncalves hefur áður lýst þvi yf- ir, að hann vilji fá i stjórnina „hlutlausa föðurlandsvini”, er geti tekið við, þar sem stjórn- málamennirnir hafi frá horfið. NET/Reuter-Damaskus/Tel Aviv. Til harðra átaka kom milli palestinskra skæruliða og isra- elskra öryggisvarða i grennd við þorpið Metullah, sem er ör- skammt frá landamærum tsraels og Libanon. Ljóst er, að nokkrir skæruliðanna létu lifið, en frett- um ber að öðru leyti ekki saman. Israelsk yfirvöld skýrðu svo frá, að þrir palestinskir skærulið- ar — félagar i Frelsissamtökum Palestinu — hefðu verið skotnir til bana i átökum skæruliða og isra- elskra öryggisvarða i grennd við þorpið Metullah. Að sögn yfir- valdanna særðist aðeins einn öryggisvarðanna litillega. Talsmaður frelsissamtakanna skýrði aftur á móti svo frá i gær, að nokkrir úr hópi skæruliða hefðu sprengt sjálfa sig i loft upp — ásamt ótilteknum fjölda isra- elskra gisla. Skæruliðarnir hefðu tekið þessa ákvörðun, er skot- íærabirgðir þeirra hefðu þrotið, en áður hefðu þeir barizt hetju- lega gegn ofurefli liðs ísraels- manna. Aðgerð skæruliðanna i gær er talin vera svar viðárásum ísra- elsmanna á flóttamannabúðir i grennd við borgina Sidon i Libanon, þar sem fimm biðu bana og yfir þrjátiu særðust í gær létu israelskir öryggisverðir i hefnd- arskyni skothrið dynja á nokkur þau þorp, er standa við landa- mæri ísraels og Libanon — Libanon megin. Óstaðfestar frétt- ir hermdu, að 10-15 hús hefðu ger- eyðilagzt. 1 gær voru svo tveir menn handteknir, er þeir reyndu að koma sprengjuefni inn i flugstöð- ina á Ben Gurion-flugvelli við Tel Aviv. Lögregiukona kom upp um fyrirætlan tvimenninganna og voru þeir umsvifalaust handsam- aðir og færðir á brott — til ó- nefnds áfangastaðar. Járnbrautarslysið í Rio de Janeiro: Ellefu fórustað sögn yfirvalda NTB/Reuter—Rio de Janeiro. Yfirvöld i Brasiliu upplýstu i gær, að ellefu hefðu látið lifið og yfir tvö hundruð slasazt, þegar járnbrautariest fórút af teinunum I einni af útborgum Rio de Janeiro i fyrrakvöld. Dagblöð i Rio de Janeiro segja þó, að mun fleiri hafi látið lifið i járnbrautarslysinu — eða allt að þrjátiu. U.þ.b. eitt þúsund farþegar voru i lestinni, er hún fór út af teinunum og rakst á dansskóla — með fyrrgreindum afleið- ingum. Ernesto Geisel forseti flaug i gær til Rio de Janeiro frá höfuðborginni Brasiliu til að votta aðstandendum hinna látnu samúð og ræl$a við borgaryfirvöld um orsakir slyssins. Öryggismálaráðstefna Evrópu: Kampavínið bíður ráðstefnufulltrúa — unz gengið hefur verið frd uppkasti að ályktun Reuter-Genf. Þrátt fyrir itrekað- ar tilraunir, hefur enn ekki tekizt að ganga frá uppkasti að ályktun Fyrrverandi brezkur ráðherra má muna fífil sinn fegurri: Varð að dúsa ífangaklefa í nótt en situr samt enn á þingi fyrir Verkamannaflokkinn Reuter-London. John Stonehouse — fyrrum ráðherra i rikisstjórn Verkamannaflokksins brezka — kom til London i gær frá Mel- bourne I Astral. Stonehouse má muna fifil sinn fegurri, þvi að i nótt varð hann að dúsa i fanga- klefa i einni af lögreglustöðvum brezku höfuðborgarinnar. Stonehouse verður svo leiddur fyrir rétt i dag og á yfir höfði sér dóm fyrir fjársvik, þjófnað og skjalafals, svo að eitthvað sé nefnt, en alls er um að ræða 21 á- kæru á hendur honum. Sheila Buckley — fyrrum einkaritari Stonehouse — fylgdi honum til London. Hún verður og leidd fyrir rétt, sökuð um þjófnað og mein- særi. Mál Stonehouse hefur að vonum vakið mikla athygli i Bretlandi og viðar. Fyrir átta mánuðum hvarf hann sporlaust i Miami á Florida- skaga — sagðist ætla að fá sér sundsprett, en fannst siðar hvergi, þrátt fyrir itarlega leit. Hvarf þetta þótti i meira lagi dul- arfullt, enda kom siðar á daginn, að ráðherrann fyrrverandi hefði haldið rakleitt til Astraliu. Astralska lögreglan handtók Stonehouse i ársbyrjun — og þar- lend yfirvöld framseldu hann svo brezkum yfirvöldum. Þess má geta — þótt slikt virð- ist fjarstæðukennt — að Stone- house á enn sæti i Neðri málstof- unni sem þingmaður Verka- mannnaflokksins. Og hann vonast nú til að fá að svara til saka i á- heyrn þingheims. Öryggismálaráðstefnu Evr- ópu. Fundur ráðstefnunnar I Genf liefur nú staðið nær sleitu- laust I 22 mánuði og var ætlunin að Ijúka honum I siðasta lagi i gær, en ljóst er, að það verður varla fyrir helgi. 1 raun og veru er búið að ganga frá öllum atriðum uppkastsins — að einu undanskildu: Skyldu um að tilkynna fyrirhugaðar heræf- ingar. Sendinefndir Kýpur og Tyrklands hafa sett fram sér- stakar kröfur um gildissvið slikr- ar skyldu — kröfur, er aðrar sendinefndir eiga erfitt með að samþykkja. Sérfræðingar sátu i gær á sex klukkustunda löngum fundi, til að freista þess að leysa þennan hnút — en án nokkurs ár- angurs. — Okkur hefur alls ekki miðað fram á við I dag, var haft eftir vestrænum fulltrúa að fund- inum loknum. — Fremur aftur á bak. Samræmingarnefndin svo- nefnda — er i eiga sæti formenn sendinefndanna þrjátiu og fimm, og ætlað er að leysa öll meiri hátt ar ágreiningsefni — kom saman til fundar i gærkvöldi. Áður hafði nefndin ákveðið, að i gær yrði uppkast að ályktun að liggja fyrir — ella gæti fundur Evrópuleið- toga i Helsinki ekki hafizt þann 30. júli n.k., eins og stefnt hef- ur verið að Fréttaskýrendur hafa bent á, að nefndinni sé i lófa lagið að framlengja þennan frest — og var siðdegis f gær búizt við, að það yrði gert. Jaako Iloniemi, formaður finnsku sendinefndarinnar á ráð- stefnunni, sagði i gær að áfram væri unnið að undirbúningi fund- arins i Helsinki. Fréttaskýrendur álita, og að sá fundur geti hafizt á tilsettum tima — a.m.k. virðast flestir ráðstefnufulltrúa bjartsýn- ir á, að svo verði. En á meðan sérfræðingar bítast um orðalag ályktunaruppkasts, biður freyöandi kampavin ráð- stefnufulltrúa. Finnska sendi- nefndin er þegar búin að bjóða þeim til hanastélsgildis i dag — og fleiri veizlur eru áformaðar, um leið og allur ágreiningur hefur verið jafnaður. Amin herskár að vanda: Búum okkur undir að berjast til síðasta manns Frú Stonehouse og John Stonehouse: Eiga yfir höfði sér dóm fyrir fjársvik, þjófnaö og skjalafals. Reuter-Kampala. 1 gær hófst i Kampala, höfuðborg Uganda, fundur utanrikisráðherra Afriku- rikja, er undirbúa á leiðtogafund Samtaka Afrikurikja (OAU). Sá fundur hefst eftir tiu daga. Idi Amin Ugandaforseti ávarp- aði utanrikisráðherrana i gær. Hann var ómyrkur i máli, er hann vék að sambúð hvftra manna og svartra i Afriku. Amin sagði m.a., að OAU yrðu að vera við þvi búin að berjast til siðasta manns i Suður-Afriku. Hann lýsti stefnu Suður-Afriku- stjórnar — þess efnis, að sambúð landsins við önnur Afrikulönd verði bætt — sem „lifshættulegu eitri”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.