Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 19. júli. 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 73 kannski sú, að Orval óttaðist að verða gamall: Vildi hann reyna að sýnast enn fær í allan sjó? Ef til vill voru þeir svo nátengdir, að allar deilur voru eins og svik við traust samband þeirra. Voru þetta bara látalæti? Eða var ég svo stoltur, að ég yrði að sanna honum, að ég er ekki lengur barn, hugsaði Teasle með sér. Eða var það að Or- val gat ekki af borið að stjúpsonur hans talaði við sig eins og hann hafði aldrei dirf st að tala við sinn eigin föður? Frú Kellerman var sextíu og átta ára gömul. Hún var bú- in að vera gift Orval í f jörutíu ár. Hvernig átti hún nú að fara að án hans? Líf hennar var hlekkjað við líf hans. Fyrir hvern átti hún nú að elda? Fyrir hvern átti hún nú aðtaka til og þvo þvotta? — Sennilega fyrir mig, hugsaði Teasle með sér. Hvað um Singleton og allar þær skotkeppnír, sem þeir höfðu tekið þátt í, sem fulltrúar lögreglusveitarinnar? Singleton var líka kvæntur — og átti þrjú börn. Hvert yrði nú hlutskipti konunnar? Skyldi hún þurfa að selja húsið, vinna úti og borga barnfóstru fyrir umönnun barnanna á meðan? Hvernig á ég að útskýra fyrir þeim hvernig menn þeirra létu lífið, hugsaði hann með sér. Með réttu hefði hann átt að hringja í þær fyrir mörgum stundum, en hann kom sér ekki tii þess. Teasle kveikti sér í síðustu sígarettunni og kramdi pakkann. Hann var þurr í hálsinum. Ósjálfrétt hugsaði hann um tryllta skelfinguna, sem hafði gripið hann. Singleton æpti: — Gættu þín vel, hann náði mér, svo heyrðist skothljóð — og Teasle hljópst á brott í skelf ingu. Kannski hefði hann náð að koma skoti á Rambo, ef hann hefði hinkrað við. Hann hefði ef til vill getað nálgast Singleton. Kannski var hann þá á líf i — og enn unnt að bjarga honum. Þegar Teasle hugsaði um móðursýkislegan flótta sinn, setti að honum viðbjóð. — Þú ert meira hörkutólið, sagði hann viðsjálfan sig. Það vantar ekki á þig kjaftinn. Sennilega myndir þú fara eins að, þótt þú ættir þess kost að lif a allt upp aftur. — Nei. Fyrr myndi ég láta lífið en f lýja á nýjan leik, i hugsaði hann með sér. Honum varð hugsað til líkanna uppi á klettasyllunni. Ríkislögreglan hafði reynt að leita þeirra úr þyrlu, en úr lofti séð virtust allar klettasyllur hver annarri líkar. Þeir höfðu því ekkert fundið. Að lokum voru þeir kvaddir aftur til að taka þátt í leitinni. Líkast til voru líkin nú hálfhulin í aur og laufi eftir regníð. Kannski voru dýrin að hnusa i líkunum og skordýr skríðandi á vöngum þeirra. Hvernig skyldi Orval hafa litið út eftir að falla fram af klettabrúninni? Galt var jarðsettur í gærmorg- un. Þá var Teasle að berjast áfram yfir akrana. Hann var feginn > að hafa ekki verið viðstaddur. Með sjálf um sér óskaði hann þess, að hann þyrfti ekki að vera við- staddur jarðarför hinna mannanna, þegar lík þeirra fyndust að lokum og yrðu flutt til byggða.... það sem eftir yrði af þeim, eftir nokkurra daga legu i skóginum. Fjöldaútför. Kisturnar yrðu í röð frammi fyrir altarinu, lokaðar kistur og allir bæjarbúar yrðu viðstaddir. Þeir myndu líta á hann — þá á kisturnar — og svo aftur á hann. Hvernig átti hann að skýra fyrir þessu fólki hvers vegna svona fór. Hvernig átti hann að skýra þá skoðun sína, að hann hefði talið bezt, að pilturinn staldraði ekki við í bænum — og svo biturleika hans og þörfina til að ögra sér. Hvorugt gat hætt að erta hinn, þegar þeir voru byrjaðir. Teasle leit á Trautman, sem svaf á gólfinu undir herábreiðunni. Hann gerði sér þess grein, að hann var farinn að lita sömu augum á piltinn og Trautman. Ekki að öllu leyti, en nóg til þess að skilja hvers vegna ungi maðurinn hagaði sér einsog hann gerði. Hann fann jafn- vel til svolítillar samúðar. — Látum það vera. En þú drapst engan þegar þú komst frá Kóreu. Þó hafðir þú upplifað álíka skelfingar og hann, hugsaði Teasle með sér. Það myndi ekki lífga þá Or\éal og Singlefon þó Teasle áliti að Rambo hefði átt að háfa stjórn á sér. Né heldur hina mennina. Reiði Teasles í garð Rambos fyrir að skjóta Orval var meiri en svo, að unnt væri að bæla hana niður. Þreytan hafði unnið á þessari tilf inningu síð- ustu klukkustundirnar. TilfinningaafI hans nægði nú ekki lengur til að draga fram í hugann grimmilegar ímyndir þess sem hann myndi njóta að gera við Rambo. Teasle var svef nvana og í hálf gerðu þreytumóki. Honum fannst fáránlegt hversu allt virtist hafa verið skipulags- laust— jafnvel áður en þeim lenti saman. Hann sjálfur og Anna, Rambo og stríðið. Anna. Hann f urðaði sig á því, að hann skyldi ekki hafa munað eftir henni í tvo daga, eða síðan blóðbaðið hófst. Hún virtist nú horfin lengra inn í huga hans en til Kaliforníu. Sársaukinn vegna burtfarar hennar hvarf í skugga þess, sem gerzt hafði síðan á mánudag. Samt sem áður fann hann til sársauka við tilhugsunina. En hann var búinn að fá sig mettan af þjáningum. Hann var með magakrampa og gleypti því enn tvær pillur. Biturt kalkbragðið var nú enn verra en áður — því hann bjóst við því. Hann horfði út og sá sólina rétt uppi Laugardagur 19. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen lýkur lestri sögunnar „Höddu” eftir Rachel Field (24). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. kl. 10.25: ,,Mig hendir aldrei neitt”, — Stuttur umferðarþáttur i umsjá Kára Jónassonar (endurt.). Óskalög sjúk- linga kl. 10.30: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar a. Brandenborgarkonsert nr. 1 i F-dúr eftir Bach. Jean- Francois Paillard-kammer- sveitin leikur b. „Nætur i görðum Spánar” eftir Manuel de Falla. Artur Rubinstein leikur með Sin- fóniuhljómsveitinni i St. Louis: Vladimir Golsch- mann stjórnar. 15.45 i umferöinni Arni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir). 16.30 í léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni.- 17.20 Nýtt undir nálinni Orn Petersen annast dægur- lagaþátt. 18.10 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftiminn. Lngólfur Margeirsson og Lárus Ósk- arsson sjá um þáttinn, sem fjallar um ofdrykkju. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Framhaldsleikritíð: „Aftöku frestað” eftir Michael Gilbert Þriðji þátt- ur. Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Harry Gordon.. Hákon Waage, Harbord.... Ævar R. Kvaran, Lacey yf- irlögregluþjónn.... Gunnar Eyjólfsson, Knight lög- regluvarðstjóri.... Klemenz Jónsson, Bridget... Anna Kristin Arngrimsdóttir, Tarragon.... Arni Tryggva- son, Beeding.... Helgi Skúlason, Aðrir leikendur: Briet Héðinsdóttir, Helga Stephensen, Guðmundur Magnússon, Jón Sigur- björnsson og Knútur R. Magnússon. 21.20 Kórsöngur Karlakór hollenska útvarpsins syngur lög eftir Mendelssohn: A. Krelage stjórnar. 21.35 Bréf til kennslukonu Þáttur um sérstæða skóla- tilraun á Italiu. Arthur Björgvin Bollason tekur saman og flytur ásamt Selmu Guðmundsdóttur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ►Verjum ,0ggróöurj verndumi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.