Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 29. júli 1975. I. FYRIR fáum árum var gefin ú bók, sem bér heitið Landið þitt Þar er lýst i stuttu máli fjöl mörgum sveitabæjum og fleir stöðum á íslandi og drepið í minnisverð atriði úr sögu hvers staðar. Þetta rit minnir á, að is lenzka þjóðin hefur um aldii verið tengd landinu og að hvei einn bær á sina sögu. Þess vegna eru lslendingar sjálfstæf þjóð. Frá þvi á landnámsöld hefur landinu verið skipt i bújarðir lögbýli og hreppaskipting kem ur snemma til sögu. Að fornu áttu rikir höfðingjar stundum bú á mörgum jörðum. Kirkjui og biskupsstólar komust yfii miklar jarðeignir og siðar tók konungur i sinar hendur eignar rétt og umráð margra jarða hér á landi. Á þeim timum varð stói hluti bændastéttarinnar af sætta sig við það hlutskipti al vera leiguliðar harðdrægra landsdrottna. A þessari öld hafa þessi mái þróazt þannig, að meiri hluti bú- jarða á fslandi eru i eigu ein- staklinga og i sjálfsábúð, en nokkur hluti jarðanna er eign rikis eða sveitarfélaga og i leiguábúð. Oft er um það rætt, hvort fyrirkomulagið á eign og ábúð jarða sé eðlilegra og hagkvæm- ara bændastéttinni og þjóðinni i heild, séreign og sjálfsábúð eða rikiseign og leiguábúð. En i lög- gjöf um þessi efni er svo um hnúta búið, að sjálfsábúð, erfða- ábúðeða leiguábúð um tiltekinn tima getur átt sér stað, þ.e. hvert formið um sig á einstök- um jörðum, án þess að það valdi vandkvæðum i sveitarfélagi. A hinum siðustu áratugum hafa orðið afar örar breytingar á þjóðlifinu. Meiri hluti þjóðar- innar á heimili i þéttbýli, en þeim, sem eiga heima á sveita- býlum hefur farið hlutfallslega fækkandi. Tæknin hefur áhrif á það i landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum að spara mannafla við vinnuna. En tækniþróunin eykur rekstrar- kostnaðinn og það gerir nauð- synlegt að auka framleiðslu á hverju búi, ef afla á tekna á móti gjöldum. II. Fjármagni þjóðarbúsins hef- ur oft verið misskipt milli lands- hluta. Menn leita gjarnan þang- að, sem mikið fjármagn er i veltu. En enginn verður alsæll af þvi einu að fá peninga i hend- ur, fremur en maðurinn, sem sagt er frá i ævintýrinu og fékk þá ósk sina uppfullta, að allt, sem hann snart, varð að gulli. Boðorð franska brautryðjand- ans reyndist hafa mikið sann- LANDIÐ ÞITT leiksgildi eigi siður á okkar dög- um en fyrir tveim öldum: Hverfið aftur til náttúrunnar. Þetta er orðið áþreifanlegt i hin- um stóru rikjum, þar sem iðn- aður er á háu stigi. Þegar dökk ský af menguðu lofti grúfa yfir hinum stærstu og auðugustu borgum heims, þá getur ekki dulizt, að heilsusamlegt um- hverfi er annars staðar að finna en bar. sem fiölmennið er mest og vélaaflið mikilvirkast. "Hér á landi fer það mjög i vöxt, að fólkið sem á heima i þéttbýli, leiti eftir þvi að komast i snertingu við landið utan þétt- býlisins. Iþróttamenn reisa skála á mörgum stöðum, m.a. vegna skiðaferða. Ferðamenn fara ekki einungis um byggðir iandsins, heldur ýmsar slóðir víðs vegar um óbyggðir og öræfi. Eftirspurn vex eftir landi undir sumarbústaði. Og ýmsir, sem mikil fjárráð hafa, leggja kapp á að eignast jarðir, jafnvel i fjarlægum héruðum, einkum ef jörðunum fylgir réttur til lax- og silungsveiði eða önnur sér- stök hlunnindi. III. Iþróttir og útilif hefur mikið gildi i sambandi við uppeldi, þroska og heilsufar þjóðarinn- ar, svo að bæta þarf aðstöðu til að sem flestir geti notið þess. Ferðir um landið geta verið á- nægjulegar, lærdómsrikar og orðið til að auka gagnkvæm kynni manna i þéttbýli og strjál- býli. En þegar kemur að vali á landi undir sumarbústaði eða jarðarkaupum þéttbýlismanna, koma til greina vandamál, sem timabært er að gera sér fulla grein fyrir og taka föstum tök- um. Útlendingar eru oft góðir gestir hér á landi og Islendingar þurfa og eiga að hafa góð viðákipti og hagkvæm við aðrar þjóðir. Löggjafanum ber eigi að siður að standa fast á rétti ís- lendinga gagnvart útlending- um. Sveitarfélögin i landinu eru einingar i stjórnkerfi hins is- lenzka rikis. Hagur hvers sveit- arfélags er við það bundinn að ibúár þess leggi fram orku sina til að nytja þau gæði, sem þar er kostur á, og afla verðmæta á þann hátt. Þeir, sem lögheimili eiga i sveitarfélaginu, verða að taka á sig ýmsar skyldur og kvaðir í þágu þess. Skyldum eiga að fylgja réttindi. Löggjaf- anum ber að tryggja betur en gert er i gildandi lögum rétt og aðstöðu hvers sveitarfélags i sambandi við eign og umráð á jörðum, sem losna þar úr ábúð eða ganga kaupum og sölum. Og ennfremur þarf það að vera tryggt, að þeir menn, sem ætla að eiga lögheimili i hlutaðeig- andi sveitarfélagi og leggja fram vinnu sina á vettvangi þess, eigi þess jafnan kost að sitja i fyrirrúmi gagnvart öðr- um, sem er það einungis keppi- kefli að fá aðstöðu til að geta dvalið þar um stund, en ætla hvorki að taka á sig skyldur i sveitarfélaginu né deila kjörum við fólkið, sem þar hefur búsetu. IV. Samkvæmt lögum er gang- andi fólki þvi aðeins heimil för um eignarlönd manna, að þau séu óræktuð og ógirt og dvöl manna þar hafi ekki i för með sér ónæði fyrir búpening né ó- hagræði fyrir rétthafa að land- inu. Sé land girt þarf leyfi land- eigenda til að ferðast um það eða dveljast á því. Sama gildir um ræktuð landsvæði. öllum er skylt að sýna varúð, svo að nátt- úru landsins sé ekki spillt að þarflausu. Spjöll á náttúru landsins, sem framin eru með ó- lögmætum hætti af ásetn- ingi eða gáleysi, varða refsingu. Ekki skal að óþörfu eyða eða spilla gróðri eða mosa-, lyng- eða hrlsrifi eða saurga vatnsból eða spilla vatni, hvort heldur er Páll Þorsteinsson. i ám og lækjum eða I stöðuvötn- um og brunnum. Samkvæmt lögum er landeig- anda einum heimilar fuglaveið- ar og ráðstöfunarréttur þeirra i landareign sinni. Sama gildir um rétt til eggjatöku. A landi skulu fuglaveiðum ráða rétt landamerki hverrar jarðar. Nú liggur landareign að sjó, og á þá landeigandi fuglaveiðar á haf út 115 metra frá stórstraumsfjöru- máli. A viðavangi er bannað að fleygja frá sér eða skilja eftir rusl, sem er til hættu eða óprýði, svo og að bera rusl eða sorp I sjó, i fjörur eða á sjávarbakka i ár eða á árbakka, i læki eða á lækjarbakka. Skylt skal að ganga frá áningarstað og tjald- stæði, er menn hafa tekið sér úti i náttúrunni, þannig að ekkert sé þar eftir skilið, sem lýti um- hverfið. 1 sveitarfélögum er óheimilt að byggja sumarbústaði án leyfis sveitarstjórnar, en hún skal, áður en leyfi er veitt, leita umsagnar náttúruverndar hér- aðsins. Ef reisa á sumarbú- staðahverfi skal ennfremur leita umsagnar Náttúruvernd- arráðs um staðarval og skipu- lag, svo og skipulagsstjóra, ef sveitarfélagið er skipulags- skylt. Avallt skal við byggingu sumarbústaða fullnægt kröfum heilbrigðisyfirvalda um frá- gang rotþróa, oliutanka og ann- að sem mengunarhætta getur stafað frá. Sveitarstjórarnir eiga ekki að miða starf sitt að öllu leyti við liðandi stund. Þær þurfa jafn- framt að horfa fram á veginn og m.a. gæta þess, áður en I óefni er komið, að lönd undir sumar- bústaði eða lóðir vegna sér- stakrar starfsemi séu valin eftir skipulagi. En umfram allt eiga landeig- endur sjálfir að gera sér far um að meta sem réttast eign slna og aðstöðu. Þeim er skylt að gera sér grein fyrir þvi, að bújörð á ekki að búta sundur og selja i spildum — allra sizt skipulags- laust. Það er mikil skammsýni að láta von um skyndihagnað visa veginn I þessu efni. Það getur leitt til þess, að stórlega spillist aðstaða til búskapar á jörðinni við hæfi framtlðar. Miklu fremur ber á það að lita, að með umbótum vex landið að verðgildi og að jarðareigandi er sjálfur á sinni eign I daglegri snertingu við sams konar um- hverfi og maðurinn I þéttbýlinu sækist eftir úti I sveit. VI. Allmörg lögbýli á landi hér eru ættararfur. Bújörð ber margt I skauti sér, sem sýnir verkog aðstöðu þeirra, sem áð- ur hafa búið þar, en lokið ævi- starfi. Fjölbreytni i landslagi getur og veitt hugsun. manns hollt viðfangsefni. Eitt af þvi, sem hugur manns getur nærzt af, er að gefa gaum að llfi fyrri tiðar manna, er eitt sinn stóðu i svipuðum sporum óg við gerum nú, og að beita eigin augum og athugun til að lesa rétt og með skilningi á bók náttúrunnar. Þetta eru góðar aukatekjur við búsetu i sveitum, ef rétt er á haldið, þó að þær verði ekki lagðar inn i viðskiptareikning. Engum er nauðsynlegra en ungu kynslóðinni, sem stendur i þeim sporum að velja eða hafna, að móta af glöggskyggni viðhorfið til landsins. Farsæld islenzku þjóðarinnar er og mjög undir þvi komin, að hinir ungu gleymi ekki, heldur gefi gaum að áminningu skáldsins: Þetta er landið þitt. Páll Þorsteinsson. Jlí lííllílllllíllll i REIÐSKÓLINN GELDINGAHOLTI Börn og unglingar Frá 31. júlí-11. ágúst. Frá 15. ágúst-26. ágúst. Frá 26. ágúst-2. september. Framhaldsnámskeið. Hlýðniæfingar - Útreiðar - Kvöldvökur Allar ndnari upplýsingar: FERÐASKRIFSTOFAN DASKRfFSTOFAN 'JL_| URVALlMr Eimskipafélagshúsinu simi 269CX) /lH°- Tilboð óskast I framkvæmdir við byggingu heilsugæzlu- stöðvar á Dalvik. Innifalið i Utboði er að skila byggingunni fokheldri auk múrhúðunar að utan. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. ágúst kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Steinullar og glerullar EINANGRUN fyrirliggjandi bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO CO Ármúla 16 — Sími 3-86-40

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.