Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN þriöjudagur 29. júli 1975. Vandræðaástand á Kópaskeri ef ekki verður unnt að lag- færa skemmdir á sláturhúsinu ASK-Akureyri. „Viö veröum aö geta hafiö steypuvinnu ekki siöar en I ágústlok ef ekki á aö skapast vandræöaástand” sagöi Kristján Armannsson kaupfélagsstjóri á AAet í blóðgjöf — 144 gáfu blóð í Sigöldu ÞRIÐJUDAGINN 22. júli fóru starfsmenn Blóðbankans og Rauða kross Islands i blóðsöfnun- arferð til Sigöldu. Var lagt af stað kl. 7 um morguninn og komið heim kl. 3 að nóttu. Arndis Einarsdóttir hjúkrunarkona, sem stjórnaði starfinu af hálfu Blóð- bankans, hrósaði undirbúningi Péturs Péturssonar starfs- mannastjóra við Sigöldu, skipu- lagning hans hefði verið ómetan- leg og aðbúnaður allur mjög góð- ur. Það fór lika svo að 144 manns gáfu blóð, en þessi fjöldi er hinn mesti sem safnazt hefur i einni ferð. Fyrra met er 120 manns,sem gáfu blóð i Keflavfk og 118 manns hjá Islenzka Álfélaginu i Straumsvik. Óskað var eftir að blóösöfnunin yrði endurtekin i haust þegar starfsmenn verða komnir úr sumarfrii. Meðal blóð- gjafa var Júgóslavi, sem hefur gefið blóð 36 sinnum i heimalandi sinu og hlotið gullverðlaun Júgóslavneska Rauða krossins. Blóðbankinn og Rauði krossinn senda starfsmönnum við Sigöldu beztu þakkir fyrir frábærar mót- tökur. Kópaskeri, er Timinn innti hann eftir framkvæmdum viö slátur- hús kaupfélagsins. En eins og fram hefur komið i fréttum Timans lyftist hluti húss- ins um allt að 20 sm vegna frosta og þurfti að brjóta upp allt gólfið i einum af frystiklefum hússins, og i nokkrar vikur hefur jarðvegur- inn verið þiddur með þar til gerð- um tækjum. Húsið mun þvi vera á niðurleiö og þær sprungur er höfðu myndazt hafa sigið saman að mestu. Þá sagði Kristján að staðið hefði til að hefja akstur á möl inni húsið fyrir helgi en sú framkvæmd myndi tefjast i ASK AKUREYRI. Klukkan 4 siöastiiðinn sunnudagsmorgun kom varöskipið ÆGIR til Siglu- fjaröar með tvo norska hrefnu- veiöibáta. Til annars þeirra haföi sézt úr flugvél á föstudaginn, þar sem báturinn var meö hrefnu á dekki skammt undan landi, en er- lendum hvalveiöibátum er óheimilt aö skjóta eöa gera aö hrefnum innan 50 milna iandhelg- innar. Aö sögn bæjarfógetans á Siglu- firöi var þarna um að ræða báta er voru þar fyrir skömmu. Mun annar þeirra, DAGSENJOR, hafa nokkra daga. Kostnaðaráætlun vegna frost- skemmdanna var gerð ekki alls fyrir löngu og er reiknað með að 17,3 milljónir þurfi til að gera frystiklefann nothæfan á nýjan leik. A gólfi á efri hæð hússins hefur myndazt „kúla” og var sett farg á hana tií að reyna að ná henni niður, en ekki er vist að tak- ist að ná niður þeirri spennu er óhjákvæðilega myndaðist er hús- ið tók að lyftast. Kristján sagði að ný tæki yrðu ekki keypt i frystiklefann, en i gólf hans verður lagður hitavir til að fyrir- byggja sams konar skemmdir. farið út á föstudagsmorgun en hinn beið i höfn eftir varahlutum fram á laugardag. Sá siðari hafði engan afla fengið er hann kom til Siglufjarðar i seinna skiptið, en DAGSENJOR hafði fengið eina hrefnu, er skipstjóri hans sagðist hafa skotið utan 50 milna, en viðurkenndi að hafa gert að hrefnunni innan landhelginnar. Réttarhöldunum lauk með þvi að DAGSENJOR hlaut áminn- ingu og héldu bátarnir aftur út frá Siglufirði aðfaranótt mánudags- ins og munu þeir nú vera á leið til Grænlands. ANNAR NORSKI HREFNUVEIÐARÍNN ÁAAINNTUR — báðir bátarnir farnir á Grænlandsmið Stálu miklu af dýrum tízkufatnaði gébé Rvik — Um siöastliöna helgi var brotizt inn I tizkuverzlunina Adam, I.augaveg 47. Höföu þjófarnir á brott með sér nokkurt Eldur í brezkum togara gébé Itvik — Snemma á sunnudagsmorgun harst Vestmannaeyjaradio beiðni frá brczka togaranum Fyldea FD 182 frá Fleet- vvood, en togarinn var þá staddur um 22 sjómilur suöur af Surtsey. Kváðust þeir þurfa skjótrar aöstoðar við, þvi aö cldur væri kominn upp I vélarými skipsins. Haft var samband við nálæg skip, sem reyndust vera rann- sóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson og llelgafell. Kom Helgafellið fyrr á staðinn, eða aðeins klukkutima eftir að bciðnin liafði verið send út. Slysavarnarfélag Islands gerði einnig ráðstafanir til þess að slökkvilið Vest- mannaeyja færi út með báti ef þyrfti. Eldurinn hafði verið slökktur, er Helgafellið kom að togaranum, en skip- stjórnarmenn báðu um fylgd til Vestmannaeyja og fylgdi Helgafellið þeim þangað. Ahöfn togarans hafði þá komið vélinni i gang sjálf og keyrt var á hálfri ferð til Vestmannaeyja. Á skuttogaranum Fyldea FD 182 er sextán manna áhöfn, en einnig voru fjórir farþegar um borð. Enginn slasaöist og eldsupptök eru ókunn. magn af fatnaði, en aö sögn Grétars Franklínssonar, verzlunarstjóra, var enn ekki fullkannað hve mikið, enda erfitt að gera sér grein fyrir því. Þó er ljóst, að nokkrir leðurjakkar og nokkur fatasett hafa horfiö, auk þess eitthvað af skyrtum og peys- um. Leðurjakkar kosta yfir tuttugu þúsund krónur og fata- settin frá fimmtán til tuttugu þús- und krónum. Grétar sagðist hafa verið að vinna i verzluninni til klukkan niu á föstudagskvöldið og kom svo þangað um klukkan niu á laugardagskvöldið. Þá var að- koman ljót, — búið að brjótast inn um kjallaradyr i portinu að norðanverðu. Hjólför sáust að dyrunum enda nokkuð öruggt að vegfarendur hefðu tekið eftir þjófunum ef þeir hefðu haldið á fatnaðinum og gengið i burt frá verzluninni. Eitthvað af skipti- mynt hafði verið tekið, en ekki var það stór upphæð. Grétar sagöist ekkert geta sagt um fjár- hagstjónið fyrr en fullkannað væri hve mikið hefði horfið. gébé Itvik — Mjög alvarlegt um- ferðarslys varð á laugardags- kvöldið undir Hafnarfjalli ámóts við Borgarnes. Þar fór Bronco-jeppi út af veginum, en I honum voru þrir piltar úr Kefla- vík og ein stúlka úr Reykjavik, sem liafði fengið far með piltun- um til Iteykjavikur. Einn af þeim fyrstu sem kom á slysstaðinn, var Úlfar Þórðarson læknir og veitti hann hinum slösuðu fyrstu aðhlynningu, ásamt lækni frá Borgarnesi sem kom með sjúkra- bifreið á staðinn. Einn piltanna var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en hinir Rannsóknarlögreglan biður alla þá, sem voru á ferli við Adam, Laugavegi 47 á fyrr- greindum tima, að hafa samband við sig sem fyrst, ef þeir hafa orðið varir við óeðlilegar manna- ferðir. Kappreiðar Loga í Biskupstungum n.k. sunnudag GH Biskupstungum — Hinar ár- legu kappreiðar hestamanna- félagsins Loga i Biskupstungum fara fram á velli félagsins að Hrisholti sunnudaginn 3. ágúst. Keppt verður i stökki, skeiði og brokki. Einnig verður góðhesta- keppni félagsmanna A og B flokkur. Verðlaunapeningar verða veittir þrem fremstu hest- um i hverri grein. Núverandi for- maður félagsins er Guðmundur Gislason Torfastöðum, og þarf að láta skrá hesta til keppni hjá hon- um fyrir 1. ágúst. piltarnir tveir, sem slösuðust báðir mjög alvarlega, ásamt stúlkunni, voru flutt með þyrlu varnarliðsins til Reykjavíkur. Það var Slysavarnarfélag Islands og Flugstjórnin i Reykjavik sem höfðu milligöngu um að fá þyrl- una, sem var auðsótt mál af hálfu varnarliðsins. Með þyrlunni var læknir frá Keflavik. Báðir pilt- arnir voru fluttir á gjörgæzludeild Borgarspitalans. Sjónarvottar, sem voru I bifreið sem ók rétt á eftir Bronco-jeppanum, sáu ekkert óeðlilegt við ökulag jeppans, en hann steyptist út af háu ræsi og kom niður á hvolfi. Alvarlegt umferðar- slys undir Hafnarfjalli Asfaltgeymirinn mikli, sem sagt er frá 1 frétt á forslðu, sést á þessari mynd, sem ASK tók, og sést greinilega umfang geymisins og rými, en ekki veitir af, þvi að geymirinn tekur rúmlega 1550 tonn. Tvær sextán ára teknar fyrir að stela veskjum gébé Rvlk — Viö höfum heyrt um sex veskjaþjófnaði I Glæsibæ á föstudagskvöldið var, sagöi Hall- dór Sigurðsson rannsóknarlög- reglumaður. Tvær sextán ára stúlkur voru handteknar, en þær voru viðriönar tvo af þessum þjófnuöum. Sama kvöld varö kona I Glæsibæ fyrir likamsárás, er maður nokkur geröi sér lltið fyrir og tók glas hennar, og þakk- aði fyrir sig með þvl aö dangla þaö hressilega I konuna, aö hún fékk glóðarauga og bólgnaöi I andliti. Kærði konan máliö til rannsóknarlögreglunnar. — Undanfarið hefur færzt gifur- lega i vöxt að veskjum og hand- töskum kvenna er stolið á skemmtistöðum, sagði Halldór. Það er þvi ástæða til að vara fólk við þvi að skilja eftir eigur sinar á borðum ef það þarf að skreppa frá. Þá sagði Halldór, að þeir sem hefðu kært um helgina, i Glæsibæ, hefðu kvartað yfir áhugaleysi Mikið um slysa- útköll í gærdag gébé Rvik — Óvenjumikið var um slysaútköll i Reykjavik seinni hluta dagsins I gær. Þar var þó ekki mikið um umferðarslys, heldur voru þetta slys í heima- húsum og á vinnustöðum. Einnig slasaðist farþegi I leigubifreið um klukkan hálf þrjú i gær, illa á hendi. Hann bað leigubifreiða- stjóra að stöðva bifreiðina, þvi að hann hafði séð seðlaveski liggja á gangstétt, en þeir voru staddir á Hverfisgötu á móts við Traðar- kotssund. Gerði bifreiðastjórinn sem farþeginn bað, stökk sá hinn samiút,hljópaftur fyrir bifreiðina og lenti á bifhjóli,sem ungur pilt- ur ók. Skarst hann illa á hendi og sjúkrabifreið flutti hann á slysa- deild. Seðlaveskið var tekið til handargagns og reyndist það innihalda 2.500.00 en engin persónuskilriki. starfsfólks hússins á þvi að hjálpa upp á sakirnar þegar vart yrði við þjófnaði. Þá var t.d. maðurinn, sem sló konuna, settur út úr húsinu án þess að nafn hans væri tekið né að tilkynnt væri til lög- reglunnar um atburðinn. Neytendasam- tökin óska eftir lagfæringu á álagningar- seðlunum NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent rikisskattstjóra bréf, þar sem farið er fram á lagfæringar á álagningarseðlum. Bréfið er svo- hljóðandi: „Neytendasamtökunum hafa borizt kvartanir vegna óskiljan- legra skattaálagningarseðla fyrir árið 1975. Að þetta vandamál er almennt, má greinilega ráða af dagblöðun- um. Stjórnarmenn Neytendasam- takanna hafa athugað skatt- álagningarseðla og komizt að raun um, að erfitt er að finna end- anlega skattaupphæð, og þar við bætist að ekki er hægt að fylgja útreikningum. Skýringartexti á skattálagn- ingarseðli er illa prentaður og þar að auki torskilinn. Samkvæmt upplýsingum frá skattstofunni, verður skattskráin fyrir Reykja- vik lögð fram þann 25. júli og er kærufrestur útrunninn þann 7. ágúst. Við teljum að almenningi sé ó- kleift að ganga úr skugga um réttmæti skatta sinna á þessum tima. Við viljum þvi, herra rikis- skattstjóri, fara þess á leit við yð- ur, að þér hlutizt til um að sendur verði álagningarseðill sem sýni: 1. Álagðan tekjuskatt 2. Alagt útsvar 3. Alagðan eignaskatt 4. Aðra skatta 5. Skyldusparnað 6. Heildarfrádrátt 7. Endanlega skattkröfu. Þar að auki viljum við eindreg- ið mæla með að kærufrestur verði framlengdur um einn mánuð.” Tíxninn er peningar j AugíýsMf í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.