Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 29. júll 1975. Ekki fara strax! Það er fátt skemmtilegra en að svQnla i sundlaug á sólrikum sumardögum, en fullorðna fólk- ið hefur ýmislegt fleira að gera en skemmta sér og láta sér liða vel og sundlaugaferðir verða lika að taka enda. En pilturinn á myndinni er ekki alveg á þvi og vill fá að busla svolitla stund enn, en mamma er ekki á þeim buxunum og þarf að flýta sér, hvernig sem reynt er að halda i hana. Fór Alexander mikli um þessar slóðir? Fornleifafræðingar i sovétlýð- veldinu Usbekistan i Mið-Asiu hafa fundið fornaldarborgina Nautaki, sem getið er i lýsingu á herferð Alexanders mikla til Mið-Asiu. Staðurinn er á Karsji- steppunni suður af Samakand. Þarna hefur fundizt mikið af keramik, mynt og málmhlutum frá þessum tima. Og á meira dýpi hafa fundizt leifar enn eldri byggðar, sem rekja má til bronzaldar. Virðist svo sem Nautaki reki sögu sina um það bil 2500 ár aftur i timann eða á- lika langt og sjálf Samarkand. Xh Blaðamannamið- stöð opnuð í AAoskvu Blaðamannamiðstöð fyrir ASTG (Apollo-Sojús-Tilrauna- Geimferðina) hefur verið opnuð i hótel Intúrist við Gorkistræti i Moskvu. Aragrúa af si'mum, fjarritum og litasjónvarpstækj- um hefur verið komið fyrir i hinum rúmgóðu salarkynnum hótelsins. Hápunktur ferðarinn- ar, sem að blaðamönnum snýr, verður blaðamannafundur við geimfarana um borð i geim- skipum sinum. Blaðamannamiðstöðin i Moskvu verður starfandi frá 10.—29. júli og þar verða starf- andi 600 blaðamenn, þar af 400 erlendir blaðamenn. A blaða- mannafundi hinn 14. júli verður sjónvarpað beint frá geimskot- stöðvunum. Stórir hópar sov- ézkra og erlendra blaðamanna munu heimsækja Stjórnunar- stöð geimferðarinnar i Moskvu, Stjörnuborg og Tsikolovski- safnið fyrir geimskotið. Að geimferðinni lokinni er áformað að þeir heimsæki m.a. Geim- fararannsóknastofnunina og Lif- og læknisfræðistofnunina. Blaðamönnum verður gefinn kosturá að fá allar upplýsingar bæöi um Apollo og Sojús geim- förin. 1 blaðamannamiðstöðinni i Moskvu verða tvær sjónvarps- útsendingar, þar sem stöðugt verða gefnar upplýsingar um feröir Sojúsar og aðrar tvær beint frá Houston, þar sem blaðamenn fá sams konar upp- lýsingar um Apollo. Það er ekkert vafamál að blaðamennirnir verða að vinna ekki siður en geimfararnir á braut og stjórnendur á jörðu niöri eftir strangri geimferða- áætlun, og verður timabilið frá 15.—21. júli erfiðast, — en þá verða sendar út fréttir nokkrum sinnum á dag. Blaðamannafundurinn með beinu sambandi um borð við geimförin er áformaður 18. júli, en þvi miður getur hann ekki staðið nema i tuttugu og tvær minútur af tæknilegum ástæð- um. Blaðamenn hafa skipað nefnd á staðnum til þess að velja úr spurningum samstarfs- manna sinna. Bandariskur blaðamaður er fyrir nefndinni sem starfar i' blaðamannamið- stöðinni i Moskvu. Þessi nefnd á að velja fyrirfram frumlegustu spurningar starfsbræðra sinna, og samræma þær til að koma i veg fyrir endurtekningar og nýta hinn stutta tima, sem allra bezt. Verða hinir tuttugu geimdag- ar ekki mikið álag fyrir blaða- mennina? Starfsbróðir þeirra Vitali Sevastianof, sem er félagi i Blaðamannafélagi Sovétrikj- anna og Pjotr Klimuk, sem nú hafa verið á braut um jörðu i rúmán mánuð um borð i Sljút-4, eru kannski réttu mennirnir til þess að svara þeirri spurningu. Mikil vegarlagning þvert yfir SFberfu Rösklega 5000 km langur bilvegur á að tengja saman Ural og Bajkalhéraðið. Þessi nýi siberiski þjóðvegur, sem byrj- ar i bænum Tjeljabinsk i Ural og endar i Tjita austan Bajkal- vatns, liggur um allar stærri borgir i Vestur- og Austur- Siberiu. Fyrstu 2300 km af aðal- veginum eru þegar fullbúnir, og byrjað er að malbika næsta hluta, sem er röskir 300 km. Miklir erfiðleikar eru i sam- bandi við þessa vegarlagningu. Hún fer að langmestu leyti fram i óræktuðu landi og liggur hann um mikil fenjasvæði, salt- steppur og sifrostabelti, og við þetta bætist hið erfiða lofstlag i Siberiu. En vegarlagningin hefur mjög mikla þýðingu fyrir framleiðsluatvinnuvegina i Siberiu, sem eru i miklum blóma. I fyrsta lagi léttir vegur- inn á Siberiujárnbrautinni að þvi er varðar vöruflutninga á styttri vegalengdum, þar sem mörg héruð fá nú greiðara sam- band við stóra bæjarkjarna með þjóðveginum. 1 tengslum við þjóðveginn eru lagðir hliöar- vegir, sem samanlagt eru miklu lengri en aðalvegurinn. Lagðir eru framhjáakstursvegir ' um- hverfis borgirnar, sem losna þannig við óþarfa hávaða og mengun frá hinni miklu umferð. Með timanum mun þessi siberiski þjóðvegur verða hluti af bilvegi, sem tengir saman vesturhluta Sovétrikjanna og héruðin á strönd Kyrrahafs. — Þú gerir aldrei sömu vitleys- una tvisvar, Jónatan. Þér tekst alltaf að finna upp nýjar. þú keyptir stigarenning tir allt saman... — Flýttu þér Sigþór, láttu Möggu fá svuntuna. Vinur hennar er að hringja dyrabjöll- DENNI DÆMALAUSI ,,Ég get ekki hugsað mér neitt skemmtilegt að gera milli þjóð- hátiðardagsins og jólanna”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.